NT - 19.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 1
Fifflffltudagur tS.sept. 1985 - 228.tbi.69. árg. ■ Flytja varð fimm á slysadeild eftir þennan árekstur á mótum Fellsmúla og Suðurlandsbrautar seint í gærkvöld. NT-mynd Jón Svavarssnn Fimm slasast - önnurveita í Kópavogi ■ Tveir bílar skullu saman á mótum Suðurlandsbrautar og Fellsmúla um miðnætti í gær- kvöld með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Flytja varð fimm manns á slysavarð- stofu en meiðsli voru minni en á horfðist. Þá varð um svipað leyti bíl- velta á nýju Reykjanesbraut- inni í Kópavogi, en ekki var Ijóst er blaðið fór í prentun hvort alvarleg meiðsli höfðu orðið á fólki. Trassaskapur eða peningaleysi? Metár í nauðungaruppboðum Lögbirtingablaðið gaf út aukablað í gær vegna vandgoldinna fasteignagjalda ■ í Reykjavík hafa um helm- ingi fleiri íbúðir farið undir hamarinn það sem af er árinu, en allt árið í fyrra. Að sögn Jónasar Gústafssonar, borgar- fógeta, hafa um 20 eignir verið boðnar upp það sem af er árinu, en fjöldinn í fyrra var 11. í gær þurfti Lögbirgingablað- ið að gefa út aukablað vegna auglýsinga frá Borgarfógeta- embættinu vegna vangoldinna fasteignagjalda í Reykjavík. Alls voru auglýst nauðungar- uppboð á 836 húseignum. Jónas sagði að hér væri örugg- lega um met að ræða og hann taldi ekki útilokað að peninga- leysi fólks gæti verið ástæðan fyrir þessari aukningu. Hinsveg- ar taldi hann að í mörgum tilfellum væri um trassaskap að ræða, einkum þar sem upphæð- irnar væru lágar. Sé um trassaskap að ræða er hann ansi dýrkepytur því greið- andinn verður að borga 1.300 kr. í fastan kostnað vegna auglýsinga og gjalda til ríkis- sjóðs. Auk þess þarf hann að greiða 1% af upphæðinni til uppboðshaldarans, í þessu til- felli til yfirborgarfógeta. 51 afþessum 836 auglýsingunt er út af gjöldum að upphæð yfir 100 þúsund kr. Samtals reyndist sú upphæð rúmar nítján og hálf milljón. Sé gert ráð fyrir að meðaltalsupphæð í þeim 785 tilvikum,semeftireru,séum 15 þúsund kr., sem verður að telj- ast vægt reiknað, bætast 12 milljónir við. Samtals er því verið að innheimta tæpar 32 milljónir króna. Eitt prósent af því er 320 þúsund krónur. Með úrskurði Kjaradóms í upphafi ársins var ákveðið að fella niður þessar greiðslur til fógeta fyrir innheimtu, en það gerist þó ekki fyrr en árið 1990. Okkur lék forvitni á að vita um hversu háar upphæðir hér væri að ræða og höfðum sam- band við Jón Skaftason, yfir- borgarfógeta. Hannsagðistekki vilja ræða þessi mál við fjöl- miðla, hann gæfi þetta upp til skatts og þar kæmi fram hversu miklar tekjur hann hefði af þessu, annað hefði hann ekki um málið að segja. Sigurður Eiríksson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, sagði að hann hefði ekki orðið var við að fasteignagjöld á Akureyri væru trössuð meira en venjulega og einnig taldi hann uppboðs- málin svipuö og í meðalári. Þorsteinn Skúlason, bæjar- fógeti í Neskaupstað, sagði að töluverð fjölgun á uppboðs- beiðnum hefði verið á árinu og þær væru nú þegar orðnar fleiri en allt árið í fyrra, eða á annað hundrað. Herði Jóhannssyni og félögum hans í Skagaliðinu tókst ekki að snúa á leikmenn Aberdeen á Laugardalsvelli í gærkvöld og töpuðu 1-3. Sjá íþróttir bls. 23. Nýtt verð á kjöti Kindakjöt hækkar um 14,5% H Ákveðið hefur verið nýtt verð á kinda- og nautakjöti af nýslátruðu. Nautakjöt í heilum skrokkum hækkar um tæplega 8% bæði í heild- söiu og smásölu. Verð- hækkun á 1. flokks dilka- kjöti er hins vegar um 14,5%. Smásöluverð til neytenda í heilum skrokk- um (sundurteknum að ósk kaupenda) er 219,80 krón- ur kílóið. Um 6,5% meiri hækkun á kindakjöti en nautakjöti (um 11,20 kr. pr. kíló) er að sögn Gunnars Guð- bjartssonar vegna þess að nú sé verið að leiðrétta sláturkostnað sem van- metinn hafi verið í verð- lagningu áður. Keflavík: Úppboð á Heimi hf. ■ „Þetta hefur alltaf verið rek- ið sem íhaldsfyrirtæki en ekki sem framsóknarfyrirtæki og því er nú komið sem komið er,“ sagði Hörður Falsson, fyrrver- andi forstjóri og einn af eigend- um Heimis hf., sem varð gjald- þrota í maí. í gær var haldið uppboð hjá bæjarfógeta Kefla- víkur á öðrum bát fyrirtækis- ins, Helga S. KE7 og frystihúsi þess. Hörður sagðist ekkert meira hafa um þaö að segja. Jón Eysteinsson, bæjarfógeti upplýsti NT um að hæstbjóð- andi í bátinn hefði verið umboðs- og heildverslunin Triton í Reykjavík. Keyptu þeir bátinn á 61,5 milljónir, sem er fyrir ofan vátryggingarverð. Fisk- veiðasjóður bauð 61,1 milljón í bátinn. Eigendur Triton hyggj- ast gera bátinn áfram út frá Keflavík. Landsbankinn bauð 19 mill- jónir í frystihúsið, en bankinn á mun meira veð í eigninni. Taldi Jón líklegt að bankinn myndi selja frystihúsið aftur. Undan- farið hefur það verið starfrækt á leigusamningi en hann rennur út 1. október. Fyrirtækið Heimir hf. átti líka bátinn Heimi og verður hann seldur á frjálsum markaði. Alls störfuðu um 80 manns við fyrir- tækið. Maturinn hefur hækkað mikið umfram aðra neysluvöru -sjábis.io

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.