NT - 06.10.1985, Blaðsíða 8

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 6. október NT \ Kristinn G. Jóhannsson. Sá sem riður á vaðið og sýnir fyrstur í „Gamla“ Lundi er Kristinn G. Jóhannsson. Kristinn hlaut myndlist- armenntun sína í Edenborg í Skot- landi og er þetta hans þrettánda einkasýning en á samsýningum hefur hann „löngu misst töluna" eins og hann kemst sjálfur að orði. Ég sýndi fyrst á Akureyri fimmtíu og fjögur það eru sem sé orðin rúm þrjátíu ár síðan," sagði Kristinn G. Jóhannsson í spjalli við NT. „Þessi sýning er nokkuð frábrugðin fyrri sýningum mínum á þann hátt að ég er að vinna mig frá munstrunum sem ég lagði mikla stund á síðastliðin ár. Ég ákvað í vor, þetta var allt orðið pínulítið stíft, að fara að mála uppá nýtt e.t.v. í svolítið svipuðum stíl og hér á árum áður, og án alltof mikilla heilabrota, ég ætla að vita hvort eitthvað nýtt komi ekki útúr þessu.“ „Á þessari sýningu verða að meg- inhluta til Akureyrarmyndir ég tel það eiga mjög vel við núna þegar Gamli Lundur verður opnaður sem gallery. Nokkur dúkristumunstur fá að fljóta með rétt til að minna á hvernig þetta var áður og uppá lofti sýni ég svo teikningar, séríu úr þjóðsögunni um Galdra Loft.“ Spurður að því hvað honum fyndist um þetta hús og það framtak sem með því er unnið sagði Kristinn. „Húsið útaf fyrir sig er listaverk og maður dáist að því hugarfari sem liggur að baki þessu framtaki Jóns að hann skuli gera þetta af eigin hvötum, fyrir eigið fjármagn og af hugsjóna- mennskunni, til þess að hýsa myndlist, sem verður aldrei gróða- vegur, það er orðið svo sjaldgæft að hitta svona menn og slíkt framtak sem þetta að maður fellur hálfgert í stafi. Kristinn var að lokum spurður að því hvað honum fyndist um að vera myndlistamaður á Akureyri. „Ég hef aldrei þurft undan því að kvarta í sjálfu sér,“ sagði Kristinn. „Eg get unnið afskaplega óháður því að selja og er óháður markaðinum hann skiptir mig ekki lengur neinu máli, gerði það kannski í eina tíð. Ég hef stundað önnur störf til að fleyta málverkinu og uni því, þó að maður hefði kannski hér á yngri árum gjarn- an viljað að maður hefði getað sinnt þessu meira og ef til vill gert stærri hluti en aðstæður hafa leyft." Skrokkurinn sagaður niður Eftir að hann hefur fengið að hanga er skrokkurinn frystur við 32 stiga frost í einn sólarhring. Þá er hann settur á markað eða sagaður niður í læri, hrygg, frampart og slög sem síðan eru ýmist úrbeinuð eða sagað aftur í lærissneiðar, kótilettur, súpukjöt og svo framvegis. Lambakjöt úrbeinað Til þess að fá beinlaust kjöt í steikur, gúllas, hakk og fleira þarf að úrbeina lambið. Kjötið er því skilið frá beinunum og síðan snyrt. Afskurður og sá hluti kjötsins sem ekki nýtist á annan hátt er síðan hakkað og selt sem slíkt eða notað til frekari vinnslu. Kjötfars tilbúið Þegar afskurður og kjöt af slögum hafa verið hökkuð eru þau f ínsöxuð og hrærð í þar til gerðri vél. Saman við kjötið er blandað hveiti, undanrennudufti, kryddi og vatni og öllu blandað saman. Kjötbollur tilbúnar til neyslu Fyrir utan allt það kjötfars sem keypt ertil matreiðslu í heimahúsum selja margar búðir kjötbollur tilbúnar til neyslu ásamt kartöflum, grænum baunum og brúnni sósu. Viðskipta vinir taka þær síðan með sér heim eða á vinnustað og borða þær þar. gse NT-myndir: Róbert

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.