NT - 11.10.1985, Qupperneq 9
ffl" ? Föstudagur 11. október1985 9
LL
Fyrst vil ég nefna þann mikla
launamun, sem sífellt hefir auk-
ist á undanförnum árum og
gerir þeim, sem dragast afturúr
æ-erfiðara að framfleyta sér og
sínum, vil ég þar nefna einstæða
foreldra, öryrkja og aldraða
ásamt stórum hópi láglauna-
fóiks.
Annað en þau vandamál sem
skapast vegna síaukinnar sölu
og neyslu fíkniefna og hinna
geigvænlegu afleiðinga þeirra
og er það álit margra, að ekki sé
gert of mikið úr þeim vanda,
sem þar er við að fást.
Síðast en ekki síst, má ekki
gleyma því að borið hefur á
atvinnuleysi aðallega út um
land, að vísu oftast tímabundið,
en það er erfitt að gera sér grein
fyrir því öryggisleysi, sem stór
hluti fólks býr við, t.d. í fiskiðn-
aði, þar sem hægt er að segja
fólki upp starfi með viku fyrir-
vara.
í sambandi við atvinnumálin
er vert að hugleiða hve mikilvæg
þau eru þegar hugsað er til þess
að þó nokkur hluti af þeim
dönsku stúlkum, sem hingað
hafa komið til starfa í fiskiðnaði
eru hér fyrst og fremst til að ná
sér í starfstíma til að komast inn
á atvinnuleysisbætur og hafa
litla von unt að fá vinnu þó þær
vildu þegar heim kemur.
Vegna þess hve stór mála-
flokkur fjölskyldumálin eru, en
segja má að þau tengist flestum
málaflokkum t.d. efnahags- og
atvinnumálum ásamt launamál-
um og vegna hinna öru breyt-
inga í þjóðfélaginu t.d. í sam-
bandi við tækni og tölvuvæðingu
er nauðsynlegt að halda vöku
sinni.
Ég tel að brýnt sé að gera
áætlun til lengri tíma, unna af
sérfróðu fólki, um það hvað hin
öra þróun muni hafa á fjölskyld-
una í framtíðinni svo hægt sé að
miða áætlanir og aðgerðir
stjórnvalda í samræmi við þau.
Og sífellt sé verið á verði um
að aðlaga fjölskyldur og ein-
staklinga í samræmi við þær.
Þetta gæti verið verðugt verk-
efni fyrir LFK að vinna að.
Framsóknarflokkurinn varð
fyrstur stjórnmálaflokka að
móta stefnu í fjölskyldupólitík
og honum ber að hafa áfram
forystu í málefnum fjölskyld-
unnar og vekja á því athygli, og
okkur ber einnig að gæta þess
að fjölskyldan verði ekki fótum-
troðin af stefnu eiginhagsmuna
og frjálshyggju.
Þórdís Bergsdóttir er
bæjarfulltrúi á Seyðisfirði
og annar varaþingmaður
í Austurlandskjördæmi.
„Meistari Kjarval 100 ára“
Glæsileg bók um Kjarval
■ Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu ævisaga Jóhann-
esar S. Kj^rvals eftir Indriða
G. ÞorsteinsSon. Þetta er mik-
ið verk í tveimur bindum og
rekur ævi Kjarvals frá fæðingu
á Efriey í Meðallandi 15. októ-
ber 1885 og til dauðadags 13.
apríl 1972. Aukþíss eru marg-
ar myndir í ævisögunni, bæði
litprentanir af málverkum og
ljósmyndir frá ævi listamanns-
ins og af samferðafólki hans.
Indriði G. Þorsteinsson var
af Hússtjórn Kjarvalsstaða
ráðinn árið 1976 til að rita
þessa ævisögu. Hefur hann
unnið að því verki síðan, fyrst
við gagnasöfnun og úrvinnslu
gagna, en eiginleg ritun sög-
unnar hófst ekki fyrr en um
áramótin 1983-84, að því er
hann segir í eftirmála við
verkið. Davíð Oddsson borg-
arstjóri ritar formálsorð fyrir
verkinu.
