NT - 11.10.1985, Síða 10
flokksstarf
Konur
Vestmannaeyjum
Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið í Vest-
mannaeyjum fyrir konur á öllum aldri dagana 11., 12., og 13.,
október n.k. í Gestgjafanum við Heiðarveg, námskeiðið hefst
11. október kl. 20.00.
Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku,
fundarsköpum og framkomu í útvarpi og sjónvarpi.
Leiðbeinandi verður Unnur Stefánsd.
Pátttaka tilkynnist til Guðbjargar í síma 98-2423.
Framsóknarfélag Garðabæjar
heldur fund laugardaginn 12. október kl. 5 að Goðatúni 2.
Fundarefni: Kjördæmisþing 19. október n.k.
Kjördæmisþing á Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi
verður haldið í Garðaholti laugardaginn 19. okt.
Dagskrá auglýst síðar.
Stjórnin.
Akranes
Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akranesi
verður haldinn miðvikudaginn 16. okt. n.k. kl. 20.30 í
Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, Akranesi.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga 1986.
3. Önnur mál
Stjórnin
Fulltrúaráðið í Kópavogi
Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Kópavogi
verður.haldinn fimmtudaginn 17. okt. kl. 20.30 í Hamraborg
5. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Konur Árnessýslu
Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður
haldinn að Flúðum fimmtudaginn 17. október og hefst hann
kl. 21.00. Framsöguerindi: Drífa Sigfúsdóttir, ræðir um'Jram-
boðsmál. Kosnar verða konur á kjördæmisþing. Nýir félagar
velkomnir. Mætum allar eldhressar.
Stjórnin.
íbúð óskast
3ja herbergja íbúö óskast í Vesturbæ. Upplýsing-
ar í síma 12153 eftir kl. 7.00.
t Helgi Helgason,
Hjallavegi 3, Ytri Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvikurkirkju laugardaginn 12.
október kl. 14.
Margrét Kristjánsdóttir, Bára Helgadóttir,
Halldór Arason, Jenný Jónsdóttir,
Grétar Helgason, Guðrún Þorsteinsdóttir,
ValgeirHelgason, GuðlaugBergmann,
SævarHelgason, Ragnheiður Skúladóttir,
Guðjón Helgason, Sveinborg Daníelsdóttir,
Jón Helgason, ValdísTómasdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Soffíu Ólafsdóttur,
Leifsgötu 10, áöur Hverfisgötu 58A.
Guðmundur Guðlaugsson,
Gunnar Guðlaugsson,
Pétur Guðlaugsson,
Ásólfur Guðlaugsson,
Margrét Guðlaugsdóttir,
Sigrún Guðlaugsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
EC Föstudagur 11. október1985 10
H| ónamiimi
Asgerður Bjarnadóttir
og Jón Snæbjörnsson
Aldrei er svo bjurt
yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú!
MJ
í dag verður jarðsett mág-
kona mín Ásgerður Bjarnadótt-
ir Háaleitisbraut 30, aðeins tæp-
um mánuði síðar en eiginmaður
hennar.
Vart getur ólíkari aðdrag-
andi að andláti en það hvernig
þeirra bar að. Ása, eins og hún
var oftastköliuðafvinumsínum, I
liáði sitt langa og erfiða dauða-
stríð og heita mátti allt frá því að
sjúkdóms hennar varð vart í
febrúarsl. og til hinstu stundar.
Eiginmaður hennargekk heill
til skógar, að því vitað var, allt
til þess að hann hneig niður fyrir
framan vinnustað sinn og lést
hálfum sólarhring síðar, án þess
að hafa komist til meðvitundar.
Síðustu mánuðir hafa vafa-
laust verið honum erfiðir þótt
ekki bæri hann það á torg, enda
slíkt ekki líkt Jóni.
Hann eins og aðrir ástvin-
ir Ásgerðar áttu mörg þung
spor að og frá sjúkrabeði
hennar, þar sem þeir voru svo
vanmáttugir. Þrátt fyrir það var
Herdís dóttir hennar alla stund
óþreytandi í umönnun sinni.
Læknum og hjúkrunarfólki eru
þakkir færðar fyrir að gera allt
sem í mannlegu valdi stóð til að
létta henni síðustu stundirnar.
Ástrík santbúð þeirra hafði
varað í fjörutíu ár, því trúlofun
sína opinberuðu þau I7. júní
I945 og gengu í hjónaband á
annan í jólum það sama ár.
Lengst af þeim tíma hefi ég
notið þess að geta talið niig til
vina þeirra og tel það hverjum
lán að eiga slíka að virium.
Eins og fram kom í minning-
argreinum um Jón kom hann
víða við og mun alstaðar hafa
verið vel látinn. Það sem þá var
skrifað um Jón og störf hans
verður ekki frekar rakið hér.
Hans aðeins minnst og þakkað.
