NT - 14.09.1985, Blaðsíða 27

NT - 14.09.1985, Blaðsíða 27
Laugardagur 14. september 1985 27 Sjónvarp sunnudag J. S. Bach Sjónvarp: Elvis, Elvis Sjónvarp kl. 20.35: Sjónvarp kl. 22.45: ________ ■ I tilefni af þriggja alda afmæli Bachs, mun sjónvarpið sýna kvikmynd í tveimur hlutum, um ævi hans og verk. kvikmynd í tveimur hlutum ■ Sunnudagskvöld kl. 20.50 verður sýndur fyrri hluti kvik- myndar í tveimur hlutum frá austurríska og austur-þýska sjónvarpinu, um ævi og verk tónskáldsins Jóhanns Sebasti- an Bach, en myndin er gerð í tilefni af þriggja alda afmæli tónskáldsins. f myndinni er rakinn ævifer- ill Bachs en meira en helming- ur hennar er helgaður verkum hans sem ýmsir tóniistarmenn þýskir og austurrískir flytja. I myndinni munu líka sjást í fyrsta skipti í sjónvarpi, upp- runaleg nótnahandrit tón- skáldsins, að ýmsum frægum tónverkum hans. Þýðandi er Bogi Arnar Finn- bogason og þulur með honum er Árni Kristjánsson. Seinni hlutinn verður á dagskrá mánudagskvöldið 16. september. Bundinn í báða skó breskur gamanmyndaflokkur Bandaríski háðfuglinn Lenny Bruce ■ Seinni laugardagsmyndin er bandarísk frá árinu 1974, og fjallar um Lenny Bruce, amer- íska skemmtikraftinn sem var mjög vinsæll upp úr 1950. Lenny var einn frægasti skemmtikraftur sem uppi hefur verið í Bandaríkjunum, hann var háðfugl sem hikaði ekki við að gagnrýna bandaríska menningu og siðgæði og þótti hann oft fara yfir takmörk velsæmis í háði sínu. Kona Lennys var fatafellan Honey Bruce, og hjónaband þeirra var oft á barmi upplausnar og endaði raunar með harmleik. Eiturlyf áttu sinn þátt í falli Lenny Bruce ofan af stjörnu- ■ í þættinuin Út og suður verður rifjuð upp frækileg för nokkurra íslendinga, sem klæddust víkingaskrúða og sigldu upp Hudsonfljót á 200 ára afmæli Bandaríkjanna. Útog suður Víkingaferð rif juð upp ■ í þættinum Út og suður á sunnudaginn mun Sigurður A. Magnússon rithöfundur heim- sækja Friðrik Pál Jónsson stjórnanda þáttarins og rifja upp víkingaferðina sem farin var í júlí 1976 vestur um haf á 200 ára afmæli Bandaríkjanna. Þá var flutt yfir Atlantshafið annað norska skipið sem ís- lendingar notuðu hér á þjóð- hátíðinni '74 og voru menn í fullum víkingaskrúða sem Þjóðleikhúsið lánaði. Þettavar eftirminnileg ferð sem skemmtilegt er að heyra minningar frá. himninum, en Lenny var forfall- inn eiturlyfjancytandi og lenti oft í brösum við lögregluna af þeim sökum. Myndin sem er svart hvít er ekki við hæfi barna. Með aðalhlutverk fara Dustin Hoffman og Valerie Perrine sem fólk ætti að kannast við m.a. úr myndinni um Superman. Leikstjóri myndarinnar er Bob Fosse en þýðandi er Kristmann Eiðsson. ■ Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.05 er sænska bíó- myndin Elvis, Elvis gerð eftir barnabókum urn Elvis Karls- son eftir sænsku skáldkonuna Maríu Gripe. Elvis, Elvis er saga um hvernig það er að vera lítill og rnæta alisstaðar skilningsleysi hjá þeim fullorðnu. Elvis sem er lítill snáði, skírður í höfuðið á rokkkónginum Eivis Presley, skilur alveg fullorðna fólkið. Málið er bara að fullorðna fólkið skilur hann ekki. Að vísu sumt af því, eins og afi hans og amma, eða pabbi hennar Öfjnu Rósu vinkonu hans. En það sem er allra verst er að sú sem skilur hann síst allra er sjálf mamma hans. Elvis, Elvis, er mannleg og hlý mynd, hvorki ætluð sér- staklega börnum eða fullorðn- um, þetta cr mynd fyrir alla fjölskylduna. Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Lele Dorazio, Lena- Pia Bernhardsson og Fred Gunnarsson. Leikstjóri er Kay Pollak en þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. ■ Lele Dorazio í hlutverki sínu sem Elvis, sem er oft dálítið misskilinn af þeim full- orðnu. ----—......... .. ■ f kvöld hefst nýr breskur gamanmyndaflokkur í sjón- varpinu. Hann verður fimm næstu laugardagskvöld og heit- ir Bundinn í báða skó (Evér Decreasing Circles). Með aðalhutverk fara Richard Briers, Penelope Wilton og Peter Egan. Þátturinn fjallar um sam- skipti íbúa í íbúðahverfi, en þó mest um hjónin Martin og Ann sem búa í þessu hverfi. Martin, eiginmaðurinn starfar af lífi og sál að félagsmálum í hverfinu sínu. Hann er drif- fjöðrin í öllum framfaramálum og er í stjórn flestra samtaka, þannig að hann hefur lítinn tíma fyrir eiginkonuna, sem gremst mikið þessi óbilandi áhugi mannsins á félagsmál- um. I fyrsta þætti fáuni við að sjá hvað gerist þegar nýr íbúi flyt- ur í hverfið. Þýðandi er Ólafur Bjarni Guðnason. ■ Richard Briers og Penelope Wilton í hlutverkum félagsfröm- uðarins Martins og konu hans Ann. ■ Dustin Hoffman og Valerine Perrine í aðalhlutverkum sínum í myndinni um Lenny Bruce. Laugardagur 14. september 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Séra Bernharður Guðmundsson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugreinar dagblaðanna (útdráttur). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga - Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip Þáttur um listir og menningarmál í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.00 íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa tveimur leikjum og sagt verður frá gangi mála i þeim þriðja. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. - 17.50 Siðdegis i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tifkynnlng- ar 19.35 Elsku maimmaÞáttur i umsjá- Guðrúnar Þórðardóttur og Sögu Jónsdóttur. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðsson. RÚVAK. 20.30 Útilegumenn Þáttur Erlings Siguröarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 21.40 Ljóð, ó Ijóð Annar þáttur af þremur um islenska samtimaljóð- list. Umsjón: Ágúst Hjörtur og Garð- ar Baldursson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónas- son. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir Fréttir. 24.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Dagskrárlok. Næturútvarpfrá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 15. september 8.00 Morgunandakt Séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur, Breiða- bólsstað, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagblaðanna (útdráttur). 8.35 Létt morgunlög: Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður - Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Frikirkjunni Prestur: Séra Gunnar Björnsson. Orgelleik- ari: Pavel Smid. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 „Réttur hins sterka“ Dagskrá um August Strindberg og verk hans. M.a. verður flutt brot úr tveimur leikritum hans. Árni Blandon tók saman. Lesari: Erling- ur Gíslason. 14.30 Miðdegistónleikar 15.10 Milli fjalls og fjöru Þáttur um náttúru og mannlif í ýmsum landshlutum. Umsjón: Örn Ingi. RÚVAK. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Þættir úr sögu íslenskrar málhreinsunar Þriðji þáttur: Bessastaðaskóli og Fjölnismenn. Kjartan G. Ottósson tók saman. Lesari: Sigurgeir Steingrimsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Síðdegistónleikar 18.00 Bókaspjall Aslaug Ragnars sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynning- ar. 19.35 Tylftarþraut. Sþurningaþáttur. Stjórnandi: Hjörtur Pálsson. Dóm- arí: Helgi Skúli Kjartansson. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Blandaður þáttur í umsjón Ernu Arnardóttur. 