NT - 19.09.1985, Blaðsíða 18

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 18
■ Ólafur Þormar, Gáska, stekkur með tilþrifum í langstökki. íþróttir fatlaðra: Fjölmennt íþróttamót ■ Um síðustu helgi fór fram á íþróttavellinum í Kópavogi Haustmót íþróttasambands fatlaðra í frjálsum fþróttum. Keppendur á mótinu voru um 100 talsins frá 9 aðildarfélögum Í.F. og komu þeir úr röðum þroskaheftra og hreyfihaml- aðra. í flokki hreyfihamlaðra var keppt í sitjandi og standandi flokkum, en í flokki þroska- heftra var keppendum skipt í þrjá flokka eftir fyrri árangri, þannig að í 1. flokki voru þeir sem bestan árangur áttu en í 3. flokki voru þeir sem lakastan árangur áttu. Bestum árangri í einstökum greinum náðu eftirtaldir: Þroskaheftir: Konur: 60 m hlaup Lilja Pótursdóttir ösp 10.5 sek. 400 m hlaup Lilja Pétursdóttir, ösp 1:29.8 mín. 800 m hlaup Sonja Ágústsdóttir, ösp 3:36.2 mín. Langstökk Sonja Agústsdóttir, ösp 2.75 m Hástökk Sonja Agústsdóttir, ösp 1.10 m Boltakast Sóley Traustadóttir, Gáska 23.17 m Karlar: 60 m hlaup Jón G. Hafsteinsson, ösp 8.7 sek. 400 m hlaup Jón G. Hafsteinsson, ösp 65.5 sek. 800 m halup Jón G. Hafsteinsson, ösp 2:46.8 min. Langstökk ólafur ólafsson, ösp 4.22 m Hástökk Adalsteinn Friðjónsson, Eik 1.40 m Boltakast Aðalsteinn Friðjónsson, Eik 48.40 m Hreyfihamlaðir: 100 m hljólastjólaakstur karla Arnar Klemensson, Viljinn 22,9 sek. 100 m hjólastólaakstur kvenna Edda Bergmann, Í.F.R. 31,5 sek. 400 m hjólastólaakstur karla: Arnar Klemensson, Viljinn 1:43,3 sek. 400 m hjólastólaakstur kvenna: Edda Bergmann Í.F.R. 2:28,7 mín. 100 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson Í.F.R. 13,7 sek. 400 m hlaup karla: Haukur Gunnarsson, Í.F.R. 67.0 sek. Kúluvarp karla, sitjandi flokkur: Reynir Kristófersson, Í.F.R. 6.17 m Kúluvarp karla, standandi flokkur: Sigurður Guðmundsson, Í.F.R. 8.93 m Spjótkast karla, sitjandi flokkur: Reynir Kristófersson, Í.F.R. 18.06 m Aukíð verðgildi krónunnar akið á GOODÉYEAR Amerískur fótbolti ■ Við hér á NT ætlum að taka upp smá nýbreytni og birta úrslitin í ameríska fótboltan- um eftir hverja keppnishelgi. Við höfum orðið varir við að það er töluvert af fólki og þá sérstaklega þeir er hafa dvalist í Bandaríkjunum eða Kanada sem fylgjast með þessum leik. Nú og aðrir áhugamenn uin íþróttir geta bara valið sér lið og haldið með því í gegnum súrt og sætt. Fyrsta keppnishelgi, 9. sept: Pittsburgh Steelers-Indianapolis Colts ..........45- 3 New York Giants-Philadelphia Eagles............... 21-0 Detroit Lions-Atlanta Falcons.................... 28-27 Houston Oilers-Miami Dolphins ................... 26-23 New England Patriots-Green Bay Packers .......... 26-20 Kansas City Chiefs-New Orleans Saints .......... 47-27 San Diego Chargers-Buffalo Bills ............... 14- 9 Los Angeles Rams-Denver Broncos ................. 20-16 Los Angeles Raiders-New York Jets................. 31-0 Seattle Seahawks-Cincinnati Bengals............. 28-24 Chicago Bears-Tampa Bay Buccaneers.............. 