NT - 06.10.1985, Blaðsíða 11

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 11
NT Sunnudagur 6. október 1 1 og raggeiturnar Á tímabili voru öll skáld aö missa af strætó og ortu allt hvaö af tók um þann sálarvoða; eitt þeirra oröaöi þessa existensíalísku angist á þá lund, aö lífið væri bara sveimér einsog aö teika bíl. Skáldin smituðu hvert annað af þessu mjálmi og þá kom upp staöa sem kenna má viö „survival of the fittest", einskonar hanaslagur skálda, því ekki gátu allir komist aö hinum eftirsótta stuð- ara. Afturámóti er önnur kenning um iífið og hún er sú, aö menn sem fást viö andlega iöju svosem skáldskap, skuli fremur keyra bílinn en teika hann. Þeir einir sjái framá veginn svo heitiö geti. Þessi kenning hefur ekki átt mikinn hljómgrunn á síöari tímum, en veriö gæti að sú staöa kæmi upp, að nauðsynlegt yrði aö dusta af henni rykið og jafnvel grípa til hennar í veruleikanum. Hræddur um þaö Kibbi minn. Og verið gæti að sú staöa kæmi upp, aö íslenskum menntamönnum væri hollt aö kynnast svolítið því sem Arthur Rimbaud var aö bauka, fyrir utan aö hringja í skakkt númer. Hér kemur smá um þaö. Rimbaud er sannkallaður vand- ræöaúllíngur og elst upp í námu- borg norðarlega í Frakklandi: Char- leville; iðnbyltingin nýskollin á meö öllu sínu braki og brestum. Hann er eitt fyrsta merki hinna nýju tíma; útskúfaður skáldi, sem skynjar að hin athafnasama þjóöfélags- maskína sem rekin er af sífitnandi borgarastétt, telur sig hvorki hafa þörf né pláss fyrir skringilegar sýnir og kjaftæði skálda. Hér eru þaö dugnaðurinn og framleiðsluafköstin sem gilda, og ekkert helvítis múður. Hin nýja og nýríka valdstétt gat ekki státaö af Rimbaud vildi meina að skáldið ætti aö „vinna aö því aö gera sig aö sjáanda." Verk hans eru „talin eitt hiö merkasta.sem frá mannshuga hefur komið" segir Mángi franski. Þaö finnst okkur Kibba líka. mikilli listhefö, og ef hún á annað borð skipti sér af listum, voru þau afskipti helst einhverjar gælur við smekk liðinna tíma, - og þar af leiðandi voru þeir listamenn einir settir á (líktog nú á dögum) sem hollir voru þessum smekk. Hinum smekklausu var vísað útá gaddinn, og í þeim gaddi var sjaldnast guð, - nema listin. Þaö er reyndar athyglisvert og skondið á sinn hátt aö horfa uppá söguna endurtaka sig: íslenskir menningareigendur, bæöi til hægri og vinstri, hafa nú á dögum farið nákvæmlega eins aö ráöi sínu, gert jafn glórulaus mistök og evrópsk borgarastétt 19. aldar. Sona er nú lífið Kibbi, en snúum okkur aftur að Rimbaud. Rimbaud og aðrir gaddbúar hafa í rauninni ekki um nema eitt að velja: aö skapa list, hvaö sem þaö kostar, og ögra meö henni fölskum veruleik heils samfélags sem er svo skammsýnt og sjálfsánægt aö þaö ímyndar sér aö þaö geti lifað af án frjálsrar listsköpunar. Þarna útí gaddinum veröur til list, óbrotgjörn list, sem er byggö á sönnum tengsl- um manns viö sköpunarverk, en ekki fölskum tengslum hrædds kúsks viö hrætt samfélag, einsog gildir um margt af þeirri list sem á uppá pallborðið á íslandi í dag. Síðar áttu Frakkar eftir aö skrifa margar, þykkar og sprenglærðar bækur um Rimbaud og þakka hon- um fyrir aöhafa bjargaö andlegu lífi sínu; fordæmi Rimbaud og þær mögnuðu tilraunir sem hann geröi áttu eftir að opna, ekki aðeins frönskum skáldskap, heldur einnig heimslistinni, nýjar leiðirtil andlegra landvinninga. j, ^ Jónas E. Svafár Háskóli ítilefnisextiuáraafmælisJónasarE.Svafárkemur Jónas hefur verið nefndur hiö eina sanna atom- safnrit Ijóða hans út hjá Helgafelli nú á næstunni undir skáld en hvaö sem, þvi líður hefur hann markaö sér titlinum Sjöstjarnan í Meyjarmerkinu. Þetta er fimmta sérstöðu innan íslenskrar Ijóðageröar, bæði hvað stíl bók höfundar, sú fyrsta Það blæðir úr morgunsárinu og efnistök varðar. Ljóð og mynd fara einatt saman kom út 1952. hjá Jónasi og er hann brautryðjandi á því sviði. as NT-mynd: Árni Bjarna Var þér gefið að girnast gullnar töflur í grasi úr lögum skal segja að land sé byggt með fjársvikum ertu meðal vort við brjóstvitinu eða sérðu mein í lífsreynslunni er hagfræði hei'mspekinnar að verða erlent rándýr láðs og lagar og geislabaugur sálarinnar orðin heilög hengingaról

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.