NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 06.10.1985, Qupperneq 15

NT - 06.10.1985, Qupperneq 15
NT Sunnudagur 6. október 15 aldrei að hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Kínverska þjóðin skipt- ist upp í stríðandi fylkingar og sundrung, hungursneyð og stríð ein- kenndu Kína allt til ársins 1949. Erlend ríki notfærðu sérglundroðann sem skapaðist við fall keisarasveldis- ins og studdu andstæðar fylkingar í baráttunni um völd. Japanar réðust inn í Kína og lögðu undir sig öll þéttbýlustu svæðin við strendurnar. Það var ekki fyrr en kommúnistar sigruðu í innanlandsstríðinu viö þjóð- ernissinna árið 1949 að friður komst á í Kína. En þjóðfélagsumrótinu var síður en svo lokið. Kommúnistar komu á fót sterku ríkisvaldi sem var jafnvel enn sterkara en keisararíkið. En þeir hafa átt í erfiðleikum með að ákveða hvernig efnahagskerfi sé hentugast fyrir Kína. Sósíalismi að sovéskri fyrirmynd Fyrstu árin.eftir valdatökuna fylgdu kínverskir kommúnistar mjög náið sovéskri fyrirmynd. Þeir þjóðnýttu verslun og iðnað og komu á fót samyrkjubúum til sveita sem þeir lögðu að síðarætti að breyta í ríkisbú eins og tíðkuðust í Sovétríkjunum. Breytingarnar gengu hratt fyrir sig. Þær voru í rauninni mun örari en hliðstæðar breytingar í Sovétríkjun- um eftir byltinguna 1917. Eitt fyrsta verk kínverskra kommúnista haf^i veriö að skipta landi stórbænda'a milli landlausra smábænda en með fyrstu fimm ára áætluninni árið 1953 var ákveðið að taka upp samyrkjubú- skap. Þrem árum seinna var 90% alls landbúnaðarlands komið í samrækt samvinnufélaga og samyrkjubúa. Þjóðnýting í iðnaði gekk einnig hratt fyrir sig. Öll fyrirtæki landflótta auðmanna voru þegar í stað þjóðnýtt og ríkið keypti á örfáum árum fyrir tæki annarra kapítalista. Einkafyrirtæki í iðnaði voru þannig nær algjörlega horfin árið 1956. Ríkisfyrirtæki fram- leiddu þá 67,5% af allri iðnaðar- framleiðslu að handiðnaði undanskild- um og ríkið hafði þar að auki keypt stóran hluta í öllum öðrum iðnfyrirtækj- um. Öll heildverslun var í höndum ríkis- ins og meirihluti smásöluverslana voru líka í ríkiseign. Innanlandsfriður og sterk efnahags- stjórn leiddi til þess að hagvöxtur varð mjög ör og lífskjör almennings bötnuðu mikið. Miðstýring efnahags- kerfisins varð til þess að gífurleg völd söfnuðust í hendur embættis manna ríkisins sem segja má að hafi oróió ný yfirstétt. Sovétsósíalisma hafnað En Mao Zedong og nánustu fylgis- menn hans voru ekki ánægðir með ríkissósíalismann sem þeir höfðu byggt upp að sovéskri fyrirmynd. Þeir lýstu yfir óánægju með einangrun embættismanna frá almenningi og héldu því fram að hægt yrði að ná mun örari hagvexti ef miðstýringunni yrði sleppt og sköpunarmáttur alþýð- unnar fengi að njóta sín. Mao fékk því framgengt að annarri fimm ára áætlun Kínverja, sem gerð var með aðstoð Sovétmanna, var hent árið 1958. Róttækir stuðnings- menn Maos gagnrýndu sérfræð- ingsdýrkun í áætluninni. í stað henn- ar var áætlun Stóra stökksins tekin upp en hún var alkínversk hugsmíði. Stóra stökkið var fyrsta tilraun kínverskra kommúnista til að víkja burtSovétsósíalismanum. Þeirdrógu úr miðstýringu og hvöttu til stofnunar gífurlegs fjölda smáfyrirtækja í iðn- aði. Meirihluti alls ræktaðs lands var sameinað í stórar