Ævisaga Kjarvals er glæsileg
bók og hefur Hafsteinn Guð-
mundsson ráðið allri uppsetn-
ingu hennar og útliti. Val mál-
verka sem myndir eru af í
ævisögunni hefur Frank Ponzi
annast og haf't umsjón með
prentun þeirra. Þarsem verkið
er unnið að fruntkvæði Reykja-
víkurborgar hafa aðilar í stjórn
borgarinnar fylgst náið með
framvindu þess og hefur Björn
Friðfinnsson framkvæmda-
stjóri lögfræði- og stjórnsýslu
borgarinnar mest komið þar
við sögu.
Ævisaga Kjarvals er eins og
áður segir í tveimur bindum.
Fyrra bindið er 288 bls. að
stærð og síðara bindið 326 bls.
og eru þá myndasíður ekki
taldar með. Filmuvinnu og
prentun bókarinnar hefur
Prentsmiðjan Oddi annast.
■ I október-mánuði eru
hundrað ár liðin frá fæðingu
eins mesta listamanns íslensku
þjóðarinnar, Jóhannesar S.
Kjarvals. Margt verður gert til
að heiðra minningu þess
manns, sem er einn helsti burð-
arstólpi íslenskrar myndlistar
og menningar fyrr og síðar.
Stærsta einkasafn Kjarvals-
mynda er í eigu Þorvaldar
Guðmundssonar, forstjóra í
Síld og fisk, sem hann hefur
eytt stórum hluta ævi sinnar til
að safna. í tilefni afmælisins
undirbýr Þorvaldur nú sýningu
á á annað hundrað myndum,
sem opnuð verður 19. október
n.k. í sýningarsal hans í Há-
holti í Hafnarfirði.
Sýningin ber yfirskriftina
„Meistari Kjarval 100 ára“, og
flest málverkin hafa aldrei fyrr
komið fyrir sjónir almennings.
Nokkrar myndir hafa áratug-
um saman verið erlendis og
eru tvær t.a.m. nýkomnar
heim frá Þýskalandi, eftir að
hafa verið þar frá því skömmu
eftir að þær voru málaðar 1934.
Elsta myndin á sýningunni
er handmálað jólakort frá
1905. Mesta verkið á sýning-
unni er hið margfræga „Lífs-
hlaup Kjarvals", sem er í raun
veggfóðrið úr vinnustofu
Meistarans í Austurstræti. í
litprentuðu afmælisriti, sem
Þorvaldur gefur út í tilefni
tímamótanna, segir Aðal-
steinn Ingólfsson, listfræðing-
ur í lokaorðum m.a.: „Á þessu
afmælisári Kjarvals verða sýn-
ingar haldnar honum til heið-
urs víða um land. Þó er ég
sannfærður um að engin þeirra
megnar að sýna hinn fjölþætta
og óútreiknanlega feril hans
með eins hnitmiðuðum og
sannfærandi hætti, og þessi
sýning í Háholti."
■ Hér er Þorvaldur Guðmundsson með litaspjald Kjarvals við ófullgerða mynd, sem er hluti af Lífshlaupi Meistarans. Hjá honum
standa Gunnar Hjaltason, gullsmiður og Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, en þeir hafa aðstoðað Þorvald við að koma
afmæhssymngunni „Meistari Kjarval 100 ára“ upp í Háholti í Hafnarfirði.
í fyrsta sJn' °Pnar 19 október n■k• og f*ar verða sýnd a annað hundrað listaverka Kjarvals, sem fiest koma nú fyrir augu almennings
■ Indriði G. Þorsteinsson
■ Jóhannes S. Kjarval
5
1 -tlim :
:
»■.—...........>*r^*s-£iEN. ,-E'
______ úáL' V4- úsC Lí
sjálfir ákveða. Það fyrirtæki í
hvaða mynd sem það er verður
síðan ekki lagt niður gegn vilja
félagsmannanna.
Ef viðkomandi fyrirtæki
væri í höndum einkaaðila er
alltaf sú hætta fyrir hendi að
eigandinn flytti í burtu eða
hætti rekstri þess óháð því
hvort heimamenn æskja þess
eða ekki. Viðkomandi ein-
staklingur getur haft ærnar
ástæður til að leggja niður sitt
fyrirtæki t.d. vegna heilsu-
leysis, aldurs, breytingu á hög-
um fjölskyldunnar eða að hann
telji sig ekki fá nægan hagnað
af rekstri þess.
