NT - 16.08.1985, Blaðsíða 23
íslandsmótið 1. deild:
Víðirúrfalisæti
íþróttir
Föstudagur 16. ágúst 1985 23
- sigraði Víking 3*0 í Garðinum
NT-mynd Svem'r.
■ Ágúst Már og Ásbjörn KR-ingar komast hér á undan Óla Þór Keflavíking í knöttinn.
íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild:
Glæsimark Sigurjóns
- færði Keflvíkingum dýrmætan sigur á KR í gærkvöldi
■ „Ég er virkilega ánægður
með markið og leikinn reyndar
líka. Við sýndum mjög góðan
„karakter“ í þessuin leik og allir
börðust að einu marki - að
vinna leikinn,“ sagði Sigurjón
Kristjánsson ÍBK sem skoraði
annað mark síns liðs gegn KR-
ingum í gærkvöldi á KR-velli.
Þetta var afar glæsilegt mark í
leik sem var í léttu meðallagi.
Keflvíkingar börðust betur og
virtust vera mjög samtaka í
þeirri baráttu. Nær engin veikur
hlekkur var í liðinu. Skemmti-
legt var að sjá til Sigurjóns og
Helga Bentssonar á köflum en
þá virtust vera að rifjast upp hjá
þeim gamlir taktar síðan þeir
spiluðu saman með Blikunum
fyrir nokkrum árum. Sigurinn
var sanngjarn.
KR-ingar voru ekki með á
nótunum á köflum og mestu
skipti að Ágúst átti dapran leik
á miðjunni og Björn var tekinn
mjög stíft í sókninni og bar
ekkert á honum. Marktækifæri
voru afar fá í þessum leik og
KR-ingar fengu nánast ekkert
færi.
Fyrri hálfleikur var enn lok-
aðri en sá seinni og það eina
verulega færi sem gafst var er
Sigurjón skoraði glæsilegt
mark. Boltinn gekk þá vel í
sókninni hjá ÍBK og er að vítateig
kom sendi Helgi Bentss. á Ólaf
Gífurlegur baráttuleikur. Lítið
um marktækifæri. Slagurinn var
allan tímann á miðjunni og þar
höfðu Keflvíkingar betur. ÍBK
sýndi mjög góða baráttu í þess-
um leik. Allir voru með á nótun-
um um hvað þyrfti að gera. Mark-
ið gerði Sigurjón Kristjánsson á
26. mínútu með fallegu skoti.
Dómari var Þóroddur Hjaltalín
og gerði sínu hlutverki þokkaleg
skil. Leikurinn hélt vel áfram.
Þór sem renndi boltanum út á
Sigurjón sem staddur var á víta-
teig. Þrumuskot hans söng í
þaknetinu án þess að Stefán
fengi rönd við reist- fallegt, 0-1.
Síðari hálfleikur var helgaður
baráttu og aftur baráttu. KR-
ingar voru ívið meira með bolt-
ann og sóttu stíft undir lok
leiksins. Þeir sköpuðu sér þó
ekki nein teljandi færi utan tvo
skalla frá Ásbirni er fóru himin-
hátt yfir. Keflvfkingar brutust
gjarnan út úr pressunni og opn-
aðist þá vörn KR-mikið. Sigur-
jón var allt í öllu í sókninni hjá
ÍBK og hann átti nokkur hálf
færi eftir rispur sínar. Það var
síðan á síðustu sekúndu leiksins
sem Keflvíkingar gulltryggðu
sigurinn. BjörgvinBjörgvinsson
sem komið hafði inná sem vara-
maður fyrir Helga skömmu áður
skoraði eftir að vörn KR'hafði
opnast illa. Björgvin fékk bolt-
ann einn og óvaldaður á mark-
teig og gat ekki annað en
skorað, 0-2.
Eins og fyrr segir þá var það
baráttan sem skóp þennan sigur
Keflvíkinga. Hvort KR-ingar
hafi talið þennan leik unninn
eftir góða frammistöðu á
Skaganum skal ósagt látið en
þeir voru í það minnsta ekki á
spariskónum í leiknum.
þb
Islandsmótið 1. deild:
■ „Þetta var geysilega mikil-
vægur sigur, en Víkingar voru
betri í fyrri hálfleik. Það var
einhver taugaspenna í mínum
mönnuni og það virtist taka 45
mínútur að losa um hana. í
seinni hálfleiknum vorum við
svo mun betri,“ sagði Marteinn
Geirsson, þjálfari Víðis, eftir
3-0 sigur liðs hans á Víkingi í 1.
deild í Garðinum í gærkvöldi.
Víkingar hófu leikinn
ákveðnir í að vinna sinn fyrsta
sigur í 12 leikjum og áttu alveg
fyrri hálfleikinn. Þeir fengu t.d.
fimm horn á meðan heimamenn
fengu ekki eitt einasta. En þótt
pressan væri þung voru tækifær-
in engin og Gísli Heiðarsson
átti náðuga daga í markinu.
