NT - 06.10.1985, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 6. október NT
Jké.
Wolfgang á vargöld
Allt frá því er lifandi myndir
fengu hljóð, í byrjun heimskrepp-
unnar miklu á millistríðsárunum,
hefur músik glumið í biósölum.
Oftast í þjónustuhlutverki við mynd-
málið, en stundum líka sem megin-
inntak. Jafnvel heilar óperur hafa
notfært sér ræmumiðilinn, en með
því að bróðurpartur kvikmynda hér-
lendis hefur ævinlega verið amer-
ískur, hefur oftast veriö um mjúsík-
öl, djass og þvíumlíkt að ræða, oft
í frábærum flutningi, enda Kanar
heimavanir á því plani.
í seinni tíð hafa „söngva- og
dansamyndir" frá vesturheimi aðal-
lega snúizt um hið síðartalda, þ.e.
dans, í kjölfarið á þeirri líkamsrækt-
ar- og diskódellu er tröllriðið hefur
vesturlöndum í meira en áratug og
heltekið hefur hugi ungrar kynslóðar
svo mjög, að jafnvel smásnáðar
sjást nú vagga sér eggjandi í takt
sem áður fengust varla til annars en
að elta leðurtuðrur á knattspyrnu-
völlum.
Það kemur því nokkuð úr óvæntri
átt, að iðnaðurinn vestanhafs skuli
fara að veðja á hámenningarlegt
leikrit um eitt mesta tónskáld allra
tíma. Enn furðulegra er, að útkom-
an skuli ekki aðeins sópa til sín
verðlaunum og lofi gagnrýnenda,
heldur fylla bíósalina hvarvetna líkt
og vinsælustu hollywoodreyfarar.
Hér er auðvitað átt við kvikmynd
Milosar Formans uppúr sviðsverki
Peters Shaffers, Amadeus. Tilefnið
er sú ánægjulega frétt, að þessi
margrómaöa mynd skuli loksins
vera tekin til sýningar hér á landi.
Þegar þetta er ritað, eru sérhæfðu
kvikmyndapennar dagblaðanna trú-
lega búnir að gera skyldu sína við
þennan athyglisverða gosbrunn
kínematógrafíunnar, og svið þessa
dálks að auki annað, þannig að
taka, klipping, leikur o.þ.h. verður
ekki atriði hér. En þó er sitthvað eftir
í huga manns, bæði neikvætt og
jákvætt, að lokinni kvöldstund í
Háskólabíói.
Skyldunöldur
Fyrst er að losa sig við nokkra
galldropa.
Það hefur færzt í vöxt og ber að
fagna, að við fáum æ nýrri myndir
hingað, stundum jafnvel fyrst
evrópuþjóða, vestan úr verunum
miklu. En því þá ekki í þessu tilfelli?
Ef ekki er farið með rangt mál, þá
held ég megi segja, að Amadeus
hafi verið komin á tjöld sunnar á
Norðurlöndum fyrir meira en átta
mánuðum. Gæti ástæðan fyrir
seinkuninni kannski verið sú, að
leigjendur hér á landi telja fyrirfram
fráleitt, að viðfangsefnið höfði til
aðalkúnna bíóanna, unga fólksins,
og nýnæmi myndarinnar því auka-
atriði?
Svo var að heyra á pásutónlistinni
úr hátölurum stofnunarinnar er
kennir sig við æðsta fróðskaparset-
ur landsins og jafnframt er starfs-
vettvangur Sinfóníuhljómsveitar-
innar, að fremur væri byggjandi á
rokkgeggjurum en klassískum tón-
listarunnendum. í stað þess að
leika Mozart-já, og því ekki Salieri
- létu húsráðendur dynkina drynja
eins og venjulega, þannig að maður
var rifinn úr umhverfi myndarinnar
bæði í hléi og fyrir sýningarbyrjun á
allóþyrmilegan hátt.