samræktar spildur sem bændur skyldu rækta í samein- ingu. Kínverjar töldu að slík samrækt myndi leiða til svo mikillar framleiðni- .aukningar í landbúnaði að bændur gætu milljónum saman snúið sér aö iðnaði. Stóra stökkið var í raun risavaxin efnahagstilraun sem 600 milljón Kín- verjar tóku þátt í. Það var tilraun til að skapa kínverskan sósíalisma sem væri miklu fullkomnari og betri en sósíalismi Sovétríkjanna. Það er því kannski ekkert undarlegt að Sovét- menn skyldu hætta efnahagsstuðn- ingi sínum við Kínverja einmitt á þessum árum. En þegar til kom reyndist Stóra stökkið leiða Kínverja inn í blindgötu. í stað efnahagsundurs sem gerði Kínaveldi að öflugasta ríki veraldar á tuttugu árum steypti Stóra stökkið Kínverjum út í efnahagskreppu og hungursneyð. Samyrkjubúskapurinn í sveitunum hafði ekki leitt til fram- leiðniaukningar heldur hafðl milljóna- straumur bænda úr sveitum til borga í för með sér uppskerubrest. Á upp- skerutímanum voru bændur of fálið- aðir til að ná inn öllu korninu og það rotnaði á örkunum. Kínverskir kommúnistar neyddust til að hætta við áætlun Stóra stökksins. Landi samyrkjubúanna var aftur skipt upp á milli bænda 1960 til 1961 og sovéskar aðferðir við efna- hagsstjórn voru aftur teknar upp. Menningarbyltingin En þótt Stóra stökkið hefði mistek- ist voru margir hinna gömlu byltingar- leiðtoga ennþá ósáttir viö skrifræðis- sósíalismann sem þeir höfðu apað eftir Sovétmönnum. Þegar efnahagur ríkisins hafði náð sér aftur skar Mao aftur upp herör gegn skrifræðiskerf- inu og embættismannavaldi flokksins. Mao virtist hafa komist að þeirri niðurstöðu að mistök Stóra stökksins hafi verið fólgin í því að það ein- skorðaðist fyrst og fremst við efna- hagskerfið. Embættismannakerfið hefði haldfst að mestu óbreytt. Hann boðaði því Menningarbyltingu sem myndi sópa burt skrifræðinu. Mao taldi embættismenn flokksins almennt of íhaldssama og hvatti kínverskt æskufólk til að ráðast gegn skrifræðinu og skapa nýja menningu, nýtt þjóðfélag. Menningarbyltingin, sem hófst af fullum krafti 1966, var raunverulega önnur tilraun kínverskra kommúnista til að víkja burt frá skrifræðiskerfi sovéska sósíalismans í leit að kín- verskum sósíalisma sem dygði til að gera Kínverja að voldugri og ríkri þjóð. Menningarbyltingarsinnar rifu bók- staflega niður valdakerfi flokksins í nafni baráttunnar gegn skrifræði. Embættismenn voru fangelsaöir, barðir og jafnvel drepnir. En það var síður en svo Ijóst hvernig kerfi rót- tæklingarnir vildu byggja upp í staðinn. Þeir endurreistu að vísu samyrkjubúin og minnkuðu launa- mun í íðnaði lítillega en þrátt fyrir róttækar yfirlýsingar hélst stjórnkerfið að mestu óbreytt. Svokallaðar byltingarnefndir voru stofnaðar í stað flokksnefnda og stjórnarnefnda í fyrirtækjum, bæjum og borgum en hlutverk þeirra var í rauninni mjög svipað og flokksnefnd- anna áður. Menningarbyltingarhóp- arnir skipuðu að sjálfsögðu eigin menn í byltingarnefndirnar og það kom aldrei til greina að kjósa þá Ivðræðislegri kosningu. Menningarbyltingin einkenndist af mjög einstrengingslegri harðlínu- stefnu. Mao var aðalfrumkvöðull Menningarbyltingarinnar og fylgis- menn hans hófu hann í keisaralegar hæðir. Allur skoðanamunur var talinn merki um baráttu verkalýðs við borg- arastétt