NT - 16.08.1985, Blaðsíða 10
Föstudagur 16. ágúst 1985 10
Sjónvarp föstudag kl. 21.55:
■ Leigumorðinginn og lögreglustjórinn eða John Wayne og Robert Mitchum.
Sá eini sanni og sá syfjaði
í föstudagsmyndinni El Dorado
■ í kvöld verður sýndur
bandarískur vestri frá árinu
1967, E1 Dorado. Leikstjóri er
Howard Hawks en með aðal-
hlutverk fara John Wayne, Ro-
bert Mitchum, James Caan og
Charlene Holt.
John Waync má telja kon-
ung vestranna og er nafn hans
nokkurs konar samnefnari fyr-
ir myndir af því taginu. Hann
hefur leikið í um 250 myndum
á 40 ára starfsferli sínum og
fékk Óskarsverðlaun fyrir leik
sinn í True Grit (1969).
Hann fæddist árið 1907 sem
Marion Miehael Morrison og
lést árið 1979 eftir langa og
harða baráttu fyrir lífi sínu.
Annað lunga hans var fjarlægt
árið 1963, hann gekk í gegnurn
mikla hjartaskurðaðgerð 1978
og ári seinna var maginn fjar-
lægður. En allt til dauða hélt
hann uppi merki bandarískrar
þjóðernisstefnu, í slitnu galla-
buxunum sínum.
Robert Mitchum fæddist
1917 og það var ekki fyrr en
árið 1945 scm hann varð frægur
fyrir hlutverk Lt.Walker í The
Story of G.L Joe, en fyrir það
hlutverk var hann útnefndur
til Óskarsverðlauna. Hann
hefur alla tíð verið frægastur
fyrir syfjulegt yfirbragð sem
stafaði sumpart af sjónskekkju
og sumpart af svefnleysi, en
þessi eiginleiki þótti afar kyn-
æsandi í þá daga er Robert var
upp á sitt besta. Hann leikur
iðulega kærulausa náunga og
segir sagan að það eigi rætur
að rekja til hans eigin persónu-
leika.
En snúum okkur að El Dor-
ado. Tveir annálaðir harð-
jaxlar hittast aftur eftir langan
tíma og er þá annar þeirra
orðinn lögreglustjóri, en hinn
leigumorðingi. Reyndin er þó
sú að þeir eiga sér sameiginlega
fjandmenn.
Þýðandi er Guðni Kolbeins-
son.
Sjónvarp, laugardag kl. 19.
Hver er hræddur
við storkinn?
■ Hver er hræddur við
storkinn? nefnist nýr finnskur
framhaldsmyndaflokkur fyrir
börn og unglinga, sem hefur
göngu sína á laugardaginn kl.
19.00.
Sagt er frá sumarleyfi
þriggja hressra krakka sent
komast á snoðir um ýmislegt
dularfullt í fari jafnaldra síns.
í sumarleyfinu fá leynilög-
regluhæfileikar þeirra Roope,
Pepe og Ellenar að njóta sín.
Þýðandi er Kristín Mántyla.
■ Koope, Pepe og Ellen
komast í feitt í sumarleyfinu.
■ John Hurt leikur aðalhlutverkið i Manndómur og mörgæsir. Hér er hann í hlutverki
Fílamannsins.
Sjónvarp, laugardag kl. 21.
Manndómur og mörgæsir
■ Manndómur og mörgæsir
(Mr. Forbush and the Pengu-
ins) heitir fyrri laugardags-
myndin, en hún er bresk frá
árinu 1971, byggð á sögu eftir
Graham Billey.
Leikstjóri er Roy Boulting
en með aðalhlutverk fara John
Hurt, sá mikli leikari, Hayley
Mills og Tony Britton.
Hayley Mills er e.t.v. þekkt-
ust fyrir hlutverk sitt sem
Pollyanna en hefur auk þess
m.a. leikið í Endless Night og
Twisted Nerve. Hún var gift
leikstjóranum sem er 33 árum
eldri.
