NT - 19.09.1985, Page 19

NT - 19.09.1985, Page 19
íþróttir ■ Leikmenn Aberdeen voni sterkari Skagamönnum í gær og þá sérstaklega í loftinu. Evrópukeppni meistaraliða: Hér kljást Miller og Hörður. Innfellda myndin sýnir Júlíus skora úr vítinu. NT-mynd: Árni Bjama Skagamenn áttu ekki svar - við stórgóðum leik skosku meistaranna Aberdeen - Akurnesingar þó með forystu í hálfleik en héldu ekki út ■ Skagamenn sóttu ekki gull í greipar leikmanna skoska liðs- ins Aberdeen er liðin mættust á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Aberdeen sigraði örugglega með þremur mörkum gegn einu og reyndust Skagamönnum of- jarlar á flestum sviðum knatt- spyrnunnar. Leikurinn í gærkvöldi byrjaði líflega, sérstaklega af hálfu skoska liðsins sem spilaði mjög jákvætt og ýtti mönnum fram frá varnarsvæðum hvað eftir annað. Aberdeen lék með þá Miller, Cooper og McLeish í vörninni en barkverðirnir léku að þessusinni mjögframarlega. A 15. mínútu skallar Strak að marki af stuttu færi en Birkir ver vel. Stuttu síðar kemur Stark aftur við sögu og það tvisvar á sömu mínútunni. Fyrst Úrslit í Evrópukeppnunum: Evrópukeppi meistaraliða: Gautaborg, Svíþjóð-Trakia, Búlgaríu..................................3-2 Dynamo Berlín, A-Þýskalandi-Austria Vín, Austurríki..................0-2 Bordeaux, Frakklandi-Benerbahce, Tyrklandi...........................2-3 Gornik, Póllandi-Bayem Miinchen, V-Þýskalandi .......................1-2 Portó, Portúgal-Ajax, Hollandi ......................................2-0 Sparta Prag, Tékkó-Barcelona, Spáni .................................1-2 Jcuncsse, Lúxemborg-Juventus, Italíu.................................0-5 Linfíeld, N-írlandi-Servette, Sviss..................................2-2 Zenit, Sovét-Valerenges, Noregi......................................2-0 Vejle, Danmörku-Steaua Búkarest, Rúmeníu.............................1-1 Rabat, Möltu-Nicosia, Kýpur..........................................0-5 Lahti, Finnlandi-Sarajoveo, Júgóslavíu ..............................2-1 Honved, Ungverjalandi-Shamrock Rovers, írlandi.......................2-0 Verona, Ítalíu-Saloniki, Grikklandi..................................3-1 Evrópukeppni bikarhafa: Monaco, Frakklandi-Craiova, Rúmeníu................................. 2-0 Rapid Vín, Austurríki-Tatabanyai, Ungverjalandi..................... 5-0 Galatasaray, Tyrklandi-Widsew Lodz, Póllandi........................ 1-0 Helsinki, Finnlandi-Flamurtari, Albaníu............................. 3-2 At. Madrid, Spáni-Celtic, Skotlandi ................................ 1-1 Utrecht, Hollandi-Dynamo Kiev, Sovét ............................... 2-1 AIK, Svíþjóð-Differdange, Lúxemborg................................. 8-0 Larisa, Grikklandi-Sampdoria, Ítalíu ............................... 1-1 Limasson, Kýpur-Dukla Prag, Tókkó .................................. 2-2 Fredrikstad, Noregi-Bangor, Wales................................... 1-1 CS Brugge, Belgíu-Dynamo Dresden, A-Þýskalandi ..................... 3-2 Red Star, Júgóslavíu-Aarau, Sviss .................................. 2-0 Lyngby, Danmörku-Galway, írlandi.................................... 1-0 Evrópukeppni félagsliða, UEFA-keppnin: Sporting, Portúgal-Feyenoord, Hollandi ............................. 3-1 Rangers, Skotlandi-At. Osasauna, Spáni.............................. 1-0 Colerain, N-írlandi-Lokomotive, A-Þýskalandi....................... 1-1 Köln, V-Þýskalandi-Sporting Gijon, Spáni............................ 0-0 Raba Eto, Ungverjalandi-Bohemians, Tékkóslóvakíu ................... 3-1 Videoton, Ungverjalandi-Malmö, Svíþjód ........................... • • 1-0 Auxerre, Frakklandi-AC Milanó, Ítalíu .............................. 3-1 Odessa, Sovót-Werder Bremen, V-Þýskalandi .......................... 2-1 Bohemians Dublin, Írlandi-Dundee Utd., Skotlandi.................... 2-5 Spartak Moskva, Sovét-Turun, Finnlandi.............................. 1-0 „Gladbach", V-Þýskalandi-Lech Poznan, Póllandi...................... 