sem hefði hreiörað um sig innan flokksins. Forystumenn rót- tæklinganna voru auðvitað sann- færðir um að þeir fylgdu hinni einu og sönnu byltingarstefnu og tóku sér alræðisvald við túlkun á „hagsmun- um alþýðunnar". Allir sem efuðust um réttmæti stefnu þeirra voru sjálf- krafa stéttaróvinir. Þannig leiddi Menningarbyltingin að lokum til meiri samþjöppunar valds embættismanna en hafði verið fyrir hana. Þetta kom berlega í Ijós árið 1971 þegar Lin Biao, lögskipaður arftaki Maos, gerði tilraun til að myrða Mao og taka völdin í sínar hendur. Mao og Lin voru þá ósammála um ákveðin stefnuatriði, eins og hvort rétt væri að vingast við Bandaríkja- menn og hvað herinn ætti að hafa mikil áhrif í Kína. Tilraun Lin Biaos til hallarbyltingar misheppnaðist naumlega en hún sýndi berlega að samþjöppun valds- ins var orðin svo mikil í Kína að lítill hópur samsærismanna hefði getað breytt stefnu ríkisins. Það var því lítið orðið eftir af lýðræðinu sem Menning- arbyltingin hafði haft á stefnuskrá sinni. Deng kemst til valda Á seinustu árum Maos var mörgum gömlum embættismönnum leyft að koma aftur til starfa. Mao var greini- lega óánægður með þjóðfélagskerfið þrátt fyrir Menningarbyltinguna enda hafði hún ekki megnað að brjóta niður skrifræðiskerfið sem svipaði enn mjög til sovéska kerfisins þrátt fyrir allar fullyrðingar Kínverja um hið gagnstæða. Mao lét óánægju sína meðal annars í Ijós með því að segja að í raun og veru væri lítill munur á Kína og kapítalísku ríkjunum. Mao var þá orðinn mjög heilsuveill enda hafði tilraun Lin Biaos til hallar- byltingar fengið mjög á hann. Hann hafði gert tvær tilraunir til að víkja burt frá sovéska sósíalismanum en þær höföu báðar mistekist. Hann lést svo árið 1975 án þess að takast að finna hinn eina og sanna kínverska sósíalisma. Að Mao látnum fengu gamlir for- ystumenn úr byltingunni smám sam- an aftur fyrri embætti sín. Deng Xiaoping er þekktastur og valdamestur þessara leiötoga. Hanri var aðalritari Kommúnistaflokks Kína fyrir Menn- ingarbyltingu og Rauðu varðliðarnir töldu hann annan aðalandstæðing Menningarbyltingarinnar næst á eftir Liu Shaoqi. Deng hafði alla tíð verið vægast sagt mjög efins um ágæti Menningar- byltingarinnar. Hann taldi róttæka samyrkju- og samrekstrarstefnu hennar óraunsæja við þær kringum- stæður sem ríktu í Kína og ósveigjan- lega jafnlaunastefnu skaðlega þar sem hún drægi úr afköstum. Deng tókst ásamt íylgismönnum og samstarfsmönnum sínum að ná forystu Kommúnistaflokksins i sínar hendur í árslok 1978. Þá fékk Deng því framgengt að Menningarbylting- unni var lýst sem mistökum frá upp- hafi til' enda. Leiðtogar Menningar- byltingarinnar, að Mao undanskild- um, voru sagðir glæpamenn sem hefðu traðkað á lýðræði og sósíal- isma. Ný bylting? Þó Deng Xiaoping teldi bæði Stóra stökkið og Menningarbyltinguna glæpsamleg mistök var hann jafn óánægður og Mao með miðstýrða skrifræðissósíalismann. Á síðustu árum hefur Deng beitt sér fyrir skipu- lagsbreytingum á kinversku efna- hags- og stjórnkerfi sem eru svo víðtækar að þær eru jafnvel sagðar fela í sér nýja byltingu í Kína. Breytingarnar byrjuðu í sveitum þar sem öllu landi samyrkjubúanna var skipt upp á milli einstakra bænda. Landið er ennþá að nafninu til eign samyrkjubúanna en