NT - 14.09.1985, Blaðsíða 14
Með VBG rennibekk er hægt að renna skífur
hvort sem er með því að setja tækið beint á
bílinn, eða renna skífurnar lausar.
Upplýsingar hjá AMOS HF.
Síðumúla 3-5 S: 84435
LAJJSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Vilt þú leggja
öldruðum lið?
Viö leitum aö starfsfólki á öllum aldri - ekki
síst eldri konum, sem hafa tíma aflögu til að
sinna öldruðum. Vinnutími eftir samkomu-
lagi, allt frá 4 tímum á viku upp í 40 tíma.
Liðsinni þitt getur skipt sköpum fyrir aldrað-
an, sem e.t.v. hefur beðið vikum saman eftir
lítilsháttar aðstoð.
Vinsamlegast hafðu samband við Heimilis-
þjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar, Tjarnargötu 11, sími 18800.
Gunnar Kvaran í
Bústaðakirkju
- og leikur einleikssvítur Bachs
■ Einleikssvítur J.S.Bach fyr-
ir selló eru með því metnaðar-
fyllsta sem sellóleikarar taka sér
fyrir hendur og á sunnudags-
kvöld mun Gunnar Kvaran selló-
leikari leika þrjár svítur af sex í
Bústaðakirkju.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
og eru hinir fyrstu af þrennum
tónleikum sem Tónlistarfélagið
stendur fyrir í tilefni árs tónlist-
arinnar og 300 ára afmæli Bachs
og Hándels. Pað er hægt að
kaupa áskrift að þessum tón-
leikum en einnig hægt að kaupa
miða á hverja tónleika fyrir sig.
Gunnar Kvaran sellóleikari
sagði í samtali við NT að þetta
væri í fyrsta skipti sem hann
flytti þrjár svítanna á einum
tónleikum og hann hefði æft sig
geysimikið á þeim í gegnum
árin. Svíturnar gera nefnilega
ýtrustu kröfur til flytjandans,
■ GunnarKvaransellóleikari.
bæði tæknilega og músíkalskt.
„Þótt þær hafi sameiginleg ein-
kenni er hver svíta mjög sérstök
og ef ég ætti að lýsa þeim á
einfaldan hátt, þá er sú fyrsta
einföld og ljóðræn, önnur svítan
hins vega innhverf og þung-
lyndisleg og sú þriðja full af
þrótti og bjartsýni.“
Sellóleikarinn heimsfrægi,
Pabló Casals, var fyrsti selló-
leikarinn í sögunni sem flutti
svíturnar sex í óstyttri mynd
Það var einnig hann sem upp-
götvaði þær í þeirri útgáfu þegar
hann var aðeins 13 ára gamall
og við nám í sellóleik í Barce-
lona.
Gunnar Kvaran er fæddur í
Reykjavík og stundaði tónlist-
arnám hjá dr. Heinz Edelstein
oe Einari Vigfússyni en síðar
hjá Erling Blöndal Bengtssyni"
í Kaupmannahöfn og var einnig
aðstoðarkennari hans. Að lok-
um fór hann í framhaldsnám í
Basel og París. Hann hefur
haldið tónleika víða um lönd en
kennir nú við Tónlistarskólann
í Reykjavík.
Nýr fram-
leiðslu-
stjóri
■ Kristján G. Kristjánsson
hefur verið ráðinn í starf
framleiðslustjóra í Kjötiðn-
aðarstöð Búvörudeildar
Sambandsins að Kirkju-
sandi. Hann hefur áðurverið
framleiðslustjóri hjá Búrfelli
hf.
■ Anna Fjóla Gísladóttir Ijósmyndari vinnur við að gera upp elstu Ijósmyndimar sem teknar hafa verið á íslandi og líklega
á öllum Norðurlöndunum. Myndirnar sem sýna Kvosina og Grjótaþorpið em teknar árið 1848 af manni að nafni
Dcscloiseaux, sem dvaldist þá hér á landi, eru illa farnar en e.t.v. verður unnt að birta þær almenningi í næstu viku.
NT-mynd: Róbert.
Laugardagur 14. september 1985
Varnarliðið er utan
íslenskrar lögsögu
- og aðeins Alþingi getur sótt það til saka
■ Nú liggur fyrir greinargerð
lögfræðingana Gauks Jörunds-
sonar, Benedikts Blöndal og
Friðjóns Ara Friðjónssonar um
hvort bændasamtökunum sé
stætt á því að höfða mál gegn
utanríkisráðherra vegna kjöt-
málsins svokallaða.
Þar segir m.a. að í reglugerð
um Stjórnarráð íslands nr. 96.
1969 sé ákvæði um að utanríkis-
ráðuneytið fari með mál sem
varðar framkvæmd varnar-
samningsins.
Áður tilheyrðu þessi mál
mörgum ráðuneytum en engin
breyting varð hins vegar á hvað
varðar innflutning á kjöti eða
öðrum vistum. Túlkun ogfram-
kvæmd samningsins hafði verið
sú sama að þessu leyti áður.
í greinargerðinni kemur fram
að varnarliðið flytji sjálft inn
hrátt kjöt og þessi innflutningur
fer fram með vitund utanríkis-
ráðuneytisins sem lætur inn-
flutninginn afskiptalausan.
