NT - 06.10.1985, Blaðsíða 14

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 14
14 Sunnúdagur 6. október NT Menningarbyltingin var önnur tilraun kínverskra kommúnista til að víkja af leið sovésks skrifræðissósíalisma. Hún mistókst hrapalega og við lok ‘Menningarbyltingarinnar var skrifræðið ennþá þunglamalegra en fyrir hana. Kína er nú einn einu sinni orðið vettvangur mikiila þjóðfélagsbreytinga sem ná inn á öll svið þjóðlífsins og eru svo víðtækar að jafnvel er talað um nýja byltingu í Kína þótt hún sé ekki blóðug eins og fyrri byltingar. Hin nýja bylting hefur þegar gjörbreytt lífi kínverskra bænda. Samyrkjubúin, sem fyrir nokkrum árum voru stolt kínverskra kommúnista, hafa verið leyst upp í frumein- ingar sínar og landi þeirra hefur verið skipt upp á milli einstakra bænda sem eru hvattir til að auðgast sem mest. Árlega leggja milljónir bænda plóginn á hilluna og byrja að vinna í iðnaði, þjónustu og öðrum starfsgreinum. Margir þeirra stofna eigin fyrirtæki. Þessi nýja bylting hefur ekki síður mikil áhrif á efnahagslif borganna. Lítil verkstæði og smáverslanir í einkaeigu spretta upp eins og gorkúl- ur og rikisfyrirtæki verða að sýna rekstrarhagnað annars eru þau lögð niður. Jafnlaunastefnan sem komm- únistar sögöu áður nauðsynlega fyrir framgang sósialismans, er nú talin stórhættuleg öfgastefna og verka- menn hamast nú allir í bónusvinnu. Margir kínverskir leiðtogar eru hættir að láta sjá sig í maófötunum svokölluöu og klæðast þess í stað vestrænum jakkafötum. Rúmlegaein milljón gamalla embættismanna hafa vikið fyrir yngri mönnum og stjórnvöld hafa tilkynnt einnar milljón manna fækkun í hernum. Allar eru þessar breytingar gerðar í nafni kínversks sósíalisma sem muni færa kínversku þjóðinni vel- megun og velsæld og verði bæði laus við galla sovésks sósíalisma og vestræns kapítalisma. Byltingarumrót í stað stöðu'gleika Gamla keisaraþjóðfélagið í Kína hélst í höfuðdráttum óbreytt í rúm tvöþúsund ár, eða allt frá því að fyrsti keisarinn sameinaði Kínaveldi árið 221 fyrir krist. Óstjórn og slæmt árferði leiddi stundum til uppreisna og nýjar keisaraættir komust til valda en þær gerðu engar grundvallar breytingar á efnahags- eða stjórnkerfi ríkisins. Það er ekki fyrr en við lok seinustu aldar að verulega fer að hrikta í stoðum þessa stöðugasta þjóðfélags veraldar. Nýlendustefna Evrópuþjóð- anna, stóriðnaður þeirra heimsvið- skipti og kapítalismi reyndust keisara- veldinu ofviða. Fyrst reyndu kín verskir keisarar að loka ríki sínu íyrir þessum erlendu áhrifum sem rösk- uöu árþúsundajafnvægi. En vestræn ríki þvinguðu Kínverja til að opna ríki sitt með hervaldi og svo fór að lokum að keisaraveldið riðaði til falls. Saga Kínverja á þessari öld er í algjörri andstöðu við þjóðfélagslegan stöðugleika fyrri tíma. Þjóðernissinn- ar steyptu keisaraveldinu árið 1911 með það fyrir augum að byggja upp kínverskan kapítalisma sem væri mannúðlegri og betri en vestrænn kapítalismi. Þjóðernisleiðtoginn Sun Yatsen hafði komið til Vesturlanda og orðið vitni að blóðugum vinnudeilum og atvinnuleysi. Hann vildi forða Kína frá slíku og boðaði mikil ríkisafskipti af stórfyrirtækjum og fjármagns- streymi. En þjóðernissinnum tókst

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.