NT - 14.09.1985, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. september 1985 5
Bíræfnir þjófar á Akureyri:
Stálu hjóli
lögregluþjóns
■ Brúnu reiðhjóli af Raleigh gerð var stolið frá lögregluþjóni
á Akureyri um síðustu helgi. Hjólið var fyrir utan heimili hans
á Akureyri - Skarðshlíð 26.
Porsteinn Hjaltason lögregluþjónn á Akureyri eigandi hjólsins
sagði í samtali við NT að sér fyndist sem þjófar á Akureyri væru
orðnir ansi bíræfnir að stela frá lögregluþjónum. „Petta var að
vísu ekki merkt lögreglunni, en það er aldrei að vita hvar þessir
menn láta staðar numið.“
Þorsteinn sagði ennfremur að þetta væri um tilfinnanlegt
fjárhagslegt tjón fyrir sig og vonaðist hann til þess að sá sem tók
hjólið sjái sóma sinn í því að skila því aftur.
Grunnskólinn á Hvammstanga enn í gamla skólahúsinu:
Engir smiðir fengust
til að byggja það nýja
■ Skortur á smiðum í sumar varð til
þess að ekki reyndist unnt að flytja í
nýtt grunnskólahús á Hvammstanga í
haust.
„Þar sem allir smiðirnir hérna voru
uppteknir í öðru verkefni á staðnum.
ákvað verktakinn sem séð hefur um
grunnskólahúsið að auglýsa eftir
smiðum í sumar," sagði Kristján
Björnsson oddviti í samtali við NT.
„Síðan var auglýst fram eftir sumri,
en enginn fékkst í verkið, það virtist
hvergi vera hægt að fá smiði. Það var
ekki fyrr en seinni part sumars að við
fengum menn, en þá var fyrirsjáan-
legt að ekki yrði af flutningi grunn-
skólans í nýja húsið fyrir haustönn."
Það er því greinilegt af ummælum
Kristjáns að smiðir virðast hafa haft
nóg að gera í sumar a.m.k. á Norð-
vesturlandi, en hvort verkefnin verða
næg á komandi vetri var spurning sem
beint var til Guðlaugs Stefánssonar
hagfræðings Landssambands iðnað-
armanna, en liann hefur undanfarið
kannað atvinnuhorfur smiða á land-
inu fyrir veturinn.
„Ég tel að atvinnuhorfur smiða í
vetur séu óvenju slæmar, en það er þó
breytilegt eftir landshlutum," sagði
Guðlaugur. „Þannig her minna á
atvinnuleysi í þessari grein á Norður-
landi vestra heidur en þegar austar
dregur, og getur það skýrt þann skort
á smiðum sem varð til þess að ekki
var hægt að taka í notkun nýja
grunnskólann á Hvammstanga í
haust. Einnig hefur verið mikil bygg-
ingarvinna á Suðurnesjum, en lítið
um að vera á Norðvesturlandi, jafnvel
í Reykjavík, enda hefur fasteigna-
markaðurinn dregist saman hér síð-
asta ár.“
Guðlaugur sagði að lokum, að í
sjálfu sér væru nóg verkefni t.d. á
Reykjavíkursvæðinu. hins vegar eru
byggingarmeistarar farnir að finna
fyrir því að fjármagn er ekki fyrir
hendi til að leggja út í byggingafram-
kvæmdir, það setur stólinn fyrir
dyrnar.
Nýlistasafnið:
Átta
erlend-
ir lista-
menn
-og allir tengjast
„Nýja málverkinu“
■ Átta listamenn opna sýningu í
Nýlistasafninu í kvöld. Þeir eiga það
sameiginlegt að tengjast því sem hér
■ Mynd unnin með blandaðrí tækni
eftir Stefan Szczesny.
hefur verið kallað „Nýja málverkið".
Listamennirnir heita Gerwald
Rockenschaub, Jan Mladowsky, Jan
Knab, John van't Slot, Juliao Saram-
ento, Peter Angermann, Stefan
Szczesny og Tomas Stimm og þeir
hafa sýnt út um allan heim.
Gerwald sýnir þrjú olíumálverk
sem mynda eina heild. Jan Knab
sýnir fjórar teikningar af trúarlegum
toga, Jan Mladowsky er með fjórar
myndir, málaðar með akrýllit á
pappír. John van't Slot sýnir fimm
gouache myndir og Juliao Saramento
sýnir þrjár akrýlmyndir. Peter An-
germann sýnir hins vegar átta filt-
pennateikningar, Stefan Szczesny sýnir
tvær myndir með blandaðri tækni og
Tomas Stimm tólf gouache myndir
sem sýna eðlilegt og frjálslegt bað-
strandalíf.
Sýningin stendur til sunnudagsins
22. september og er opin daglega frá
kl. 16-20.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Nýr eða notaður?
Alla sem reynslu hafa af bdavið-
skiptum langar að eignast nýjan b(l.
Hvers vegna?
Ekki endilega vegna slæmrar reynslu
af notuðum bílum. Notaðir bílar geta
verið nánast eins góðir og nýir. Þú
getur verið mjög heppinn og fengið
vel með farinn bíl á verði sem er í litlu
samræmi við aldur og útlit.
En þú getur líka verið óheppinn. Þú
veist aldrei fullkomlega hvort btllinn er
í þv( ástandi sem hann lítur útfyrirað
vera. Þú ert ekki öruggur. Og það er
kjarni málsins. Þú tekur áhættu.
%
Með nýjum bíl kaupirðu öryggi. Auk
þess fylgir því sérstök án^egja að
setjast undir stýri í bíl sem kemur
„beint úr kassanum". B(l sem þú
kynnist betur en nokkur annar.
Við bjóðum greiðslukjör sem jafnast
fyllilega á við það besta sem gerist á
markaði notaðra bíla - og tökum
notaða bílinn þinn upp í.
Láttu okkur um að taka áhættuna!