NT - 06.10.1985, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 6. október NT
Vetrardagskráin virðis
metnaðarfull og
það eru stórbókmenntir
á hverjum konsert
Oddur Björnsson lærði fyrst jöfnum höndum á básúnu
og slagverk og lék oft sem lausamaður með sinfóníunni
á námsárunum. Eftirað hafa verið eittár í slagverksnámi
í Boston snéri hann við blaðinu og ákvað að taka
básúnuna framyfir. Þá þurfti hann að snúa heim til þess
að öðlast þá þjálfun og þekkingu, sem básúnuleikari þarf
að hafa tilað fá inngöngu í framhaldsnám. Hann lauksvo
BM-prófi frá The New England Conservatory í Boston í
voreftirfjögurra ára básúnunám. Hann tóksíðan viðstarfi
fastamanns í sinfóníunni í haustsem leiðandi básúnisti.
Ég spurði hann fyrst að því hvernig það væri að vera
kominn á fastan samning eftir að hafa verið viðloðandi
hljómsveitina í nokkurn tíma.
Þetta er allt mjög spennandi. Þetta
eru náttúrlega allt gamlir kunningjar
en nú er ég í annarri aöstöðu en áöur.
Ég erleiðandi í mínum hljóðfærahóp,
hef skyldum að gegha og þarf að
vera hér öllum stundum. Aður hljóp
ég bara inní þetta með engar áhyggj-
ur.
Hvernig finnst þér hafa tekist til viö
verkefnavai í vetur?
Það er gríarlega mikið að gera í
vetur og ég man ekki eftir svona
glæstu prógrammi, sérstaklega fyrir
brass. Eg sé þetta náttúrlega mikið
frá mínu sæti í hljómsveitinni. Það er
nánast á hverjum tónleikum stórt
verk fyrir okkur málmblásara.
Svona mikið prógramm hef ég ekki
séð áður og það lyftir plani sveitarinn-
ar heilmikið. Það virðist vera í hverri
viku í vetur lagt geysilega mikið á
hljómsveitina. Eg erreyndar búinn að
vera í burtu og ekki getað fylgst með
nema í gegnum dagblöð og einstaka
prógrömm sem mér hafa verið send
við og við, en skoðandi dagskrána í
vetur virðist mér sem það sé meiri
alvara í henni en áður. Hún virðist
metnaðarfull og það eru stórbók-
menntir á hverjum konsert.
Hvað er þad sem þú saknar af
verkefnaskrám undanfarinna ára?
Mér finnst sem hljómsveitin hafi
ekki sökum stærðar sinnar eða öllu
Mest um vert að næsti
aðalstjórnandi verði góður
þjálfari og músíkant
Helga Þórarinsdóttir hefur verið fastráðin í sinfóníunni
í fimm ár og tók í fyrra við hlutverki fyrsta víóluleikara í
hljómsveitinni. Hún hefur stundað nám í víóluleik hér
heima og síðar í Englandi og Bandaríkjunum.
Ég spurði Helgu fyrst í hverju það væri fólgið að vera
leiðandi víóla?
Oddur Björnsson básúnuleikari
NT-mynd: Róbert
heldur smæðar sinnar farið mikið út
fyrir þann ramma er myndast hefur á
þessum fyrstu þrjátíu og fimm árum
hennar. Þó virðist það mikið vera að
breytast núna. í fyrra flutti hljómsveit-
in í fyrsta skipti Vorblótið eftir Stravin-
sky, en áður höfðu nemendur á Paul
Zukofsky námskeiði frumflutt það á
Islandi. Og núna er hljómsveitin að
frumflytja „Mandarínann makalausa"
eftir Bartók. En það eru enn geysi-
mörg verk sem bíða flutnings. Ég
held til dæmis að þessi hljómsveit
hafi einungis flutt eina af níu sinfóní-
um Mahlers. Þá eru einnig eftir nokkr-
ar óspilaðar Bruckner sinfóníur, en
áður hefur hljómsveitin flutt númer 3
og 4 og í vetur er Bruckner sinfónía
númer 9 á dagskrá. Svo þú sérð að
þetta stendur allt til bóta. Málið er
bara það að hljómsveitin er svo lltil
að það er I sumum tilfellum ekki hægt
að flytja þessi verk.
Þvl nær sem dró tuttugustu
öldinni þeim mun stærri urðu hljóm-
sveitirnar sem skrifað var fyrir. Þegar
Mahler er að skrifa sínar sinfóníur
um aldamótin þá hefur hann I huga
stórar sveitir. Til þess að geta spilað
þau verk vel þarf, ég voga mér að
segja, hátt I hundrað manns.
Hefur þá vantað stóran kafla i
tónlistarsöguna í dagskrá sinfón-
íunnar hingað til og þá kannski megn-
ið af tónlist tuttugustu atdarinnar?
Við erum ekki að tala um neina
nútímatónlist þó við séum að nefna
Mahler og langt því frá. Það er
aðallega þessi síðrómantík sem var
skrifuð fyrir þessar stóru hljómsveitir.
