NT - 16.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 16.08.1985, Blaðsíða 9
Amnesty International: Fangar ágústmánaðar ■ Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirtalinna samviskufanga í júní. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. KENYA. Maina wa Kinyatti er 41 árs háskólakennari í Ken- ya. Hann var handtekinn í júní 1982 og ákærður fyrir að hafa undir höndum uppreisnarskjöl. Þessi skjöl voru ekki á lista lögreglunnar yfir gögn sem fundust við húsleit hjá honum. Hannhlaut 6 ára fangelsisdóm. Maina wa Kinyatti hafði tekið þátt í háskólastjórnmálum og var þekktur fyrir marxískar skoðanir sínar og andstöðu við stjórnina. Hann var handtekinn ásamt fleiri háskólakennurum og stjórnarandstæðingum um það leyti sem stjórn Kenya breytti stjórnarskrá landsins í þá átt að leyfa aðeins einn flokk í Kenya. TAIWAN. Pai Ya-tsan, lög- fræðingur, var handtekinn í okt- óber 1975. Hann var þá í fram- boði til þings og innihélt fram- boðsumræða hans fyrirspurnir til þáverandi forsætisráðherra. Þessar fyrirspurnir fj ölluðu m. a. um utanríkisstefnu stjórnarinn- ar, gagnrýni á spillingu innan ríkisgeirans, stofnun heilbrigð- isþjónustu og tryggingakerfis á vegum ríkisins, afnám herlaga og að pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Pai Ya-tsan var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að „reyna að koma á uppreisn- aranda" með skoðunum sínum. AUSTUR-ÞÝSKALAND. Hjónin Alfred (43 ára) og Helga (37 ára) Kulhanek, voru bæði starfsmenn í ávaxtaræktarfyrir- tæki í A-Þýskalandi. Þau höfðu sótt um leyfi til að yfirgefa landið en án árangurs. A 35 ára afmæli stofnunar A-Þýskalands þann 7. október 1984 tók dóttir þeirra, sem búsett er í V-Berlín, þátt í mótmælastöðu við landa- mærahlið milli V- og A-Berlínar til stuðnings kröfum foreldra sinna. Hjónin voru handtekin nokkrum klst. síðar og dæmd í desember s.á. fyrir að „hafa tekið þátt í ólögmætum sam- skiptum" þó þau hafi að sögn ekki vitað um fyrirætlanir dóttur sinnar. Alfred var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og Helga í 2 ár og 2 mánuði. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Islands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16.00- 18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar, sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Dag- bók Sumarleyfisferðir Ferðafélags ins: 1) 16.-20. ágúst (4 dagar): Fjallabaksleiðir og Lakagígar. Ekið um Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri. Gist í húsum. 2) 16.-21. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar Þórsmörk. Gengið milli sælu húsa. Fararstjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. 3) 23.-28. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar Þórsmörk. Gengið milli sælu húsa. 4) 29. ágúst - 1. sept. (4 dagar): Norður fyrir Hofsjök ul. Ekið til Hveravalla, þaðan yfir Blöndukvíslar norður fyrir Hofsjökul í Nýjadal. Gist húsum. 5) 5.-8. sept. (4 dagar): NúpS' staðaskógur. Gist í tjöldum. Ferðist ódýrt með Ferðafélag- inu. Farmiðasala og upplýsing- ar á skrifstofunni, Oldugötu 3. Ferðafélag íslands Helgarferðir 16.-18. ágúst: 1) Króksfjörður - Vaðalfjöll - Borgarland. Gist í svefnpoka- plássi á Bæ í Króksfirði. 2) Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála. Gönguferðir við alira hæfi. 3) Landmannalaugar-Eldgjá Gist í sæluhúsi F.í. íLaugum. 4) Álftavatn - Torfahlaup - Háskerðingur. Gist í sæluhúsi F.í. 5) Hveravellir - Þjófadalir Rauðkollur. Gist í sæluhúsi F.í. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.í. Oldugötu 3 Ferðafélag íslands Rithöfundar krefjast þess að höfundar- réttur sé virtur ■ Á fundi sínum í Stokkhólmi 7.