NT - 11.10.1985, Side 2

NT - 11.10.1985, Side 2
Föstudagur 11. október1985 ■ Breska skautaparið Jane Torvill og Christop- her Dean vann hug og hjörtu áhorfenda jafnt sem dómara á vetraról- ympíuleikunum, sem fram fóru í Sarajevo í febrúar á síðasta ári. Það var ekki nóg með að þau ynnu til gullverðlauna, heldur var það metfjöldi af 6-um (hæsta einkunnagjöf) sem þeim féll í skaut. Pau höfðu þar með náð eins hátt í heirni áhugamanna og náð varð Það hefur verið hljótt um þau Torvill og Dean síðan. Þau höfðu að vísu látið verða þess vart að þau væru nú um það bil að segja skilið við áhuga- mennskuna og ætluðu nú að gerast atvinnumenn í skautaíþróttinni. Þau hafa nú sýnt hvað fyrir þeim vakíi. Þau eru ekki lengur ein á ferð, heldur hafa safnað um sig 13 manna hópi, sem sýnir slíkar listir á skautasvell- inu að slíkt hefur ekki fyrr sést, segja þeir sem séð hafa. Að loknum æfingum í Þýskalandi og ferð til Ástralíu héldu þau síðan frumsýningu á Wembley í júlí-lok og góðgerðasýn- ingu, sem Diana prinsessa var viðstödd. Þá héldu þau með sýninguna sína til heimabæjar síns, Notting- ham, þar sem þau ætla að sýna gömlum nágrönnum og vinum, listir sínar fram í september. Þaðan liggur svo leiðin til Kanada o.s.frv., o.s.frv., tveggja ára ferðalag um víða. veröld. Þau Jane Torvill og Chris Dean hafa haldið saman í 8 ár og aðdáendur þeirra hafa verið fullir forvitni um hvernig pers- ónulegu sambandi þeirra muni vera háttað. Þau eru sagnafá um það, segja þó hjónaband ekki útilokað, en það taki sinn tíma að koma því'í kring og það sé einmitt tími sem þau hafi ekki nóg af þessa dagana. „Það getum við gert þegar við erum orðin sextug, en þá getum við ekki lengur skautað af hjartans lyst,“ segir Jane. Og einn fróður bætir því við að öll þau 8 ár sem þau hafi verið sam- an hafi þau alltaf sofið hvort í sínu herbergi. En þau eru mjög samrýnd. T.d. eyða þau öllum fríum saman. Hvernig stendur á því, heimta sumir að fá að vita. Jú, ástæðan er ofur ein- föld. Þau slaka ekki eins vel á í nokkrum öðrum félagsskap og hvort með öðru!

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.