NT - 16.08.1985, Blaðsíða 21
Útlönd
Föstudagur 16. ágúst 1985 21
Hungursneyð:
Rigningar auka þörf
fyrir hjálp í Afríku
sameinuðu þjóðimar-Reuter: í Afríku fagni rigningunni sem undanfömu hefur rigningin í
■ Pótt íbúar þurrkasvæðanna hefur steypst yfir lönd þeirra að rauninni gert fæðuástandið
■ Það er áætlað að um átta til tíu milljón manns í 20 Afríkulöndum hafi flosnað upp frá heimilum
sínum vegna þurrka og farið á vergang eða sest að í flóttamannabúðum. Nú þegar aftur er farið að
rigna er nauðsynlegt að koma þessu fólki aftur til heimkynna sinna, útvega því: sáðkorn og matvæli
á meðan það bíður eftir fyrstu uppskerunni. En það getur orðið jafnvel ennþá erfiðara en að gefa
fólkinu að borða í flóttamannabúðum.
Súdan:
Herstjórn lætur
alþýðuna fá
Khartoum-Reuter
Þyrstur Pólverji:
Stal lest til að
sækja sér f lösku
Varsjá-Remer: maðurinn handtekinn þar
■ Heitur og þyrstur járn- sem hann reikaði dauða-
brautarviðgerðarmaður stal drukkinn um í nágrenni við
járnbrautarlest til að sækja járnbrautastöðina í Zgierz.
vodkaflösku sem hann vissi Hann gaf þá skýringu á til-
að vinur sinn ætti. tæki sínu að hann hefði
þjáðst af streitu og hita og
Samkvæmt pólska dag- hefði því orðið að'ná sér í
blaðinu Kurier Polski var vodka.
Vestur-Þýskaland:
Segulbrautir í
stað járnbrauta?
Bonn-Reuter
■ Herstjórnin í Súdan hefur
ákveðið að afhenda óbreyttum
borgunum í Suður-Súdan vopn til
þess að þeir geti varist árásum
skæruliða.
Fréttastofan SUNA í Súdan
segir að Fadullah Burma Nassir
yfirhershöfðingi, sem sæti á í
herstjórninni, hafi skýrt frá
þessari ákvörðun í fyrrakvöld.
Fréttastofan sagði að sendi-
nefnd frá syðstu fylkjum Súdans
hefði beðið stjórnvöld að rjúfa
vopnahléð við skæruliða sem
herstjórnin lýsti einhliða yfir
írland:
Laun fryst
hjá ríkinu
Dublin-Reuter
■ Verkalýðsleiðtogar réðust í
gær harkalega á írsku stjórnina
fyrir að ákveða að opinberir
starfsmenn fái enga launahækk-
un 12 mánaða tímabilið frá
næsta desember.
Stjórnvöld skýrðu einnig frá
því að launahækkanir starfs-
manna hjá ríkisfyrirtækjum
myndu ekki verða meira en eitt
eða tvö prósentustig á næsta ári.
Yfirlýsingar þessar fylgdu á
eftir fréttum um átta prósent
launahækkun hjá flugfélaginu
Aer Lingus, sem er í eigu ríkis-
ins. Laun á almennum markaði
hafa hækkað um allt að 10
prósent á síðustu vikum.
Verkalýðsfélögin hétu því að
berjast gegn launastefnu stjórn-
arinnar með oddi og egg.
Stjórnin sagði hins vegar að
þessi ákvörðun væri í fullu sam-
ræmi við þriggja ára efnahags-
áætlun hennar, sem lögð var
fram í fyrra.
þegar hún steypti fyrrverandi
stjórn úr stóli í apríl síðastliðn-
um.
Herstjórnin hefur lýst því yfir
að hún vilji hindra með öllum
ráðum að borgarastríð brjótist
vopn
út í Suður-Súdan og að ríkið
liðist í sundur. Vopnaafhend-
ingin til almennings verður lík-
lega fólgin í því að sérstökum
varnarsveitum verður komið
upp í borgum í Suður-Súdan.
verra á surnum svæðum og auk-
ið hungursneyðina samkvæmt
skýrslu sem Sameinuðu þjóðirn-
ar birtu í gær.
Flutningakerfið í mörgum
þeirra tuttugu ríkja, þar sem
þurrkarnir hafa geisað, ræður
ekki við flutninga bæði sáðkorns
og matvæla til bænda í nægjan-
legu magni. Rigningarnar hafa
líka gert marga vegi illfæra í
þessum ríkjum þannig að flutn-
ingar þar ganga enn hægar en
áður.
Samkvæmt skýrslu Samein-
uðu þjóðanna er nauðsynlegt
að auka beina fjárhagsaðstoð
við ríkin tuttugu strax á næst-
unni og aðstoða þau við að bæta
samgöngur svo að hægt sé að
koma matvælum og sáðkorni til
hungursvæðanna þar sem um
þrjátíu milljón manns búa.
