NT - 19.09.1985, Blaðsíða 2

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 2
GE Fímmtudagur 19. september 1985 *ttiar ■ Thor Vilhjálmsson og Öm Þorsteinsson með Ijóðabókina Images, sem inniheldur Ijóð Thors á ensku með myndskreytingum Amar. NT-mynd: Roben Ljóðlist: Images - ný Ijóðabók ■ Á síðasta föstudegi, sama degi og Norrænu ljóðlistarhátíðinni í Reykja- vík lauk, kom út Ijóðabók á ensku, með Ijóðum eftir Thor Vilhjálmsson með myndskreytingum eftir Örn Þor- steinsson, sem ber nafnið Images. Images er þýdd að nokkru leyti úr bókinni Ljóð Mynd eftirþá félaga, en sú bók kom út árið ’82. Miklu hefur þó berið bætt í þessa bók af ljóðum ognýjum myndum og mörg ljóðin úr Ljóð Mynd endurskrifuð. „Það tókst að koma þessari bók út á mettíma, enda voru bókagerðar- mennirnir sem unnu að henni fullir áhuga um að koma bókinni út á réttum tíma. Eigum við þeim mikið að þakka", sögðu Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson um bókina. {tengslum við Ijóðabókina Images hefur verið gerður sjónvarpsþáttur á ensku þar sem lesin eru Ijóð úr bókinni, og er hann hliðstæður þætti sem gerður var hér á landi af íslenska sjónvarpinu og heitir Ljóð Mynd. Images kom út í 250 tölusettum eintökum og hægt er að fá hana í Gallerí Grjót á Skólavörðustígnum og einnig í Gallerí Borg. Góðar heimtur í Húnaþingi ■ Um síðustu helgi var réttað víða í A-Húnavatnssýslu. Að sögn Kristó- fers Kristjánssonar bónda í Köldu- kinn 2 var veður þurrt en frekar kalt. Hann sagði að fé hefði verið nokkuð margt og væri holdgott og frekar ofan við meðallag. Kristófer bjóst við að bændur í A-Húnavatnssýslu færu seinni part þessarar viku í eftjrleitir og sagðist hann ekki búast við að margt fé væri eftir á fjöllum uppi. Á Blönduósi byrjaði slátrun í gær og sagðist Kristófer búast við að um 50 þúsund fjár yrði slátrað í ár. Hann sagðist hafa haft samband við sláturhússtjórann og fengið þær fréttir að mikil mannaskipti væru nú í sláturhúsinu en þeir bjuggust þó við að fá nægan mannskap til slátrunar- innar. Þá nefndi Kristófer að fyrri part septembermánaðar hafi verulegu magni af nautgripum verið slátrað og einnig talsvert af hrossum bæði full- orðin og folöld. Nú er í bígerð að flytja hrossakjöt út til Japans og í þvf sambandi sagði Kristófer að sendimenn væru væntan- legir frá Japan til að kanna málin. Það var byrjað á þessu í fyrra og í sumar var send tilraunasending og sagði Kristófer að þetta lofaði góðu. Kristófer sagði að lokum að jörð væri mikið fallin og hann og fleiri bændur þarna væru fremur svartsýnir á haustbeit. Strætó á Ísafirði ■ Strætisvagnar hófu á mánu- daginn áætlunarferðir á ísafirði milli miðbæjarins, Holtahverfis og Hnífsdals. Að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar bæjarritara á ísafirði var ákveðið á bæjarstjórnarfundi nýlega að gera samning við Strætisvagna ísa- fjarðar hf. um akstur til áður- nefndra staða en á milli þeirra eru um 4-5 km. Samningurinn nær til þriggja ára og gert er ráð fyrir að farnar verði þrettán ferðir á dag og til að byrja með verða tveir vagnar í akstrinum. Áætlunarferðir hefj- ast kl. 6:45 á morgnana og standa til kl. 9 á kvöldin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.