NT - 06.10.1985, Blaðsíða 9

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 9
Tærnar á stórkaupmanninum Þannig hagar til í Fossvogskirkjugarði að víða er halli allmikill þannig að höfðalag grafar er djúpt í jörðu en afar grunnt til fóta. Þetta gat skapað ákveðin vandamál. Einhverju sinni þegar ég og Jóhann Thoroddsen vinnufélagi minn lágum í sólbaði milli tveggja leióa sáum við okkur til mikillar furðu hvar berir fætur stóðu út úr brekkunni. Lappirnar sköguðu út upp að miðjum kálfa. Komu mér strax í hug fætur Þórarins Nefjólfssonar því þessar voru ófrýnilegar mjög og var af hin mesta táin á öðrum fætinum. Við nánari eftirgrennslan reyndust fæturnir tilheyra stórkaupmanni nokkrum sem þar hafði verið grafinn fáeinum árum áður. Skeggræddum við drjúga stund um það hvernig koma mætti löppunum undir græna torfu að nýju og urðum ásáttir um að reyna að stjaka þeim með járnkarli inn undir brekkuna. Tókst þá ekki betur til en svo að upp gengu hnén og risu nú uppúr grassverð- inum. Nú voru góð ráð dýr því að aldrei höfðum við félagarnir staðið í framkvæmdum á borð við þessar. Tókum við það til bragðs að grafa undan iljunum þannig að líkið náði spyrnu í brekkunni. Síðan hefur stórkaupmaðurinn setið stilltur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.