NT - 19.09.1985, Blaðsíða 10

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 10
 nif Fimmtudagur 19. september 1985 10 LlIÍ Fréttir Matvörur hækka stöðugt meira en aðrar nauðsynjar: Maturinn hækkað 50% meira en aðrar vörur og þjónusta ■ Verð á matvörum virðist sífellt hækka mun meira hér á landi en verð á öðrum vörum og þjónustu, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Frá því að vísitala framfærslukostnaðar var síðast sett á 100 fyrir hálfu öðru ári hefur verð á matvælum að meðaltali hækkað um 50% meira en verð á öðrum vörum og þjónustu, að áfengi og tóbaki að vísu undanskildu. Frá því í febrúar í fyrra þar til nú í byrjun september hafa aðrir liðir framfærsluvísitölunn- ar en matvörur og einkasöluvör- ur ÁTVR hækkað um 42,5% á sama tíma og matvöruverðið hefur hækkað að meðaltali um 64,6%, eða 52% meira. Hækk- un á áfengi og tóbaki á sama tíma er 88,6%. Samkvæmt þessu kosta mat- vörur sem við í febrúar í fyrra fengum fyrir 10.000 kr.fiú orðið 16.460 krónur, tóbak og áfengi sem þá fékkst fyrir sömu upp- hæð er nú komið í 18.860, en aðrar vörur og þjónusta fyrir 10 þús. kr. í febrúar 1984 hefur „aðeins“ hækkað í 14.250 krónur. Benda má á, að ef söluskattur yrði lagður á mat- vörur (t.d. 18% eins og mun hafa komið til orða) færi þessi matvöruskammtur úr 16.460 kr. upp í 19.423 kr. miðað við núverandi verð. Af einstökum liðum matvöru eiga kartöflurnar metið, 106% hækkun á tímabilinu. Næst kemur kaffið og súkkulaðivörur 85% hækkun, fiskurinn 83%, mjólkurvörur og egg 82%. Kjötvörur hafa samkvæmt vísi- tölunni hækkað um 74%, en sú tala mun hækka stórlega með þeirri 8-15% hækkun sem nú er að verða á nauta- og kindakjöti. Svonefndar aðrar matvörur (sem eru um 5. partur af öllum matvöruliðnum) hafa hækkað um 58% og mjöl og brauðvörur um 49%. Einu matvörurnarsem hækkað hafa minna en nemur meðalhækkun vísitölunnar eru ávextir og grænmeti 32% og sykur 6%. Hvað snertir aðra vöruliði og þjónustu í framfærsluvísitöl- unni á sama tíma þá hefur verðhækkun á fatnaði t.d. verið 44%, rafmagni og húshitun 19%, ýmisskonar hlutum til heimilisnota 38%, kostnaði við heimilisbílinn 45%, tómstunda- iðju, m.a. bókum og blöðum um 48%, öðrum vörum og þjón- ustu t.d. snyrtingu, ferðalögum og veitingahúsum 50%. Að matvörurnar hækki í verði umfram aðrarvörurogþjónustu er ekki nýtt. Frá ársbyrjun 1968 til febrúar 1984 hækkaði mat- vöruverð að meðaltali um 21,5% umfram hækkanirá öðr- um þáttum framfærsluvísitöl- unnar, þrátt fyrir að söluskattur á matvælum hafi verið felldur niður á síðari hluta þessa tíma- bils, sem hefði átt að virka til lækkunar á hlutfalli matvörulið- arins, í stað hækkunar. Tæpast dregur nokkur í efa að þessi þróun kemur hvað verst niður á þeim sem minnst ráðstöfunarfé hafa, láglaunafólki, barnafjöl- skyldum og bótaþegum, sem nota þurfa hlutfallslega stærri hluta launa sinna til matvöru- kaupa en aðrir. Samstarfs- nefnd þjóð- þinganna ■ Dagana 23. og 24. september verður stofn- uð í Nuuk á Grænlandi (áður Godtháp) sam- starfsnefnd þjóðþinga Grænlands, íslands og Færeyja. Aðalmál stofn- fundarins er tillaga um samstarfssamning þar sem samvinna þjóðþinga þessara landa næstu árin verður mótuð. í stjóm samstarfsnefnd- arinnar verða þingmenn úr öllum stjórn- málaflokkum landanna. Formaður íslensku sendinefndarinnar verð- ur Páll Pétursson. ■ Frá vinstri: Sigrún Björnsdóttir hjá útvarpinu, Ármann Örn Ármannsson formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss, Helga Hauksdóttir fiðluleikari, Úlfar Þormóðsson eigandi gallerísins og Einar Hákonarson myndlistamaður. NT-mynd: Ámi Bjama Sýning til styrktar tónlistarhúsi ■ Myndlistarsýning til styrkt- ar byggingu tónlistarhúss verður opnuð í dag kl. 17 í Gallerí Borg við Austurvöll. Myndlist- armennirnir