NT - 11.10.1985, Side 8

NT - 11.10.1985, Side 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj,: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. rai iVF Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.t. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Hvert stefnir? ■ Nú hafa verið gerðar þær breytingar á ráðherraemb- ættum Sjálfstæðisflokksins sem formaður flokksins taldi nauðsynlegar. Ekki hefur verið skýrt hvers vegna þessi uppstokkun var talin nauðsynleg þótt formaður- inn tæki sæti í stjórninni en marga undrar sú ákvörðun hans að hræra upp öllum embættum flokksins en eflaust hefur formanninum þótt ærin ástæða til þess. Nú er bara að vona að þessi ráðstöfun gefist vel og að hinir nýju ráðherrar átti sig sem fyrst á nýjum málaflokkum og geti gengið ótrauðir til verka. Forsætisráðherra hefur skýrt frá því að stjórnarstefn- an verði óbreytt og að fjárlögin í þeirri mynd sem jiau eru nú verði lögð fram. Eflaust verða miklar umræður um þau og leitað leiða til að stemma enn frekari stigu fyrir útgjöldum og eyðslu ráðuneytanna. Varlega þarf þó að fara í þeim efnum eins og hér í blaðinu hefur áður verið vikið að. Þótt rétt sé að gæta aðhalds í opinberum framkvæmdum þarf einnig að hafa í huga arðsemi þeirra og þá röskun sem það getur þýtt að fresta þeim eða hætta við þær. N.T. ítrekar cnn þá skoðun sína að ekki má koma til kaupmáttarskerðingar hjá almenningi og lætur í Ijósi þá skoðun sína að finna þarf leiðir til að þeir sem breiðu bökin hafa greiði sinn skerf til þjóðarbúsins. Ekki er fyrirsjáanlegt að betri aðferð verði höfð en að leggja á stóreignaskatt í einhverri mynd. Hvað sem öðru líður þá er það staðreynd að þeir sem eiga miklar eignir eiga að geta tekið meira á sig en þeir sem einungis hafa lifibrauð af almennum launum. Þegar að kreppir verður að gera meira en gott þykir en ekki er hægt að bæta álögum á almenning eins og nú stendur. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem annast heimili hve öll matvara og annar heimiliskostnaður hefur hækkað í verði. Fullyrða má að hjá flestum heimilum er þessi liður svo stór að lítið má út af bregða í öðrum útgjöldum til að endar nái ekki saman. íslendingar vilja ekki að hér á landi sé fátækt. Hjá velferðarþjóðfélagi er fátækt eitt versta brennimark sem um getur. Ef ekki verður að gætt getur svo farið að ísland verði í röð þeirra ríkja sem hafa það orð á sér að hér ríki fátækt. Framsóknarmenn vilja fara með aðgát. Forsætisráð- herra hefur lagt fram ítarlega áætlun um hvernig megi bæta hag þjóðarinnar og draga úr erlendri skuldasöfn- un án þess að til atvinnuleysis komi og án þess að kaupmátturinn rýrni. Þessi áætlun miðast við þrjú ár. Óraunhæft cr með öllu að ætla sér að vinna á erlendum skuldum í einu vetfangi, og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur tekist að ná verðbólgunni niður um 100% á tveimur árum og er því ekki óraunhæft að ætla að ef stjórnin fær vinnufrið og stuðning lands- manna takist að vinna enn frekar að niðurlögum hennar á næstu misserum. Þrátt fyrir öra hjöðnun verðbóígunnar hefur tekist að halda fullri atvinnu sem er krafa allra. Óneitanlega spyrja landsmenn nú hvað það þýðir að nýir menn setjist í ráðherrastóla sjálfstæðismanna. Má búast við að þeir kaupi sér vinsældir með óhóflegum útgjöldum eða verður sú raunin á að þeir taki nú á stóra sínum í sparnaði og meti þjóðarhag meir en vinsældir? Verði svo var til lítils barist. Með þessu verður fylgst. Föstudagur 11. október1985 8 Þórdís Bergsdóttir: Vinnumarkaðurinn viðurkenni foreldrahlutverkið ■ Hvað er fjölskyldupólitík? Árið I98I gaf Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins út bækl- ing um málefni fjölskyldunnar. I erindi, sem þar er birt skilgreinir Eysteinn Jónsson orðið fjölskyldupólitík svo: „Fjölskyldupólitík fjallar um fyrirætlanir og ráðstafanir, sem stuðla að því að fjöl- skyldan geti verið áfram kjarnaeining í þjóðlífinu, þrátt fyrir breytta þjóðfélags- hætti. í þennan málaflokk koma því þau mál, sem tengj- ast þessari viðleitni." Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í apríl 1981, var lagt fram áfangaálit starfslióps um fjölskyldupólitík, en starfshópurinn var skipaður af framkvæmdastjórn I980sam- kvæmt samþykkt aðalfundar miðstjórnar sama ár. { nóvember 1980 lögðu þing- mennirnir Haraldur Ólafsson og Alexander Stefánsson fram þingsályktunartillögu um stefnumörkun í fjölskylduvernd ásamt greinargerð. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar og svæfð þar. Síðan ályktaði 18. flokksþing Framsóknarflokksins ítarlega um fjölskyldupólitík í nóvemb- er 1982, þar næst fyrsta lands- þing Landssambands framsókn- arkvenna á Húsavík 1983, einn- ig ályktanir miðstjórnarfunda, sem ég hefi ekki dagsetningar á. í bæklingnum, sem ég gat um er fjallað ítarlega um fjöl- skyldumál í áliti og erindum sem þar eru birt. Ég ætla að leyfa mér að rifja upp ályktun þá sern gerð var á Húsavík 1983. „Landsfundur framsóknar- kvenna á Húsavík dagana 28.-30. okt: fagnar því að Framsóknarflokkurinn skyldi fyrstur flokka flytja þingsá- lyktunartillögu um fjölskyldu- vernd. Við beinum þeim til- mælum til félagsmálaráð- herra að hann skipi hið fyrsta nefnd, er undirbýr löggjöf um samræmda stefnu í málum er varða eflingu og vernd fjölskyldunar með tilliti til mikilvægis hennar í þjóðfé- laginu og gera henni kleift að sinna vel uppeldis- og um- önnunarhlutverkum sínum. Vinnumarkaðurinn viður- kenni foreldrahlutverkið. Vinnutími verði sveigjanlegri eftir því sem við verður komið til þess að samræma þarfir vinnumarkaðarins einkahögum fólks. Dregið verði úr vinnuálagi með því að bæta dagvinnukjör, en minnka eftirvinnu. Stefna þannig að því að stytta vinnutíma foreldra barna utan heimilis. Unnið verði markvisst gegn hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna á vinnumarkaðinum og stuðla með því að eðlilegri verkaskiptingu karla og kvenna orlof, sem þingmenn Framsókn- arflokksins hafa lagt fram á Alþingi. Það felur í sér að öllum foreldrum verði tryggðar sömu greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, án tillits til atvinnuþátt- töku. Aukinn verði fjöldi nema sem teknir eru inn í Fósturskóla íslands frá bví sem nú er. Stefnt skal að því að öll börn á aldrinum eins árs til sex ára eigi kost á dvöl á dagvistarheimili, óski foreldrar þess, dvalartími barna verði sveigjanlegri. Stefnt verði að því að skólar verði einsettir og skólatími barna sveigjanlegri. Skólatími eldri og yngri barna verði sem líkastur og samræmdur vinnutíma for- eldra þ.e.a.s. frá nálægt 9 að morgni til 15 e.h. Með þessu móti gæfist kostur á að bæta innra starf skólans - hann gæti sinnt uppeldishlut- verkinu betur og samhliða kom- ið á móts við hæfileika hvers og Ég tel að brýnt sé að gera áætlun til lengri tíma, unna af sérfróðu fólki, um hvað hin öra þróun muni hafa á fjölskylduna í framtíðinni svo að hægt sé að miða áætlanir og aðgerð- stjórnvalda í samræmi við þau. ir utan og innan heimilisins. Jafn- framt er brýnt að endurmeta til launa hefðbundin kvennastörf. Þjónustustofnanir verði færð- ar í það horf sem henti fjöl- skyldulífi nútímans. Kennsla í uppeldis-, fjölskyldu- og heimil- isfræðum verði aukin. Fari hún fram í skólum, námsflokkum og í tengslum við heilsugæslustöðv- ar. Námsefnið verði í samræmi við þörfina á ólíkum aldurs- skeiðum. Hraðað verði afgreiðslu á breytingu á lögum um fæðingar- eins. Með samræmdum vinnu- tíma allrar fjölskyldunnar er einnig kominn grundvöllur fyrir því að foreldrar geti átt fleiri samverustundir með börnum sínum. Tengsl skóla og heimilis þarf að auka til muna og áherslu þarf að leggja á hinn mikilvæga þátt foreldris í öllu fræðslu-, uppeld- is- og handleiðslustarfi. í því skyni þyrfti m.a. að gefa út handbækur til ráðgjafar og leiðbeiningar fyrir foreldra barna og unglinga. Með samræmingu vinnutíma foreldra og skólatíma barna væri nánast ekki þörf á skóla- dagheimilum og jafnframt gæti skólahúsnæði verið nýtt til fé- lags- og æskulýðsstarfsemi og ýmiskonar tómstundastarfsemi í samvinnu við foreldrafélögin. Þá má benda á að með þessu má einnig auka umferðaröryggi barna með sérstöku eftirliti við upphaf og lok skóladaga. Fylgt verði eftir samþykktum flokksþingsins um málefni aldr- aðra, m.a. verði tekið tillit til mismunandi fjölskyldugerða við hönnun húsnæðis, t.d. stór- fjölskyldunnar þar sem þrír ætt- liðir búa saman. Með því væri fjölskyldunum auðveldað að sjá um aldraða og fatlaða í heima- húsum. enda taki þjóðfélagið tillit til þess með auknum skatt- ívilnunum og opinberum styrkjum. Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur og sérstök áhersla lögð á uppbyggingu langlegudeilda fyrir öldrunar- sjúklinga og dagvista fyrir þá er þær geta nýtt sér. Þá ber einnig að hafa að leiðarljósi þau grundvallar- mannréttindi aldraðra, sem og annarra einstaklinga í lýðræðis- þjóðfélagi, réttinn til sjálfs- ákvörðunar, áhrifa og þátttöku. En það er ekki nóg að hafa góða stefnu og setja fögur fyrir- heit á blað, það þarf að fylgja þeim eftir. Nokkuð hefir áunnist síðan þetta var samþykkt. Ég get nefnt breytingar á tryggingalög- um, breytingar á erfðalögum og aðgerðir í húsnæðismálum. Við höfum náð forystu á Norðurlöndum í meðferð áfengissjúklinga svo eitthvað sé nefnt. En því miður eru aðrir þættir er snerta fjölskylduna, sem vert er að hyggja að. Hlutverk kaupfélaganna Grundvallarreglur ■ Staða kaupfélaganna er erfið um þessar mundir og heyrst hefur að mörg þeirra liafi ekki staðið verr í langan tíma. Engan þarf að undra þetta þar seni staða þjóðarbús- ins er slæm og ekki síður þar sem hagur landsbyggðafólks sem að verulegu leyti hafa sín viðskipti við kaupfélögin hefur sjaldan verið verri. Þá hafa líka að undanförnu verið gerðar árásir á sam- vinnuhreyfinguna og kaupfé- iögin af aðilum sem lítið til þeirra þekkja og að sjálfsögðu hafa þær sín óheillaáhrif. Ýmsir telja samvinnuhreyf- inguna og kaupfélögin einok- unaraðila sem hafi það að markmiði að græða á sínum félagsmönnum og drepa niður samkeppni. Þeir sem svo tala eiga það flestir sammerkt að þekkja hvorki eðli samvinnu- hreyfingarinnar né hlutverk kaupfélaganna. Hvert kaupfélag er sérstakt félag með sérstaka stjórn sem félagsmennirnir kjósa á lýð- ræðislegan hátt svipað og gerist hjá flestuni félagshreyfingum landsins. Kaupfélögin starfa eins og önnur samvinnufélög um allan heim eftir reglum sem fyrstar voru settar fram árið 1844 í smábænum Roch- dale í Englandi. Segja má að þær grundvallarreglur hafi það að markmiði að félagsmenn séu allir jafnir og að ágóði félagsins skiptist niður á félags- nienn. Samkvæmt reglunum er kveðið svo á um að félagið sé öllum opið. Enginn er skyldugur að gerast félagsmað- ur í kaupfélagi og engum er meinaður aðgangur að því nema hann ætli sér að skaða félagsskapinn. Þá er einnig í lögum kaupfélaganna ákvæði um að hver félagsmaður skuli hafa eitt atkvæði án tillits til þess hver verslun hans er við félagið eða fjármagns sem hann kann að eiga þar inni. Þetta ákvæði laganna tryggir í raun að hver einstakur félags- maður er jafnrétthár, hvort sem hann er ríkur eða fátækur, óbreyttur félagsniaður eða stjórnandi félagsins. Stundum virðist að félags- mennirnir sjálfir átti sig ekki á þessum grundvallaratriðum félagsskaparins. Þeir sem gagnrýna kaupfélögin hvað hæst eru jafnvel félagsmenn sjálfir en koma síðan ekki á fundi félagsins eða reyna á annan hátt að nota sinn rétt til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Hvaða hag hefur ein- staklingurinn af því að vera í kaupfélagi? Þessari spurningu var eitt sinn svarað svo: „Hagur ein- staklingsins er hjóm eitt, samanborið við hag fjöldans." Ef litið er á starfsemi kaupfé- laganna og hún borin saman við einkareksturinn kemur mismunur þessa rekstrarforma skýrt í Ijós. Lang flest íslensku kaupfé- lögin eru svo kölluð „blönduð félög", þ.e. eru jöfnum hönd- um nieð neysluvöruútvegum og afurðasölu, auk margs kon- ar þjónustu og jafnvel iðnað- arframleiðslu. Þetta fer þó eft- ir því hvað félagsmennirnir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.