NT - 16.08.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 16. ágúst 1985 19
atvinna í boði
Staða starfsmanns í handritadeild Landsbókasafns íslands
er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1986
að telja.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu
hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 15. október næst-
komandi.
Menntamalaráðuneytið
12. ágúst 1985.
Nokkrar stöður lögreglumanna og ein staða
tollvarðar á Keflavíkurflugvelli, eru lausar til
umsóknar.
Stöðurnar veitast frá 1. október n.k.
Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist
mérfyrir 12. september n.k.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
13. ágúst 1985.
Reyðarfiörður
Lausar stöður við Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur
skólastjóri í síma 96-4247 eða 96-4140.
Skólanefnd.
tilkynningar
Almennur bændafundur verður haldinn í
Fólksvangi Kjalarnesi, mánudaginn 19. ágúst
kl. 20.30.
Á dagskrá verða nýsett lög um framleiðslu
verðlagningu og sölu á búvörum og tillögur
til breytinga á samþykktum Stéttarsambands
bænda.
Frummælendur verða:
Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Hák-
on Sigurgrímssonframkvæmdastjóri Stéttar-
sambands bænda.
Búnaðarsamband Kjalarnesþings.
þjónusta
Kjarnaborun
Steinsögun
Malbikssögun
Raufarsögun
Sími 37461
til sölu
Til sölu
Til sölu 5 feimer kvígur.
Upplýsingar í síma 93-3003.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlál og
jarðarför,
Sigurðar S. Haukdal,
fyrrverandi prófasts.
Benedikta E. Haukdal
börn, tengdabörn og barnabörn
Argentína:
Vitnaleiðslum lokið í
máli herforingjanna
Buenos Aires-Reuter,
■ Síðasta vitnið í máli argent-
ínska ákæruvaldsins gegn níu
fyrrverandi herforingjum kom
fyrir rétt á miðvikudag. I>ar
með lauk þriggja mánaða vitna-
leiðslum í málinu og verður nú
gert réttarhlé til 2. september.
Farið hefur verið fram á lífstíð-
arfangelsi fyrir fjóra af hinum
níu, þar á meðal tvo fyrrverandi
forseta, Jorge Videla og Ro-
berto Viola.
Gladys Evarista Cuervo, sem
var hjúkrunarkona við sjúkra-
hús, sem herforingjastjórnin
notaði fyrir pyntinga- og fanga-
búðir steig í vitnastúkuna í gær.
Hún sagði að sér hefði veri rænt
seint á árinu 1976 og orðið að
dúsa í skáp í læknamiðstöð
Buenos Aires.
Cuervo skýrði frá því að hún
hefði verið pyntuð á hinn hroða-
legasta hátt, skapahár hennar
voru brennd, rifbein brotin og
hún sviðin á líkamanurn með
kveikjara. Hún kvaðst hafa séð
lækni liggjandi í blóð- og hland-
polli eftir að pyntingameistarar
höfðu rekið prik upp í enda-
þarm hans.
Læknir sá er einn 9000 manna
sem týndust á árunum 1976-83
þegar herforingjarnir fóru með
völd.
Um þúsund manns báru vitni
í réttarhöldunum og höfðu
margir svipaða sögu að segja og
hjúkrunarkonan.
Raul Alfonsin, forseti Arg-
entínu, skipaði fyrir um réttar-
höldin skömmu eftir að hann
var kjörinn í embætti árið 1983.
Alfonsin sagði að herforingja-
stjórnin hefði beitt ólöglegum
aðferðum í baráttu sinni við
vinstri sinnaða skæruliða í land-
inu.
Lögmaður Emilio Massera,
aðmíráls, sem er einn fjór-
menninganna sem eiga yfir
höfði sér lífstíðarfangelsi, sagði
að Massera hefði borið að her-
foringjastjórnin hefði ekkert
skipt sér af baráttunni gegn
skæruliðum.
Eegar hann var spurður að
því hvort rétt væri að öryggis-
iögreglan hefði staðið fyrir pynt-
ingum, svaraði lögmaðurinn:
„Augljóslega ekki. Baráttan
byggðist á vestrænum, mannleg-
um og kristilegum hugmynd-
um.“
Bretland:
Lausn Verkamannaflokks
ins á efnahagsvandanum
London-Reuter
■ Breski Verkamannaflokk-
urinn kunngerði nýlega efna-
hagsáætlun þá, sem hann ætlar
að hrinda í framkvæmd, nái
■ Neil Kinnock, formaður
breska Verkamannaflokksins,
er brosmildur en róttæklingum
í flokknum líst ekki eins vel á
efnahagsáætlunina í tösku hans.
Danmörk:
Skaðabætur
fyrir skot á
sumarbústaði
Kaupmannahöfn-Reuter
■ Bandaríska fyrirtækið
McDonnell Douglas hefur
ákveðið að greiða danska
ríkinu jafnvirði nálega 16
milljón>kr. í skaðabætur fyrir j
tjón, sem flugskeyti danskai
hersins olli á sumarbústöð-
um.
