NT - 16.08.1985, Blaðsíða 20

NT - 16.08.1985, Blaðsíða 20
 Föstudagur 16. ágúst 1985 20 Útlönd 'NEWS IN BIIIEF August 15 Reuter. BAGHDAD - larq said its aircraft had destroyed Irau's main dil terminal at Kharg island in the north- east of the Gulf. Iraq‘s high command said the raid was „a crushing one which destoyed the island and changed it into ashes“. Gulf shipping so- urces said they had no reports so far of any raids. • TYRE, Lebanon - A suie ide car bomber killed or wounded four pro-lsraeli militiamen when he tried to ram their post on the edge of Israel's self-decl- ared security zone in So- uth Lebanon, U.N. and security sources said. • JOH ANNESBURG - So- uth Africa clamped a curf- ew on the nations‘s biggest black township of Soweto, U. entending restrictions al- ready imposed on eastern Oc Cape townships. Tonight President P.W. Botha $ said his government was (/j determined to press ahead S with the reform of apart- U| heid. ^ • OTTAWA - Canada ann- ounced it would recall its ambassador to South Afr- ica for consulations at the end of August and take further measures if South Africa did not make conc- rete moves to end apart- heid. TOKYO - Japan Airlines began government-order ed checks on its fleet of Boeing 747s as investigat- ors probed the crash of a JAL airliner which killed 521) of the 524 people on hoard. • GALVESTON, Texas Strong winds and heavy rain leashed Western Lo- uisiana as hurricane Danny swept closer to the Gulf of Mcxico Coast. Thousands of residents and workers on off-shore drilling rigs were evacuat- ed. • LONDON - A British powerboat trying to beat the record for the lastcst Atlantic crossing is sinking off the west coast of England, the BBC rep- orted. It said the Virgin Atlantic Challenger was within two hours of winn- ing the coveted blue ri- band for the fastest cross- ing when it ran into a storm. • WASHINGTON - U.S. industrial output rose by 0.2 per cent in July, the Federal Reserve Board said, A Further sign that the economy has yet to start the strong recovery forecast by the White Ho- íh s Ul g UNITED NATIONS - The plight of 20 African I countries afflicted by pro- longed drought remains I grave and although rain , has brought some relief new pledges of rid are urgently needed, the Unit- , ed Nations said. • LONDON - Britain said the way was still open for 1 France and Spain to join a I new 30 billion dollar West European jet fighter pro- ' ject even if they failed to 1 make up their minds by today‘s formal deadline. newsinbriefJ Gandhi: T æknistríð Nýja Delhi-Reuter: ■ Rajiv Gandhi forsætisráð- herra Indverja lýsti í gær yfir stríði gegn fátækt í Indlandi. Hann sagði að þetta stríð yrði að heyja með indverskum vís- indum og tækni. Pessi stríðsyfirlýsing Gandhis kom í ræðu sem hann flutti á sjálfstæðisdegi Indverja í gær en þá minntust þeir sjálfstæðis síns frá Bretum árið 1947. Hann sagði m.a.: „Petta verður stríð til að binda enda á fátækt mill- jóna Indverja sem búa í þorpum og fátækrahverfum stórborg- Aðstoð handa Egyptum Kairo-Keuter: ■ Bandaríkjamenn hyggjast veita Egyptum 100 milljón doll- ara (4,1 milljarðar kr.) þróunar- aðstoð, að því er talsmaður bandaríska sendiráðsins í Kairó skýrði frá í gær. Um helmingur aðstoðarinnar mun verða notaður til að ljúka við fjórða