NT - 19.09.1985, Blaðsíða 4

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 4
Lestunar- áætlun Huli: Dísarfell ..............23/9 Jan ....................29/9 Dísarfell ............ 7/10 Jan ...................13/10 Dísarfell .............21/10 Jan .................. 27/10 Rotterdam: Dísarfell ..............24/9 Dísarfell ............. 8/10 Dísarfell .............22/10 Antwerpen: Dísarfell ..............25/9 Dísarfell ............. 9/10 Dísarfell .............23/10 Hamborg: Disarfell ..............27/7 Dísarfell ............ 11/10 Dísarfell .............25/10 Helsinki: Arnarfell ............. 3/10 Hvassafell.............18/10 Leningrad: Arnarfell ............. 7/10 Larvik: Jan ..................30/9 Jan .................. 14/10 Jan .................. 28/10 Fimmtudagur 19. september 1985 4 dýri sem lógað væri seinna á tímabilinu, þegar hann var spurður hvort hann teldi rétt að leyfa vetrarveiði. Garðabær: Allir á móti Bessastaðalaxi ■ Bæjarráð Garðabæjar fór. í vettvangskönnun og skoðunar- ferð um fjörurnar í Selskarðs- landi sl. mánudag en fyrir bæjarráði liggur umsókn um að fá að reisa laxeldisstöð þarna við Lambhúsatjörn. Ýmsir aðilar hafa haft um- sókn þessa til athugunar og að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara Garðabæjar, hafa umsagnir allra aðila verið nei- kvæðar. Hreppsnefnd Bessa- staðahrepps er andvíg því að laxeldisstöðin rísi þarna. Rök hennar eru svipuð og rök Nátt- úruverndarráðs og bent er á að grundvallaratriði við gerð skipulags í hreppnum sé, að fjörur séu látnar ósnortnar og umferð um þær ekki takmörk- uð. Auk þess er bent á mengun- arhættu, þar sem frárennslinu verður veitt út í Lambhúsa- tjörn, en vatnaskipti eru lítil í tjörninni. Sú hugmynd hefur reyndar komið upp að grafinn verði skurður yfir þvert Álftanesið og frárennsíinu veitt um opinn skurð. Slíkt kemur ekki til greina að mati Bessastaða- hrepps. En það er ekki bara Bessa- staðahreppur og Náttúruvemdar- ráð sem leggjast gegn þessu. Náttúruverndarnefnd Garða- bæjar hefur einnig lýst sig and- víga þessu, svo og Skipulags- nefnd bæjarins. Þá hefur skipu- lagsstjóri ríkisins lýst sig andvíg- an þessu, en af öðrum orsökum. Ástæðan fyrir því að hann getur ekki fallist á þetta er að ekki liggur fyrir aðalskipulag af Garðabæ, en að sögn Guðjóns notar skipulagsstjórinn hvert tækifæri til að þrýsta á að skipu- laginu verði flýtt. Landssamband iðnaðarmanna: Verðlaunaveiting í ritgerðasamkeppni ■ Vorið 1984 ákvað fram- kvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna, að Landssam- bandið gengist fyrir ritgerða- samkeppni meðal íslensks námsfólks um innlendan iðnað og málefni er honum tengjast beint eða óbeint. Þátttaka í samkeppninni var heimil öllum skólanemum, jafnt nemum í grunnskólum, framhaldsskólum og æðri menntastofnunum. Skilafrestur ritgerða var til vors- ins 1985. Þátttaka var góð, 87 ritgerðir bárust og laugardaginn 14. sept- ember s.l. fór verðlaunaafhend- ing fram. 1. verðlaun, 25.000 kr., hlaut Sveinbjörg Sigurðar- dóttir í Fjölbrautaskólanum á Akranesi fyrir ritgerð sína um smábátasmíði við Hvítá. 2. verðlaun, kr. 15.000, hlaut Bryndís Jóhannesdóttir Fjöl- brautaskóla Suðurlands fyrir rit- gerð sína „Rafvæðing sveitanna - Framtak sjálfmenntaðra hug- vitsmanna“. 3. verðlaun skipt- ust á milli ritgerðar Högna S. Kristjánssonar og Reynis Magn- ússonar um Húsasmíði 1850- 1940 og ritgerðar Bryndísar Ingvarsdóttur um Ullariðnað, en þau eru öll nemendur við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Auk þessara verðlauna voru veitt fjölmörg bókaverðlaun sem viðurkenningar til annarra þátttakenda. Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna var formaður dómnefndar. Var hann spurður að því hvað réði úrslitum í valinu á bestu ritgerð- inni. „Það var margt sem kom til, ritgerðin var mjög vel skrifuð, þar að auki kom þarna fram sérlega nákvæm lýsing á þessari bátasmíð við Hvítá, sem voru sérstakir bátar. Birtar voru teikningar af einstökum hlutum bátanna með nöfnum. Raunar er þetta eina heimildin sem nú er til um smábátasnn'ðina við Hvítá. Efnistök og efnisvinnsla voru líka sérlega góð.