NT


NT - 19.09.1985, Qupperneq 8

NT - 19.09.1985, Qupperneq 8
Fimmtudagur 19. september 1985 8 I í t t t • ■ i Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. [NM Setning og umbrot: Tæknidelld NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. r Hvað tekur við? ■ Nú hafa stjórnarflokkarnir komið sér saman um hvernig fjárlög skuli lögð fram hallalaus. Þessu er vert að fagna því ekki leit út fyrir að tækist að ná samstöðu um hvernig að þvf skyldi staðið. Nú er spurt hvað taki við. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni að stefnt sé að hallalausum fjárlögum en meira þarf að koma til en samþykktin ein. Vilji verður að koma í kjölfarið. Þótt dregið verði verulega saman í ríkis- rekstrinum þarf að taka á ýmsu öðru. Framsóknarflokkurinn hefur löngum gert sér ljóst að aðhalds sé þörf og hefur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ákveðið að halda fundi um landið og greina frá því hvernig bregðast skuli við vandanum. Skera verður niður einkaneysluna enn frekar en hér skal varað við því að ekki er sama hvernig unnið verður að því. Allur almenningur getur ekki dregið frekar saman seglin en hann hefur gert og allir vita að einkaneysla hans hefur ekki sett þjóðarbúið í þann efnahagsvanda sem nú er við að glíma. Almenningur í landinu er orðinn langþreyttur á að sjá einstaka menn vaða í peningum án þess að greiða skatta og leyfa sér ýmislegt án tillits til þess hvað það kostar. Ekki verður hjá því komist að einstaka þingmenn leggi fram frumvörp um stóreigna- skatt þegar Alþingi kemur saman þar sem tillögur þar að lútandi náðu ekki fram að ganga við gerð fjárlaganna. Þá þarf einnig að líta gagnrýnum augum á innflutning á öllu mögulegu sem ómögulegu og hreinsa úr augunum einhverja frjálsræðisglýju sem einkennt hefur umræður okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir, og hefja áróður í þá átt að við kaupum frekar íslenskar vörur sem standast verð- og gæðasamanburð. Hér er ekki verið að boða nein höft nema síður sé en það vita allir að á margvíslegan máta má stemma stigu við slíkum innflutningi sem kostar okkur gífurlegan gjaldeyri og skilar engu. Við höfum einfaldlega ekki efni á að nota gjaldeyri okkar á þennan hátt. Okkur væri nær að nota hann til að borga eitthvað af þeim erlendu lánum sem við þurfum að greiða eða til uppbyggingar atvinnuveganna. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og sætta okkur við að við höfum ekki efni á öllu sem við viljum. Því ber að fagna að ekki er fyrirhugað að leggja söluskatt á matvöru. Matarinnkaup fjöl- skyldnanna eru orðin svo stór liður að ekki er á bætandi. Nú er að sjá hvort tekst að standa við hallalaus fjárlög. í því máli hefur ríkisstjórnin alla íslend- inga með sér. Dr. Eysteinn Sigurðsson: Hnykkt á fréttum af kjöti ■ Það hefur verið skotið ansi harkalega á samvinnuhreyfing- una í ýmsum af blöðunum hér síðustu niánuðina. Þetta hefur að stórum hluta staðið í sam- bandi við kjötsölu hennar, bæði innanlands og til útlanda. í sambandi við þau mál hafa jafnt afurðasölukaupfélögin sem Samband ísl. samvinnu- félga þurft að sitja undir hörð- um árásum. Þannig var Sambandið til dæmis í nýlegri blaðagrein nefnt „einokunarhringurinn S.Í.S.“, og í sömu grein var einum af starfsmönnum þess borið á brýn, í umfjöllun um þær tilraunir sem verið er að gera til kjötsölu í Bandaríkjun- um, að hann myndi „gera allt sem í hans vaídi stendur til þess að markaðsöflun í Banda- ríkjunum mistakist." í annarri grein segir að ,,.SÍS hefur brugðist upphaflegum tilgangi samvinnuhreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar, og er orð- in samsteypa undir forstjóra- veldi Framsóknar." í enn annarri grein segir að „í eina tíð var mikið gert úr þeirri hugsjónamennsku sem lægi að baki verslunarrekstri og flokksstarfi Framsóknar- flokksins." Síðar í sömu grein segir: „Samvinnuhugsjónin er í raun og veru aðeins venjuleg kaupmennska. Kaupfélögin lifa á bændum sem styrkja þau vitandi eða óafvitandi." Og enn segir um Sambandið og kaupfélögin: „Alltaf er farið bak við bændur og engin sann- girni sýnd í viðskiptum við þá.