Það bar heldur ekki vott um
sérstaka viðhöfn af hálfu kvik-
myndahallarinnar, að hún lét hjá
líða að prenta prógramm um mynd-
ina. Átta óskarsverðlaun virðast hér
á landi þykja kien trygging fyrir
löngum bíólífdaga, eftir öllu að
dæma, ef sigild tónlist á í hlut, eða
af hvaða öðrum ástæðum þótti ekki
taka að prenta þó væri nema ein-
blöðung með lágmarksupplýsing-
um um aðstandendur verksins?
Sem betur fer má gera sér vonir
um, að Amadeus verði á boðstólum
eitthvað fram eftir hausti i þurrmjólk-
unarsal Regnbogans. Annars gengi
hún víst varla lenguren 10-12daga
í Reykjavík, þökk ségimaldsafköst-
um Háskólabíós. Það verður a.m.k.
forvitnilegt að mæla undirtektir
landsmanna á næstunni.
Kallaðir og útvaldir
Kvikmyndin Amadeus varpar
fram spurningunni um hvað sé snilli-
gáfa.
Spurningunni er ekki svarað beint
- hver getur það - en nokkru Ijósi
er varpað á snilldina með því að
draga fram andstæðu hennar,
medalmennskuna.
Með nístandi háði láta Forman
og Shaffer meðalmennið, Salieri,
skynja öllum öðrum samtímamönn-
um betur snilld Mozarts. Að hætti
sannra listamanna setja skáld
myndtjalds og leiksviðs á oddinn,
hve snillingurinn, Mozart, var sam-
settur persónuleiki. Hann hafði ekki
til að bera köllun og lotningu Salieris
gagnvart Sesselju listadrottningu,
allavega ekki á ytra borði. En hann
var útvalinn. Hann vissi það. Salieri
vissi það (og Haydn reyndar líka
(honum er „sleppt“ í verkinu til að
einfalda og styrkja andstæðurnar)),
en varla fleiri samtímamenn.
Dómur sögunnar féll síðar, ekki
mjög seint, en of seint fyrir skamma
ævi Mozarts. Ef einhver sem þekkti
hann meðal betri borgara í Vín
hefði hins vegar verið beðinn um
álit sitt á unga músíkantinum frá
Salzburg fyrir 200 árum, hefðu eftir
myndinni að dæma komið upp orð
eins og „galgopi", „svallari" og
„klámkjaftur", en varla neitt í líkingu
við það sem Mozart sjálfur sagði
eftir að hafa hlýtt á Beethoven leika
fyrir sig 17 ára gamall: „Fylgizt með
honum, þessum! Hann á eftir að
láta heiminn ræða um sig.“
Allt á hreinu
Wolfgang Amadeus var uppi
röngu megin við frönsku byltinguna.
Það var ólán hans að hafa skap og
metnað rómantísks tónskálds,
meðan umhverfið leit á hann sem
jojón og verk hans sem uppmæl-
ingaiðn. Á aðeins tuttugu árum eftir
dauða hans breyttust viðhorfin svo
um munaði. Vitneskja síðari tima
manna um þetta hefur ávallt verið
partur af hinni heillandi ráðgátu um
þennan tímamótasnilling, er með
öryggi svefngengils rataði á einföld-
ustu og áhrifamestu lausnirnar á
hverjum vanda í verkum sínum,
jafnvel þegar hann virtist vera með
allan hugann við dufl og drykkju.
Barátta Beethovens við úrvinnslu
hugmynda var Mozari framandi,
eins og sést við samanburð á hand-
ritum þeirra: annars vegar enda-
lausar breytingar, krot og krafs,
hins vegar snyrtileg útskrift á ordn-
um hlut, I íkt og úr ritvinnsluprentara.
Frjáls í fjötrum
Samtíðinni var fyrirmunað að
skilja, hvernig hrikalegustu mót-
sagnir gátu átt sér bólfestu í einum
og sama manninum. Við á okkar
tímum getum það varla enn.