21.00 islenskir einsöngvarar og kórar syngja 21.30 Útvarpssagan: „Sultur“ eftir Knut Hamsun Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (12). 22.00 Dægurmál Erlingur Gíslason les Ijóð eftir Ingólf Sveinsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannesson. 22.50 Djassþáttur - Tómas R. Ein- arsson. 23.35 Guðað á glugga (24.00 Fréttir) Umsjón: Pálmi Matthiasson. RÚVAK. 00.50 Dagskrárlok. Laugardagur 14. september 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Hjarðmærin og sótarinn. Lát- bragðsleikur eftir ævintýri H.C. Andersens. Jóhanna Jóhannsdótt- ir þýddi meö hliðsjón af þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Sögumaður Sigmundur Örn Arn- grímsson (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.40 Svona gerum við (SS gör man - sþik). Þannig verða naglar til. Sænsk fræðslumynd fyrir börn. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. . 20.35 Bundinn i báða skó (Ever Decreasing Circles) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í fimm þáttum. Aðal- hlutverk: Richard Briers, Penelope Wilton og Peter Egan. Martin starf- ar af lifi og sál að félagsmálum í hverfinu sínu. Hann er driffjöðrin i öllum framfaramálum og í stjórn flestra samtaka, konu hans til mikillar skapraunar. Þýðandi Ólaf- ur Bjarni Guðnason. 21.05 Elvis (Elvis, Elvis). Sænsk bíó- mynd frá 1977 gerö eftir barnabók- um um Elvis Karlsson eftir Mariu Gripe. Leikstjóri Kay Pollak. Aöal- hlutverk: Lele Dorazio, Lena-Pia Bernhardsson og Fred Gunnars- son. Elvis heitir í höfuðið á rokk- kóngnum Elvis Presley. Hann er óvenjulegur snáði sem hefur næm- an skilning á mörgu í fari fullorðna fólksins. Vandinn er sá hve þvi gengur illa að skilja Elvis, einkum þó móður hans. Elvis leitar þvi oft skjóls hjá afa og ömmu eða á heimili Önnu-Rósu, vinkonu sinnar, þar sem lífið er öllu frjáls- legra en heima. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.45 Lenny (Lenny). Bandarísk bíó- mynd frá 1974. s/h. Leikstjóri Bob Fosse. Aðalhlutverk. Dustin Hoffman, Valerine Perrine, Jan Miner og Stanley Beck. Lenny Bruce var vinsæll skemmtikraftur upp úr 1950. Bandarísk menning og siðgæði varð einkum fyrir barð- inu á fyndni hans og háðí sem oft þótti fara yfir takmörk velsæmis. Þetta er sagan af velgengni hans og veikleikum sem urðu honum að faili. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Ðagskrárlok. - Sunnujpigur 15. spppmber 18.00 Sunnudagthugvekja. Séra M.yako Þórðirson. flytur. 18.10 Bláa sumarift fVerano Azul) Lokaþáttur. Sp4» fiskur fram- haldsmyndaflokkuÚÍ sex þáttum um vináttu nokkufe ungmenna á eftirminnilegu sumri, Þýðandi Ás- laug Helga Pétursfjóttir. 19.05 Hlé. L 19.30 Kosningar 1 Sviþjóð - Bein útsending. Bpgl Agústsson flytur fréttir af úrslitþfii'íjþingkosninga i Sviþjóð. 20.00 Fréttir og yeðúf. 20.25 Auglýsmgérr ðé dagskrá. 20.40 Sjónvarp nætt viku. 20.50 Johann Spb&ian Bach - Fyrri hluti. Kvklýr.d í tveimur hlutum frá ’ausftú#ka og austur- þýska sjónýaltíimíi 22.00 Njósnask|þlft*6pyship). Ann- ar þáttur. Rmhaldsmynda- flokkukr í mjíPum. Aðalhlut- verk: Tom WitftMhn, Lesley Nig- htingale, Michael pöridge og Phil- ip Hynd. Brlskt4|-''togari með 26 manna á.hófn nvepur á Norður-ls- hafi. Upp kemuf sá kvittur að Sovétmenn ,eigi fök á hvarfinu. Ungur blaðamaðtjr, sem er sonur yfirvélstjóra togaráns hefur rann- sókn þessa dulárfulla sjóslyss. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.55 Samtimaskáldkonur. 7. Rég- ine Deforges. I þessum þætti er rætt við franskan nútímahöfund, Régine Deforges, og lesið er úr einni skáldsögu hennar. Þýðandi Ragna Ragnars. (Nordvision - Danska sjónvarpið). 23.45 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.