“ Og aftur: „SÍS er óþörf stofnun og afæta.“ Það kemur okkur, sem vinn- um hjásamvinnuhreyfingunni. að vísu nokkuð spánskt fyrir sjónir að kaupfélögin og Sam- bandið séu „verslunarrekstur Framsóknarflokksins." Það eru lýðræðislega kjörnir fulltrú- ar kaupfélaganna sem fara með æðsta vald í öllum málum Sambands ísl. samvinnufélaga á aðalfundi þess. Ég hef ekki orðið var við neina fulltrúa frá stjórnmálaflokkunum á þeim aðalfundum Sambandsins sem ég hef verið viðstaddur. Mál- uni kaupfélaganna stjórna aðalfundir þeirra hvers um sig, en stjórnmálaflokkar eiga þar ekki aðild. Allar staðhæfingar um pólitíska stjórn á kaupfé- lögunum og Sambandinu eru því heimatilbúin hugarfóstur manna sem hafa pólitísk gler- augu svo kyrfilega keyrð niður á nefið á sér að þeir eru gjörsamlega ófærir um að skoða þjóðfélagið í kringum sig án þeirra. Sárindi Þeir menn, seni ástunda skrif af þessu tagi, gera sér trúlega ekki grein fyrir því að það eru þúsundir fólks um land allt sem finna það áþreif- anlega í daglegu lífi sínu að kaupfélögin og samtök þeirra eru þeim trygging fyrir traust- um og réttlátum viðskiptum. Úr þessum hópi kemur fólkið sem sækir kaupfélagafundi og er virkt í því að stjórna málum samvinnuhreyfingarinnar. Ég veit líka satt að segja ekki hvaða bændum þessir greina- höfundar ætla þá forheimskun að trúa því að þeir séu arð- rændir af kaupfélögunum. Skipulag sanivinnurekstrar- ins er þannig að óánægðir bændur hafa bæði rétt og skyldu til að láta til sín taka og leiðrétta stefnuna ef félag þeirra skyldi bera út af réttri siglingarleið. Þettg vita bænd- ur og því getur áróðri af þessu tagi ekki verið beint til þeirra. Hann hlýtur að vera til þess ætlaður að auka úlfúðina í þjóðfélaginu með því að læða þeirri skoðun inn hjá þéttbýlis- búum að rekstrarform sam- vinnufélaganna eitt saman sé af hinu illa. Með því hlýtur að vera ætlunin að skapa tor- tryggni milli þeirra og bænda. En aftur á móti gera skrif af þessu tagi annað. Þau valda sárindum hjá þeim þúsundum manna í landinu sem telja sig hafa sannreynt að samvinnu- rekstur sé af hinu góða, þjóðfé- laginu hagkvæmur og þeim sjálfum til hagsbóta. Þetta mættu þeir sem ástunda þessa þokkaiðju gjarnan hafa hugfast. Þeireru aðsærafjölda fólks með þessu athæfi sínu. Ferskt lambakjöt úr sumarslátrun Ég vík að þessu hér vegna þess að undanfarið hefur verið að eiga sér stað merkileg fram- þróun í kjötsölumálum kaupfé- laganna og Búvörudeildar Sambandsins. Meðal annars hafa síðustu misserin komið fram margar nýjar tegundir af kjötvörum sem þróaðar hafa verið í samstarfi þessara aðila. Frá þessu hefur verið tals- vert sagt í fjölmiðlum, og títt- nefndir greinahöfundar mega gjarnan lesa þær frásagnir og hafa þær hugfastar næst þegar þeir finna að vafasamar hvatir eru að ná á þeim tökum og hvetja þá til ódáða á ritvellin- um. í framhaldi af ritsmíðum þeirra má ég kannski fá að hnykkja hér örlítið á nýjustu fréttum sem nú undanfarið hafa verið fluttar landsmönn- um af þessu framtaki sam- vinnumanna. Það hefur verið fastur liður í starfsemi Búvörudeildar Sambandsins á undanförnum árum að gangast fyrir margs konar námskeiðum fyrir slát- urhússtjóra. Þar hefur þeim hverju sinni verið kynnt nýj- asta tækni við slátrunina og aðra þá verkþætti er tengjast störfum þeirra. Með því móti hefur tekist að samræma vinnubrögð í sláturhúsum kaupfélaganna um land allt og fylgja þar eftir nýjungum hverju sinni. Fyrir nokkrum vikum lauk tveimur slíkum námskeiðum sem voru