NT - 16.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 16.08.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 16. ágúst 1985 4 Vörukynningar: Bakaðar vöfflur með sultu og rjóma ■ Gæði vöru skipta- höfuð- máli í því hvort hún selst eða ekki. Hins vegar er hægt að ýta dálítið undir söluna með auglýsingastarfsemi og kynn- ingastarfsemi. Á vörukynning- um geta neytendur sjálfir próf- að vöruna og dæmt um gæði hennar - hvort hún sé þess virði að vera neytt. En það verður að sctja við- komandi vöru í rétt samhengi til áð viðskiptavinurinn geti myndað sér álit á henni. Það verður að kynna bakaðar vöfflur með sultu og rjóma eða sykri því þannig eru þær oftast framreiddar í heimahús- um. Kosturinn við vörukynning- ar er sá að seljandinn getur upplýst kaupandann um kosti og galla vörunnar augliti til auglitis. Hann getur frætt kaupandann, gefið honum að smakka og gefið honum góð ráð. Svo standa þessar vörur gjarnan skammt frá kynning- - það verður að setja vörurnar í rétt samhengi þegar viðskiptavinunum er gefið að smakka arbásnum sjálfum þar sem hægt er að fá þær á sérstöku kynningarverði. Um allt þetta og margt fleira tjá þeir sig Einar Ölafsson fram- kvæmdastjóri sælgætisgerðar- innar Ópal, Þórður Jónsson alit í öllu í Breiðholtinu og Baldur Þórisson eigandi Rydenskaffis í samtali við NT í dag. Viðskiptavinir: Vilja alltaf ræða sitt hjartans mál - segir Baldur Þórisson í Rydens-kaff i ■ „Þetta er ekkert spursmál," sagði Baldur Þórisson eigandi fyrirtækisins Rydens-kaffi. „Það er ákaflega gott að kynna vöru í verslunum og leyfa neyt- endum að lykta af kaffinu og smakka á því.“ Baldur hefur alla tíð notað vörukynningar í Rydens-kaffi, að vísu segir hann að meira hafi. verið um það áður fyrr því hann sé orðinn dálítið latur við kynn- ingarnar núorðið. Þaö sé ágætt að hafa þrjár til fjórar kynningar á ári í stærstu verslununum og svo að taka þátt í heimilissýning- unum í Laugardalshöll. Fyrirtækið hefur venjulega þann háttinn á að fá stúlku til að fara í verslanir, hella upp á mismunandi kaffi og bjóða upp á mjólk eða sykur eða bara rjóma með, því það sé svo misjafnt hvernig fólk drekki kaffið. Hún spjallar svo við viðskiptavinina og fræðir þá um kaffið, hvernig best sé að hella upp á og gefur þeim ýmis góð ráð. Þannig verður kynningin gagnleg fyrir báða aðila. „Ef kaffið þykir bragðvont," segir Baldur, „þá er það ekki vegna þess að það sé lélegt. Ég . flyt inn átta tegundir af kaffi og reyni ávallt að koma með gott kaffi á markaðinn, þá á ég við ■ „Allt í öllu“ - maðurinn Þórður Jónsson í Breiðholts- kjöri telur vörukynningar ákaf- lega jákvæðar fyrir jafnt verslun sína sem viðskiptavini. Sala á vörunni, sem verið er að kynna, aukist tvímælalaust ef rétt er að kynningunni staðið. Það hvernig rétt sé staðið að kynningum segir hann vera hvernig vörunni er stillt upp og hvenær kynningin eigi sér stað, kaffi með sem minnstum auka- efnum. Hins vegar er kaffi við- kvæm vara. Það dregur í sig lykt og bragð og er fljótt að tapa eiginleikum sínum. Ef kaffið er vont er það helst vegna þess að vatnið er of kalt eða heitt þegar hellt er upp á eða þá að kaffi- kannan er ekki nógu vel þrifin og meðal annars þetta getur stúlkan frætt viðskiptavininn um“. Baldur segir að það komi alltaf kippur í söluna við kynn- ingarnar og hann segir að sá kippur hjaðni ekki. Hann giskar á að það náist 10-15% söluaukn- ing í einni verslun og þá segist hann að sjálfsögðu vera bara að tala um sitt kaffi. Miðað við þá höfðatölu, sem til næst á kynningum, telur hann vörukynningar vera fremur dýrar. Kostnaðurinn