Um og eftir fyrri heimsstyrjöld breytt-
ust stærðarkröfurnar af skiljanlegum
ástæðum og hvað stærð hljómsveit-
arinnar varðar, eigum við ekki I
nokkrum erfiðleikum með verk sem
hafa verið skrifuð síðan. En I síðróm-
antíkina þarf virkilega stórar hljóm-
sveitir. Og þar er mikið af verkum
sem við höfum hreinlega ekki getað
spilað og ég veit að margan klæjar að
komast I.
Er þá nauðsynlegt að stækka hijóm-
sveitina?
Hún er alltof lítil. En auðvitað fylgja
heilmikil aukaútgjöld ef farið yrði útí
stækkun. .
Hinsvegar finnst mér sjálfsagt að
bæta við hljómsveitina þegar mikið
liggur við, einsog gert var í vor er
hljómsveitin fór til Frakklands. Ég
heyrði hljómsveitina þá á lokaæfingu
fyrir ferðina og hef aldrei heyrt hana
jafn. góða. Bætt hafði verið við tölu-
verðu af strengjaleikurum og var
hljómurinn í sveitinni virkilega þykkur
og fínn.
Þessa leið mætti að mínu mati
nota meira og þá auðvitað hér innan- ■
lands fyrir okkar áheyrendur.
Raunar finndist mér ekki fráleitt að
taka upp meira samstarf við tónlist-
arnemendur í landinu og í því formi
þá, að nokkrum sinnum yfir veturinn
kæmi unga fólkið og fengi með okkur
reynslu og við tækifæri til að kljást við
stærri verk. Beggja hagur.
Hljómsveit æskunnar sýndi það
um daginn að nóg er til af efnilegu
ungu tónlistarfólki.
En hvað sem því líður þá lítur
prógrammið vel út í vetur.
gse
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari
NT-mynd: Róbert
Leiðarinn er einskonar sendiherra
sinnar grúppu, hann er talsmaður
hópsins, ákveður strok og frassering-
ar og heldur vonandi góðu sambandi
við formenn hinna hópanna, 1. fiðlu,
2. fiðlu, selló og svo framvegis.
Hvernig er vinnudeginum háttað?
Við mætum til vinnu klukkan rúm-
lega níu, en æfingin byrjar hálf tíu og
þá eiga allir að vera búnir að hita sig
upp og sestir í sætin.
Fyrsta æfing fyrir tónleika er venju-
lega á mánudögum og þá æft til hálf
þrjú. Á þeirri æfingu er oftast fariö í
gegnum allt prógrammið. Aðra daga
er æft til hálf eitt og svo eru tónleikar
á fimmtudagskvöldum.
Nóturnar liggja yfirleitt frammi að
minnsta kosti viku fyrir fyrstu æfingu
svo hljóðfæraleikararnir geti kynnt
sér þær og glímt að vild við erfiða
staði. Þetta sama þarf hann auðvitað
oft að gera á milli æfinga. Stundum
er foræft í nokkra daga áður en
stjórnandinn kemur, einsog gert var
fyrir Mandarínann makalausa nú á
fimmtudaginn. í erfiðum verkum eins
og því er nauðsynlegt að átta sig vel
á hvernig landið liggur og fá allt til að
smella saman. Þegar svo Caridis
kom var virkilega gaman að fylgjast
með hvernig hann byggði verkið upp
og gæddi það lífi.
Er mikil áreynsla að æfa fyrir verk
eins og Mandarínann?
Þetta er alveg brjálæðislegt verk
enda söguþráðurinn hörkuspenn-
andi. Verkið er sumstaðar flókið í
takti og gengur stundum mjög hratt
enda er ekki laust við að maður sé
móður í lokin.
Nú koma alltaf nýir gestastjórnend-
ur annað slagið. Er ekki erfitt að setja
sig inní vinnuaðferðir þeirra?
Jú, stundum. Fyrstu mínúturnar
hjá nýjum stjórnanda geta verið
býsna skrýtnar, en auðvitað er fróð-
legt að kynnast mismunandi vinnu-
brögðum. Sumir þeirra láta strax
spila allt prógrammið í gegn, en aðrir
stoppa eftir fyrstu hljómana og æfa
verkið allt í bútum.
Þetta er streituvinna, stöðugt álag
bæði á æfingum og á tónleikum.
Spilarinn er alltaf í brennidepli, ef
hann klikkar heyra það væntanlega
allir.
í Vínarborg var einhverntíma gerð
rannsókn á mismunandi starfsstétt-
um til að athuga hvar álagið væri
mest. Það voru hengd á fólk allskonar
mælitæki og meðal annarra tóku
félagar í Vínarfílharmóníunni þátt í
tilrauninni. Þeir urðu númertvö á eftir
blaðamönnum, ef ég man rétt. Áður
en spilarinn átti að koma inn með
einhvern kafla, ekki endilega sóló, fór
öll líkamsstarfsemin á fulla ferð,
hjartsláttur, blóðþrýstingur og svo
framvegis. Það kom fram í þessari
könnun að vinna hljómsveitarmanns-
ins er mjög slítandi ekki síður en
einleikarans.
Hvað finnst þér að leggja ætti
mesta áherslu á í starfinu næstu
misserin?
Ég er mjög ánægð með samstarfs-
fólk mitt í hljómsveitinni, það er mikið
af góðum spilurum hér. En það sem
mér finnst skipta mestu máli varðandi
framtíðina er hvernig til tekst um val
á næsta aðalstjórnanda. Hann þarf