NT - 06.10.1985, Blaðsíða 13
Jacques
Vergés
Franski lögfræðingurinn Jacques Vergés hefurlöngum
verið umdeildur vegna skoðana sinna á lögfræðistarfinu.
Hann líkir gjarna saman lögfræði og list og hefur tekið að
sér að verja mörg umdeild mál og ber þar hæst mál
Barbie slátrarans frá Lyon. Viðtal birtist nýlega við hann
í franska ritinu Le Nouvel Observateur og fara hér á eftir
nokkrir kaflar úr því.
■ Ég held að í raun og veru megi
nálgast réttlætið á tvennan hátt. Önn-
ur leiðin virðir það fyrir sér sem
aðferð en á hinn bóginn má nálgast
réttlætið út frá listrænu sjónarmiði.
Samkvæmt seinni hugmyndinni eru
öll mál sem koma fyrir dómskerfið
einstæð. Raunverulega fjallar dóms-
kerfið um „brot“ rétt eins og skáldsaga
eða kvikmynd. í öllum góðbókmennt-
um er einhver brotalöm til umfjöllun-
ar. T.d. í bók Dostoévskis Djöflarnir
eða jafnvel i Tristan og Isold. Þessi
atvik þykja mér áhugaverð vegna
þess að í mínum augum komumst
við þar í raunveruleg kynni við mann-
legt eðli. Eg vil meina að það sé
einmitt tilvist „brotsins" sem skiiji
menn frá dýrum.
Hvað um það, þegar lögfræðingur
tekur að sér málflutning er hann í
svipaðri aöstöðu og klippari kvik-
myndar. Úr efniviðnum eru unnar
tvær sögur, saga saksóknara og
útgáfa verjandans. Hvorug útgáfan
er rétt; þær eru báðar sannar en um
leið báðar rangar. Vegna þess að
báðir aðilar gera tilraun til þess að
nálgast sannleikann án þess að
höndla hann, því algildur sannleikur
er ekki til í lífinu.
•
Mér finnst hlutverk verjandans mun
áhugaverðara. Ákæruvaldið kemur
fram í nafni Ríkisins,það er að segja
í nafni hins þögla meirihluta. Það
dregur upp sína mynd sem er í
samræmi við þær hugmyndir sem eru
efstar á baugi hverju sinni. Ákærurit
hans þarf því að höfða til ríkjandi
tilfinninga og hversdagslegra útskýr-
inga. Verjandi, af því að hann ver
einstakling og þarf að skilja einstaka
stöðu hans, hann þarf því að sýna
nýja hliö á málinu, koma auga á ný'
rök.
Þér trúið semsagt ekki á sigur
réttlætisins?
Ég er trúlaus á lögfræðisviðinu.
Mín skoðun er sú að sá sem nær
bestum árangri sé mesti listamaður-
inn og þarfaleiðandi eigi fagurfræðin
að ráða ferðinni en ekki réttarfarið.
Sá sem sigrar er sá sem úr sama
efnivið og hinn aðilinn er fær um að
segja sögu sem fellur dómurum betur
í geð. Þar hafið þér hugmynd mína
um réttarfar. Ég viðurkenni að þetta
er sérstæð hugmynd sem gerir mig
að hvítum úlfi í hópi svartra.
Hvaö einkennir hinn listræna lög-
fræðing?
Til þess að geta varið þá sem við
köllum glæpamenn, þarf maður sjálf-
ur að lifa ástríðufullu lífi. Hvernig
getur nokkur haldið uppi vörnum fyrir
mann sem hefur myrt konu sína,
nema búa yfir ástríðu sjálfur.
•
Minnumst eins atriðis úr Glæpur
og refsing. Rannsóknardómarinn Por-
flris ræðir við Raskolnikof, hann hefur
sökudólg undir höndum ásakaðan um
morð og i samræðu þeirra segir hann
upp úr þurru „Nei þetta er ekki
glæpur verkamanns, þetta er vits-
munalegur glæpur.“ Þetta er glæpur
manns sem hefur velt spurningunni
um gott og ill fyrir sér. Ég held að
Porfiris hefði ekki igetaðveltþessari
spurningu fyrir sér nema vegna þess
að hann hugsaði sömu hugsun
sjálfur. Einnig hann hefur dreymt um
hinn fullkomna glæp. Munurinn er sá
að Raskolnikof framdi verknaðinn.
•
Ég er mikill einstaklingshyggju-
maöur og hef mikla trú á mætti
einstaklingsins. Mér finnst það fylgja
starfi mínu að verja einstaklinga jafn-
vel þá sem eru hryðjuverkamenn í
andstöðu við ríkið og þjóðfélagið.
Vafalaust felst í þessu sjónarhorni
viss óhófsemi, sem ég fann fyrir er ég
tók að mér að verja Klaus Barbie.
Barbie kemur til Frakklands og
veldur miklu fjölmiðlafári. Honum er
stillt upp sem óverjandi manni; sem
birtingarmynd hins illa. Það er reynt
aö finna honum málsbætur en án
árangurs. Ef einhver er sammála
þeim skoðunum sem hann aðhylltist
er ekki um óhóf að ræða heldur
samhygð. Þetta á ekki við um mig. I
því að taka að mér vörn hans fólst
áskorun, áskorun sem gæti virst
þóttafull. Að vilja verja það sem
virðist óverjanlegt. En þetta er sú
áskorun sem ég hef tekið.
NT Sunnudagur 6. október 13
íslemkar ilmvörur. Nýr ilmur: " Wcanique em <k toikrn " úði.