-9. júní 1985 hefur Norræna rithöfundaráðið meðal annars fjallað um þá umtalsverðu endurnotkun á verkum rithöf- unda, sem fylgir nýjum miðlum, m.a. kapalsjónvarpi. Ráðið lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun höfundalaga á Norðurlöndum sem virðist í sjónmáli. í Danmörk hefur verið tekið upp skyldugjald fyrir kapalsjón- varp án þess að reynt hafi verið að veita aðilum málsins tækifæri til að semja um lausnir sem bæði höfundar og notendur gætu sætt sig við. Þegar stjórnmálamenn hafa með þessu móti svipt höfunda samningsrétti sínum hafa þeir m.a. vísað til þess að þau atriði sem lúta að höfundarétti séu of flókin til að hægt sé að setja sig inn í þau. Sjónarmið af þessu tagi eru að sjálfsögðu marklaus sem rök fyrir skyldugjaldi. í Noregi stendur til að taka upp „samningsgjald" að tilskild- um gerðardómi og í Finnlandi skyldugjald þegar um er að ræða óbreytt og beint endurvarp á t.d. sænsku sjónvarpsefni. Það sem einkennir margt af hinni nýju tækni, m.a. kapal- sjónvarpið, er: að endurnotkunin felur í sér dreifingu á nýjum markaði, að endurnotkunin er mjög um- fangsmikil og ör, að endurnotkunin tekur til alls kyns verka, sem fela oft í sér verndað framlag af ýmsu tagi. Höfundar og listamenn hafa sýnt bæði vilja og getu til að vinna saman og finna lausnir á þessum flóknu vandamálum, má þar t.d. nefna fjölföldunarmál. Vinna þessara starfsstétta er þess eðlis að þeim er mikið í mun að aðgangur sé greiður að upplýsingum og menningarefni í þjóðfélaginu, og er það ein af ástæðum þess að hægt er að ná fram samningum. Staðreynd er að höfundar hafa nú frjálsan samningsrétt á sviði fjölföldun- ar, en það er svið sem er flóknara og enn erfiðara að fá heildarsýn yfir, heldur en endurdreifing um kapalsjón- varp. Skyldugjald á Norðurlöndum hefur hingað til einungis verið notað þegar um er að ræða sérstaka notendahópa, þar sem alvarlegar þjóðfélagsástæður hafa réttlætt slíkt. Um sjón- varpsnotkun almennings gegnir allt öðru máli. Það hefur aldrei staðið til að skyldugjald yrði almennt tekið upp. Slík þróun yrði til að draga enn frekar úr möguleikum höf- unda m.a. til að lifa á vinnu sinni. Grundvallaratriði í höfunda- rétti er að höfundi eigi að vera kleift að fylgjast með notkun á sínu eigin verki eins langt og framast er unnt og að sanngjarnt hlutfall sé milli notkunar og þóknunar. Öll reynsla bendir til þess að eðlilegt jafnvægi náist helst með frjálsum samningum, þar sem samningsréttur höfunda er viðurkenndur og virtur. Norræna rithöfundaráðið krefst þess að ríkisstjórnir No'-ðurlanda axli ábyrgð sína og stuðli að því að lagasetning um höfundarétt og kapalsjón- varp á Norðurlöndum verði samræmd og verði þannig hátt- að að tryggt sé að fram náist: 1) frjáls samningsréttur, 2) að þau samtök sem sjá um samningsgerðina séu fulltrúar sem flestra höfunda, 3) að greiðsla fyrir notkun berist rétthafa annað hvort beint, eða gegnum samtök sem starfa í umboði hans. Föstudagur 16. ágúst 1985 ■ Guðný Asgeirsdóttir og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson. NT umsögn Guðný sýndi sig að verá mjög sleipur og ágætur píanisti, þótt e.t.v. hafi hún átt fullt í fangi með harðsvíruðustu staðina í Brahms - þar er þykkt smurt fyrir píanistann, og þurfa flestir að taka á öllu sínu. En yfirleitt spilaði hún með miklu öryggi og Iéttleika, og var samleikur þeirra hinn bezti. Framan af var ég ekki fylli- lega ánægður með tóninn hjá Jóni Aðalsteini - það var eins og svið hálstóna hljóðfærisins hefði dreifzt meira en góðu hófi gegndi, auk þess sem tónninn var ójafn þá veikt var spilað. En Jón Áðalsteinn sótti sig mjög, lék Stravinsky vel og Brahms prýðilega. í tónlistarskóla geta menn líklega ekki lært annað en teóríu og tækni: túlkun og hin æðri rök tónlistarinnar hafa menn að e-u leyti í sér, en öðlast að auki með reynslu og þroska. Mér heyrist Jón Aðalsteinn vera mjög efni- legur klarinettisti - ef ég væri hann mundi ég nú leggja veru- lega rækt við tónmyndun, önd- un o.þ.h., því fingrafimi og tæknikunnátta virðast vera ágæt. Sá klarinettisti íslenzkur afeldri kynslóð, sem nafntogað- astur hefur orðið, og sumir töldu bezta tónlistarmann á ís- landi kringum 1950, Egill Klarinettutónleikar á Kjarvalsstöðum ■ Ungir og upprennandi tón- listarmenn, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari og Guðný Ásgeirsdóttir píanóleik- ari, héldu tónleika á Kjarvals- stöðum mánudaginn 12. ágúst. Þau hafa bæði verið við nám í Vínarborg. I fyrra héldu þau sína raunverulegu „debútttón- leika" hér í borginni, einnig í ágúst á Kjarvalsstöðum, en þá var undirritaður fjarverandi. Bæði geta státað af frægum tónlistargenum íblóði sínu.