NT - 06.10.1985, Blaðsíða 6

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 6
7 6 Sunnudagur 6. október NT Jón Gíslason er Skagfiröingur aö ætt og uppruna. Sonur Gísla Kon- ráössonar og ólst upp á Bessastöð- um þar í sveit. í kringum 1940 flyst hann til Akureyrar til aö nema tré- smíði og hefur búiö þar æ síðan og starfað að iðn sinni. Jón varð sjötugur fjórtánda september síðastliðinn. Eftir að Jón keypti Gamla Lund kom það fljótlega í Ijós að húsið var grautfúið og ónýtt og ekki um annað að ræða en að reisa nýtt í eftirmynd hins gamla. „Það var svo illa farið að það má heita að ég hafi þurft að kaupa hverja einustu spýtu nýja í það,“ sagði Jón Gíslason í samtali við blaðið, hann telur óhætt að segja að húsið kosti nú fullbúið jafn mikið og hús sem fólk byggir sér í dag. Þó ótrúlegt megi virðast þá er endur- byggingin ekki fjármögnuð af bæjarfé- laginu eða einhverjum sjóðum til verndunar gamalla sögufrægra húsa heldur stendur Jón sjálfur undir öllum kostnaði. Það er því ekki að furða að spurn- ingin skjóti upp kollinum. Hvers- vegna? „Ætli það sé ekki bara af áhuga," svarar Jón. „Ég hafði lengi haft augastað á húsinu, til þess að endurbyggja það fyrir ákveðna starf- semi. Ég hef lengi verið áhugamaður um myndlist og fundist heldur fátæk • legt I kringum þá grein hér í bænum. Húsið hentar líka vel fyrir hverskonar upplestra og fyrirlestra og væri gam- an að fá slíkt með myndlistinni." Jón segir frá því að margir hafi viljað fala húsið og hefja þar veitinga- rekstur eða aðra starfsemi, bæði peningamenn að sunnan og úr bæn- um en húsið er ekki til sölu, ákveðin hugmynd var til grundvallar því að húsið var keypt og endurreist og ekki hlustað á þótt einhverjir láti hringla í vösum sínum. Gamli Lundur nýtur þess, sem sumir mundu telja, vafa- sama heiðurs að vera eini sýninga- salurinn sem Akureyrarbær getur státað af. Þegar Jón var að því spurður hvort hann væri þarna að taka á sínar herðar það hlutverk að bæta úr þörf sem stæði ef til vill öðrum nær, svaraði hann af þeirri hógværð sem einkennir hann. „Það er nú kannski of mikið sagt en ég vona að myndlist- armenn í bænum taki þessu vel. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tí'mi og erfiður, skemmtilegur og erfið- ur í senn og ég vona að hann haldi áfram að vera skemmtilegur." Jón hefur sjálfur fengist við mynd- list þó svo að hann vilji vart gera það að umtalsefni, hann gerir leirmyndir og gips afsteypur af þeim og sker út í tré. En hvað með fjármögnun svona ævintýris, þetta hlýtur að vera dýrt hobbý? „Ég hef alltaf farið vel með aura,“ segir Jón. „ ...viljað eiga eitthvað eftir og safnað í handraðann, það hef ég nú notað til þessa verks.“ Endursmíðin á Gamla Lundi hefur tekist vel, um það eru þeir almennt sammála sem skoðað hafa húsið og það bætir úr brýnni þörf fyrir smáar og meðalstórar myndlistarsýningar, það er ekki ómerkara að þar skapast einnig mjög handhægur vettvangur fyrir Ijóðaupplestra sem hafa tekist afskaplega vel í bænum þau fáu skipti sem þeir hafa verið haldnir undanfarið. Það er því rétt að skora á akureyrska listamenn og alla þá aðra sem áhuga hafa. Jón hefur smíðað hús hjálpið honum að blása lífsanda í það. Jón Gíslason. Stiginn sem liggur úr dauðaréttinni að slátraran- um. Niðrí réttinni bíða lömbin dauðans svo hundruðum skiptir. Ekkert jarm heyrist en mik- ið stapp og skruðningar þegar lambahópur- inn þrýstirsér i þau horn er fjærst liggja sjálf- um aftökustaðnum. Bændurfylgjalömbunum ísláturhúsiðog teyma þau úr dauðaréttinni að voginni. Þar taka starfsmenn sláturhússins við og leiða lömbin eftir rennu að slátraranum. Dauðastundin Aðstoðarmaður tekur lambið og heldur því kyrru svo slátrarinn geti lagt þrýstibyssuna að höfðinu. Þegar tekið er í gikkinn opnast fyrir loftstraum sem fer eftir leiðslum og skýtur pinna inní heilann á lambinu. Það drepst sam- stundis. Síðan fellur það niður lúgu á færiband og fláningin hefst. Lambið afklætt Eftir að haus og lappir hafa verið skorin af losar röð manna gæruna frá bingunni og fram- stúfunum. Þegar hún er orðin það laus að stúfarnir standa út úr er keðju brugðið um þá, gæran fest við færibandið og skrokkurinn hífður nakinn úr gærunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.