gefa verkin á sýn- inguna sem verður með allný- stárlegum hætti. Um 40 verk verða á sýning- unni: grafík, teikningar, vatns- lita- og olíumyndir. Verkin eru öll á tilteknu lágmarksverði og síðan geta gestirnir boðið í myndirnar og sá sem býður best fær myndirnar. Öllum tilboðum verður skilað í þar til gerðan pott og verða opnuð mánudags- kvöldið 23. september þegar sýningunni lýkur formlega. Við opnun sýningarinnar mun tónlistarfólk leika á hljóð- færi við Austurvöll og munu leika bæði klassíska tónlist og jazz inni í galleríinu síðar í dag og um helgina. Að sögn Einars Hákonarson- ar myndlistarmanns og Úlfars Þormóðssonar hjá Gallerí Borg kviknaði þessi hugmynd í vor þegar þeir ræddu um það sín á rnilli hvort ekki væri tilvalið að myndlistarmenn sýndu tónlist- arfólki, sem nú væri að reyna að reisa sér hús, svolitla samstöðu. Myndlistarmennirnir gæfu verk sín en hagnaður af sölu þeirra rynni síðan í byggingu hússins. „Tónlistin er nú móðurlist- greinin," sagði Einar Hákonar- son. Ármann Örn Ármannsson formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss sagði að þessi sýn- ing hefði komið þeim hjá sam- tökunum skemmtilega á óvart og vildi koma á framfæri inni- legu þakklæti til allra sem í hlut eiga. Sauðárkrókur: Mikil mannekla í sláturhúsinu ■ F. Murray Abrahams í hlutverki sínu sem Salieri í kvikmyndinni Amadeus. Amadeus f rumsýndur í dag ■ Hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga er nú hafin slátrun í sláturhúsinu þrátt fyrir að enn vanti um 40 manns til að fullmanna húsið. í samtali við NT sagði Ólaf- ur Friðriksson kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki að margar ástæður væru fyrir mannekl- unni í sláturhúsinu. Er þar fyrst að nefna að mjög gott atvinnuástand er núna í Skagafirði og á Sauðár- króki almennt. Ólafur sagði að mikið hafi verið að gera í fiskinum að undanförnu, steinullarverk- smiðja væri nýtekin til starfa þó starfsemi hennar hafi ekki afgerandi áhrif á sláturhúsið. Þá eru mun fleiri farnir að fara í framhaldsskóla en áður þar sem fjölbrautaskóli er nú starfandi á Sauðárkróki, ekki aðeins ungt fólk heldur einnig fólk sem hefur verið lengi úti á vinnumarkaðinum. Máætlaað eitthvað af því fólki hefði kom- ið til vinnu við sláturhúsið. Þá sagði Ólafur að talsvert hafi fækkað í sveitunum og það hafi verið sveitafólk sem bar hitann og þungann af þess- ari vinnu í gegnum tíðina. Ólafur taldi að launin hafi ekki afgerandi áhrif á hvort fólk fengist til vinnu við slátur- húsið og nefndi hann í því sambandi að nú yrði tekinn upp bónus sem ætti að hækka launin talsvert. Ólafur sagði að þeir hefðu mikið auglýst eftir fólki að undanförnu og að fæði og húsnæði væri á staðnum ef fólk úr öðrum byggðalögum vildi skella sér í vinnu við sláturhúsið á Sauðárkróki. Annars sagðist Ólafur vera bjartsýnn á að fá fólk til starfa „það skýrist væntanlega uppúr næstu helgi“ sagði Ólafur kaupfélagsstjóri að lokum. ■ Háskólabíó frumsýnir í kvöld Amadeus, nýjustu kvik- mynd tékkneska leikstjórans Milos Formans, sem er Islend- ingum að góðu kunnur fyrir kvikmyndir sínar Taking off, Gaukshreiðrið og Hair. Allur ágóði af frumsýningunni rennur til styrktar hjartaskurðlækning- um á Islandi. Amadeus lenti í gullregni við síðustu óskarsverðlaunaafhend- ingu. Hlaut hún ein 8 Óskars- verðlaun, m.a. sem besta kvik- myndin, fyrir bestu leikstjórn og besta leik í aðalhlutverki. Kvikmyndin byggir á sam- nefndu leikriti Peters Schaffers, sem sýnt hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins við mikla aðsókn. Kvikmyndataka fór að mestu fram í Tékkóslóvakíu föðurlandi leikstjórans. F. Murray Abraham leikur Salieri, keppinaut Mozarts, sem leikinn er af Tom Hulce.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.