NT - 06.10.1985, Blaðsíða 16

NT - 06.10.1985, Blaðsíða 16
16 . Sunnudagur 6. október NT Sigurjón Jóhannsson trónir yfir bókastofunni í Kaupinhavn. NT-mynd Arni Bjama. Sigurjón Jóhannsson ræðir um sviðsmynd sína við íslands- klukkuna og ber hana lítillega saman við uppfærsluna frá 1950 Um síðustu helgi hófust á ný sýningar á íslandsklukkunni í Þjóðleikhús- inu. Þetta er þriðja uppfærsla hússins á leikritinu; fyrst var það sett upp 1950 sama ár og leikhúsið tók til starfa, síðan aftur 1968, og nú loks á 35 ára afmæli Þjóðleikhússins. I fyrstu sýningunni var leikstjórn í höndum Lárusar Pálssonar er einnig vann leikgerðina og um búninaa og leikmynd sá þáverandi leikmyndameist- ari hússins Lárus Ingólfsson. Árið 1968 var Baldvin Halldórsson leikstjóri en Gunnar Bjarnason leikmynda- og búningahönnuður. Uppfærslan nú í ár er í leikstjórn Sveins Einarssonar og núverandi leikmyndameistari Sigurjón Jóhannsson sér um búninga og leikmynd. íslandsklukkan hefur því fylgt Þjóðleikhúsinu allt frá byrjun. Frá því hún var fyrst sett upp hefur margt breyst; reynsla starfsfólks hefur aukist, áhorfendur eru orðnir sjóaðir og viðhorf manna til leikhúss eru önnur nú en þá. Þeir þættir I starfinu er best varðveitast í heimildum eru leikmynd og búningar. Útlitið má ráða af Ijósmyndum og tæknilega þætti gera sér í hugarlund. Þegar blaðamaður æskti þess af Sigurjóni Jóhannssyni að hann segði frá verki sínu og hugmyndunum að baki því og bæri það lítillega saman við verk starfsbræðra sinna í eldri URpfærslunum og þá sérstaklega þeirri fyrstu þá tók hann því Ijúfmannlega. Hann tók hinsvegar skýrt fram að ekki kæmi til greina að leggja dóm á „afrekin", því fyrir utan það að hann væri ekki rétti maðurinn til þess þá væri það nú svo að leikhúsið reyndi að svara á hverjum tíma kröfum samtíðarinnar og gerði það allan slíkan samanburð fánýtan. Viðtalið fór fram efst í turninum á álfaborginni, að hálfu leyti í víðum sal málara og hálfu í agnarsmáu prívati Sigurjóns þar innaf. Hann ræddi fyrst um hlutverk leikmyndateiknara. Strax eftir að verkefni hefur verið valið og leikstjóri ráðinn byrjar hespu- vinna milli hans og leikmyndateikn- ara. Þeir þurfa að koma sér saman um útgangspunkt og finna sér enda að lesa sig eftir. Það vinnst fyrst og fremst með lestri, umræðu og grein- ingu. Boltinn gengur svo á milli og maður skissar niður grófar hugmynd- ir. Þegar komið er niður á haldgóða lausn vinnur maður hana ítarlegar og í módel, jafnframt því sem maður er í stöðugu sambandi við leikstjórann. Við þessa vinnu verður maður að hafa alla þætti leikhússins í huga. Maður byggir ekki leikmynd eina og sér heldur verður að sjá fyrir hvernig hún á endanum virkar; hvernig breyt- ingar fara fram, hvernig Ijósum verði beitt og svo framvegis. Það verður að hafa alla heildina í huga og leik- myndasmíðin sjálf er ekki nema einn hluti hennár. Þegar módelið er fullsmíðað þá er farið yfir leikritið í þv'í, heildarlínur lagðar í sambandivið hreyfingar, inn- og útkomur. Þetta köllum við plastik; hvernig leikurinn hreyfist í rýminu. Eftir að líkanið hefur verið skoðað og þær breytingar gerðar er þykja nauðsynlegar er nokkuð öruggt að fara af stað með æfingar í ímyndaðri sviðsmynd. Á meðan þær standa yfir er sviðs- myndin gerð í endanlegri stærð og stuttu fyrir sýningar á allt að smella saman; leikur, sviðsmynd, Ijós, bún- ingar, leikmunir og hljóð. Við íslandsklukkuna þurftum við ríflegri tíma en vanalega svo sýningin yrði ekki hikandi. Það eru í verkinu ein tuttugu og sex atriði og sviðs- mennirnir þurftu ansi drjúga æfingu til að læra allar hreyfingarnar, sem breyttust reyndar á æfingatímanum. Þetta er forvinnan. Hvert er mark- miðið með sýningunni, hvað er leikrit- ið að segja, til hvers er verið að setja það upp. Að markmiði vinnu sinnar verða leikstjóri og leikmypdateiknari að stefna sameiginlega. Með íslandsklukkuna var það al- veg Ijóst frá upphafi að gamla sýning- in sem var tabló yrði ekki endurtekin. Við verðum að endurnýja okkur eins- og við getum. Annað kemur bara ekki til greina. Ef þú endurtekur sama hlutinn í leikhúsi þá fer fólki fljótlega að þykja heldur dapurlegt. Við ætluð- um ekki að bregða upp einni svip- mynd af annarri einsog í gömlu uppfærslunni heldur að reyna að segja þessa sögu í einni samfellu á eins góðan hátt og við gætum. Ekki trufla hana með of miklum tæknileg- um umsvifum heldur láta hana renna einsog vatn. Liður í því var að taka seka menn og sýkna á Þingvöllum og gera þá að kór og láta hann ýmist styðja eða flytja söguna. Leikgerð Lárusar var því breytt. Ástæðan fyrir því að við tökum einmitt þennan hóp er sú að íslensk alþýða er alltaf í bakgrunni alla atburðarásina. Hún er sú aflvél sem bókin fjallar fyrst og fremst um. Alþýðan sem er hrakin landshorna á milli til Þingvalla að heyra kveðið yfir sér dóm. Það er ósjaldan í bókinni minnst á drekkingarhyl, gálgaklett og höggstokkinn á Þingvöllum. Svipuðum aðferðum hefur verið beitt áður, til dæmis Nickolas Nickle- by í uppfærslu The Royal Shakesp- eare Company sem sýnd var í sjón- varpinu fyrir nokkru. Þar voru þátttak- endur leiksins ekki bara flytjendur heldur beinlínis fisískt afl á bak við leikinn. Viö reyndum þetta líka ansi ítar-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.