“ Ásamt Sigurði voru í dóm- nefndinni Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbanka íslands, IngjaldurHannibalsspn forstjóri Iðntæknistofnunar ís- lands og Jón Böðvarsson, rit- stjóri Iðnsögu íslands. ■ Undirbúningur Áramóta- skaupsins 1985, er hafinn. Leik- stjóri að þessu sinni verður Sigurður Sigurjónsson leikari, og hefur hann fengið til liðs við sig harðsnúinn hóp þekktra skemmtikrafta, en þeir eru: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Randver Þorláksson, Karl Ág- úst Úlfsson og Örn Árnason. Munu þeir félagar semja handrit skaupsins í sameiningu. Áramótaskaupið verður fyrsta leikstjórnarverkefni Sig- urðar fyrir sjónvarp, en Siguröur er tvímælalaust einn af okkar vinsælustu gamanleikurum. Upptökustjóri verður Egill Eð- varðsson sem kemur nú aftur til starfa við sjónvarpið í þessu verkefni. Egill starfaði á árurn áður við sjónvarpið og stjórnaði þá m.a. upptöku á þáttunum Undir sama þaki og Silfurtungl- inu. Sjónvarpið væntir þess að samstarf þeirra Egils og Sigurð- ar og þeirra sem þátt taka í skaupinu, muni skila áhorfend- um skemmtilegu gamlárskvöldi. ■ Dýrasta kjötið á markaðn- um í vetur mun kosta yfir þúsund krónur skammturinn á veitingahúsum, þetta er hreindýrakjöt og ástæðan fyrir þessu verði er sú að framboðið á kjötinu er rnjög lítið þar sem veiðin brást víða á nýloknu veiðitímabili og sem dæmi um verðlagningu má nefna að Verslunarmannafé- lag Austurlands hefur ákveðið verðið á afturpörtum og hrygg 450 krónur í heildsölu og 350 krónur fyrir framparta. Veiði gekk mjög misjafn- lega fyrir austan. Helgustaða- og Norðfjarðarhreppar náðu sínum leyfilega fjölda, eða sextíu dýr í hvorum hreppi. í Borgarfjarðarhreppi, þar sem leyft var að skjóta fimmtíu dýr, náðust aðeins sex. Enn verr gekk í Reyðarfjarðar- hreppi og Skriðdalshreppi. Þar var samtals leyft að veiða 44 dýr, en ekkert náðist. Menn kenna um ótíð. Þokusamt hef- ur verið til fjalla og bleyta hefur hamlað för jeppa, þar sem vanalega hefur verið fært á þessum tíma. NT hafði samband við þrjú sláturhús fyrir austan. í siátur- húsi Verslunarmannafélags Austurlands komu inn 30-35 dýr. Kaupfélag héraðsbúa fékk ekki nema sex dýr, en hefur vanalega verið með 40- 50 dýr. í sláturhúsi á Norð- firði var ekkert dýr. Runólfur Þórarinsson deildarstjóri í menntamálaráðuneyti var inntur eftir því hvort vetrar- veiði yrði leyfð. Hann sagði það alls óákveðið og benti á að ef menn sættu það fast yrði að leggja þá beiðni undir ráð- herra. Björgvin Sveinbjörnsson birgðastjóri hjá Verslunar- mannafélagi Austurlands sagðist ekki vilja borða kjöt af Gautaborg: Jan 1/10 Jan 15/10 Jan 29/10 Kaupmannahöfn: Jan 2/10 Jan 16/10 Jan 30/10 Svendborg: Jan 3/10 Jan 17/10 Jan 31/10 Aarhus: Jan 3/10 Jan 17/10 Jan 31/10 Gloucester, Mass. Jökulfell 29/9 Jökulfell 31/10 New York: Jökulfell 1/10 Jökulfell 1/11 Portsmouth: Jökulfell 2/10 Jökulfell 2/11 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Teiex 2101 ■ Sigurður A. Magnússon rithöfundur ásamt þýsku verðlaunahöfunum. NT-mynd: A™í Bjama. Þjóðverjar í íslandsferð ■ Fimm Þjóðverjar komu ný- lega í heimsókn til íslands en íslandsferðina fengu þau í verð- laun fyrir bestu gluggaútstill- ingu á bók Sigurðar A. Magnús- sonar, Undir kalstjörnu, sem kom út á þýsku í þýðingu Jóns Laxdal fyrir ári undir heitinu Unter frostigen stern. Flugleiðir og útgefandi bók- arinnar, efndu til þessarar sam- keppni í Þýskalandi um bestu gluggaútstillinguna á bókinni og að sögn Sigurðar A. Magnús- sonar var þátttaka góð í sam- keppninni. Þess má geta að verið er að þýða bókina Undir kalstjörnu á ensku af Hallbergi Hallmundar- syrii sem býr í New York. ■ Einn þeirra glugga sem fékk verðlaun fyrir útstillingu á bókinni Undir kalstjörnu í Þýskalandi. Hreindýrasteikin er dýr í ár: ____ íJ ■ Þeir sem standa að skaupinu ’85 f.v. fremri röð: Randver Þoriáksson, Sigurður Sigurjónsson, leikstjóri, Þórhallur Sigurðs- son. Aftari röð, Örn Arnason, Karl Agúst Úlfsson og Egill Eðvarðsson upptökustjóri. Framboð á kjötinu víðast mjög lítið Skaupið í gang _ jna vegna otíðar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.