bændur gera samninga um ræktun ákveðinna teg- unda korns eða nytjajurta. Ríkisaf- skipti af landbúnaðarframleiðslunni hafa minnkað ár frá ári og mega bændur nú selja stóran hluta fram- leiðslu sinnar beint á frjálsum mark- aði án milligöngu ríkisins. Stjórnvöld hvetja bændur mjög til aukinnar sérhæfingar sem eykur framleiðni og leiðir til þess að þeir selja meirihluta framleiðslu sinnar í stað sjálfsþurftarbúskaparins. Þannig hefur markaðsbúskapur að mestu tekið við af ríkisstýrðum samyrkjubú- skap. Breytingarnar í sveitunum hafa skilað gífurlegri framleiðsluaukningu. Kornframleiöslan hefur þannig aukist úr 300 mílljón tonnum árið 1978 i rúmlega 400 milljón tonn í fyrra. Framleiðsluaukningin hefur orðið jafnvel ennþá meiri á öðrum sviðum landbúnaðarins. Aukin framleiðni í sveitunum hefur leitt til mikillar útþenslu í verslun og viðskiptum. Bændur selja stöðugt meiri hluta af framleiðslu sinni og þeir hafa líka meiri tekjur til að kaupa ýmiss konar neysluvarning fyrir. Margir bændur hafa nú snúið sér að verslun, þjónustu og smáiðnaði í stað akuryrkjustarfa. Smábændabyltingin í sveitunum þótti takast svo vel að kínversk stjórnvöld ákváðu að gera svipaðar breytingar í iðnaði og draga einnig úr beinum ríkisafskiptum þar. Nú þegar hefur ríkið falið einkaaðilum og sam- vinnufélögum rekstur flestra lítilla ríkisfyrirtækja bæði í iðnaði og þjón- ustu og flest stórfyrirtæki hafa verið losuð undan beinni stjórn ríkisins. Ríkið kaupir ekki lengur alla fram- leiðslu ríkisfyrirtækja athugasemda- laust heldur verða fyrirtækin sjálf að koma vörum sínum á markað í gegn- um ýmiss konar verslunarfyrirtæki sem mörg eru rekin af samvinnufé- lögum eða eru sjálfsstjórnarfyrirtæki þótt þau séu í ríkiseign. Seljist vör- urnar ekki sitja fyrirtækin uppi með þær. Kínverjar eru þannig smám saman að taka upp markaðskerfi í stað miðstýrðs ríkisrekstrarsósíalisma. Þessi þriðja tilraun kínverskra kom- múnista til að víkja af braut sovétsós- íalismans gengur að mörgu leyti mun lengra en fyrri tilraunir þeirra. Kommúnistar hafa alls ekki afsalað sér völdum eða kastað frá sér sósíal- iskri hugsjón sinni enn sem komið er hvað sem síðar kann að verða. Þeir segja markmið breytinganna að skapa sósíalisma með kínversksér- einkenni. Þeir viðurkenna að breyt- ingarnar auki á ójöfnuð en segja slikt nauðsynlegt á núverandi þróunar- skeiði. Ójöfnuðurinn muni minnka aftur siðar. Er leitinni lokiö? En er á engan hátt Ijóst hver verður endanleg útkoma þessara breytinga og hvernig Kínverjum tekst að byggja upp nýja tegund Kínasósíalisma sem hefur hvorki galla kapítalisma né sovétsósíalisma. Þjóðfélagskerfi keisaraveldisins hafði veriö við lýði í tvö þúsund ár þegar Kínverjar steyptu því við upp- haf þessarar aldar. Það er kannski ekki nema eðlilegt að þeir taki sér góðan tíma við að finna sér nýtt þjóðfélagskerfi. Hvað er ein öld miðað við tvö þúsund ár? I næsta helgarblaði NT mun Ragn- ar Baldursson fjalla nánar um breytin- garnar sem nú standa yfir í Kína. Við keisaragröf eins af síðustu kínversku keisaranna. Kínverjar steyptu tvö þúsund ára keisaraveldi við upphaf þessarar aldar og hafa síðan leitað að almennilegu þjóðfélagskerfi sem henti fyrir Kína næstu aldirnar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.