áfanga raforkuvers, sem nýtir jarðhita. Unnið er að byggingu þess í Shubra El- Sheima, útborg Kaíró. Um þriðjungur 700 milljóna íbúa Indlands býr við lífsskilyrði sem teljast undir þeim fátækra- mörkum sem stjórnvöld hafa sett. Markmið tæknistríðsins gegn fátækt er að lyfta lífskjör- um þessa fólks upp fyrir fá- tækramörkin. Gandhi lagði áherslu á að Indverjar gætu ekki treyst á erlend iðnfyrirtæki eða erlenda tækni til að bæta lífskjör sín. Þeir yrðu að byggja á eigin kröftum. Hann sagði að tæknin sem Indverjar myndu nota yrði að þjóna landsmönnum og fátækt ■ Rajiv Gandhi með móður sinni Indiru Gandhi, sem var myrt í fyrra. passa við þær kringumstæður sem væru í Indlandi. Gandhi benti á að þegar Ind- verjar fengu sjálfstæði árið 1947 hefðu ekki einu sinni verið framleiddar nálarílandinu. Síð- an hefði iðnaðurinn smám sam- an þróast frá því að vera bund- inn við heimaofin klæði - yfir í tölvuframleiðslu, kjarnorku og gervihnetti. Gandhi sagði heiminn horfa á Indverja í undrun yfir því hve þeir hefðu náð langt frá því þeir fengu sjálfstæði þrátt fyrir þau þrjú eða fjögur stríð sem Ind- verjar hefðu lent í. í ræðu sinni sagði Gandhi ennfremur að Indverjar væru nú enn á ný sameinaðir eftir þjóðernisátök sem hefðu orðið í fylkjunum Punjab og Assam. En hann viðurkenndi að barátt- an gegn öfgasinnum yrði að halda áfram. Hann sagði að margir útlendingar hefðu álitið að Indland myndi liðastsundurí smáríki fyrir ti'u mánuðum en nú væri öllurn ljóst að slíkt væri óhugsandi. Öryggisráðstafanir hafa aldr- ei verið meiri á sjálfstæðisdegi Indverja og urðu jafnvel ráð- herrar og erlendir sendifulltrúar að gangast undir vopnaleit. ■ Indverskar konur vinna við að spinna silki. Gandhi kveður erlenda tækni í sjálfu sér ágæta enlndverjar verði að treysta á eigin krafta þegar þeir byggi upp nútímaiðnað sem geti dregið þá upp úr fátæktinni. Verkamenn í Búlgaríu eiginhagsmunaseggir - samkvæmt sovéska sendiherranum þar í landi Sovía-Rcutcr: ■ Sovéski sendiherrann í Búlgaríu er harðorður í garð búlgarskra verkamanna sem hann telur hina mestu eigin- hagsmunaseggi ef marka má viðtal sem birtist við hann í búlgörsku tímariti nú í vikunni. Leonid Grekov sendiherra segir í viðtalinu að verkalýður- inn í Búlgaríu sé ekki nægjan- lega mikill „öreigalýður". Marg- ir verkamenn eigi smáskika í sveitinni þar sem þeir kjósi frekar að vinna en við hin eiginlegu störf sín í verksmiðj- um. Verkamennirnir slíti sér út við landbúnaðarstörf og þegar þeir komi aftur í verksmiðjuna séu þeir þreyttir og vilji hvíla sig. Sendiherrann segir að á sum- um sviðum sé framleiðnin í Búlgaríu þrisvar sinnum minni en í Sovétríkjunum. Hann gagnrýndi líka gæði framleiðsl- unnar en viðurkenndi að Sovét- menn ættu við sama vandamál að stríða og Búlgarar á þessu sviði. Búlgarar eru algjörlega háðir Sovétríkjunum efnahagslega. Meira en sextíu prósent allrar utanríkisverslunar þeirra er við Sovétmenn. Bretland: Sektaði líkbíl Teignmouth-Rcuter: ■ Les Brockwell, eini um- ferðarlögregluþjónninn í Teignmouth, Englandi, gerði allt vitlaust í bænum er hann tók upp á því að sekta ökumann líkbíls. Bílnum hafði verið lagt fyrir utan kirkjuna, þar sem jarðarför 100 ára gamallar konu fór fram, og sagði Brockwell að bíllinn hefði hindrað umferð um götuna. Presturinn sakaði