NT - 19.09.1985, Page 16

NT - 19.09.1985, Page 16
Fimmtudagur 19. september 1985 20 Þingeyingar Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guömundur Bjarnason, halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Laugardaginn 21. sept. kl. 16.00 Þórshöfn. Sunnudaginn 22. sept. kl. 16.00 Raufarhöfn. Mánudaginn 23. sept. kl. 21.00 Félagsheimilinu Húsavík. Þriöjudaginn 24. sept. kl. 21.00 Skjólbrekku Mývatnssveit. Framsóknarflokkurinn Hvers vegna er aðhald nauðsynlegt? Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra heldur almenna stjórnmálafundi á Hótel Isafirði næstkomandi laugardag kl. 14.00 og í Félagsheimilinu á Patreksfirði næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Allir velkomnir Framsóknarflokkurinn Framsóknarfélögin í Reykjaneskjördæmi Formannsfundur veröur haldinn í Kópavogi fimmtudaginn 19. september kl. 20.30. Stjórn Kjördæmissambands Reykjaness VARAHLUTIR Ódýrir varahlutir í flestar gerðir bifreiða á mjög hagstæðu verði. Sendum hvert á land sem er. BJÖRGUNARFELAG STORHOFDA 3 - REYKJAVIK - S/M/ 33 700 Cortina 1976 Til sölu Cortina 76 1600 tveggja dyra í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 72032. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast Breska prinscssan Michael af Kent hét áður Marie-Christine von Reibnitz og faðir hennar var SS-foringi í her Hitlers. hefðiorðið sér erfið reynsla að vera í sviðsljósinu hjá bresku pressunni, segir í fréttaskeyti frá Reuter. Eldraunin sem prinsessan segir frá hófst í vor með því, að blöð í Englandi birtu frá- sagnir af föður hennar, Gúnt- her von Reibnitz baróni, er hafði verið foringi í SS sveitum Adolfs Hitlers. Þetta þótti meira háttar frétt í Bretlandi og var nú farið að rifja upp feril SS-foringjans, föður prinsessunnar. Margir bentu þó á, að það væri varla sanngjarnt að vera að bendla hans verk við dóttur- ina, sem fæddist ekki fyrr en 1944! Prinsessan er 40 ára og þykir mjögglæsileg. Hún hefurorðið þekkt persóna í Bretlandi því hún hefur komið fram við mörg opinber tækifæri fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Nafn hennar er Marie-Christ- ine von Reibnits og hún er af tékkneskum ættum. Maður hennar, Michael prins af Kent, varð að afsala sér rétti til bresku krúnunnar er hann kvæntist henni. Hann var sá 16. í röðinni sem arftaki, en Marie-Christine var kaþólsk, og valdhafar í Bretlandi hafa heitið því að vernda og styðja mótmælendatrú og bresku kirkjuna alla tíð. Auk þess hafði Marie-Christine verið gift áður, en fengið skilnað, og fráskildar konur eiga ekki upp á pallborðið við hirðina í Englandi. Prinsessan sagði, að síðan fréttaskrifin um föður hennar hefðu komið upp hefði lífið orðið sér hrein martröð, og ■ Breska prinsessan Michael af Kent lét hafa eftir sér sl. þriðjudag í London, að það m.a.s. hafi sonur hennar 6 ára gamall, nýbyrjaður í skóla, orðið fyrir margs konar leiðindum og væri nú „eitt taugabúnt“. Næst hófu blöðin að segja frá ástasambandi prinsess- unnar við stórlax frá Texas, Ward Hunt, en hann bar strax þessar sögur til baka. Sjálf neitaði prinsessan að láta nokkuð hafa eftir sér um málið, en henni varð svo mikið um, að hún varð að fara á sjúkrahús í viku í einangrun og hvíld. í yfirlýsingunni frá prinsess- unni nú sl. þriðjudag talar hún um eiginmann sinn sem sína styrku stoð í þessum erfiðleik- um. Hún átaldi bresku press- unaog sagði: „Það erákveðinn en lítill hluti af fjölmiðlum, sem vill ekkert frekar en að eyðileggja hamingju mína, hjónaband mitt, jafnvel líf mitt... fyrir nokkrarmergjaðar fyrirsagnir!“ Að lokum sagði prinsessan. að nú hefði maður hennar sagt lausu starfi sínu í hernum og þau hjónin ætli að draga sig í hlé frá opinberum störfum, og þau vonist til að geta lifað lífinu án þess að þurfa stöðugt að verja sig gegn ofsóknum og árásum af hendi fjölmiðla. „En ég er staðráðin í því, að saga mín skal fá farsælan endi,“ sagði prinsessan. ■ Michael prins af Kent af- salaði sér réttinum sem 16. arftaki krúnunnar þegar hann kvæntist Marie-Christine. ■ Þessi mynd var tekin í jan. sl., en þá átti prinsessan fertugsafmæli þá lék allt í lyndi og þau leika hér dátt við son sinn. Enn gustar um f ólk í háum stöðum Michael prinsessa kvartar undan árásum bresku fjölmiðlanna

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.