NT - 16.08.1985, Blaðsíða 8
( a Föstudagur 16. ágúst 1985 8
! Árnad he ill la
„Vegir liggja til allra
Óskar Sigurjónsson sérleyfishafi sextugur
■ Óskar Sigurjónsson.
■ Fyrsti fjallabíll Austurleiðamanna, heimasmíðaður að hluta til. Myndin er frá árinu 1964. Svo til
allir karlmenn sem þá áttu heima á Hvolsvelli stilla sér upp, en frumbyggjarnir eru í boðsferð með
Óskari, komnir í Þórsmörk.
Fyrir aldarfjórðungi mátti oft
á síðkvöldum sjá handtaka-góð-
an mann vera að gera upp
gamla og slitna jeppabifreið á
litlu verkstæði austur í Hvols-
velli. Eftir skamman tíma var
farartækið komið í gott lag og
glanspússað.
Andvirði þessa Willys jeppa
mun hafa verið aleiga Óskars
Sigurjónssonar, þegar liann árið
l%() keypti tvær langferðabif-
reiðar af Kaupfélagi Rang-
æinga, sem um nokkuð margra
ára skeið rak áætlunarferðir um
austanverða Rangárvallasýslu.
Önnur þessara bifreiða var
sextán ára gömul, en hin sjö
ára. Báðar orðnar lúalegar eftir
langar vegferðir, enda vegir þá
yfirleitt slæmir, olíumöl óþekkt
orð og varanlegt slitlag ekki til
utan höfuðborgarsvæðisins og
nokkurra kaupstaða.
Óskar rak einn sérleyfi sitt
um tveggja ára skeið, en það„
var í upphafi á leiðinni frá
Reykjavík að Múlakoti í
Fljótshlíð. Farkostirnir voru
Chevrolet árgerð 1944, 26 sæta
og Volvo af árgerðinni 1953, 34
sæta. Þetta voru ekki ncinir
luxus langferðabílar. Það kom
fljótt í ljós, að nýi eigandinn var
bæði ábyggilegur og harðdug-
legur. Sístarfandi og lítið fyrir
að eyða tíma sínum í innihalds-
lítið hjal. Maður ekki allra eins
og títt er um þá, sem vitja vilja
sinn, en heill og trygglundaður
eins og hann á ætt tii.
Einn bar Óskar hita og þunga
af rekstrinum fyrstu árin. Skipu-
lagði ferðir, skipti um fjaðrir,
skrifaði í bækur sínar og beitti
handverkfærum af handlagni
við viðhald á vögnunum, oftast
á kvöld- eða næturlagi. Sigur-
sæll er góður vilji, segir gamalt
máltæki, og enn er Óskar harð-
ur við sjálfan sig og lætur engan
bilbug á sér finna.
Fyrir aldarfjórðungi voru
einkabílar ekki orðnir almenn-
ingseign og í ferðum með Ósk-
ari sáu margir Rangæingar Bog-
rarfjörðinn, Breiðafjörðinn,
Vestfirðina og Norðurlandið í
fyrsta sinn, en sjálfum mun
Óskari hafa þótt alskemmtileg-
ast að aka austur í Öræfi, áður
en stórvötnin voru beisluð og
brúuð. Smíðaði hann raunar
sjálfur með Sigurjóni bróður
sínum að miklum hluta undir-
vagninn á sínum fyrsta fram-
hjóladrifna fjallabíl, sem hann
notaði síðar í Fjallabaksferðir
og Öræfa. Enginn varðóttasleg-
inn með Óskari, þótt skolgrátt
jökulvatnið rynni eftir gólfinu á
gamla trukkinum, enda þekkti
hann vel á vötnin. Uppalinn við
Þverá, sem á árum áður er
síbreytileg. Þegar Óskar hafði
rekið áætlunarbíla sína í tvö ár
kom Sveinbjörn bróðir hans í
lið með honum og keyptu þeir
■ Öllum verður Jökulsárlónið eftirminnilegt.
bræður þá nýjan Mercedes Benz
fólksflutningabíl, þrjátíu og
fjögurra sæta.
Á árinu 1963 var Austurleið
hf. stofnuð með þeim Helga
Ingvarssyni frá Rauðuskriðum
og Steinþóri Jóhannssyni frá
Kirkjubæjarklaustri, en þeir
félagar ráku þá sérleyfi á leið-
inni Reykjavík - Kirkjubæjar-
klaustur. Eiginkonur allra þess-
ara manna urðu þá hluthafar.
