NT - 14.09.1985, Blaðsíða 23
Helgar-
sportið
Knattspyrna:
■ íslandsmótinu í
knattspyrnu lýkur um
þessa helgi og þó Vals-
menn séu þegar íslands-
meistarar á enn eftir að
útkljá málin hvað varðar
þriðja Evrópusætið.
Fram leikur við ÍA á
Laugardalsvelli í dag kl.
14.00 og verða Skaga-
menn helst að sigra eigi
Evrópusætið að vera
þeirra. Á Akureyri eigast
við í dag Þór og F.H. og
hefst sá leikur kl. 14.00
Akureyringar verða að
vinna til að eiga mögu-
leika á Evrópuferð á
næsta ári.
Þriðji leikurinn í dag er
ekki síður mikilvægur en
þar eigast við Víðir og
Þróttur og verður sá leik-
ur í Garðinum kl. 14.00.
Það lið sent tapar fellur í
aðra deild.
Á morgun eigast síðan
við Víkingur og Keflavík
á Laugardalsvelli - þessi
leikur hefur verið færður
frarn og aftur síðustu
daga en verður sem sagt
á morgun og hefst viður-
eignin kl. 14.00.
í dag er einnig heil
umferð í 2. deild. Skalla-
grímur og Í.B.Í. leika í
Borgarnesi kl. 14.00.
Fylkir og Leiftur leika á
Laugardalsvelli kl. 17.00.
Í.B.V. ogNjarðvíkeigast
við í Eyjum kl. 14.00
K.S. og K.A. spila á
Siglufirði ki. 14.00 og
Völsungur og Breiðablik
leika á Húsavík kl. 14.00.
Síðasta umferðin mun
skera úr um það hverjir
leika í 1. deiid að ári.
Þá munu Selfoss og
Einherji leika síðari úr-
slitaleikinn í 3. deild á
Selfossi kl. 14.00.
Handknattleikur:
Reykjanesmótinu lýk-
ur um helgina og á morg-
un munu úrslitaleikirnir
fara fram. Leikið verður
í Hafnarfirði og hefst
keppnin kl. 20.00 um
þriðja sætið og úrslita-
leikur verður strax á eftir.
Körfuknattleikur:
Reykjanesmótið hófst
í gær og verður framhald-
ið á morgun í íþrótta-
húsinu Digranesi í Kópa-
vogi. Keppni hefst kl.
13.00.
Keila:
Parakeppni í keilu fer
fram nú um helgina í
keilusalnum, Öskjuhlíð.
Laugardagur 14. september 1985 23
ÍA gegn Aberdeen
Skagamenn mæta skosku
meisturunum Aberdeen í Ev-
rópukeppni meistaraliða á
Laugardalsveilinum, miðviku-
daginn 18. sept. kl 18.00. Þar
sem búast má við mikilli aðsókn
hefur verið ákveðið að hafa
forsölu á miðum á Akranesi frá
n.k. mánudagi, í Versluninni
Óðni og hjá Bókaverslun And-
résar Níelssonar og á Laugar-
dalsvelli frá hádegi daginn sem
leikurinn fer fram.
Það má búast við hörkuleik
því eins og menn sjálfsagt rekur
minni til voru Skagamenn nærri
búnir að slá út Aberdeen í
Evrópukeppni bikarmeistara
haustið 1983. Tæplega 6 þúsund
manns komu á Laugardalsvöllinn
til að sjá fyrri viðureign félag-
anna en þar sýndu Akurnesing-
ar stórleik og voru óheppnir að
tapa 1:2 Sigurður Halldórsson
skoraði mark Skagamanna með
glæsilegum skalla eftir horn-
spyrnu. í síðari leiknum út í
Skotlandi gerðu Skagamenn
betur er þeir gerðu jafntefli 1:1.
Sá frægi kappi Gordon Strachan
náði forystunni fyrir Aberdeen
með marki úr vítaspyrnu en Jón
Áskelsson jafnaði, einnig úr
vítaspyrnu.
