NT - 14.09.1985, Blaðsíða 16

NT - 14.09.1985, Blaðsíða 16
Kuklið, Megas og ungskáldin: Sérðu það sem ég sé? Aldeilis ágæt skemmtun i Gamla bíói Laugardagur 14. september 1985 16 Skáldin Dularmögnuð tónlist fyllti salinn. Skikkjuklæddur Sjón sté á sviðið og sá útlínur líkama þíns. Já, þú leynist víða Apartheid og nafn þitt er Del Monte. Pað var gaman að fylgjast með Sjón. Túlkun hans á eigin ljóði var stórgóð. Hann las, öskraði, söng og hvíslaði. Tónlistin féll vel að flutn- ingnum og flutningurinn hefði nálg- ast fullkomnun ef skáldið hefði kunnað verk sitt utanað. Pað sleit flutninginn nokkrum sinnum í sund- ur þegar skáldið í miðri og oft mikilli innlifun þurfti að snúa sér til hliðar til þess að kíkja á blaðið, en góður var hann. Sjón hvarf á braut og skáldbróðir hans gekk á sviðið. Sá heitir Jóham- ar og engu líkara var en þar væri sjálfur Guðinn Brilljantín mættur holdi klæddur, í fráhnepptum frakka, hvítri skyrtu með lakkrís- bindi. Einar Melax spilaði á svuntuþeysi undir Ijóðalestri Jóhamars, sem kunni kvæði sitt utanað, öfugt við Sjón, en flutningur hans var þó ekki eins máttugur og hjá hinum fyrr- nefnda. Hlutur skáldanna var góður og varla er hægt að ímynda sér að nokkur sem sá og heyrði vogi sér að halda því fram að Ijóðið sé dautt. Skáldin sem frumflytja sín ljóð í útvárpinu mættu taka þá Sjón og Jóhamar sér til fyrirmyndar og auka tónlist og áhrifahljóðum við lestur- inn, þá færu kannski fleiri að hlusta! Kuklið Skáldin fóru og það opnaðist hleri á gólfinu. Upp kom ungur, snyrtilegur rnaður sem rótaði eitt andartak, svo komu félagarnir. „Við erum Kukl,“ sagði sá snyrtilegi og tónleikarnir hófust. Kuklið spilaði sína tónlist, sem margir hafa reynt að skilgreina, en engum hefur tekist. f>að verður því látið liggja á milli hluta hvað stefnan heitir, en víst er að það er ekki pöpp. Liðsmenn Kuklsins eru góðir hljóðfæraleikarar og þeir fengu að njóta sín á tónleikunum, sérstaklega Sigtryggur á trommunum og Guð- laugur á gítarnum. Bassinn var stórgóður, en það hefði verið gaman, já virkilega skemmtilegt ef fólk hefði fengið að heyra meira í Einari Melax. Oft á tíðum vissi ég ekki hvað hann var að gera á sviðinu, standandi við svuntuþeys- inn, en góður var hann á nikkuna. Það er líka þjóðlegt að grípa til gamalla hljóðfæra. Ekki var hægt að merkja að Einar Örn væri í miklu stuði á tónleikun- um, en úr rættist þegar leið á kvöldið, en ég get ekki að því gert að mér leiðist þegar verið að skamma áhorfendur, við erum ís- lendingar, ekki hljómleikavanir Evrópubúar. Björk var sjálfri sér lík. Stóð á sviðinu og virtist feimin. Það draup ekki af henni, en það breyttist allt þegar hún fór að syngja. Þá umturn- aðist hún, hoppaði, skoppaði og söng eins og henni einni er lagið. Kuklið var skemmtilegt, sviðs- framkoman lífleg hjá Einari, Björk og Guðlaugi. Megas Megas kom. Þessi krossfesti, dáni og grafni maður reis upp með látum og er nú helsti rokkari landsins. Það var gaman að heyra hann syngja með Kuklinu, sándið var annað en maður á að venjast hjá þeim gamla, en Megasar rokkið var hið sama. Þegar á Ieið urðu Kukl tónleikarnir smám saman Megasar tónleikar og merkilegt nokk, gamli maðurinn kenndi unglingunum að blúsa. Megas og Kuklið fluttu ný lög á tónleikunum, en sum þeirra hafði Megas reyndar tekið nokkrum dög- um áður, á afmælistónleikum Harð- ar Torfasonar, en með Kuklinu voru útsetningarnar aðrar. Það var dálítið leiðinlegt hve Megas varð smám saman einráður á sviðinu, þáttur Kuklsins hefði mátt vera meiri. Það var engu líkara en Kukl-Iiðið bæri allt of mikla virð- ingu fyrir öldungnum, en þeir ungu geta kennt þeim gömlu. Sándið var gott í bíóinu og lýsing- in var frábær. Ég man ekki eftir því að hafa séð eins góða lýsingu á tónleikum