Ef þessi einstaklingur flytur
úr héraðinu flytjast einnig með
honum miklir fjármunir. Fjár-
magn kaupfélaganna flyst hins
vegar ekki í burtu þar sem
eigendurnir eru heimamenn
sjálfir á hverjum tíma.
Þá er einnig rétt að benda á
að kaupfélögin eru undir stjórn
heimamanna og þar með fjár-
magn þeirra. Því er það víða
svo að kaupfélögin lána ein-
staklingum til sinna fram-
kvæmda jafnvel þótt þeir séu
ekki félagsmenn vegna þess að
félagsmennirnir álíta að starf-
semi þeirra sé nauðsynleg hér-
aðinu. Má þar nefna lán til
kaupa á stórvirkum tækjum,
bátum og ekki síst til bygg-
ingaframkvædma. Þetta þýðir
í raun að félagsmennirnir sem
eru vel stæðir hjálpa þeim sem
þurfa að koma fótunum undir
sig.
Sá þáttur kaupfélaganna
sem þau eru hvað þekktust
fyrir er neysluvöruútvegun.
Kaupfélögin versla með þá
vöru sem félagsmennirnir vilja
og þurfa án tillits til þess hve
miklum ágóða varan skilar.
Kaupfélagið sinnir þörfum
félagsmannanna en jafnframt
leggur þetta þjónustuhlutverk
kaupfélögunum miklarskyldur
á herðar. Einkaverslunin getur
sérhæft sig í verslun á einstaka
vörutegundum og lagt þá
áherslu á þær vörur sem mest-
um ágóða skilar. Þá er einnig
rétt að benda á að mörg kaup-
félaganna hafa sett sér það
markmið að vera með sama
vöruverð á öllu félagssvæðinu
án tillits til fjarlægðar frá
höfuðstöðvunum. Þetta er
mikið réttlætismál fyrir félags-
mennina en vitanlega standa
kaupfélögin verr að vígi gagn-
vart samkeppnisaðila sem
staðsettur er á stærsta staðnum
og getur boðið vöruverð niður
vegna lítils flutningskostnaðar
og fjölda viðskiptavina, þ.e.
hann getur tekið uggann úr
egginu en látið kaupfélaginu
eftir að sjá unt óarðbæru þjón-
ustuna.
Þjónusta kaupfélaganna
kemur fram í ýmsum myndum
og skilar oft ekki hagnaði.
Mörg kaupfélaganna eru með
hótelrekstur á fámennum
stöðum, bifreiðaverkstæði,
trésmiðju, vöruflutninga o.fl.
o.fl. Félagsmennirnir vita að
þessi þjónusta er nauðsynleg
fyrir byggðarlagið og borga
jafnvel með henni með arði
sínum. Enginn einstaklingur
myndi halda uppi þannig þjón-
ustu sem rekin væri með halla.
Hann hvorki gæti það né vildi.
( fámennum byggðarlögum
veltur það á samtakamætti
fólksins hvort hægt er að ráðast
í stórframkvæmdir s.s. togar-
akaup, frystihúsabyggingar
eða iðnaðarframleiðslu. Kaup-
félögin eru vettvangur fyrir
sameiginlegt átak. Dæmi um
allt land sýna að kaupfélögin
ásamt sveitarfélögunum og eða
einstaklingum hafa verið að
gera stórátök sem einstaklingi
væri ofviða.
Að síðustu má nefna að öll
kaupfélögin stuðla að menn-
ingarlífi í einni eða annarri
mynd og hafa það beinlínis á
stefnuskrá sinni.
Ljóst má vera að kaupfélög-
in gegna viðamiklu hlutverki í
hverju byggðarlagi ekki síst á
landsbyggðinni og er vert að
minnast þess nú þcgar sam-
dráttar gætir þar. Ekkert félag
er sterkara en þeir einstakling-
ar sem að því standa. Með því
að sýna kaupfélögunum við-
skiptatryggð og taka virkan
þátt í félagsstarfi þeirra og
uppbyggingu stuðlar félags-
maðurinn að aukinni þjónustu
þeirra, auknum umsvifum í
atvinnumálum og þar með
aukinni hagsæld byggðarlags-
ins.
Stöndum saman um velferð
þjóðarinnar. Samvinnu-
hreyfingin hefur sannað hlut
sinn í þeim efnum.
Níeis Árni Lund