38-28 Minnesota Vikings-San Francisco 49ers........... 28-21 FRL. St. Louis Cardinals-Cleveland Browns........ 27-24 Dallas Cowboys-Washington Redskins............... 44-14 Önnur keppnishelgi, 15. sept: Chicago Bears-New England Patriots............... 20- 7 Detroit Lions-Dallas Cowboys.................... 26-21 Miami Dolphins-Indianapolis Colts ............... 30-13 New York Jets-Buffalo Bills...................... 42- 3 Los Angeles Rams-Philadelphia Eagles............. 17-6 St. Louis Cardinals-Cincinnati Bengals...........41-27 Washington Redskins-Houston Oilers............... 16-13 Denver Broncos-New Orleans Saints................ 34-23 Green Bay Packers-New York Giants................ 23-20 Seattle Seahawks-San Diego Chargers ............ 49-35 San Francisco 49ers-Atlanta Falcons............. 35-16 Minnesota vikings-Tampa Bay Buccaneers.......... 31-16 Cleveland Browns-Pittsburg Steelers ............. 17- 7 ...Zdenka Silhava, heimsmethafi í kringlukasti kvenna, og Rcmigius Machura, báðar frá Tékkó- slóvakíu, hafa verið dæmdar í ævilangt keppnis- bann vegna lyfjaneyslu... ...Takcyuki Nakayama frá Japan sigraði örugg- lega í Maraþonhlaupi er haldið var í Seoul, höfuðborg S-Kóreu. Hann hljóp á góðum tíma, 2 klst. og 10,09 mín... ...Morten Frost frá Danmörku vann sigur í meistarakeppni þeirra Malasíumanna í badmin- ton. Hann sigraði heimamanninn Misbun Sidek 15-4 og 15-7 í úrslitunum... ...sovéska fréttastofan Tass tilkynnti nýlega að valinn hefði verið tólf manna hópur í bogfimi fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988... ...Alberto Cova, heimsmethafi í lO.OOOm hlaupi, hefur hætt við þátttöku í keppni heimsálfa sem fram fer í Canberra í næsta mánuði. Engin skýring hefur verið gefin... Fimmtudagur 19. september 1985 22 Frjálsar íþróttir: Góð framför - hjá Ingibjörgu í Malmö - Þorsteinn í stuði ■ Tvær íslenskar frjáls- íþróttakonur, Birgitta Guðjóns- dóttir og Ingibjörg ívarsdóttir, kepptu í sjöþraut á móti í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi. Birgitta var í fjórða sæti með 4761 stig en var þó nokkuð frá sínu besta þar sem keppnisform og kvefpest hrelldu hana nokkuð. Ingibjörg lenti í sjötta sæti með 4507 stig og bætti fyrri árangur sinn verulega. Þá kepptu í tugþraut þeir Þorsteinn Þórsson og Gísi Sig- urðsson. Þeir kepptu sem gestir þar sem mót þetta var ætlað íþróttamönnum 22 ára og yngri. Þorsteinn var í banastuði og bætti sig um 200 stig. Hann hlaut 7329 stig og var í sérlega góðu formi fyrri keppnisdaginn. Hann bætti sig í 100 m hlaupi, langstökki og 400 m hlaupi. Gísli varð hinsvegar fyrir því óhappi að togna og varð að hætta keppni eftir átta greinar. Evrópukeppni bikarhafa: Sigrar Fram - er liðið mætir Glentoran á laugardaginn? ■ Framarar mæta Glentoran frá N-írlandi í Evrópukeppni bikarhafa og verður fyrri viður- eign þessara liða n.k. laugardag á Laugardalsvelli og hefst kl. 13 sem er nokkuð óvenjulcgur tími. Sænskir dómarar munu verða til staöar á Laugardals- velli en danskir munu dæma í Belfast, þar sem síðari viðureign félaganna mun fara fram þriðju- daginn 1. október. Það er víst