Hann greip vel inn í leikinn en
þurfti aldrei að taka á honurn
stóra sínum.
í síðari hálfleik tóku Víðis-
menn loks við sér og fljótlega
skoruðu þeir sitt fyrsta mark.
Víkingar voru í sókn en misstu
knöttinn og Einar Ásbjörn
Ólafsson stakk boltanum fram á
Guðmund Knútsson. Guð-
mundur var einn á móti Ög-
mundi markverði og skoraði
snyrtilega fram hjá honum.
Víkingar reyndu að klóra í
bakkann en sem fyrr gekk þeim
NT
Boltinn
Vídir-Víkingur
Guömundur Knútsson var maður
leiksins og fær boltann. Aðrir hjá
Víði sem voru góðir voru Grétar
Einarsson, Sigurður Magnússon og
Rúnar Georgsson. Ámundi Sig-
mundsson var bestur Víkinga.
KR-ÍBK
Ekki spurning um að Sigurjón
Kristjánsson var maður leiksins og
hreppir boltann. Sigurður Björg-
vinsson, Gunnar Oddsson og Jón
Kr. Magnússon voru líka góðir en
hjá KR voru flestum mislagðir
fætur.
Þór-Fram
Halldór Áskelsson var besti mað-
ur vallarins og hlýtur boltann. Aðr-
ir góðir Þórsarar voru Óskar Gunn-
arsson og Baldvin Guðmundsson i
markinu. Framarar voru allir
jafnir.
erfiðlega að eiga við varnar-
menn Víðis. Víðir nýtti hins
vegar færi sín vel. Er stundar-
fjórðungur var eftir af leiknum
fengu þeir aðra skyndisókn og
HNOT-
SKURN
■ Mikilvægur sigur hjá Víði en
staða Víkings orðin nær vonlaus.
öll mörkin komu í síðari hálfleik og
gerði Guðmundur Knútsson tvö
fyrstu og Einar Ásbjörn Ólafsson
hið þriðja. Eysteinn Guðmundsson
gaf þremur leikmönnum áminn-
ingu, Grétari Einarssyni hjá Víði og
Ámunda Sigmundssyni og Andra
Marteinssyni í Víkingi. Eysteinn
dæmdi allvel.
Einar Ásbjörn óð upp í horniö.
Þangað kominn sendi hann
knöttinn út á Guðmund sem
skoraði með góðu skoti rétt
innan við vítateiginn.
Víkingar lögðu nú allt í sókn-
ina og gloppurnar í vörn þeirra
urðu enn stærri. Er fimm mínút-
ur voru eftir af leiknum lyfti
Guðmundur knettinum inn fyrir
vörnina og Einar Ásbjörn skor-
aði. Víkingar vildu meina að
Einar Ásbjörn hefði verið rang-
stæður en Eysteinn dómari ans-
aði þeim engu.
í blálokin fékk svo Guð-
mundur gullið tækifæri til að ná
þrennunni en þá skaut hann rétt
framhiá markinu, aftur einn á
móti Ögmundi.
Segja má að sól Víkings sé nú
hnigin til viðar og ævi þeirra í 1.
deild verður vart lengri að sinni.
Víðir gæti liins vegar bjargað
sér ef liðinu tekst að hala inn
fleiri stig á heimavelli.
„Langsamlega sætasti
Holland:
GeretstilPSV
Skrifaði undir þriggja ára samning
sigurinn í sumar“
- sagði Jóhannes Atlason eftir að Þór hafði sigrað Fram 2-0
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri
■ Eric Gerets, fyrrum fyrirliði
belgíska knattspyrnulandsliðs-
ins, skrifaði í gær undir þriggja
ára samning hjá hollenska 1.
deildarliðinu PSV Eindhoven.
Gerets var dæmdur í eins árs
knattspyrnubann í fyrra af Al-
þjóða knattspyrnusa'mbandinu,
FIFA, fyrir að játa að hafa verið
viðriðinn mútumálið mikla í
belgísku knattspyrnunni 1982.
Leikmönnum Waterschei var þá
mútað til að tapa leik svo að
Unglingamót FRÍ
■ Um helgina fer fram ung-
lingamót FRÍ á Laugardalsvelli.
Keppnin hefst kl. 13.00 á laug-
ardaginn en kl. 10.45 á sunnu-
dag. Allt efnilegasta frjáls-
íþróttafólk landsins mun taka
þátt í þessu móti.
Standard Liege myndi vinna
meistaratitilinn.
Upphaflega hljóðaði bann
Gerets upp á þrjú ár, en það var
síðan mildað um tvö ár.
Belgíska knattspyrnusamband-
ið dæmdi hann einnig í bann og
lauk því í vor.
