NT - 14.09.1985, Blaðsíða 22

NT - 14.09.1985, Blaðsíða 22
Laugardagur 14. september 1985 22 Iþróttir Evrópukeppni félagsliða: Valur mætir Nantes - léttleikandi frönsku liði á þriðjudaginn - Valsmenn leikið 22 Evrópuleiki ■ Á þriðjudagskvöld fer fram fyrsti Evrópuleikurinn á þessu ári er nýkrýndir íslandsmeistar- ar Vals mæta franska stórliðinu FC Nantes. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvelli og verður eflaust skemmtilegur á að horfa því Frakkar eru þekktir fyrir Íétta og hraða sóknarknatt- spyrnu. Fyrir Val er þátttaka í Evrópu- keppni í knattspyrnu engin nýjung. Það var árið 1966 sem Valsmenn voru fyrst á ferðinni í Evrópukeppni, en það ár léku þeir gegn hinu gamla liði Ás- geirs Sigurvinssonar, Standard Liege frá Belgíu. Síðan hefur ntikið vatn runnið til sjávar og Valur hefur nú, ásamt Skaga- mönnum, leikið flesta Evrópu- leiki íslenskra liða, alls 22. Margir þessara leikja hafa verið skemmtilegir og flestir vel sóttir, enda hefur verið leikið við fjölmörg þekkt stórlið. Einn þessara leikja var hinn ógleym- anlegi Valur-Benfica sem 18 þúsund áhorfendur sóttu - að- sóknarmet sem líklega verður aldrei slegið. Pá er að nefna fyrsta sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni, 1977 en þá sigr- aði Valur væntanlega mótherja Fram Glentoran frá N-írlandi. Islandsmeistarar Vals ■ Valsmenn urðu íslandsmeistarar á fimmtudagskvöldið eins og alþjóð er eflaust kunnugt um. Á þessum myndum Róberts má annars vegar sjá kampakáta íslandsmeistara eftir leikinn gegn KR og hins vegar hetju dagsins, Guðmund Þorbjörnsson, með bikarinn á höfðinu. Hann er í dag markahæsti leikmaður íslandsmótsins með 12 mörk ásamt Ómari Torfasyni. Ómar á leikinn gegn Skagamönn- um inni. Sterkur hópur ■ Leikmenn Vals er mæta FC Nantes á Laugardalsvelli n.k. þriðjudag kl. 18 eru eftirtaldir: 1. Stefán Arnarson, 21 árs 12. Guðmundur Hreiðarsson, 25 ára 2. Þorgrímur Þréinsson, 26 ára, 12 A-landsleikir 3. Grímur Sæmundsen, 30 ára, fyrirliði 4. Guðmundur Kjartansson, 26 ára 5. Sævar Jónsson, 26 ára, 25 A-landsleikir Það er aðeins EINN DBnSSHÖLI ★ Barnadansar ★ Samkvæmisdansar ★ Gömlu dansarnir ★ Nýttdisco Kennsla hefst 30. sept. NYTT NYTT NÝTT NÝTT Jazzballett - Aerobic - Stepp Spænskir dansar. Erlendur kennari Kennsla hefst 23. sept. Kennslustaðir: Reykjavík: Hafnarfjörður Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Ársel Garðabær Mosfellssveit Seltjarnarnes Innritun daglega kl. 10-12 og 13-18 í síma 20345 - 24959-A A A 74444-38126. □nnssHún Boit hættur ■ Hinn frábæri millivegalengdarhlaupari frá Kenýa, Mike Boit, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið í sviðsljósi frjálsra íþrótta í hátt á annan áratug. Miklir kveðjuleikar voru haldnir í Nairobi fyrir stuttu til heiðurs þessum vinsæla hlaupara sem komst fyrst í fréttirnar er hann vann til verðlauna í 800 m hlaupi á Olymjn'uleikunum í Múnchen 1972. Boit fæddist í Kenýa í fátæklegu umhverfi og er haldið að aldur hans nemi 36 árum, þó hann sjálfur viðurkenni að skeikað geti einu eða tveimur árum. Boit hefur sannar- lega fengið að kynnast bæði velgengni og óförum á sínum