NT - 11.10.1985, Side 13

NT - 11.10.1985, Side 13
Föstudagur 11. október1985 13 Securitas: Samið um undanþágur ■ Á níunda tímanum í gærkvöldi kom Securitas loksins með gagntilboð til starfsmanna sinna, sem höfðu verið í verkfalli síðan á miðnætti á mánudag. Pegar NT fór í prentun voru starfsmennimir að skoða tilboðið og voru vongóðir um að saman næðist í þessari lotu, sem hófst upp úr kl.eitt í gær, hjá sáttasemjara. Þar til þetta gagntiiboð kom hafði mestur tími farið í að semja um undanþágur frá verkfallinu. Áður en verkfallið skall á buðu starfsmennirn- ir að vera með mann á stjórnstöð til að sinna neyðarkalli frá öldruðum og fötluðum, auk eldvarna, þá átti einn maður að vera á bakvakt. Þessu var hafnað og deildarstjóri Securitas gerðist verkfallsbrjótur. Það sem næst gerist er að starfs- menn bjóða að sá sem er á bakvakt sinni öllum boðum til stjórnstöðvar. Því var einnig hafnað. Til að fá Securitas að samningsboröinu var boðið að allir staðbundnir gæslustaðir yrðu mannaðir og var gengið að því. SI. nótt voru því starfsmenn á öllum fastagæslustöðum, auk þess sem neyðarþjónusta fyrir aldraða og fatl- aða, brunavarnir og utanhússgæsla, var fullmönnuð. Meðallaun starfsmanna eru 26-27 þúsund krónur á mánuði. Öll vinnan er unnin í næturvinnu og um helgar. Fóru starfsmenn fram á 10% hækkun jafnframt því að fá álag á löggilta frídaga. Þá vilja þeir líka fá forgang með aukavinnu, hjá fyrirtækinu, sem þeir hafa ekki haft hingað til. Eina móttilboð Securitas, þangað til í gærkvöldi voru tvö og hálft prósent, sem sérstak námsskeiðsálag. Um 35 manns eru í fullu starfi hjá Securitas. Fá 15% skyldu- sparnað sem 2ja mánaða laun ■ Mikil ólga er nú meðal bað- og gangavarða í grunnskólum Reykja- víkur vegna samnings Starfsmanna- félags Reykjavíkur og borgarinnar um að taka 15% af launum þeirra sem skyldusparnað og leggja hann inn á reikning í níu - tíu mánuði og greiða hann síðan sem laun í júlí og ágúst n.k. Bað - og gangaverðir hafa hingað til verið ráðnir til níu mánaða eða á starfstíma skóla og verið launalausir á sumrin , en nú á að verða breyting þar á og þeir eiga að fá ársráðningu. Einn baðvörður sagði í samtali við blaðið að með því misstu verðirnir rétt til atvinnuleysisbóta yfir sumarið sem væri slæmt og sagði það hreina kjaraskerðingu að taka 15% af laun- um sem eru ekki nema um 20 þúsund krónur. Það lætur nærri að það séu um þrjú þúsund krónur að meðaltali sem tekið er í skyldusparnaðinn og sagði baðvörðurinn að það væri auðvit- að augljóst mál að slíkt gengi engan veginn upp. Annar baðvörður sagði að á fund- inum á þriðjudaginn hefðu félagarnir kolfellt samninginn í atkvæðagreið- slu. Verðirnir vilji fá leiðréttingu á þessu strax og uni alls ekki að ekki hafi verið haft samráð við félagana og að samningurinn hafi verið keyrður í gegn án kynningar og umræðu. Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur sagði að þessir samningar hafi verið keyrðir í gegn vegna þess að það hafi verið lengi í kröfugerð að allt starfsfólk skóla fái heilsársráðningu og fyrir því væri bókun síðan í desember s.l. að kanna leiðir til þess. Það hefur verið gert þannig að dagvinna á starfstíma skóla reiknast sem hlutfall af dagvinnu tíma allt árið og lætur nærri að það hlutfall sé um 85%. Haraldur sagði að með þessum samningi fylgdu ýmis félagsleg réttindi eins og t.d. hraðari skref til starfsaldurs, aukinn réttur til lífeyris og fæðingarorlof án uppsagn- ar. Hann taldi þennan samning góðan og að hann verði kynntur vel fyrir félögunum með kynningarbréfi á næstunni. ■ Þröstur Ólafsson, Dagsbrún, í hópi starfsmanna Securitas, hjá sáttasemjara í gærdag, eftir að enn eitt UndanþágUtílboð hafði verið gert. NT-mynd: Sverrir. BRAHHER nu vunk Bylting í vélareimum Reimar sem auðvelt er að taka í sundur jtsölustaðir: aorgeir og Ellert hf, Akranesi. Dliufélagið hf, ESSO, Ölafsvik. ,/elsmiðja Tálknafjaröar hf. /élsmiðja Bolungarvikur hf. i/élsmiðjan Þór hf, isafiröi. t/élaverkstæöi Jons og Erlings, Siglu- firöi, t/élsmiðja Ólafsfjaröar hf. Bifreiðaverkstæði Hjalta Sigfussonar. Arskógströnd. Slippstóðin hf. Akureyri. Naustir hf., Husavik. Vélaverkstæði Eskifjarðar. Vélsmiðja Hornafjarðar hf. Skipalyftan hf., Vestmannaeyjum. Dieselstilling Larusar Arnasonar, Ytri- Njarðvik. Skálinn, Þorlákshöfn NONNI HF. GRANDAGARÐI 5 - 101 REYKJAVÍK PÖSTHÓUF 168 - 121 REYKJAVIK SÍMI21860 - 28860 Vegna einstaks bitafyrirkomulags Brammer Nu-T-Link reimanna er hægt að taka þær i sundur og setja saman á augabragði, aðeins þarf aö snua „T" laga stautnum um 90 og spenna bitana i sundur með verkfær- inu sem fylgir. Mjög auðvelt er að bæta viö eöa taka burtu bita til aö fá rétta lengd eða bæta reimina. Togna ekki. dagurinn í dag verói i >■ LU OL Q OL <

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.