Þurrkarnir urðu líka til þess að
um 8 til 10 milljón manns flosn-
uðu upp frá heimilum sínum og
það er nauðsynlegt að hjálpa
þeim til að komast aftur til
heimkynna sinna og aðstoða þá
við að hefja aftur framleiðslu-
störf.
Mörg erlend ríki hafa fremur
viljað gefa korn og önnur mat-
væli en fjármuni en slíkt
hefur leitt til misræmis á milli
innflutnings og flutningagetu.
Stöðugt fleiri skip hafa komið
hlaðin matvælum í hafnirnar en
lítið hefur verið gert til að bæta
flutningagetu innanlands.
í skýrslu Sameinuðu þjóð-
anna segir að mesta vandamálið
sé fátækt og það er bent á að
lítill matvælaskortur varð á auð-
ugum svæðum þó svo að þurrk-
arnir hefðu einnig bitnað á
þeim.
■ Rannsóknarráðuneyti Vest-
ur-Pýskalands skýrði frá því í
gær að verið væri að kanna
hvort ný tegund sviflesta, sem
þjóti með 400 kílómetra hraða
á klukkustund eftir segulbraut-
um, séu hagkvæm og hvort
Sprengjuregn
á norskt skip
Rottcrda-Rcuter:
■ Norskt olíuflutningaskip
varð fyrir þremur eldflaugum í
árás íraka á írönsku höfnina við
Khargeyju sem írakar segjast
liafa eyðilagt með heljarmikilli
árás í gær.
Ekki var vitað hvað skemmd-
ir höfðu orðið miklar á norska
skipinu í gærkvöldi þar sem
fréttir af árásinni voru þá enn
óljósar. Svo virðist sem skipið
hafi verið að taka olíu í höfninni
við Khargeyju þegar írakar
gerðu árás sína sem sögð er
einhver harðasta loftárás frá því
að stríðið milli írana og íraka
hófst.
þær geti hugsanlega komið í
stað jarðbundinna járnbrauta-
lesta.
Talsmaður rannsóknarráðu-
neytisins sagði að mögulega
mætti leggja segulbraut á milli
Hannover og Vestur-Berlínar.
Síðar mætti hugsa sér að segul-
brautir yrðu lagðar milli fleiri
þýskra borga.
Vestur-þýska fyrirtækið
Transrapid lnternational hefur
að undanförnu unnið að tilraun-
um með sviflestir í Emslandi í
Norðvestur-Þýskalandi. Auk
vestur-þýsku ríkisjárnbraut-
anna eiga Lufthansa og Mess-
erschmidt-Boelkow-Blohm
aðild að þessu fyrirtæki.
Hans Georg Raschbichler
framkvæmdastjóri Transrapids
segir að sviflestin sé nú að
mestu tilbúin þótt tilraunum
með hana verði haldið áfram í
tvö ár. Framtíðin sé undir
stjórnmálamönnunum komin.
Margir erlendir aðilar hafa
sýnt áhuga á þýsku sviflestinni.
Borgarstjórnin í Las Vegas hef-
ur t.d. í athugun hvort hún
henti ekki til að tengja Las
Vegas og Los Angeles.
Bandaríkin:
Bannað að mis-
muna fólki með
ónæmistæringu
Los Angeles-Reuter
■ Borgarráð Los Angeles samþykkti
í gær samhljóða ný lög þar sem bannað
er að mismuna sjúklingum með
ónæmistæringu að viðlögðu allt að sex
mánaða fangelsi og sektum. Gert er ráð
fyrir að borgarstjórinn skrifi undir lögin
á næstunni og þau taki þá gildi.
Samkvæmt lögunum sem eru ein hin
fyrstu sinnar tegundar, mega vinnuveit-
endur ekki reka fólk með ónæmistær-
ingu úr vinnu, né neita því um starf.
Þeir mega heldur ekki aðskilja sjúkling-
ana frá heilbngðu fólki á einn eða
annan hátt.
Húseigendur mega heldur ekki neita
að leigja ónæmistæringarsjúklingum
húsnæði, eða krefjast þess að þeir verði
bornir út af því að þeir séu með
sjúkdóminn.
Lögin ná einnig til fólks í heilbrigðis-
stéttunum. Læknar, tannlæknar eða
hjúkrunarfólk getur ekki neitað fólki
um aðstoð vegna þess að það sé með
ónæmistæringu, eða sé talið vera með
sjúkdóminn.
Sérfræðingar í Kaliforníu telja að
eftir tvö ár verði fjöldi ónæmistæringar-
sjúklinga í Bandaríkjunum orðinn um
70 þúsund og þar af verði þá 14 þúsund
búsettir í Kaliforníu.
BÆNDUR
HEYKÖGGLABÚNAÐUR
Eigum til afgreiðslu strax á mjög góðu verði
Heymalara og kögglapressu
með tilheyrandi búnaði
Hentar nokkrum bændum í félagi
eda búnaðarfélögum.
Allar nánari upplýs-
ingar hjá sölumönn-
um í síma 91-54933.
BOÐI