NT - 19.09.1985, Blaðsíða 11

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 11
■ John Legate ávarpar sýningargesti vid opnunina í gær. NT-mynd Róbert íslenska fiskeldissýningin: „Þetta er engin karamellusýning“ - sagði einn kynningaraðilinn vegna dræmrar aðsóknar ■ „Norðmenn óttast íslenska samkeppni" sagði John Legate á blaðamannafundi sem haldinn var vegna íslensku fiskeldissýn- ingarinnar. Hann sagði enn- fremur að Norðmenn væru hræddir við að selja íslending- um mikið af sínum búnaði, þar sem það gæti orðið til þess að framleiðni íslendinga myndi aukast. „Norðmenn óttast að í kjölfar þess hrapi verð á laxi á Bandaríkjamarkað," sagði John, en hann er framkvæmda- stjóri ITF, sem skipuleggur ís- lensku sýninguna. Alls eru fjörutíu fyrirtæki sem sýna framleiðslu sína. Mörg af íslensku fyrirtækjunum eru á tveimur vígstöðvum. Bæði á al- þjóðlegri sýningu á Spáni og einnig hér heima á fslandi. Að- sókn að sýningunni í gær var léleg. Það var rétt törn fyrst um morguninn, en eftir hádegi var ein og ein hræða sem lagði leið sína í Höllina. Eða eins og einn kynningaraðilinn orðaði það. „Þetta er ekki nein karamellu- sýning. Hingað koma fagmenn í greininni og þeir koma allir áður en yfir lýkur, og þá er tilganginum líka náð.“ Ý nrislegur búnaður er til sýnis; allt frá fiskeldiskerjum og öryggisnetum, niður í smáar tölvueiningar til stjórnunar í fiskeldisstöðvum. Búast má við því að mörg fyrirtækjanna geri stóra sölusamninga á, og eftir sýninguna, þar sem mikið er af erlendum erindrekum stórfyrir- tækja hérlendis, einmitt vegna sýningarinnar. í dag hefst ráð- stefna skipulögð af Veiðimála- stofnun í tengslum við sýning- una. Stjórnarandstöðuþingmenn um fjarlagagerðina: Aður óþekkt vinnubrögð ■ Viðbrögð flestra stjórnar- andstöðuþingmanna. sem NT leitaði til í gær vegna umfjöllun- ar um fjárlagafrumvarpið og gerð þess undanfarna daga voru ásömulund. Önnurvinnubrögð hafa verið tekin upp við fjár- lagagerð en áður hafa tíðkast. ráðherrar deila um efnisþætti þess fyrir opnum tjöldum, í stað þess að halda málinu innan ríkisstjórnar þar til frumvarpið kemur fyrir Alþingi. Jón Bald- vin Hannibalsson minnti á að breskur fjármálaráðherra heföi skýrt blaðamanni í trúnaði frá mikilvægum efnisþætti væntan- legs fj árlagafrumvarps og blaða- maðurinn heföi rofiö trúnaðinn. „Ráðherrann varð aö segja af sér samdægurs, en það eru aðrir siðir þar í landi en hér.“ sagði Jón Baldvin. Geir Gunnarsson, einn helsti sérfræðingur Alþýðubandalags- ins um ríkisfjármál, sagði að það væri ekki venjan að stjórn- arandstöðuþingmenn fylgdust með gerð fjarlaga og svo hefði heldur ekki verið nú. Ekki væri neitt um það að segja, en það væri nýtt að menn stunduðu fjárlagagerð í gegnum fjöl- miðla. Hann kvaðst ekkert vilja segja um frumvarpið á grund- velli fjölmiðlafregna, rétti vett- vangurinn til þess væri Alþingi. Stefán Benediktsson kvaðst ekki álíta að svo opinská um- ræða sem nú hefði átt sér stað við fjárlagagerðina kæmi mönn- um til góða úti í þjóðfélaginu eða ýtti undirspákaupmennsku, hins vegar taldi hann. að deilur ráðherra í fjölmiðlum undanfar- iö hefðu grafið undan trausti nianna á stjórnmálamönnum og stjórnmálum yfir höfuð. Kristín Halldórsdóttir sagðist ekkert sjá athugavert við það að almenningur fengi að fylgjast með því hvaða horfur væru t'ramundan í sameiginlegum bú- skap landsmanna og kvaðst ekki vilja gagnrýna fjölmiðla fvrir að hafa sýnt fjárlagagerðinni óeðli- legan áhuga. Hún sagöi alls ekki unnt að sjá hvernig standa ætti að tekjuöflun. en sagði þó að hún og Kvennalistinn fögn- uöu því að hætt hefði verið við að leggja söluskatt á matvæli, það hefði verið stórslys ef svo hefði verið gert. Hún sagði að sér fyndist uggvænlegt að sjá það haft eftir forsætisráðherra að allir framkvæmdaliðir yrðu skornir niður nema vegamál. „Við skiljum vel mikilvægi góðra vega en við sjáum ekki að þessi málaflokkur eigi alltaf að hafa forgang umfram aðra. Ráðherrarnir eru líklega svona sannfærðir um að leiðin að hjörtum kjósenda liggi um mal- bikaða vegi.