lög- regluþjóninn um að vera vita tilfinningalaus, en Broc- kwell kvaðst aðeins hafa verið að gera skyldu sína. Lögreglan ákvað hins vegar að láta málið niður falla. Astralska lögreglan stöðvar kannabisflóð - leysir upp tíu tonna smyglhring Sydncv-Rcutcr: ■ Talsmenn áströlsku lög- reglunnar skýrðu frá þvf í gær að lögreglan hefði hand- tekið 35 félaga kannabis- hrings sem hefði smyglað allt að tíu tonnum af kannabis til Ástralíu. Að sögn lögreglunnar var verðmæti kannabisinnflutn- ingsins urn 40 milljón ástralskir dollarar (1,2 mill- jarðar ísl. kr.) Nokkrir þekktir borgarar tóku þátt í skipulagningu smyglsins. Einn hinna hand- teknu er t.d. lögfræðingur og annar er þe.kktur læknir í Sydney. Smyglhringurinn flutti kannabisefnin inn með flutn- ingsskipi sem var skráð í Panama. Skipið sigldi með eituriyfin frá Miðausturlönd- um til Darwinhafnar en það- an voru þau flutt til Suður- Ástralíu. Lögreglan vann að rann- sókn málsins í tólf mánuði áður en ákveðið var að láta til skarar skríða. Kínverjar fá ekki f ranskt símakerf i - vegna andstöðu Bandaríkjamanna ■ Bandaríkjamenn eru að reyna að koma í veg fyrir sölu fransks fyrirtækis á þróuðum skiptibúnaði fyrir símakerfi Kínverja í Shanghai og Peking. Bandarísk stjórnvöld segja að skiptibúnað þennan megi nota í hernaðartilgangi og hafa því beitt áhrifum sínum innan COCOM, sem eru samtök vest- rænna ríkja og Japans, til að hindra sölu skiptibúnaðarins. Talsmaður franska fyrirtækis- ins SESA, sem sér um sölu Frægur f jallgöngumaður: Varar við fjallgöngu í helgum tindum Tíbeta Peking-Rculer: ■ Fjallgöngumaðurinn Reinhold Messner varar ein- dregið við því að vestrænir fjallgönguntenn reyni að klífa á heijagan tind hins dularfulla Kailash-fjalls í Tíbet. Messner sagði á blaða- mannafundi nú í vikunni að klifur í Kailash-fjalli. ntyndi gera Tíbeta sent búa við fjall- ið svo reiða að þeir gætu hugsanlega drepið fjailgöngu- menn sem reyndu slíkt. Bæði tíbeskir búddistar og hindúar líta á Kailash-fjall sem helgan stað. Kailash, sem er 6,7 kílómetra hátt, er í Suð- vestur-Tíbet skammt frá landamærum Indlands. Mess- ner telur að enginn Vestur- landabúi hafi enn sem kornið er klifið tindinn og ólíklegt sé að þeir fái tækifæri til að klífa hann á næstunni. Messner hefur klifið tólf at' fjórtán hæstu tindum veraldar sem eru yfir álta kílómetrar að hæð. tækjabúnaðarins fyrir ríkisfyr- irtækið CGE. segir að Banda- ríkjamenn hafi komið í veg fyrir söluna frá því í maí síðastliðn- um. Öll NATO-ríki nerna ísland og Spánn eru aðilar að COCOM sem hefur það markmið að hindra sölu á háþróuðum tækja- búnaði til kommúnistaríkja. Auk þessara ríkja er Japan líka aðili að COCOM. Öll ríki nema Bandaríkin hafa samþykkt sölu skiptibúnaðarins sem er Kín- verjum mikilvægur til að endur- nýja símakerfi Shanghai og Pek- ing en símakerfi þessara borga eru löngu orðin úrelt og anna engan veginn símaþörfinni. Frakkar höfðu vonast til að selja Kínverjum skiptibúnað fyrir símakerfi í fleiri borgum þar sem Kínverjar hafa nú uppi miklar áætlanir um endurnýjun og eflingu símakerfis landsins. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa sérstaklega miklar áhyggj- ur af því að hægt er að senda tövluupplýsingar í gegnum símakerfið með franska skipti- búnaðinum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.