NT - 11.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 11.10.1985, Blaðsíða 12
 Góð kjör- sókn í prest- ■ ■ ■■ ■ kjori ■ Séra Örn Báröur Jónsson verður næsti prestur Grindvík- inga og séra Sigurður Ægisson í Djúpavogi. Þetta voru úrslit prestkosninga sem talið var í á .biskupsstofu í gær. I Grindavík, þar sem þrír voru í framboði, hlaut séra örn Bárður 561 atkvæði. Séra Ön- undur Björnsson hlaut 295 og séra Baldur Rafn Sigurðsson 182 atkvæði. Á kjörskrá eru 1411 og 1039 greiddu atkvæði eða 73.6%. Kosningin var lögmæt. Á Djúpavogi voru 389 á kjörskrá og greiddu 239 atkvæði eða61.4%. Þar var settur prest- ur þeirra Djúpavogsmanna, séra Sigurður Ægisson einn í framboði og hlaut hann 235 atkvæði. Hans kosning var því einnig lögmæt. Matstofa Miðfells hf: Leiðrétting - og ummæl- um svarað ■ í grein sem birtist á forsíðu NT í gær, um út- boð ríkisspítalanna á matarsölu til Kópavogs- — -» • »ai tailgl lailUlllCU nafn fyrirtækis. Nafnið er Matstofa Miðfells sf. en ekki Miðfell hf. og eru hlutaðeigandi beðnir af- sökunar á þessum mistök- urn. Matstofa Miðfells sf. vill svara ummælum um fyrir- tækið, sem birtust í grein- inni, á eftirfarandi hátt. „Ekkert fyrirtæki hefur jafn rúmgott og fullkomið eldhús og Matstofa Miðfells. Daglega eru framleiddar um þúsund • máltíðir, svo það er frá- leitt að staðhæfa að fyrir- tækið gæti ekki staðið við umtalaðan samning. Skýringin á mismuni á tilboðum gæti verið sú að Matstofa Miðfells reikn- aði söluskatt inn í verðið en Veitingamaðurinn ekki. Ef svo er, hver er skýringin á því að annar | aðilinnborgarsöluskatten i ekki?“ Föstudagur 11. októberl 985 12 SviðsMyndir hf.: Stóri Oskar fer til Danmerkur ■ Stóri Óskar sem landsmenn kannast við af Heimilinu ’85 er nú að fara til Danmerkur þar sem nota á hann við kynningar- starf fyrir Jyske Bank, í Dan- mörku. Jvske Bank sem upphaflega markaðssetti Óskars-sparibauk- ana hefur um nokkuð skeið haft nána samvinnu við Iðnaðar- bankann um sölu á þeim hér á landi, og þegar markaðsstjóri Jyske Bank kom hingað til lands og sá hvílíkra vinsælda stóri Óskar naui í bás.IðnáðaTuánk- ans á heimilissýningunni, pant- aði hann tvær slíkar verur til að nota í sams konar tilgangi í Danmörku. Að sögn Magnúsar Pálssonar forstöðumanns markaðssviðs Iðnaðarbankans er sparibauk- urinn Óskar einnig seldur hjá banka í Hollandi, en ekki hefði enn verið rætt um hugsanlegan útflutning á honum þangað, þótt vel væri það mögulegt. „Þetta er hvorki meira né minna en útflutningur á íslensku hug- viti, og skemmtilegt til þess að vita að Jyske Bank sé núna að kaupa af okkur íslendingum frábæra útfærslu, af þeirra eigin hugmynd." Birgir Sveinbergsson eigandi SviðsMynda, en það fyrirtæki býr stóra Óskar til, tók undir með Magnúsi, og var að vonum ánægður með þennan útflutn- ing, enda í fyrsta skipti sem íslenskir leikmunir væru seldir á erlendri grund. Smíðin á Óskari var eitt af fyrstu verkefnum SviðsMynda, en fyrirtækið tók til starfa 9. maí s.l. SviðsMyndir sérhæfa sig í gerð leiktjalda, leikmynda, bakgrunna og smíði sýningar- deilda á vörusýningum. Birgir Sveinbergsson eigandi, ásamt samstarfsmönnum sínum þeim Sigurði Kr. Finnssyni og Snorra Björnssyni hafa áratuga reynslu í hönnun leikmynda, lýsingu og öðrum tæknilegum störfum á þessu sviði. Nýlega opnaði fyritækið 100 fm stúdíó, þar sem hægt er að stilla upp bakgrunni með miklum út- færslumöguleikum. Erþað leigt út fyrir þá sem þurfa, og geta þeir fengið smíðað í það um- hverfi eftir þörfum. Slökkviliðsmenn: bi**í<ð 4 UAI^I UaC riii^a a iiviai iivn ■ Landssamband slökkviliðs- manna heldur sitt þrettánda þing á Hótel Hofi í Reykjavík dagana 11.