Ungur glaumgosi í góðum
efnum stundar líffræðinám, en
daðrar við stúlkur í tómstund-
um sínum. Honum er boðið í
leiðangur til suðurheimskauts-
ins til þess að kanna lifnaðar-
hætti mörgæsa.
í fyrstu er hann ófús til
fararinnar, en þekkist boðið
fyrir eggjunarorð skólasystur
Sýning myndarinnar tekur
um 100 mínútur og þýðandi er
Kristmann Eiðsson.
(Jtvarp, laugardag kl. 19.35:
Elsku
mamma!
■ Guðrún Þórðardóttir og
Saga Jónsdóttir sjá um þáttinn
Elsku mamma á morgun kl..
19.35. Þátturinn fjallar um
mömmuna eins og nafnið gefur
til kynna, hlutverk hennar og
mikilvægi.
Föstudagur
16. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimí. Til-
kynningar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt-
ur Siguröar G. Tómassonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð -
Þórhildur Ólafs talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Matthias" eftir Barbro Lind-
gren Sigríður Sigurðardóttir lýkur
lestri þýðingar sinnar (10).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugreinar dagblaðanna (útdr.).
Tónleikar.
10.45 „Það er svo margt að minnast
á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir
Lachner, Liszt og Arensky.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Lamb“ eftir Bernard Mac-
Laverty Erlingur E. Halldórsson
les þýðingu sina (8).
14.30 Miðdegistónleikar a. Fiðlu-
konsert nr. 5 i a-moll eftir Henri
Vieuxtemps. Kyung-Wha Chung
leikur með Sinfóníuhljómsveit
Lundúna; Lawrence Foster
stjórnar. b. Flautukonsert eftir Jo-
aquin Rodrigo. James Galway leik-
ur með hljómsveitinni Fílharmoníu
í Lundúnum; Eduardo Mata
stjórnar.
15.15 Létt lög
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Á sautjándu stundu Umsjón:
Sigríður Ó. Haraldsdóttir og Þor-
steinn J. Vilhjálmsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi:
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
17.35 Frá A til B Létt spjall um
umferðarmál. Umsjón: Björn M.
Björgvinsson. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir 19.40 Tilkynning-
ar. Daglegt mál. Guðvarður Már
Gunnlaugsson flytur þáttinn.
19.55 Lög unga fólksins Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Þilskipaútgerð
á Norðurlandi (2) Jón frá Pálm-
holti tekur saman og flytur. b.
Skotist inn á skáldaþing Ragnar
Agústsson flytur vísnaþátt þar sem
farið er með vísur um stökuna. c.
Kórsöngur Kór Söngskólans í
Reykjavik syngur undir stjórn
Garðars Cortes. d. Rauðhöfði
Hrefna Ragnarsdóttir les íslenska
þjóðsögu. Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.25 Frá tónskáldum Atli Heimir
Sveinsson kynnir „Formgerð II"
eftir Herbert H. Ágústsson.
22.00 Hestar Þáttur um hesta-
mennsku i umsjá Ernu Arnardótt-
ur.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Ur blöndukútnum - Sverrir
Páll Erlendsson. RÚVAK.
23.15 Samnorrænir tónleikar 1984
Sinfóníuhljómsveit finnska út-
varpsins leikur á tónleikum í Finn-
lands-húsinu i Helsinki 25. janúar
1984. Stjórnandi: Esa-Pekka Sal-
onen. Einleikari: Eero Heinonen.
a. „Okologi l“ eftir Olli Kortekang-
as. b. Píanókonsert nr. 1 i b-moll
op. 23 eftir Pjotr Tsjaíkovskí. c.
Sinfónía nr. 4 í a-moll op. 63 eftir
Jean Sibelius. Umsjón: Guðmund-
ur Gilsson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
17. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.20 Leikfimi. Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt-
ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson-
ar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Karl Matthíasson talar.
