NT - 11.10.1985, Side 18

NT - 11.10.1985, Side 18
M I M M H t i j Föstudagur 11. október1985 18 Undirbúningurinn fyrir HM í Sviss: Stórt dæmi „Kostar um 11 milljónir,“ segir Jón Hjaltalín hjáHSÍ ■ Pað kom fram í máli Jóns Hjaltalín formanns HSÍ á blaða- mannafundi sem HSÍ og OLÍS boðuðu til í einni af bensín- stöðvum OLÍS að kostnaður við undirbúning handknatt- leikslandslið íslands fyrir HM í Sviss í febrúar á næsta ári verður gífurlegur. „Við getum reiknað með að það kosti um 11 milljón- ir að undirbúa liðið og taka þátt í HM,“ sagði Jón. „Hér er um að ræða marga landsleiki, ferðir utanlands og sjálfa HM-keppn- ina í Sviss,“ bætti Jón við. „Það hafa allir leikmenn sem við höfum talað við lýst yfír fullum vilja sínum að vera með í undirbúningnum fyrir keppn- ina og undirbúningur okkar miðast við að ná góðum árangri í Sviss,“ sagði Jón. Hann bætti einnig við að styrkur eins og sá sem OLÍS veitir HSÍ væri ómetanlegur og auðveldaði þeim allan undirbúning. Hann kvað ýmsa aðila hafa tekið málaieitan HSÍ vel varðandi undirbúninginn og þar á meðal stjórnvöld þessa lands. Jean Tigana hefur átt við meiðsl að stríða að undanförnu og hefur það veikt landslið Frakka. Hann var stórsnjall á EM ’84. Franska knattspyrnan: Hallarundanfæti Landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu - Félagsliðin hrundu úr Evrópukeppnunum ■ Frönsk knattspyrna, sem hreinlega blómstraði í fyrra, á nú erfítt uppdráttar og gamlir veikleikar eru aftur komnir upp á yfirborðið. Aðeins eitt franskt félagslið komst áfram í Evrópu- keppnunum og landsliðið, sem verið hefur stolt þcirra Frakka undanfarin ár, er alls ekki ör- uggt með sæti í úrslitum Heims- ineistarakeppninnar í knatt- spvrnu. Já, það er af sem áður var, því í fyrra var frönsk knatt- spyrna á vörum hvers einasta unnanda snjallrar lcikni og skemmtilegra sóknarflétta. Michcl Platini og félagar sigr- uðu í Evrópukeppni landsliða og sýndu á köflum frábæra ...Martina Navratil- ova sigraði Steffí Graf frá V-Þýskalandi í úrslitaleik á tennismóti í Fort Lau- derdale í Florida 6-3 og 6-1. Eftir leikinn sagði Navratilova, scm nú er skráð sem sú næst besta í heiminum: „Sigurinn var enginn léttir fyrir mig en tap hefði verið hrylli- legt.“ Martina hafði fyrir þennan sigur tapað tveimur úrslitaleikjum í röð. Á Opna-kanadíska og Opna-bandaríska... ...Gidamis Shahanga frá Tanzaniu sigraði í 10 kílómetra hlaupi í Kali- forníu um síðustu helgi. Þrátt fyrir mikið rok á slóðum hlaupsins þa' náði karlinn upp góðum hraða og kom í mark nokkru á undan Steve McCormick frá Bandaríkjunum. í kvennaflokki sigraði Lynn Williams frá Kan- anda en önnur varð Rosa Mota frá Portúgal... ...Daginn fyrir 10 km hlaupið fór fram mílu- hlaup á sama stað í Kali- forníu og þar sigraði Steve Ovett frá Bret- landi. Hann kom í mark á 3:55,13 nn'n. Næstur varð írinn Frank O’Mara á 3:55, 60 mínútum... knattspyrnu. Uni haustið hélt liðið áfram sigurgöngu sinni undir stjórn nýs framkvæmda- stjóra, Henri Michel. Liðið sigr- aði í þremur fyrstu leikjunum í undankcppninni fyrir Heims- meistaramótið í Mexíkó og Frakkar héldu uppá jólin ger- samlega áhyggjulausir. Þeir vissu ekki greyin hvað biði þeirra á nýju ári. Þetta ár hefur nefnilega reynst Frökkum hroðalegt í alla staði. Landsliðið hefur ekki unnið leik i undankeppninni - tapað tveimur og gert eitt jafn- tefli. Gamlirveikleikarfranskra knattspyrnumanna hafa rétt einu sinni skotið upp kollinum m.a. sú árátta að geta ekki leikið vel á útivöllum. Ósigurinn gegn Búlgörum í Sofía í maí, 2-0, var reyndar fyrsta tap liðs- ins í 16 leikjum en Frakkar lágu líka í Leipzig gegn A-Þjóðverj- um nýlega og ekkert má nú fara úrskeiðis í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum. Leikirnir sem eftir eru verða gegn Lúxemborg á útivelli og Júgóslövum heima í París. Liðið þarf að sigra í báðum þessum leikjum og á gömlu góðu papp- írunum virðist það vera mjög svo líklegt. Hins vegar hefur franska liðinu ekki tekist að skora í undankeppninni þetta árið svo breytinga er þörf ef dæmið á að ganga upp. Að vísu ber þess að geta að Frakkar hafa áður lent í svipaðri aðstöðu og komið út sem sigurvegarar. Þeir þurftu að vinna Búlgari 1977 og Hollendinga 1981 til að komast í úrslitakeppnina - það gerðu þeir. Einhvern veginn er það svo að flestir vilja fá Frakka í úr- slitakeppnina í Mexíkó enda hefur skemmtileg knattspyrna ekki