-14. október. Þingið verðursett klukkan 16 í dag. Helstu málin sem verða rædd eru: Skóla og menntunarmál íslenskra slökkvil- iðsmanna. réttindamál þeirra, að- stöðu og tækjakostur slökkviliða á íslandi. Þá verður rætt um hversu lítil viðbrögð hafa orðið við skoð- Fastur undir flutningabíl ■ Vöruflutningabifreið frá Dal- vík valt á Ólafsfjarðarbraut um klukkan fimm á fimmtudagsmorg- un, í grennd við bæinn Hól. Far- þegi var í bílnum með ökumanni. Hvorugan sakaði en bíllinn sem er nýr er mikið skemmdur. Talið er að ökumaður hafi sofnað við stýrið og við það hafi bíllinn farið út af veginum. Farþeginn sem var í bílnum var sofandi í koju fyrir aftan ökumannssætið. Þegar allt var um garð gengið kom í ljós að önnur hönd farþegans var undir bílum, sem var fulllestaður. Þegar tekist hafði að losa farþegann og meiðsli hans voru könnuð kom í Ijós að höndin var óbrotin. Listasafn Islands: ■ Tveir stórir Óskarar ásamt konunni sinni henni Emmu, ætluðu að taka leigubíl til Danmerkur, en hættu við, og taka flugið innan fárra daga. NT-mynd: Ami Bj»ma. Heildarsýning á verkum Kjarvals 19. október n.k. ■ Listasafn íslands mun opna> sýningu á verkum Kjarvals laugardaginn 19. október n.k. Þarna verða til sýnis öll þau verk sem safnið á eftir Kjarval og sagði Karia Kristjánsdóttir fulltrúi safnsins að þetta væri í fyrsta sinn sem slík heildarsýn- ing væri sett upp í Listasafninu á verkum meistarans og væri það mjög mikill viðburður. Hún sagði að í tilefni sýning- arinnar hafi Listasafnið ákveð- ið að gefa út rit með Ijósmynd- um af verkum Kjarvals, 12 litmyndir en hinar svart-hvítar og mun ritið ligja frammi í sýningarsalnum, en sýningin verður opin fram yfir áramót. í þessu riti verður einnig getið um sýningarferil mynd- anna þ.e. hvar og hvenær þær hafa verið sýndar bæði hér á landi og erlendis og sagði anaágreiningi sem verið hefur milli brunamálastjóra og forstjóra Brunabótafélags íslands um, hvort hér á landi séu óeðlilega tíðir stórbrunar. Þá er búist við því að Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra ávarpi þingið og viðri skoðanir ráðuneytisins á íslenskum bruna- málum. Karla að lokum að mynd sú sem er á frímerki því sem póstmálastjórnin er að gefa út um þessar mundir er í eigu safnsins. Sjóslysið við Helguvík Leit lokið ■ Lík Eyjólfs Ben Sigurðsson- ar fannst seint í fyrrakvöld. Leit hafði þá staðið yfir í fimm daga. Eyjólfur var ekki kvæntur. Leitin bar árangur þegar björgunarsveitarmenn frá Slysavarnardeildinni Ingólfi í Reykjavík komu með neðan- sjávarmyndavél, í fyrradag, og beittu henni við leitina. Gistiaðstaða við Holtavörðuheiði ■ Elín Magnúsdóttir mun bjóða skotveiðimönnum upp á gistiaðstöðu í bænum Sveinatungu rétt við heiðar- sporðinn á Holtvörðuheiði. Fyrirhugað er að hefja þjón- ustuna um það leyti sem veiðitíminn hefst, þann 15. október. Menn geta leitað eftir upplýsingum um að- stöðuna í síma 93-5049. Boð ið verður upp á gistingu og fullt fæði, þar með talið nesti yfir daginn. Sólarhringurinn kemur til með að kosta ná- lægt 1300 krónum. skjóta fulginn. Veiðihornið ræddi við tvo þrautreynda veiðimenn á Hvolsvelli og sögðu þeir að sjaldan eða aldrei hefðu þeir séð jafn mikið af blesgæsinni. Nóg af blesgæs Veiðihornið hefur haft spurnir af því að mikið sé af blesgæs í Rangárvallasýslu þessa dagana. Þetta stangast á við þær upplýsingar sem Morgunblaðið birti nú fyrir skemmstu, þar sem haft er eftir Sverri Scheving for- manni Skotvíss, að blesgæsin sé mjög fáliðuð einmitt í ár, og varaði hann menn við að Enn í úthaganum Þrátt fyrir að víðast hafi fryst, virðist gæsin ekki leita í sama mæli í tún og búast mætti við á þessum árstíma. Víða þar sem fuglinn er í stórum hópum fer hann beint í úthaga úr náttstað og gerir þetta skotveiðimönnum mjög erfitt fyrir, þar sem allt flug flugsins verður óreglu- legt fyrir vikið. Auglýsingaþjónustan Sameinumst öll um aó

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.