8.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
8.30 Forustugreinar dagblaðanna
(útdráttur). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. T ónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga - Helga Þ.
Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Óskalög sjúklinga, framhald.
11.00 Drög að dagbók vikunnar
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Inn og út um gluggann
Umsjón: Heiðdis Norðfjörð.
RÚVAK.
14.20 Listagrip Þáttur um listir og
menningarmál í umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“
Umsjón: Sigurður Einarsson
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir
16.20 Síðdegistónleikar a. Leonoru-
forleikur nr. 3 op. 72b eftir Ludwig
van Beehoven. Hljómsveitin Fíl-
harmonía í Lundúnum leikur; Vla-
dimir Ashkenazy stjórnar. b. Fiðl-
ukonsert nr. 1 í g-moll op. 26 eftir
Max Bruch. Salvatore Accardo
leikur með Gewandhaus-hljóm-
sveitinni í Leipzig; Kurt Masur
stjórnar.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Helgarútvarp barnanna
Stjórnandi: Vernharður Linnet.
17.50 Síðdegis i garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni. Tónleikar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynning-
ar.
19.35 Elsku mamma Þáttur i umsjá
Guðrúnar Þórðardóttur og Sögu
Jónsdóttur.
20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón:
Einar Guðmundsson og Jóhann
Sigurðsson. RÚVAK.
20.30 Útilegumenn Þáttur í umsjá
Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK.
21.00 Kvöldtónleikar Þættir úr sí-
gildum tónverkum.
21.40 „Pabbatiminn", smásaga eft-
ir Steinunni Sigurðardóttur Höf-
undur les.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónas-
son. RÚVAK.
23.35 Eldri dansarnir
24.00 Fréttir
24.05 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
00.50 Dagskrárlok. Næturútvarp frá
Rás 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur
18. ágúst
8.00 Morgunandakt Séra Bjartmar
Kristjánsson, Syðra-Laugalandi,
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Frétlir
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar
dagblaðanna (útdráttur).
8.35 Létt morgunlög' Ýmsar hljóm-
sveitir leika Vinarvalsa
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar a. „Herra
Jesú, æðsta hnoss", kantata nr.
113 á 11. sunnudegi eftir Þrenning-
arhátíð eftir Johann Sebastian
Bach. Sebastian Hennig, René
Jacobs, Detlev Bratschka, Kurt
Equiluz og Maz van Egmond
syngja með Drengjakórnum i
Hannover og Gustav Leonhardt-
kammersveitinni; Gustav Leon-
hardt stjórnar. b. Sellókonsert í
A-dúreftirGiuseppe Tartini. Enrico
Mainardi og Hátíðarhljómsveitin í
Luzern leika; Rudolf Baumgartner
stjórnar. c. Konsert nr. 6 í F-dúr
eftir Henrico Albicastro. St. Martin-
in-the-Fields hljómsveitin leikur;
Neville Marriner stjórnar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir
10.25 Út og suður - Friðrik Páll
Jónsson
11.00 Messa á vegum Krossins i
Kópavogi Gunnar Þorsteinsson
predikar. Tónlist er flutt af söng- og
tónlistarfólki safnaðarins. Hádeg-
istónleikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.55 Leitað fregna um liðna tíð
Pétur Pétursson ræðir við Kristján
Albertsson. Síðari hluti.
14.25 Miðdegistónleikar a. „Ah, lo
previdi... Ah, T’invola" K272, kons-
ertaría eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. Kiri Te Kanawa syngur
með Kammersveitinni i Vin; Gy-
örgy Fischer stjómar. b. Sinfónía
nr. 4 í A-dúr op. 90 eftir Felix
Mendelssohn. Fílharmoníusveitin
í Vín leikur; Christoph von Do-
hnanyi stjórnar.
15.05 Leikrit: „Boðið upp í morð“