Ásgerður fæddist, eins og
áður gat, fyrsta dag ársins 1920
að Svertingsstöðum í Miðfirði
og hlaut síðar nafn föðurömmu
sinnar. Foreldrar hennar munu
ekki fyrr né síðar hafa hlotið
betri nýársgjöf.
Hún ólst upp hjá foreldrum
sínum Margréti Sigfúsdóttur og
Bjarna Björnssyni, í stórum
systkinahóp, sú þriðja af átta
börnum þeirra hjóna. Frá Svert-
ingsstöðum fluttust þau að Upp-
sölum þar sem þau bjuggu
lengstum.
Skólaganga Ásu var líkt og
annarra barna þá, í forskóla
sveitarinnar, en þó mun hún
mest hafa notið tilsagnar móður
sinnar, sem á sínum yngri árum
var mjög vel látinn barnakenn-
ari í sveit sinni en hafði þá látið
af því starfi sem henni mun alla
tjð hafa verið mjög hugleikið.
Ása brást heldur ekki vonum
hennar því barnaskólaprófi lauk
hún meðfyrstuágætiseinkunn.
Fljótlega eftir að Ása fluttist
úr foreldrahúsum fór hún til ísa-
fjarðar og lauk þar námi í Hús-
mæðraskóla ísafjarðar.
Eftir það fluttist hún til
Reykjavíkur og vann þar um
tíma við vefnað en tók síðar við
forstöðustarfi á saumaverkstæði
bróður síns Sigfúsar sem lengst
af var kenndur við Heklu.
Á þeim tíma kynntist hún
manni sínum. Eftir það helgaði
hún sig heimili sínu, eiginmanni
og börnum, eftir að þau komu.
Nokkra vinnu stundaði hún þó
af og til utan heintilis og árið
1977 stofnaði hún ásamt systur
sinni hannyrðaverslun í Kópa-
vogi og rak hana með henni í
nokkur ár þar til hún hætti og
seldi systur sinni hlut sinn.
Börn Ásgerðar og Jóns eru:
Bjarni rafmagnsverkfræðingur
kvæntur Þuríði Stefánsdóttur
kennara og eiga þau fjögur
börn. Herdíshjúkrunarfræðing-
ur gift Stefáni Rögnvaldssyni
verkstjóra, börn þeirra eru tvö.
Snæbjörn sem stundar nám í
rafmagnsverkfræði í Þýska-
landi.
Börnum sínum þremur
reyndust þau hjónin eins og
foreldrum er best unnt og hefðu
aldrei talið þakkavert, slíkt var
of sjálfsagt.
Hin síðari ár, eftir að börnin
voru uppkomin, sneru þau sér
meir að því að sinna eigin
áhugamálum og vakti aðdáun
hversu vel þau nutu lífsins
heima og heiman og þess að
ferðast saman víða á framandi
stöðum, enda munu þau hafa
gist eða heimsótt flest lönd þess-
arar álfu.
Jón hafði einnig mikla ánægju
af ferðalögum innanlands, ekki
hvað síst af gönguferðum um
fjöll og óbyggðir. Þeirrar
ánægju urðum við hjónin að-
njótandi að fara með honum
ásamt fleirum, á vegum Ferðafé-
lags fslands, undir lians farar-
stjórn, í hans síðustu fjallgöngu
sem farin var um sl. verslunar-
mannahelgi.
Margt ógleymanlegt hafa góð
skáld okkar ícveðið um móður
sína og móðurástina. Sú móðir
var Ásgerður að flest það sem
þar hefur best verið sagt og ég
hefi lesið finnst mér gæti átt við
um hana.
Guð blessi ykkur hjónin á
þessari langferð sem nú er hafin.
Börnum ykkar, tengdabörnum
og barnabörnum sendum viö
hjónin innilegar samúðarkveðj-
ur og óskir um styrk á þrauta-
tímum.
Ég veit að Ása og Jón myndu
vilja þakka börnum sínum fyrir
alla samveruna og hve vel þau
vanda sína hinstu umönnun og
kveðjur og þetta fallega vers
Matthíasar leyfi ég mér að velja
sem kveðju þeirra.
Bcr nú, minn blíði
börnum okkar
elsku mína
og andlátsbænir;
inn þeim og inn
allt hið besta,
seg milt og mjúkt:
„mömmu er batnað
Kjartan Ólafsson.
Ásgerður tengdamóðir mín
lést á Borgarspítalanum 3.
október eftir þungbært stríð.