Skagamenn hafa til þessa
leikið 22 Evrópuleiki og hafa
margir þeirra verið mjög eftir-
minnilegir. Má þar nefna sigur
yfir Omonia frá Kýpur 4:0 árið
1975, naumt tap 2:0 gegn Dy-
namo Kiev sama ár, jafntefli við
Köln 1978 og naumt tap 1:0
gegn hinu heimsfræga félagi
Barcelona 1979. Síðast í fyrra-
haust voru Skagamenn í eldlín-
unni er þeir náðu að vinna upp
tveggja marka forystu gegn Be-
veren á Laugardalsvellinum.
Karl Þórðarson og Sveinbjörn
Hákonarson skoruðu fyrir
Skagamenn fyrra.
Það er því óhætt að búast við
hörkuviðureign á miðvikudag-
inn er Skagamenn taka á móti
Aberdeen og vel er hægt að
taka undir þau orð Jóns Gunn-
laugssonar,eins besta leikmanns
Skagamanna gegnum árin, að
„eftir því sem Akurnesingar fá
stærri verkefni að glíma við því
betur virðast þeir standa sig“.
■ Guðjón Þórðar er reyndar í Evrópukeppnum. Hér sést hann eiga við John Hewitt frá Aberdeen
er liðin mættust 1983 út í Skotlandi.
íþróttamaður
vikunnar
■ Sá er varð fyrir valinu þessa vikuna er
Guðmundur Þorbjörnsson knattspyrnumað-
ur úr Val. Guðmundur vann það afrek að
skora markið sem tryggði Valsmönnum ís-
landsmeistaratitilinn í knattspyrnu á fimmtu-
dagskvöldið.
Guðmundur skoraði markið eftir að Stefán
markvörður KR hafði náð að verja skot hans
fyrst í stöngina. Þaðan datt boltinn fyrir
fætur Guðmundar sem renndi honum inn.
„Við náðum að vinna upp forskot Fram í
mótinu og sigur okkar var sanngjarn" sagði
Guðmundur eftir leikinn gegn KR og Is-
landsmeistaratitilinn sem vannst við þann
sigur.
Guðmundur er jafnframt markahæsti
leikmaður íslandsmótsins í dag ásamt Ómari
Torfasyni úr Fram.
Hárgreióslusveinn
óskast í hluta eða fullt starf.
Upplýsingar í síma 13010
kvöldsími 71669
HARGREIÐSLUSTOFAN
KIAPPARSTIG
-2
Framleiðsluráð
landbúnaðarins auglýsir:
Sláturtíðin fer í hönd. Þau heimili, sem hafa frystikistur geta gert
hagkvæm innkaup.
Gerið ódýr innkaup
Kaupið dilkakjötið í heilum skrokkum, þið fáið
meira fyrir peningana og kjötið sagað að ósk
ykkar. Kaupið heil slátur.
Ur dilkakjöti er hægt að útbúa ýmsa góða
rétti.
Allt kjötið nýtist. Ótal rétti er hægt að laga
úr hverjum hluta skrokksins fyrir sig.
1. og 11. Hækill Brúnað og notað í kjötsoð
2. Súpukjöt Ótal pottréttir
3. Lærisneiðar Pönnusteikt eða glóðað
2a og 3. Læri Ofnsteikt, glóðað o.fl.
Hakkeða kjötsoð
Ofnsteikt, glóðað,
kótelettur.
Rúllupylsa eða glóðað
7. Framhryggur Glóðað í sneiðum,
pottréttir.
8. Háls Kjötsoð, hakk
9. Banakringla Kjötsoð eða kjötrétti
10. Bringa Hakk
H.Framhækill Kjötsoð
Ath.
Innmatur er mjög ódýr og holl fæða og er lifrin
þar efst á blaði.
Gamla kjötið er ennþá til á hagstæðu verði.
FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS
4. Huppar
5. Hryggur
6.Slög
SANDBLASTUR OG MALMHUÐUN
Sandblástur og málmhúðun ástórum og smáum hlutum. Mjög
hagstætt verð. Gerum einnig tilboð.
Sækjum og sendum innanbæjar og út á land.
Erum einnig með flytjanleg tæki til sandblásturs á húsum hvar
sem er á landinu.
STÁLTAK Borgartúni 25,
vélsmiðja ■ verktaki 105 Reykjavík sími 28933.