1-1 Blagovgrad, Búlgariu-Hammarby, Svíþjóð.............................. 1-3 Sparta, Hollandi-Hamborg, V-Þýskalandi ............................. 2-0 Legia Varsjá, Póllandi-Viking, Noregi............................... 3-0 Wismut, A-Þýskalandi-Dnepropetrovsk, Sovét.......................... 1-3 Waregem, Belgíu-Árhus, Danmörku..................................... 5-2 Inter Milanó, Ítalíu-Gallen, Sviss ................................. 5-1 AEK, Grikklandi-Real Madrid, Spáni ................................. 1-0 Tirana, Albaníu-Hamrun, Möltu ...................................... 1-0 Portimonense, Portúgal-Partizan Belgrad, Júgósl..................... 1-0- Dinamo Búkarest, Rúmeníu-Vardar, Júgóslaviu ........................ 2-1 Torinó, Ítalíu-Panathinaikos, Grikklandi............................ 2-1 Linz, Austurriki-Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu....................... 2-0 Nicosia, Kýpur-Sofia, Búlgaríu...................................... 2-2 Hajduk-Split, Júgóslvaíu-Metz, Frakklandi......................... 5-1 Neuchatel, Sviss-Sportul, Rúmeníu................................... 3-0 At. Bilbao, Spáni-Besiktas, Tyrklandi............................... 4-1 Liege, Belgíu-Innsbruck, Austurriki................................. 1-0 skýtur hann í slá eftir horn- spyrnu og skallar síðan í sláeftir fyrirgjöf frá vinstri væng. Á 23. mínútu á svo Jolin Hewitt gott skot að marki eftir að hafa snúið á vörn Skagamanna en boltinn skaust framhjá. Nú hafði einhver á orði að gæfan væri með Skagamönnum og voru það orð að sönnu fram í miðjan fyrri hálfleik en þá snerist leikurinn Akurnesingum í hag. Miðjumennirnir Ólafur Pórðarson og Júlíus Pétur fóru þá að halda boltanum skynsam- lega og byggðu upp góðar sóknir með hjálp Karls Þórðarsonar sem var skeinuhættur á hægri kantinum. Góður leikur ís- lenska liðsins fór svo smám saman að bera árangur og nokk- ur þokkaleg færi að sjá dagsins ljós. Á 37. mínútu skora svo Ákurnesingar - aukaspyrna er tekin fljótt úti á velli og hröð sókn hefst hjá Skagamönnum. Upp úr henni fær Hörður bolt- ann inní teig en er ólöglega hrint af McKinnie - vítaspyrna og úr henni skorar Júlíus Pétur af öryggi. Þannig var staðan í hálfleik og landinn var farinn að gæla við hugsunina um tvo Evrópusigra í röð. Úr því varð þó aldrei þvf í síðari hálfleik taka leikmenn Aberdeen öll völd á vellinum og mark var tímaspursmál. Það kom síðan á 11. mínútu er Blake skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá hinum geysigóða Bett. Áfram halda leikmenn skoska liðsins að ógna marki og sex mínútum eftir jöfnunar- markið nær Hewitt forystunni fyrir Aberdeen er hann fær boltann inní vítateig og sendir hann örugglega framhjá hjálp- arvana Birki í markinu. Ör- stuttu síðar bætir svo Stark fyrir mistök sín í fyrri hálfleiknum er hann skallar knöttinn í netið, enn einu sinni eftir fyrirgjöf frá Bett. Á þessum 25. mínútna kafla í seinni hálfleik sem lýst hefur verið voru Skagamenn litlu bet- ur settir en blessaður almúginn uppi í stúku - þeir voru hreinir áhorfendur. En þá var eins og okkar menn sæu að við svo búið gat ekki staðið og þeir fóru að koma inn í leikinn, án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Leikurinn fjaraði því út og ör- uggur, og síst of stór, sigur Aberdeen var í höfn. Aberdeen sýndi í gærkvöldi hvers vegna breskum liðum gengur svona vel í Evrópu- keppnum. Leikur þeirra var geysilega jákvæður, menn voru alltaf að setja upp marktækifæri og þess á milli að berjast um boltann. Bestir í góðu liði Skot- anna voru Bett, Blake og Hewitt, allt afbragðs knatt- spyrnumenn. Sigurður Lárusson benti á það fyrir leik að skallaeinvígin yrðu erfið. Það voru orð að sönnu. Eina von Skagamanna var að umturna leikaðferð sinni og nánast hætta öllum hásend- ingum fram á við og háum fyrirgjöfum. Það tókst stundum en oftast ekki. Ólafur Þórðar- son stóð sig vel á miðjunni og Birkir var góður í markinu. Sagt eftir leikinn: ■ Alex Fergusson, þjálf- ari Aberdeen: „Þetta