1 þessu afskiptaleysi ráðu-
neytisins felst í reynd samþykki
þess á innflutningi kjötsins og
þá um leið sú lögskýring að
ákvæði varnarsamningsins víki
fyrir lögunum frá 1928 um varn-
ir gegn því að gin- og klaufaveiki
berist til landsins.
í Hæstaréttardómi frá 1961
segir að varnarsamningurinn
geymi ekki ákvæði sem ráða
megi af að herstjórn Bandaríkj-
anna á íslandi skuli hlíta lög-
sögu íslenskra dómstóla.
Þetta þýðir að málshöfðun
vegna innflutnings á kjöti varn-
arliðsins verður ekki beint gegn
varnarliðinu sjálfu og skiptir þá
ekki máli hver málshöfðandinn
er.
Lögfræðingarnir komust
einnig að því að lögin frá 1928
um varnir gegn gin- og klaufa-
veiki eru nú í höndum landbún-
aðarráðuneytisins.
Þau gilda því ekki á varnar-
svæðum sbr. framansagt um
reglugerð um Stjórnarráð ís-
lands að utanríkisráðuneytið
hafi með framkvæmd varnar-
samningsins að gera.
Þetta þýðir að landbúnaðar-
ráðherra eða ráðuneyti hans
getur ekki haft afskipti af fram-
kvæmd laganna frá 1928 á varn-
arsvæðinu.
í greinargerðinni kemur ein-
nig fram að Keflavíkurflugvöll-
ur er ekki talinn til neins dýr-
alæknisumdæmis í landinu og
liggja því málefni varnarliðsins
utan við embættissvið yfirdýra-
læknis nema utanríkisráðherra
mæli sérstaklega fyrir um að
hann hafi sérstök afskipti af
málum þar.
Kæru gegn varnarliðinu sem
slíku verður ekki framfylgt fyrir
íslenskum dómstólum eins og
áður segir. í raun myndi slík
ákæra beinast gegn embætti-
sfærslu utanríkisráðherra sem
æðsta handhafa stjórnsýsl-
uvaldsins á Keflavíkurflugvelli.
í þessu máli hefur Alþingi því
eitt vald til ákvörðunar um sak-
sókn af þessu tagi og telja
lögfræðingarnir sem unnu grein-
argerðina það fráleitt að Alþingi
telji það ástæðu til málshöfðun-
ar vegna þess eins að ráðherra
hefur látið óátalda framkvæmd
sem hafði verið óbreytt í áratugi
þegar hann tók við embætti.
Þá er einnig að finna klausu
þess efnis að nýju framleiðs-
luiráðslögin hafa ekki að geyma
ákvæði um bann við innflutningi'
varnarliðsins á kjöti.
Lögfræðingarnir benda á að
ef menn una ekki við þessar
niðurstöður sé hægt að beina
því til Alþingis að taka af skarið
hvaða reglur skuli gilda um
innflutning á matvælum á veg-
um varnarliðsins.
Stéttarsamband bænda og
Framleiðsluráð hafa enn ekki
fjallað um þessa greinargerð en
það verður gert fljótlega.
Ný tækni við að renna
bremsuskífur
Skotveiðimenn tryggðir
gegn óhöppum
■ Skotveiðifélagið Skotey á
Eyjafjarðarsvæðinu hefur
gengist fyrir því að tryggja alla
sína félagsmenn fyrir tjóni eða
óhöppum sem kynnu að verða
fyrir slysni eða af vangá. Einnig
hefur félagið gengist fyrir því
að afla veiðileyfa á jörðum í
nágrenni Akureyrar.
„Já, rætt hefur verið við
átján bændur sem gefið hafa
góð orð um að taka félags-
mönnum vel. Þetta er bara
byrjunin. Við vonumst til þess
að þeim fjölgi verulega,1' sagði
Jakob Örn Haraldsson fyrrver-
andi formaður skotveiðifélags-
ins í samtali við tíðindamann
NT. „Þetta lofar góðu um á-
framhaldið. Bændum virðist
vera mest í mun að geta treyst
þeim sem skjóta á Iandi þeirra;
að þeir séu engir byssuböðlar,
auk þess sem tryggingin hefur
mælst mjög vel fyrir."
Jakob var inntur eftir því
hvað honum þætti um tillögur
Ferðaþjónustu bændá, að
bændur færu að selja villifugl á
landareignutn sínum. Hann
svaraði;
„Ég hef ekki trú á því að
bændur her fyrir norðan fari
eftir þessu.
\ l‘IDIIIOHX
Mörg stór verkefni eru fram-
undan hjá skotveiðifélaginu,
svo sem gerð skotsvæðis og
skothleðsla og kaup á leir-
dúfukastara. - HIH Akureyri.
Gæs + berjasaft
Það er fátt sameiginlegt með
gæs og berjasaft, allavega við
fyrstu hugsun. Þetta virðist þó
ekki eiga alveg við í Borgarfirð-
inum þessa dagana. Gæsaskytt-
ur sem Veiðihornið hefur rætt
við hafa haft undarlega sögu að
segja. „Þeim blæðirekki undan
skotunum. Það kemur bara
berjasaft," sagði ein af skyttun-
um og hristi yfir þessu hausinn.
Sama skytta sagði ástæðuna
vera að gæsin héldi sig enn það
mikið í berjum að hún væri
ekki farin að leita í túnin nema
takmarkað. Nú er bara að bíða
eftir frosti og vonast til þess að
berin eyðileggist sem fyrst,
þannig að gæsinni fari að blæða
aftur undan skotum veiði-