íþróttaferli en segist ekki sjá eftir einu einasta augnabliki er hann hafi eytt í íþrótt sína. Boit hefur hlaupið á góðum tímum í ár og á t.d. 10. besta tímann í 1500 m hlaupi á þessu keppnistímabili 3:33,91. Honum er mjög annt um heimaland sitt og gengi þriðja heimsins í íþróttakeppnum. Hann benti réttilega á, eftir Grand Prix lokakeppnina í Róm, að of mikil áhrif fjármagnsaðila myndu enn minnka möguleika íþrótta- manna frá þriðja heims löndum að standast kröfur stórkeppna, sem helst virðast liggja í því nú til dags, að þeytast milli heimsálfa og vera tilbúinn að setja heimsmet á hverjum stað. Imbinn ræður ■ Það er ekki ofsögum sagt í henni Ameríku að sjónvarpið ræður ansi miklu í íþróttaheiminum þar. Sem dæmi má nefna að í körfuknattleik eru tekin léikhlé er sjónvarpið fyrirskipar til að geta komið að auglýsingum. Þá hafa bæði hornaboltinn og ameríski fótboltinn þróast í „sjónvarpsátt“ með fleiri hléum í leiknum. Það nýjasta er að hnefaleikakappinn Arguello, sem er að snúa aftur í hringinn eftir tveggja ára bið, verður að færa til fyrirhugaða viðureign sína við Andy Nance. Þannig er að viðureignin átti að vera 5. október en þá er fjöldi háskólaleikja í ameríska fótboltanum og því varð að færa viðureignina til 25. október að beiðni sjón- varpsstöðva. 6. Guöni Bergsson, 20 ára, 3 A-landsleikir 7. Magnús Magnússon, 19 ára 8. óttar Sveinsson, 28 ára 9. Hilmar Harðarson, 24 ára 10. Magni Bl. Pótursson, 28 ára 11. örn Guðmundsson, 27 ára 13. Hilmar Sighvatsson, 25 ára 14. Ingvar Guðmundsson, 20 ára 15. Valur Valsson, 23 ára, 1 A-landsleikur 16. Guðmundur Þorbjörnsson, 28 ára, 35 A-landsleikir 17. Heimir Karlsson, 24 ára, 3 A-landsleikir 18. Kristinn Björnsson, 29 ára, 2 A-landsleikir 19. Jón Grétar Jónsson, 19 ára 20. Kristján Svavarsson, 19 ára 21. Bergþór Magnússon, 22 árá Þjálfari Vals er Ian Ross, 38 ára Skoti. Góður árangur á heimavelli ■ Árangur Vals á heimavelli í Evrópukeppnum er athygl- isverður eins og sjá má á með- fylgjandi tölfu yfir heimaleiki Vals í Evrópukeppni: EB1966: Valur - Standard Liege 1-1 EM 1967: Valur - Jeunesse d’Esch 1-1 EM 1968: Valur - Benfica 0-0 UEFA 1974: Valur - Portadown 0-0 EB 1975: Valur - Celtic 0-2 EM 1977: Valur - Glentoran 1-0 EB 1978: Valur - Magdeburg 1-1 EM 1979: Valur - Hamburger SV 0-3 EM 1981: Valur - Aston ViUa 0-2 Guðjón endurráðinn ■ Guðjón Guðmundsson hefur verið endurráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði lK i knattspyrnu. Guðjón þjálfaði lið ÍK sl. sumar og lék með þvi og undir hans stjórn náði ÍK sínum besta ár- angri til þessa i íslandsmótinu og sigraði i Stóru bikarkeppninni í fyrsta skipti. Guðjón er 25 ára gamall og lók fyrst með FH i 1. og 2. deild en síðan með Þór á Akureyri árin 1981-1984. Hann varð þriðji markahæsti leikmaður 1. deildar árið 1983. Stjórn ÍK og leikmenn vænta sér góðs af samstarfinu við hann á tíunda aldursári fé- lagsins. Reykjanesmót ■ Reykjanesmót í körfuknatt- leik hófst í íþróttahúsi Digraness í Kópavogi í gærkvöldi. Þau lið er keppa á Revkjanesmótinu eru UBK, UMFN, UMFG, Reynir, Haukar og ÍBK.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.