alveg yfirgefið liðið þó illa gangi í stigasöfnuninni. Þar að auki gæti þetta verið síðasta tækifærið til að sjá kappa á borð við Platini, Giresse og Tigana því þeir, ásamt fleiri frönskum stjörnum, eru nú yfir þrítugt. Félagsliðum þeirra Frakka gengur jafnvel enn verr en landsliðinu því aðeins eitt þeirra komst í aðra untferð Evrópu- keppnanna í knattspyrnu. Það er lið Nantes sem, eins og kunnugt er, vann samanlagt nauman sigur á Valsmönnum. Jean-Claude Suaudeau, fram- kvæmdastjóri Nantes, var illur eftir fyrri leikinn eins og fram kom í viðtali er franska blaðið L’Equipe átti við hann: „Þetta var ótrúlegt. Við fórum til ís- lands til að tryggja okkur áfram í aðra umferð en þess í stað blasir við okkur sú staðreynd að sigur hér heima er nauðsynleg- ur." Suaudeáu benti einnig á að hikandi og ógnunarlaus knatt- spyrna franskra liða á útivöllum væri „furðulegt sálfræðilegt fyrirbæri" sem vinna þyrfti bug á sem skjótast. Eins og áður sagði duttu öll hin liðin úr keppni og var útreið meistaraliðsins Bordeaux einna háðlegust. Liðið, sem hefur á að skipða mönnum eins og Gir- esse og Tigana, tapaði fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce. ■ Michael Platini hampar hér Evrópumeistarabikarnum árið 1984. Nú er allt á niðurleið. HSÍ og OLÍS gera samning: Safnid í landslið Hægt verður að vinna sér inn knött með viðskiptum við OLÍS sem aftur kemur HSÍ tii góða Enski deildarbikarinn: United-West Ham - og City mætir Arsenal í þriðju umferð ■ í gær var dregið í enska deildarbikarnum í knattspyrnu þriðju umferð. Nokkrir leikir á milli 1. deildarliða komu upp og má sjá stórleiki eins og Man.City og Arsenal og Man.Utd. gegn West Ham. Annars lítur drátturinn þannig út: Watfor-QPR. Derby-Nott.Forest. Shrewsbury-Everton. Luton-Norwich. Birmingham-Southampton. Man.City-Arsenal. Portsmouth-Stoke. Liverpool-Brighton. Man.Utd.-West Ham. Swindon-Brentford/Sheff.Wed. Leeds-Aston Villa Coventry-West Brom. Oxford-Nowcastle. Chelsea-Fulham. Grimsby-Ipswich. Orient/Spurs-Wimbledon. Leikirnir verða spilaðir 28. til 30. október. Siggi með sex ■ Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðarsson hjá spænska liðinu Coronas Tres de Mayo urðu að sætta sig við tap fyrir Atlet- ico Madrid í spænska hand- knattleiknum um síðustu helgi. Sigurður og Einar áttu þokkalegan dag og gerði Siggi sex mörk. Hans Guðmundsson og félagar hjá Canteras spil- uðu ekki um helgina. ■ Handknattleikssamband Is- lands og OLÍS hafa gert með sér samning sem felur í sér marg- háttaða samvinnu þessara tveggja aðila. Fyrst og fremst er hér um styrk frá OLIS að ræða til HSÍ en um leið munu báðir aðilar einbeita sér að því að styrkja handknattleiksíþróttina á íslandi og efla útbreiðslu hennar. Styrkur OLÍS er einn sá öflugasti sem fyrirtæki hér- lendis veitir til íþróttamála. OLÍS mun á næstu fimm mánuðum veita HSÍ í styrk fimm aura af hverjum bensín- lítra sem keyptur verður hjá fyrirtækinu. Miðað við sölu ÓLÍS í fyrra þá eru þetta um 800 þúsund til ein milljón króna. Þá munu allir þeir er kaupa bensín hjá OLÍS fyrir meira en 500 krónur fá mynd af einum landsliðsmanni að eigin vali. Þegar svo safnað hefur verið sjö leikmönnum þar af einum markverði þá mun viðkomandi fá afhentan handknattleiks- knött. Þannig mun 400 hand- boltum verða dreift og er víst að þetta mun ýta undir handknatt- leiksiðkun á íslandi. Hverjum bolta mun einnig fylgja mynd mynd af landsliðinu og miði á einhvern þeirra landsleikja sem fyrirhugaðir eru í vetur. Auk þessa stuðnings þá mun OLÍS taka þátt í að auglýsa landsleiki, sjá jafnvel um miða- sölu og sitthvað fleira er á döf- inni hjá OLÍS og HSÍ í sam- krulli. HalldórtilBeveren ■ Halldóri Áskelssyni knatt- spyrnumanni frá Þór Akureyri hefur verið boðið til Beveren í Belgíu til að líta á aðstæður með samning við félagið í huga. Það er Þjóðverjinn Reinke sem haft hefur milligöngu í þessu máli og mun Halldór fara utan á mánudag. Hvað verður er undir ýmsu komið en Halldór er einn okkar efnilegasti leikmað- ur. Tveirtil Sheffield ■ Tveir knattspyrnuþjálfarar frá ÍK, Helgi Þórðarson og Grétar Bergsson, eru á förum til Englands þar sem þeir fylgj- ast með æfingum hjá Sheffield Wednesday, liði Sigurðar Jóns- sonar. Þeir munu dvelja hjá félaginu um tíu daga skeið. Helgi og Grétar eru báðir þjálf- arar yngri flokka hjá ÍK.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.