“ Jón Baldvin Hannibalsson hafði aðra skoðun á söluskatts- málunum. Hann sagðist hafa fengið þau svör í fyrra við fyrirspurn að ef engar undan- þágur væru nýttar mætti inn- heimta um 10 miUjafða króna. Þetta þýddi að ef allar undan- þágur væru afnumdar mætti lækka söluskattsprósentuna um meira en helming, einfalda sölu- skattskerfið og nota söluskatt- inn til verðlækkunar. Fimmtudagur 19. september 1985 11 Ódýr matarkaup: Verð á heilu slátri 158 kr. ■ Ákveðið hefur verið verð á slátri í þeirri sláturtíð sern nú er hafin. Heil slátur með sviðnum haus og kílói af mör kosta í smásölu 158,20 kr. stykkið ópakkað - þ.e. þegar kaupend- ur koma sjálfir með ílát - en 10 krónum meira pökkuð. Verð á sviðunum einum (sviðinn haus) er 94,80 kr. kíló- ið, en á innmat - lifur, hjörtum og nýrum - 140 krónur kílóið. Miðað við að þarna er um beinlaust og nær fitulaust kjöt ,að ræða virðist innmatur vera einhvert allra ódýrasta kjötmeti sem völ er á og jafnframt ódýr- ari en fiskur að nýjurn þorski undanskildunt. Skálholtsútgáfa: Gefur út bók um Reyni göngugarp - hluti ágóða rennur til Sólheima ■ Væntanleg er útkoma bókar urn íslandsgöngu Reynis Péturs Ingvarssonar, göngugarpsins sem vanr. hugi og hjörtu landsmanna með göngu sinni í kringum landið í sumar. Bókin kemur út á vegum Skálholtsútgáfunnar og er skrif- uð af Eðvarð Ingólfssyni. „Við reiknum með að bókin komi út um miðjan nóvember,“ sagði sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar í samtali við NT. „Hún verður á annað hundrað bls. að lengd og er mikið af myndum í henni sem við höfum bæði fengið frá dag- blöðum og annars staðar frá. í bókinni verður viðtal við Reyni sjálfan, frásögn af göngunni, og saga Sólheima verður einnig rakin. Ætlunin er að hafa hressi- legt yfirbragð yfir bókinni svo bæði börn og fullorðnir hafi gaman af henni.“ Sr. Kristinn sagði einnig að ef bókin selst vel þegar hún kemur út, munu Sólheimar njóta góðs af því hluti af ágóða bókarinnar rennur þangað. Arnarflug: Hefst flug til Ham- borgar með vorinu? - beiðni til athugunar hjá þýskum yfirvöldum ■ Vestur-þýsk stjórnvöld hafa nú til athugunar umsóknir Arn- arflugs um flug milli Keflavíkur og Hamborgar. Arnárflug sótti um flugleyfi til Hamborgar fyrr í sumar og var beiðnin sam- þykkt samhljóða í íslenska flug- ráðinu. Að sögn Magnúsar Oddssonar, markaðsstjóra hjá Arnarflugi, er ólíklegt að þýsk yfirvöld setji sig upp á móti leyfisveitingunni, en flug til Hamborgar myndi þá væntan- lega hefjast með vorinu. Fái Arnarflug vilyrði fyrir Hambrogarfluginu myndi flugið til Dússeldorf leggjast niður. „Við sóttum aldrei um að fá að fljúga til Dússeldorf hcldur til Hamborgar," sagði Magnús. „Flugráð var hins vegar á móti því á sínum tíma og því var okkur úthlutað Dússeldorf í staðinn." „Hamborg er betur í sveit sett fyrir okkur en Dússeldorf og við teljum okkur geta veitt betri þjónustu með flugi þangað. Mikil frakt fer til og frá Hamborg og í tengslum við þá flutninga eiga margir erindi til Hamborgar. Þá höfum við orðið varir við að niargir sem fljúga frá Dússeldorf koma frá norður- héruðum Þýskalands og því myndum við vera að færa okkur nær markaðnum með því að hefja flng þangað," sagði Magn- ús Oddsson, markaðsstjóri hjá Arnarflugi. Arnarfíug hóf flug til Dúss- cldorf árið 1982og þangaðernú tJogið yfir sumarmánuðina, 10 vikur á ári. Flugið hefur gengið svipað og búist var við, en Dússeldorf geldur þess að vera nálægt Amsterdam og Luxem- borg, þangað sem Arnarflug og Flugleiðir fljúga. r---------------------—...............................................i í LEIKFANGASMIDJAN ALDA HF. staðsett á Þingeyri Dýrafirði. I | Þar er framleiddur dýrfirski vörubítlinn Dúiogerhann jafntfyrírstrákasemsteipur. J Styðjum íslenskan iðnað og spörum dýrmætan gjaldeyri. | Leikfangasmiðjan ALDA HF., Þingeyri Dýrafirði, sími 94-8181.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.