Gerets, sem er 31 árs gamall
bakvörður, var fyrirliði lands-
liðsins í HM á Spáni fyrir þrem-
ur árum. Hann lék áður með
Maastricht í Belgíu.
Staðan í l.deild:
ÍA........... 13 8 2 3 28-13 26
Fram ........ 13 8 2 3 26-19 26
Valur....... 13 7 4 2 19-10 25
Þór.......... 13 8 1 4 22-16 25
ÍBK......... 13 7 1 5 22-14 22
KR .......... 13 6 3 4 23-20 21
Þróttur..... 13 4 1 8 14-22 13
FH .......... 13 4 1 8 15-24 13
Víðir....... 13 3 3 7 15-28 12
Víkingur ... 13 1 0 12 12-30 3
■ „Nei, sigurtilFinningin er
sko ekkert blendin. Þetta er
sætasti sigurinn í sumar af mörg-
um sætum, sá langsamlega sæt-
asti,“ sagði Jóhannes Atlason,
þjálfari Þórs, eftir að Þór hafði
unnið Fram, gamla félagið hans
Jóhanncsar, á Akureyri í gær-
kvöldi 2-0.
Þórsarar hafa með þessum
sigri sett allt á annan endann á
toppi 1. deildar og eru nú
Akranes, Fram, Valur og Þór
öll í einni bendu þar. Og Þórsar-
ar eru enn taplausir á heima-
velli, hafa tapaö einu stigi þar til
Víðis.
„Þeir nýttu færin sín betur,"
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari
Fram eftir lcikinn. „Við höfum
lokið erfiðum útileikum á Akur-
eyri, Akranesi og Keflavík og
við töpuðum öllum þessum
leikjum og nú gírum við okkur
upp og vinnum það sem eftir
er,“ bætti Ásgeir við.
Leikur liðanna í gærkvöldi
bar merki mikilvægi hans fyrir
bæði liðin. Framarartóku völd-
in á miðjunni strax í sínar
hendur og segja má að þeir hafi
ráðið gangi mála allan fyrri
hálflcikinn, nema fimm síðustu
mínútur hans.
Ekki voru marktækifæri
þeirra þó mörg. Guðmundur
Torfason á skot yfir á 5. mín. og
Baldvin Guðmundsson, mark-
vörður Þórs varði vel frá Kristni
I
HNOT-
SKURN
Spennuleikur en Þórssigur
verðskuldaður. Mörkin skoruðu
Halldór Áskelsson og Sigurður
Pálsson. Dómari var Magnús
Theódórsson og gaf hann tveim-
ur leikmönnum Þórs gula
spjaldið, Sigurbirni Viðarssyni
og Óskari Gunnarssyni.
Jónssyni fimm mínútum síðar.
Rétt fyrir markhlé skallaði
Halldór Áskelsson í stöng
Frammarksins og var það besta
marktækifæri Þórs í hálfleikn-
um.
Þórsarar komu hins vegar tví-
efldir til leiks í síðari hálfleik.
Kristján Kristjánsson skaut í
þverslá strax á 3. rnínútu og
tveimur mínútum síðar kom
fyrra markið.
Jónas Róbertsson gaf fyrir
utan af kantinum, Siguróli Kris-
tjánsson, einn minnsti maður
vallarins en einn sá sterkasti í
skallaboltunum, skallaði fyrir
fætur Halldórs Áskelssonar sem
skoraði með þrumuskoti. Gott
mark og vel að því staðið.
Framarar fengu tækifæri á 60.
mínútu er Guðmundur Steins-
son komst inn á markteigshorn-
ið en Baldvin varði stórglæsilega
skot hans. Eru þá upptalin
tnarktækifæri Framara en Þórs-
arar fengu fleiri.
Halldór átti þrunruskot yfir
og Óskar Gunnarsson dúndur-
skot í stöngina úr þröngu færi.
Síðara markið kom svo rétt
fyrir leikslok. Sigurður Pálsson,
þá nýkominn inn á, fékk bolt-
ann á miðjunni og gaf út á
vinstri kantinn á Kristján Kris-
tjánsson. Hann lék uppaðenda-
mörkum, gaf fyrir og þar var
Sigurður kotninn og skoraði
með þrumuskoti. Glæsilegt
mark og sigur Þórs í höfn.
Liðin: Fram: Friðrik Friðriksson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Ormarr Örlygsson,
Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Krist-
inn Jónsson, Sverrir Einarsson, Guð-
mundur Steinsson, ómar Torfason, Guð-
mundur Torfason og Ásgeir Eliasson.
Þór: Baldvin Guðmundsson, Sigurbjörn
Viðarsson, Árni Stefánsson, Óskar Gunn-
arsson, Jónas Róbertsson, Júlíus
Tryggvason, Siguróli Kristjánsson, Nói
Björnsson, Kristján Kristjánsson, Halldór
Áskelsson og Hlynur Birgisson (Sigurður
Pálsson).