og þarna var. Tón- leikarnir voru skemmtun, bæði fyrir auga og eyra. Og hér í lokin stutt frétt af hljómsveitinni Kukl. Sumarstarfi hljómsveitarinnar á íslandi lýkur formlega með tónleikum í Félags- stofnun stúdenta föstudagskvöldið 20. september. Þar koma fram auk Kuklsins hljómsveitirnar Inferno og The Voice. í vetur mun hljómsveitin starfa erlendis við hljómleikahald og út- gáfu nýrrar hljómplötu. Þannig er það í pottinn búið. ■ Á meginlandi Evrópu öskrar fólk og æpir af hrifningu. Það sama er uppi á teningnum á Norðúr- löndunum þar sem fólk þekkir lögin þeirra, dansar og syngur með á tónleikum. En á Islandi mæta fáir áhorfendur sem sitja prúðir í sætum sínum og klappa á eftir hverju lagi. Eru íslendingar ekki með á nót- unum? Það hefur löngum loðað við landann að meðtaka allt sem útlend- 'VT-mynd.r - Sverrir ingurinn hefur stimplað gott og gilt. Því eru þau undanskilin? Sumir segja tónlistina ekki höfða til fjöldans, enda sé um að ræða röð ósamstæðra tóna sem hljómsveit- armeðlimirnir framkalla hver í sínu horni. En þeir einir geta dæmt sem upplifað hafa! Á dögunum var boðað til hátíðar. Megas gekk til liðs við hópinn ásamt tveimur íslenskum ungskáldum. Vettvangur uppákomunnar var óperuhúsið, vagga íslenskrar tónlist- armenningar, sem flestir kalla Gamla bíó. Fáir voru mættir klukkan níu, þegar tónleikarnir áttu að hefjast, en úr rættist og salurinn var nokkuð þéttsetinn þegar skemmtunin hófst um klukkan hálf tíu. Jazzvakning tOára: Hátíð í Háskólabíói Tete Montoliu, Niels Henning Orsted Pedersen, Ole Kock Hansen og Etta Cameron ■ Það var hátíðarstemmning í Háskólabíói síðastliðið fimmtu- dagskvöld, en þá hófst formlega 10 ára afmælishátíð Jazzvakningar. Meðan gestirnir tíndust í hús nutu þeir sveiflunnar frá Stórsveit Kópavogs, sem búið hafði um sig í anddyri bíóhússins. Stórsveitin lék þar nokkur lög undir stjórn Árna Schevings. Það var vel til fundið að láta Stórsveitina sveifla stemmningunni í mannskaptnn meðan Rambo var að Ijúka sér af á hvíta tjaldinu. Tónleikagestir smelltu fingrum og löbbuðu með jazztaktinn í kollinunt inn í bíósalinn, þarsem Vernharður stórjazzgeggjari tók á móti fólkinu rneð þeirri leiðindafrétt að tón- leikarnir yrðu að verða búnir og ■ Okkar maður á trommunum, Péfur Östlund. NT-mynd: Árni Bjama. allir komnir út úr húsi klukkan 23.00. Það þurfti nefnilega að kasta kvikmynd á tjaldið. Já það er iilt að eiga ekki tónlistarhús. NHÖP og Tete Montoliu Niels leiddi Tete að píanóinu. þar sem hann sió fyrstu nótuna og þeir voru byrjaðir. Það er erfitt að skrifa um dúett þeirra kumpána, svo frábær var hann. Helst verður að vorkenna öllum þeim sem ekki voru staddir í Háskólabíói þetta kvöld. Það þekkja allir Niels, einhvern sannasta íslandsvin allra tíma. TJann olli ekki vonbrigðum. frekar en endranær. Færri þekktu til Tete, katalónska píanistans, en eftir tón- leikana gleyma honum fáir. Hann er miklu meira en venjulegur jazz- MIKILL SPARNAÐUR fílSfal Raðveggir kosta ekki meira en efni í milliveggi þar sem hefðbundinni aðferð er beitt. Vegna þess að veggirnir koma samsettir frá verksmiðjunni og eru auðveldir í qppsetningu eru dæmi um allt að 80% tímasparnað. S Sölustaðir FJALAR h/f Reykjavík Akranes Siglufjördur Akureyri Egilsstaðir Neskaupstaður Vestmannaeyjar Selfoss Keflavík Innréttingamiðstöðin Guðlaugur Magnússon Bútur Bynor Trésmiðja Rjótsdalshéraðs Valmi hf. Brimnes G. Á. Böðvarsson Byggingaval Húsavík Ármúla 17a Skarðsbraut 19 Rönargótu 16 Glerörgötu 30 Fellabœ B-götu 3 Strandvegi 54 Austurvegi 15 Iðavóllum 10 Símar 91-84585, 84461 Simi 93-2651 Sími 96-71333 Sími 96-26449 Sími 97-1700 Sími 97-7605 Sími 98-1220 Sími 99-1335 Sími 92-4500 Sími 96-41346

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.