felist í því að gefa kaffið, borga vinnulaun stúlkunnar, plastmálin, mjólk, rjóma og sykur, sem er ómiss- andi í kynningum. Hins vegar vegi það verulega upp á móti kostnaðinum að hægt er að spjalla við viðskiptavini augliti til auglitis, það sé alltaf mikill fjöldi sem vill ræða sitt hjartans mál, kaffið. ■ Baldur Þórisson bragðar kafflð sitt ásamt viðskiptavinum á heimilissýningu í Laugardals- höll fyrir nokkrum árum. ■ „Sósur og snakkmatur ýmiss konar er ekki jafn heppilegt í vörukynningar og matur, sem hægt er að hita og borða á staðnum," sagði Þórður Jónsson í Breiðholtskjöri. Þórður Jónsson Breiðholtskjöri: Undirbúningurinn er mikilvægur til dæmis síðari hluta föstudaga sem er mikill annatími. Hann segir að það sem „gangi best í mannskapinn sé eitthvað sem hægt er að hita og borða á staðnum“. Sósurogsnakkmatur ýmiss konar sé ekki jafn heppi- legur í kynningum. Það séu bara vörur sem étnar eru milli mála. „Svo er mjög mikið atriði að vörukynningin sé vel kynnt í fjölmiðlum nokkrum dögum áður en hún á sér stað. Þá veit fólkið af því og kynningin kem- ur því síður á óvart. Hins vegar verða verslanirnar að undirbúa kynningarnar með ^óðum fyrir- vara því það er svo oft þegar haft er samband við fyrirtæki að verslanir þurfi að bíða eftir að fyrirtækið geti komið með vöru- kynningu þangað," sagði hann. „Að vísu eru verslanirnar mismunandi vel í stakk búnar til aö hafa kynningar en ég held að allar verslanir í Reykjavík sitji við sama borð gagnvart fyrir- tækjunum hvað varðar vöru- kynningar, Hins vegar mætti segja mér að það sé erfiðara fyrir verslanir úti á Iandi að fá kynningar. Þær verða þá svo dýrar.“ Hann kvaðst álíta að vörukynn- ingar yrðu fastur liður í verslun- arrekstri framtíðarinnar. Slíkar kynningar væru enn nýjungar á þessi) sviði en það hefði þegar komið í Ijós að þær væru áhrifa- rík leið til að koma vöru á framfæri. Hjá kaupmanninum á horninu næst ekki til jafn margra - að áliti Einars Ólafssonar framkvæmdastjóra Ópals ■ Vörukynningar ganga betur úti á landi en í höfuðborginni, að mati Einars Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Ópals. Ópal var í vetur með eina kynningu á viku víðs vegar um landið. Hér í Reykjavík eru hins vegar, að hans mati, svo margar kynning- ar í gangi á veturna að hver kynning hreinlega „týnist“. „Hér eru jafnvel fimm kynn- ingar í einni verslun um hverja helgi og því týnast þessar kynn- ingar. Úti á landi er ekki jafn mikið um vörukynningar og því kunna viðskiptavinirnir betur að meta þær, þær hafa meiri áhrif og valda ánægju meðal kúnnanna. Hins vegar ef kynningar á snakki, kjötkökum, síldarrétt- um og sælgæti eru næstum á sama borði hefur það lítil áhrif. í stórmörkuðunum er hægt að ná til fleira fólks en hins vegar er hægt að sinna hverjum og einum í styttri tíma en úti á landi,“ sagði hann. Einar telur að hægt sé að ná til á bilinu 300-500 viðskiptavina í stórmörkuðunum í Reykjavík á meðan bara er hægt að ná til allt að 300 manns úti á landi. „Þetta gildir þó bara fyrir stórmarkað- ina. Hjákaupmanninum á horn- inu og í hverfisversluninni er ekki hægt að ná til jafn margra og í stórmörkuðunum. Þess vegna höfum við tekið þann kostinn að bjóða upp á sérstak- an kynningarafslátt á okkar vörutegund og viðskiptavinirnir virðast vera mjög ánægðir með þessi sértilboð.“ ,Úti á landi eru vörukynningar ekki jafn algengar og því kunna viðskiptavinirnir betur að meta ■ „uti a laiiui uu rutunji w u u þær,“ sagði Einar Ólafsson, sem er á myndinni, ásamt konu sinni Önnu Lilju Gunnarsdóttur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.