Síðar eignaðist Óskar og fjöl-
skylda hans fyrirtækið. Austur-
leið á nú einn tug úrvals farar-
tækja enda ekkert til sparað til
að þau séu sem alfullkomnust
og ökumennirnir hjá Austur-
leið eru menn sem sæma vel
myndarlegri bílaútgerð.
■ Mcð þessum farartækjum hófst reksturinn.
þegar farartækin stóðu föst í
forarvilpum eða fönn, eða þegar
bílarnir hættu að ganga. Erlend-
ur og hans menn þekktu vel inn
á leyndardómana undir húddinu
og mikið mátti vera að, ef
gömlu mótorarnir fóru ekki að
mala á ný svo að menn gátu
haldið sína leið, en bræður Ösk-
ars eru og góðir viðgerðarmenn
og greiðasamir.
Öskar Sigurjónsson er kvænt-
ur ágætri konu, Sigríði Hall-
dórsdóttur frá Syðri-Úlfsstöð-
um í Austur-Landeyjahreppi,
foreldrar hennar voru Guðbjörg
Guðmundsdóttir og Halldór Jó-
hannsson, sem á sinni tíð var
þekktur söngmaður, en Úlfs-
staðahjónin voru vinsæl í sinni
sveit. Þeim hjónum, Sigríði og
Óskari hefur orðið átta efni-
legra barna auðið og eru barna-
börnin fjórtán talsins.
Þótt Óskar Sigurjónsson sé
maður sístarfandi af elju á hann
til á seinni árum, að bregða sér
með sínu fólki yfir Atlantsála
og hann kann orðið að hvíla sig
stund og stund, þar sem sólin er
heitari en í Húsadal. Og svo
hefur hann heillast af fluginu,
lét sér í fyrra ekkert muna um
að ná sér í tilskilin réttindi. Má
á góðviðrisdögum sjá flugvél
hans bera við ský hátt yfir
Fljótshlíðinni með stefnu inn
Markarfljótsdalinn.
Hvort sem menn aðhyllast
einkaframtak, samvinnu eða
annað rekstrarform, verður eigi
áfram komist án dugandi fram-
taksmanna. Athafnamenn eru
öllum byggðarlögum bráðnauð-
synlegir.
Austurleið hefur með árun-
um orðið traust og myndarlegt
fyrirtæki, sem þjónar vel. Sá
sem ráðið hefur ferðinni er
sextugur í dag. Megi afmælis-
barnið enn og áfram, hyggið og
farsælt horfa fram á veginn, -
langa leið -.
Pálmi Eyjólfsson.
Við opnun hringvegarins árið
1974 hófust reglubundnar ferðir
frá Reykjavík til Hafnar í
Hornafirði árið um kring og í
framhaldi af þeim ferðum eru
áætlunarferðir um Austfirði allt
til Egilsstaða yfir sumartímann.
Einnig hefur Áusturleið áætlun-
arferðir á sumrin um Fjallabaks-
leið til Skaftafells. Fyrirtækið á
tvo fallega fjallaskála í mynni
Húsadals á Þórsmörk og þangað
er hægt að komast daglega á
sumrin. í Þórsmörkinni hefur
ekki verið hreiðrað um sig í
skógarlundi, heidur er verið að
græða þar upp hrjóstruga
blámalaraura framan við skálana
og þar hefur verið byggð upp
fyrirmyndar hreinlætisaðstaða,
sem sæmd er að, en þeim fjölgar
ár frá ári sem leita inn í fjalla-
dýrðina, þar sem sífellt má sjá
nýja og nýja náttúrufegurð.
Óskar Sigurjónsson er fæddur
16. ágúst 1925 að Torfastöðum
í Fljótshlíð, foreldrar hans voru
hjónin Ólína Sigurðardóttir og
Sigurjón Jónsson, sem lengi
bjuggu þar. Eins og algengt var
á árum áður fór Sigurjón til vers
á vetrum og réri á vélbátum í
Vestmannaeyjum, en á sumrin
var hann flokksstjóri hjá Er-
lendi Jónssyni vegaverkstjóra á
Hárlaugsstöðum í Ásahreppi.
Hjá Erlendi vann og Óskar á
yngri árum og bræður hans
tveir. Þótti mönnum gott að
vinna hjá honum, en hann var
þekktur að vaskleika og greiða-
semi. Var viðbrugðið hver Er-
lendur og menn hans voru fljótir
til hjálpar á sumri og vetri
Á traustum bílum er Krossá sjaldan farartálmi.