þótt ekki verði þeirra nánar getið hér - listamenn verða að standa á eigin fótum og láta genin tala svo sem þau hafa náttúru til. Efnisskráin skiptist í tvennt: Fyrir hlé voru tvö fremur létt- væg tækniverk eftir Tadeusz Baird (f 1928) og Witold Lutosl- awski (f. 1913), auk Premiere Rhapsodie eftir Debussy og Þriggja einleiksstykkja f. klari- nettu eftir Stravinsky. En eftir hlé fluttu þau Es-dúr sónötu Brahms fyrir klarinettu og pí- anó, eitt af grundvallarverkum klarinettunnar. Jónsson, sagðist hafa lært hjá tveimur gerólíkum kennurum í Bretlandi: annar hugsaði ekki um annað en tækni, en hinn ekki um annað en tón og túlkun. Og verulega góður hljóðfæra- leikari þarf að hafa hvort tveggja, fullkomna tæknikunn- áttu og þroskaða tónlistargáfu sem gerir honum kleift að flytja öðrum list sína. Þau Guðný og Jón Aðalsteinn virðst vera á góðri leið, og má vonandi mikils af þeim vænta. Sigurður Steinþórsson Norskur Kúrdi í fangelsi í Tyrklandi Norræna rithöfundaráðið mótmælir ■ Á fundi sínum í Stokkhólmi 7.-9. júní 1985 hefur Norræna rithöfundaráðið samþykkt svo- hljóðandi ályktun: Alexander Bertelsen Kúrdískur rithöfundur og blaðamaður, norskur ríkisborg- ari frá 1982. Kúrdinn Alexander Bertelsen hefur verið í haldi í hinu illræmda herfangelsi Mam- ak í Tyrklandi síðan í febrúar 1984, ákærður og dæmdur fyrir óþjóðhollan róg um Tyrkland erlendis, vegna framlags síns til bókarinnar „Kúrdar, þjóð í Miðausturlöndum", kennslu-’ bókar sem út kom hjá forlagi Dreyers í Osló 1979. Hinn 12. mars 1985 var Alexander Bert- elsen dæmdur í fimm ára fang- elsi og átján mánaða kyrrsetn- ingu í Tyrklandi af þessum sök- um einum. Alexander Bertelsen bíður nú þess að áfrýjunar- dómstóll fjalli um mál hans. Alexander Bertelsen (fæddur Dogan Kilic) kom til Noregs 1975 vegna pólitískra ofsókna í Tyrklandi. Hann skrifaði um þjóð sína í Noregi, fyrst í ýmis blöð og tímarit, síðan í bókinni „Kúrdar, þjóð í Miðausturlönd- um.“ Þetta er bók í bókaröð um undirokaðar þjóðir sem notuð er sem hliðarlesning í norskum menntaskólum. Bókin skýrir í einföldu máli frá sögu og menn- ingu Kúrda, einnig fjallár hún nokkuð um þá margháttuðu valdbeitingu sem þeir hafa orðið fyrir í tímans rás af hinum ýmsu valdhöfum á þessum slóðum, en bókin er ekki á nokkurn hátt neitt pólitískt áróðursrit gegn ríkisstjórn Tyrklands. Eftir að Alexander Bertelsen fékk norskt ríkisfang sitt og norskt nafn sneri hann aftur til Tyrklands í febrúar 1984, senni- lega til að heimsækja aldraða móður sína. Fjórum dögum eftir komuna þangáð fékk hann stað- festingu á því hve mikils norskt ríkisfang hans var metið í Tyrk- landi; þá var hann handtekinn og hefur verið í haldi síðan í Mamak. Tyrknesk yfirvöld hafa neitað að ógilda tyrkneskt ríkis- fang Bertelsens, og bæði hann og norsk yfirvöld verða því að sætta sig við að hann skuli dreginn fyrir rétt af hinni ólýð- ræðislegu herforingjastjórn Tyrklands, á sama hátt og þús- undir annarra pólitískra fanga í Tyrklandi. Það er afar mikilvægt að þjóð- ir heimsins hætti ekki að mót- mæla öllum brotum gegn tján- ingarfrelsi og öðrum mannrétt- indum í Tyrklandi, jafnvel þó brot þessi virðist óyfirstíganlega mörg. Slík brot er ekki hægt að þola hjá þjóð sem skuldbundið hefur sig til að virða og vernda lýðræði, frelsi og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins og eftir ákvæðum Helsinkisáttmálans. Norræna rithöfundaráðið mótmælir því kröftuglega að norrænn ríkisborgari skuli með þessu móti látinn gjalda þess að hann notfæri sér tjáningarfrelsi það sem ríkir á Norðurlöndum og krefst þess að ríkisstjórnir Norðurlanda beiti áhrifum sín- um til þess að tyrknesk yfirvöld láti Alexander Bertelsen tafar- laust lausan.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.