Fyrirtækið neitar þó allri
ábyrgð og segja forráðamenn
þess að skaðabæturnar hafi
verið greiddar af góð-
mennsku einni saman. í>á
hefur fyrirtækið neitað að
borga flugskeytið, sem
danski herinn keypti af því á
jafnvirði 41 milljón kr.
Slys þetta varð í september
1982. Pá stóðu yfir heræfing-
ar undan strönd Jótlands og
fyrir mistök var flugskeytinu
skotið af stað. Yfirvöld í
Danmörku segja að skip-
stjóri freigátunnar, sem
skaut skeytinu, hafi verið
hafður að blóraböggli, því
að um galla í skeytinu hafi
verið að ræða.
hann meirihluta á þingi í næstu
kosningum í Bretlandi. Þær
verða annað hvort 1987 eða
1988. Samkvæmt skoðana-
könnunum nýtur Verkamanna-
flokkurinn númesta fylgis flokk-
anna þriggja í Bretlandi.
Atvinnuleysi í Bretlandi er
nú 13,1 prósent og beinast til-
lögur Verkamannaflokksins
aðallega að því að skapa ný
störf. I’annig er gert ráð fyrir að
ein milljón manns af þeim 3,2
milljónum, sem ganga atvinnu-
lausar, fái vinnu fyrstu tvö
árin sem flokkurinn væri við
völd.
Verkamannaflokkurinn ætlar
einnig að auka skattheimtu af
fyrirtækjum sem fjárfest hafa
erlendis. Nemi fjárfestingar
þeirra meira en fimm prósentu-
stigum af heildareign munu
fyrirtækin ekki fá neinar skatt-
ívilnanir. Með þessu hyggst
Verkamannaflokkurinn
stemma stigu við fjármagns-
streymi út úr Bretlandi. Að
auki er gert ráð fyrir að skatt-
tekjur ríkisins muni á þennan
hátt aukast um 5,4 milljarða
dollara.
Stofnun fjárfestingabanka er
einnig á stefnuskrá Verka-
mannaflokksins. Bankinn
myndi bjóða sömu kjör og ger-
ast erlendis, en tilgangurinn
með stofnun hans væri tvíþætt-
ur. Annars vegar að auka sparn-
að í landinu og hins vegar að
draga úr fjárfestingum erlendis.
Efnahagsáætlunin er unnin í
samvinnu við verkalýðsfélög
Bretlands, en róttæklingar inn-
an Verkamannaflokksins eru
sáróánægðir með hana. t>eir
telja hana ekki í anda þeirrar
sósíalísku hefðar sem flokkur-
inn byggir á og saka forystu-
menn flokksins um að hafa
beygt allt of langt til hægri.
Olía geymd
í olíuskipum
Osló-Reuter
■ Nú mun orðið
algengt að risaolíuskip
séu notuð til að geyma
olíu fremur en að flytja
hana þar sem olíuflutn-
ingar á hafi hafa ekki
aukist jafn mikið og búist
hafði verið við.
Þetta kemur fram í
upplýsingum sem
alþjóðasamtök sjálf-
stæðra eigenda olíuskipa
sendu frá sér nú í vik-
unni. Samkvæmt upplýs-
ingum þessara samtaka,
sem hafa aðsetur í Osló,
voru 92 olíuskip, sem
samtals eru næstum því
19 milljón tonn, notuð
sem fljótandi olíutankar
í júlímánuði. Þetta mun
vera tíu prósent aukning
frá því í næstu mánuði á
undan.
NýrforsetiíTansaníu
Dar Es Salam-Reuter
■ Ali Hassan Mwinyi, vara-
forseti Tansaníu, var í gær
kjörinn næsti forseti landsins.
Hann tekur við völdum í októ-
ber þegar núverandi forseti,
Julius Nyerere, lætur af
völdum.
Mwinyi er múslimi og forseti
Zanzibar-eyju. Hann er sex-
tugur að aldri. Val Mwinyi
kom nokkuð á óvart því að
hann er andvígur sósíalisma
Nyereres.
Súrt regn rann-
sakað á Bretlandi
London-Reuter
■ Bresku náttúruverndar-
samtökin „Vinir jarðarinnar"
hafa fengið þrjá þekkta náttúru-
fræðinga til að kanna áhrif súrs
regns á gróður víðs vegar á
Bretlandi.
Mikil loftmengun vegna iðn-
aðar og útblásturs bíla hefur
leitt til þess að rigning er oft súr
sem aftur hækkar sýrustig í
jarðvegi og í vötnum. Áhrif
þessa súra regns hafa mikið
verið rannsökuð á meginlandi
Evrópu en frekar lítið á Bret-
landi þar sem stjórnvöld hafa
lagst gegn því að reglur um
loftmengun frá iðnaði verði
hertar.
Vestur-Pjóðverjar segja að
skógarskemmdir af völdum súra
regnsins hafi aukist úr um 8%
fyrir þremur árum í rúmlega
50% nú. Að undanförnu hafa
borist fréttir af svipuðum
skógarskemmdum í Wales og
fleiri stöðum á Bretlandi.