Hún var fædd I. janúar 1920
að Svertingsstöðum í Miðfirði,
V-Hún. Foreldrar hennar voru
hjónin Margrét Sigfúsdóttir
kennari og Bjarni Björnsson
bóndi. Hún var þriðja í röð átta
systkina. Fjölskyldan fluttist
seinna að Uppsölum í sömu
sveit þar sem Ásgerður ólst upp
og kenndi hún sig jafnan við
þann stað. 18 ára gömul fer hún
til Reykjavíkur og dvelur hjá
Sigfúsi bróður sínum og konu
hans Rannveigu. Veturinn 1940
fer hún til ísafjarðar á Hús-
mæðraskóla. Eftir það heldur hún
aftur til Reykjavíkur og vinnur
við vefnað um tíma, en gerðist
síðar verkstjóri í fata-
verksmiðjunni Herkúles sem
Sigfús bróðir hennar rak. Þar
starfaði hún þangað til hún
giftist lífsförunaut sínum Jóni
Snæbjörnssyni á annan dag jóla
1945. Eftir það snýr hún sér
alfarið að heimilsstörfum og býr
þeim hlýlegt heimili sem lengst
af var að Háaleitisbraut 30. Þau
eignuðust þrjú börn, Bjarna
rafmagnsverkfræðing kvæntan
Þuríði Stefánsdóttur, Herdísi
hjúkrunarfræðing gifta Stefáni
Rögnvaldssyni og Snæbjörn
verkfræðinema sem er ókvænt-
ur. Barnabörnin eru orðin sex.
Reyndist Ásgerður börnum sín-
um hin besta móðir og voru
þau umvafin kærleika og ástúð
frá fyrstu tíð.
Þegar börnin uxu úr grasi
breytti Ásgerður um lífsstíl,
setti meðal annars á stofn versl-
un ásamt systur sinni og versl-
uðu þær með hannyrðavörur.
Var það engin tilviljun að hann-
yrðavörur urðu fyrir valinu því
hún var mjög snjöll saumakona
og mikið gefin fyrir alla handa-
vinnu. Það var þeim Ásgerði og
Jóni sameginlegt áhugamál að
ferðast um heiminn og njóta
lífsins saman sem þau og gerðu
óspart hin seinni ár. Svo sam-
rýmd og samtaka voru þau að
undrun sætti. Að mörgu leyti
voru þau eiginlega eins og nýtrú-
lofuð.
Kynni okkar hófust árið 1974
þegar ég kém inn á heimili
Ásgerðar og Jóns sem kærasti
einkadóttur þeirra. Það voru
mín mestu gæfuspor. Ásgerður
var eintaklega góð í viðkynn-
ingu og var hún mér mjög kær.
Minnisstæðareru mérallarmín-
ar heimsóknir á Háaleitisbraut-
ina vegna þeirrar ánægju sem
þær veittu mér.
Ljóst var snemma á þessu ári
að Ásgeíður var haldin banvæn-
um sjúkdómi. Jón reyndist
henni einstaklega vel í þessu
veikindastríði, en hans naut
ekki við síðustu 4 vikurnar sem
hún lifði, þar sem hann lést af
völdum hjartaáfalls hinn 6. sept-
ember sl.
Það er sárt að sjá á bak svo
góðu fólki sem tengdaforeldrar
mínir voru og sorglegt að litli
Jón Hannes og Ásgerður Drífa
skyldu ekki geta notið lengur
samvista við „ömbu“ sína og
afa, en það kölluðu þau hana
alltaf.
En það er mér og fjölskyldu
minni huggun harmi gegn að
minningarnar um þau er allar
Ijúfaroggóðar. Betri tengdafor-
eldra hefði ég ekki getað hugsað
mér.
Að lokum vil ég þakka lækn-
um og hjúkrunarfólki á deild A-3
við Borgarspítalann fyrir alla þá
góðu umönnum og aðhlynningu
sem Ásgerður naut.
Stebbi tcngdasonur.
Kyrrð dauðans er komin yfir.
Hún er laus úr viðjum hins
þungbæra sjúkdóms. Dagurinn
eilífi er runninn upp. Minn-
ingarnar streyma fram um hana,
sem ætíð átti gnægð ástúðar og
umhyggju að gefa, livað sem á
bjátaði.
Fagrar, dýrmætar perlur, sem
ekkert fær eytt og aldrei fellur
á. Lifandi áhuginn og glöggur
skilningur á öllu, er verða mætti
börnum og barnabörnum til far-
sældar og þroska, hvort sem
það var skólastarf af einhverju
tagi eða annað, verður ógleym-
anlegt.
Ávallt svo hvetjandi og skap-
andi í lífi og starfi. Hlutverkið
móðir, lífsförnunautur, hús-
móðir. Hversu stórt og fagurt
það verður í höndum slíkrar
konu, öllum hlutverkum stærra.
Sem bliknar fagurt blóm á
engi.
Svo bliknar allt, sem jarð-
neskt er.
Ei standa duftsins dagar
lengi.
Þótt dýran fjársjóð geymi í
sér.
Það eitt, er kemur ofan að,
um eilífð skín og blómgast
það.
Eg þakka af hjarta að hafa
fengið að kynnast þér sem
Tengdadóttir