að lið Fram á töluverða möguleika á að komast áfram í keppninni, alla vegana ef þaðnærað sýna sitt besta í þessum tveimur leikjum. Fram- arar eru með gott lið og leik- menn eins og Asgeir Elíasson, Ómar Torfason og Pétur Orm- slev búa yfir mikilli reynslu sem gæti reynst liðinu vel ef í harð- bakkann slær. í framlínunni eru svo tveir stórhættulegir Guð- mundar sem hafa verið í af- bragðs leikformi í sumar. Styrk- ur Guðmundar Torfasonar í loftinu og snilld Steinssonar á jörðu niðri á vonandi eftir að skapa nokkur tækifærin í þess- um leikjum. Vörn Framara verður án Þorsteins Þorsteins- sonar, sem er í banni, og er skarð fyrir skildi því vörnin er vafalaust veikasti hlekkurinn í sterku Framliði. Glentoran F.C. er frá Belfast á N-írlandi. Fram hefur aldrei áður leikið gegn norður-írsku liði, en dregist tvívegis áður gegn írskum liðum í Evrópu- Claesen heim ■ Belgíski framlínumað- urinn í knattspyrnunni Nico Claesen sem spilar með Stuttgart, liði Ásgeirs Sigurvinssonar í V-Þýska- landi er nú á heimleið. Standard Liege hefur boð- ist til að greiða 16 milljónir ísL króna fyrir kappann og mun Stuttgart viíja ganga að því. Claesen hefur átt við stöðug vandræði með meiðsl síðan hann kom til Stuttgart fyrir 15 mánuð- um. Hann er aðeins 22 ára. keppni, Dundalk og Shamrock Rovers. Glentoran hefur hins vegar tvívegis dregist gegn íslenskum liðum í Evrópukeppni, 1977 gegn Val og 1978 gegn ÍBV. Valur sigraði 1-0 í Reykjavík, en tapaði 0-2 í Belfast. ÍBV gerði tvívegis jafntefli 0-0 í Kópavogi og 1-1 í Belfast. Mark ÍBV á útivelli kom þeim í aðra umferð. Það verður sjálfsagt um at- hyglisverðan leik að ræða næsta laugardag og hver veit nema landinn hafi ástæðu til að stökkva hæð sína í loft upp að leikslokum. Knattspyrnumolar ■ Purtúgal: Fyrrum meistarar og einu sinni Evrópumeist- arar, Benfica urðu fyrir enn einu áfallinu um helgina er liðið náði aðeins jafntefli gegn Setubal, 1-1. Sporting Lissabon heldur forystu í deildinni eftir sigur á Braga 2-1 en meistararnir frá í fyrra, Porto sigruðu einnig og eru í öðru sæti. Porto vann Aves 2-1 og gerði Gomes annað mark Porto. Belgía: í Belgíu heldur Club Brugge forystu eftir að hafa lent í markasúpu gegn Beveren. Brugge hafði betur í 6-3 leik. Anderlecht sigraði Mec- helen örugglega 3-1 og er í öðru sæti ásamt Ghent með 10 stig. Club Brugge hefur 11 stig. Holland: Feyenoord er í forystu með 12 stig eftir 7 leiki. Liðið vann Haarlem 2-0 um helgina. PSV er næst með 11 stig eftir sigur á Excelsior 4-0. Ajax skor- aði þó allra mest um helg- ina í Hollandi er liðið vann Heracles 8-1 á úti- velli. Kanada: Kanadamenn eru komnir í úrslitakeppni HM í Mexíkó. Þeir unnu Hondúras 2-1 í borginni St. John á Nýfundna- landi. Þessi leikur var jafn en þó skorti Hond- úrasbúa nokkuð. Nokkrir áhangenda þeirra er höfðu látið skrá sig með ferð á Ieikinn hjá ferða- skrifstofu í New York voru sendir til Saint John í New Brunswick sem er allt önnur borg! Þar sátu áhangendurnir inná bar og horfðu á leikinn í sjón- varpi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.