voru að minnsta kosti betri úrslit en þegar við komum hingað síðast. Lið okkar spilaði með allt öðru hugarfari og það hjálpaði til að brjóta niður Akranesliðið. Við urðum náttúrlega áhyggjufullir er þeir skoruðu úr vítinu og eins og leikurinn hafði þró- ast þá urðum við að vera áhyggjufullir. Við höfðum sóað fjölda góðra færa og allt getur skeð í knatt- spyrnu. Ég held að leikur- inn á okkar heimavelli eigi að vera allt í lagi en við skulum ekki gleyma að Akranes náði jafntefli gegn okkur þar síðast. Tveggja marka sigur á útivelli á þó að vera nóg,“ sagði hinn geðugi þjálfari Aberdeen. Hörður Helgason, þjálf- ari Skagamanna: „Það hlýtur að verða betra í Skotlandi. Viðþurf- um að laga nokkra hluti fyrir þann * leik. Þeir brenndu okkur með fyrir- gjöfum þar sem hæðin á okkar leikmönnum ertölu- vert lægri en hjáþeim. Við munum reyna að stoppa kantmennina og spila með jörðinni. Þá þurfum við að bakka betur og skipulegar. Þetta gengur bara betur næst,“ sagði Hörður. Hcimir Guðmundsson, ÍA: „Þetta var minn fyrsti Evrópuleikur og víst var maður dálítið stressaður til að byrja með. Síðan gleymdi maður sér bara í leiknum. Þeir voru mjög erfiðir Skotarnir. Ég fékk oft á mig tvo menn þar sem bakverðir þeirra komu mjög framarlega. Þá gekk illa að eiga við þá“ sagði Heimir. Júlíus Ingólfsson, í A: „Ég var ekkert stressað- ur fyrir vítaspyrnuna. Ég tók eftir að Leighton hafði hreyft sig örlítið og var farinn af stað í annað horn- ið svo ég sendi tuðruna bara í hitt. Það var erfitt að eiga við Stark (nr 4) á miðjunni. Hann er gífur- lega sterkur leikmaður" sagði Júlíus. Evrópukeppnirnar í knattspyrnu: Bayern náði sigri - í Póllandi - McDermott skoraði á Kýpur - Real tapaði í Grikklandi Terry McDermott skoraði eraine frá N-írlandi náði jafn- fyrir sitt nýjasta lið, Nicosia frá tefli gegn einu af sterkustu lið- Kýpur er liöið gerði 2-2 jafntefli um A-Þýskalands, Leipzig og ■ Það gekk mikið á í Evrópu- keppnunum þremur í gær. í Evrópukeppni meistaraliöa slapp Bayern Munchen með skrekkinn er Höness skoraði sigurmarkið 10 mín. fyrir leiks- lok. Bordeaux gekk mjög illa á heimavelli og tapaði fyrir liði frá Tyrklandi, 2-3. Er það saga til næsta bæjar og víst að úti- leikurinn verður erfiður fyrir Frakkana. Frakkarnir jöfnuðu tvívegis en Tyrkir svöruðu. gegn Sofia í UEFA-keppninni. Real Madrid, sem vann UEFA-keppnina í fyrra, tapaði fyrir AEK frá Grikklandi. Éina markið gerði Papaioannou eftir 10 mínútna leik. Sovéska liðið Dnépropetr- ovsk sigraði A-þýska liðið Wis- mut á útivelli 3-1 og voru aldrei í vandræðum. Hálfatvinnumannaliðið Col- Hörkuleikur ■ Everton bar sigurorð af Man. Utd. í Super Cup keppni þeirra Englendinga í gær. Everton gerði fjögur mörk á móti tveimur mörk- um Man. Utd. og var um hörkugóða viðureign að ræða. Kevin Sheedy gerði tvö mörk fyrir strákana frá Liverpool en þeir Lineker og Sharp skorðu sitt hvor . Skalli Franks Stapleton og vítaspyrna Brvans Robson komu Man. Utd. á blað. Leikurinn þótti góður og flestir sýndu takta sem hæfir keppni á borð við þessa. Þá sigraði Liverpool lið Southampton með tveimur mörkum gegn einu í sömu keppni. um voru reyndar nálægt því að vinna liðið. Daninn Elkjær skoraði tví- vegis er Verona sigraði Saloniki 3-1 og annar Dani, Michael Laudrup, skoraði eitt marka Juventus í 5-0 sigri í Lúxem- borg. Mo Johnston skoraði jöfnun- armark Celtic gegn At. Madrid á Spáni og möguleikar Celtic eru nokkrir. Þá gerði Rangers það gott gegn Osasuna frá Spáni og sigraði 1-0 en útileikurinn verður erfiður. Paterson skor- aði fyrir Rangers. Paul Sturrock skoraði þríveg- is í sigri Dundee Utd. á ná- grönnum sínum frá írlandi og Bannon skoraði tvívegis í þeim leik. Barcelona sigraði Sparta Prag með tveimur mörkum frá Fran- cisco Clos eftir góðan undirbún- ing Schusters á miðjunni. Rapid Vín er lék til úrslita í fyrra í Evrópukeppni bikarhafa sigraði Tatabanyai léttilega með fimm mörkum gegn engu og þar gerði Halilovic þrennu.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.