Ef til vill fór Mozart þegar á
uppvaxtarárunum sem undrabarn
að gera sér að launíþrótt að rækta
aðskilnað handar og hugar, án
þess að jafnvel Papa Leopold tæki
eftir því, til þess að geta átt eftir
smáeinkaafdrep undan haukfránu
eftirliti föður síns og lærimeistara.
Því að þótt Leopold gamli hafi vart
verið slæmur harðstjóri, hefur and-
legt síamstvíburasamneyti þeirra
feðga vel getað verið yfirþyrmandi
á stundum fyrir viðkvæmari aðilj-
ann.
Mér fannst Shaffer og Forman
undirstrika þetta ástrika föðurlega
ægivald í áhrifaríku myndmáli með
því að láta það móta óheft hug
Wolfgangs í áhrifaríku myndmáli
eftir að jafnvel Leopold var kominn
undir græna torfu; það var eins og
myndin gæfi þar vísbendingu um
hugsanlega ráðningu, eina af
mörgum, á gátunni W.A. Mozart.
Með dyn kattarins
Ef snillingnum hefur þótt nærri
sér gengið og varla fengið að vera
hann sjálfur, á hverju getum við þá
átt von, hér í ölduróti margvíslegs
áreitis okkar tíma?
Hver verður að geta átt sér afkima
í sálarfylgsni sínu til að fara sér ekki
að voða, en það verður æ örðugra
að fá að hafa hann í friði.
Nú er uppi vindöld og vargöld
mannshugans, er stendur frammi
fyrir háværri og innihaldslausri
fjöldaafþreyingu í skugga sjálf-
skapaðs fimbulvetrar. í leit að sál-
rænu jafnvægi er fyllilega þess
virði, að staldra við hjá Amadeusi
ögurstund og leyfa tónlist hans að
fjötra Fenrisúlfinn í okkur öllum
með látlausri mýkt.
& íh~~
6
Það vill oft gleymast þegar spáð
er í framtíð íslenskrar kvikmynda-
gerðar, að án lifandi kvikmynda-
menningar getur innlend framleiðsla
aldrei staðið undir nafni. Smekkvísi
og dómgreind áhorfenda er síst létt-
vægari þáttur en þær fjárfestingar
sem varið er í tækjakaup. Kvikmyndir
eins og aðrar listgreinar nærast á
andlegu lífi - það er hvimleiður
misskilningur að einhver tiltekin
tæknileg fullkomnun leysi andann af
hólmi.
Þegar litast er um á kvikmyndasíð-
um dagblaðanna er deginum Ijósara
að kvikmyndafílum, sem þrá myrkv-
aða sali, er gjörsamlega úthýst nema
þeir hafi eirð í sér til að horfa sífellt á
sömu myndina i mismunandi útgáfu.
Það er ein af þversögnum íslenskr-
ar menningar að fyrir aldarfjórðungi
var að jafnaði betra og breiðara úrval
mynda á boðstólum hér á höfuðborg-
arsvæðinu en í dag. Nýir straumar
bárust þá hraðar til landsins og
höfuðvígið segja mér fróðir menn var
í Hafnarfirði.
Saga kvikmyndaklúbba hefst um
þetta leyti. 1953 hefurFílmíasýningar
í Tjarnarbíói. '64 tekur kvikmynda-
klúbbur M.R. til starfa og síðar Fjala-
kötturinn. Til þessarar starfsemi má
að mörgu leyti rekja rætur íslenska
kvikmyndavorsins sáluga.
í dag er ekkert starfandi bíó sem
einbeitir sér að alvarlegum kvikmynd-
um. Kvikmyndahátíð listahátíðar
þjónar að nokkru leyti þessu kvik-
myndasvelti einu sinni á ári og aðrar
hátíðir stöku sinnum.
En það er einfaldlega ekki nóg,
uppeldið skortir, almenningur þarf að
hafa aðgang að sígildum myndum og
nýju efni dagsdaglega.
Það er í tísku þessa dagana að
safna fyrir allskyns menningarhúsum
og ef til vill kominn tími kvikmynda-
húsa.