haldin í sláturhúsum Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi og Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Leiðbeinendur á þessum námskeiðum voru forstöðumaður rannsókna- stofu sem Búvörudeild rekur, og sérfræðingur í pökkun og meðferð lambakjöts sem sótt- ur var alla leið til Nýja- Sjálands. Bæði námskeiðin voru verk- leg og þess vegna fór töluverð slátrun fram í húsunum á með- . an þau stóðu yfir. Þar að auki voru þau óvenju snemma á ferðinni í ár. Af þeim sökum gafst þarna tilvalið tækifæri til að bjóða neytendum ferskt lambakjöt fyrr en venjulega og lengja þannig þann tíma sem það er á boðstólum ár hvert. Þetta tækifæri var að sjálf- sögðu notað, og kjötið, sem Skipulag samvinnurekstrarins er þannig að óánægðir bændur hafa bæði rétt og skyldu til að láta til sín taka og leiðrétta stefnuna ef félag þeirra skyldi bera út af réttri siglingaleið. -------------------- Ofbeldisverkum fjölgar meðal unglinga ■ Talsvert hefur borið á vax- andi ofbeldi meðal íslenskra unglinga síðustu árin. Hnífar og átök eru æ oftar umræðu- efni. Svo virðist sem hnífurinn sé að verða jafn algengur og lykillinn var um háls lyklabarn- anna fyrir nokkrum árum. Smelluhnífar, spænsk- og franskættaðir hafa verið teknir af unglingum'í nokkrum mæli. Þetta eru stórhættuleg vopn, og auðvelt að bana manni með hnífstungu þessara vopna. Hvar orsökina fyrir þessu of- beldi er að finna, er ekki gott að segja, en ávallt berast bönd- in að fíkniefnum og þeim harða heinii sem tengist notk- un fíkniefna. Erlendis eru þekktir fylgifiskar fíkniefna- neyslu ofbeldi, rán og grip- deildir og vændi svo eitthvað sé nefnt. Þjófahringur Um verslunarmannahelgina voru framin fjölmörg innbrot þar sem sami þjófahringurinn var að verki í flest öll skiptin. Starf rannsóknarlögreglu gaf góða raun og áður en yfir lauk, sátu þrettán manns í gæslu- varðhaldi vegna innbrotanna. Aldrei fékkst staðfest hjá rann- sóknarlögreglu að þessi hópur hefði beinlínis stundað inn- brotin til þess að fjármagna kaup á fíkniefnum, en vel- flestir af þeim sem innni sátu höfðu komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnaneyslu,-sölu eða annarra fíkniefnatengdra afbrota. Nú um síðustu helgi voru framin sex innbrot í höfuð- borginni, þar sem stolið var verðmætum fyrir hundruð þús- unda. Einnig hefur verið mikið um stök innbrot á árinu. Gripdeildir og rán færast í vöxt. Óopinbert vændi Vændi er stundað í Reykja- vík, meðal annars af unglings- stelpum sem fjármagna eitur- lyfjakaup með bólförum. Magnaðar sögur ganga um vændi, en lítið er gefið upp um þetta efni hjá lögregluyfirvöld- um, enda skammarblettur á annars siðsömu þjóðfélagi? Hér er talað af reynslu, þegar sagt er að vændi sé stundað í Reykjavík, oftar en einu sinni hefur undirrituðum verið boð- inn greiði gegn gjaldi á þeim stöðum, sem þekktir eru sem eiturlyfjamarkaðirnir í Reykjavík, Hlemmur og Lækjartorg. Harður heimur eitur- lyfjanna Samfara eiturlyfjaneyslu er harðsnúið líferni, þar sem Iifað er fyrir daginn í dag. Mikið af því fólki sem þar lifir og hrærist gengur vopnað til þess að verja það sem það telur sitt. Hnífar eru ákjósanleg vopn til þeirra hluta. Lítið fer fyrir þeim og oft er nægilegt að sýna gripinn til þess að ná fram því sem ætlað er. Nú þegar er til harð- snúið gengi á götum Reykja- víkur sem ekki vílar fyrir sér ofbeldi ef því er að skipta. Flestir í þessum hópi eru ung- Iingar innan við tvítugt. Fyrirmyndir úr kvikmyndum Eflaust á kvikmyndaiðnað- urinn sinn þátt í þessu. Á hvíta tjaldinu sjást hinar ýmsu hetjur og persónur, sem áhrifagjarnir unglingar apa allt eftir til þess að upplifa áhrif persónanna sem fylgst var með á tjaldinu. Þarna hefur vídeó uppeldið sitt að segja. Það er alþekkt að

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.