NT - 11.10.1985, Síða 19

NT - 11.10.1985, Síða 19
MOLAR... MOLAR Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á Aðalskipulagi Reykjávíkur TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI SKÚLAGÖTUSVÆÐISINS Föstudagur 11, októberl 985 19 íþróttalæknar - stofna með sér samtök ■ Fyrir stuttu var haldinn framhalds- stofnfundur íþróttalækningafélags ís- lands að Hótel Loftleiðum. Undirbúningur hefur staðið síðan í fyrravetur og var fyrri fundur að stofnun félagsins haldinn í apríl á þessu ári. Til stofnunar félagsins var boðið læknum, sjúkraþjálfurum og öðrum sem starfa við skyldar greinar. Markmið félagsins er að auka innlent samstarf um íþróttalæknisfræðileg efni, bæði hvað varðar almenningsíþróttir og keppnisíþróttir. Iþróttalæknisfræði fjallar um: a) Fyrirbyggingu meiðsla b) Meðferð á íþróttameiðslum c) Leiðbeiningu um þjálfun d) Endurhæfingu eftir íþróttameiðsl. Félagið aétlar að láta til sín taka við kennslu, námskeiðahald og rannsóknir innan íþróttalæknisfræði. Félagið mun ganga í alþjóða íþrótta- læknisfræðifélagið (F.I.M.S., Federat- ion Internationale de Medicien Sportive, sem hefur 80 aðildarþjóðir.) Einnig mun félagið leita eftir samstarfi við sambæri- leg félög á hinum Norðurlöndunum. Til fundarins nú var boðið tveimur erlendum fyrirlesurum, þeim Einari Eir- íkssyni, sem er þekktur sænskur læknir frá Stokkhólmi og er hann núverandi forseti F.I.M.S. og Ingu Arvidsson, sjúkraþjálfara, frá Karolinska sjúkrahús- inu í Stokkhólmi. Til þessa undirbúningsstarfs hefur fé- lagið notið styrkja frá Sjóvá, Pharmaco, Austurbakka hf. o.fl. í lok fundarins var kosin 5 manna stjórn, sem í eiga sæti: Stefán Carlsson læknir, sem er formaður Grímur Sæmundsen, læknir Andrés F. Kristjánsson, sjúkraþjálfari Kristin Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari örn Ólafsson, stoðtækjasmiður Guðmundur R. Magnússon, stoðtækjasmiður. LindarcaCa Sölvliólsgata Handknattleikur: Landsliðið valið Með vísan til 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964, er hér með auglýst deiliskipulagstillaga Skúlagötusvæðisins sem afmarkast af Sætúni, Snorrabraut, Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Tillagan felur í sér landnotkunarbreytingu og breytingu á umferðarkerfi á staðfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Uppdrættir, ásamt líkönum og greinargerð liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofutíma í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, fráog með föstudeginum 11. okt. til 22. nóv. 1985. Á miðvikudögum milli kl. 16.00 og 18.00 munu höfundar og/eða fulltrúi Borgarskipulags mæta á staðinn og svara fyrirspurnum varðandi tillöguna. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 18.00, föstudaginn 6. des. 1985. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 11. október 1985. Borgarskipulag Reykjavíkur Þverholti 15, 105 Reykjavík. ■ Landsliðið í handknattleik heldur utan þann 17. október og verða Þjóðverjar fyrst sóttir heim. Par leikur liðið þrjá leiki og eru mótherjarnir allir svo- kölluð „íslendingalið". Fyrst er að nefna Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar. Þá verður leikið á móti Wanne-Eickel sem Bjarni Guðmundsson leikur með og loks liði Kristjáns Arasonar, Hameln. Eftir Þýskalandsförina verð- ur skroppið yfir til Sviss en þar tekur liðið þátt í alþjóðlegu móti. Lið frá R,úmeníu, A- Þýskalandi, Svíþjóð og að sjálf- sögðu Sviss taka einnig þátt í mótinu og verður örugglega um hörkukeppni aðræða. Landslið- ið kemur síðan heim 29. okt- óber og verður þá 1. deildar- keppninni startað á fullt aftur. Ekki er alveg víst hverjir fara út með liðinu en eftir því sem NT komst næst í gær eru eftir- taldir örugglega í hópnum: Kristján Sigmundsson, Víkingur Brynjar Kvaran, Stjarnan Þorbjörn Jensson, Valur Þorgils Óttar Matthiesen FH. Geir Sveinsson, Valur Jakob Sigurðsson, Valur Valdimar Grímsson, Valur Guðmundur Guðmundsson, Víkingur Jón Árni Rúnarsson, Fram. HSÍ helfur reyndar átt í tals- verðum erfiðleikum með að stilla upp hópnum þar sem í mörg horn hornið er að líta. Versta er sjálfsagt hvernig mennirnir sem leika erlendis komi til með að passa inn í allt heila prógrammið. NT hafði samband við Jón Erlendsson hjá HSÍ og sagði hann að nokk- uð vel liti út með þátttöku „útlendinganna“. Þeir verða því líklega þessir: Einar Þorvar&arson, Tres de Mayo Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo Hans Guðmundsson, Canteras Páll Ólaísson, Dankersen Kristján Arason, Hameln Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Atli Hilmarsson, Gúnsburg Alfreð Gislason, Essen. Þrír fyrsttöldu - þeir sem leika á Spáni - eru ekki alveg öruggir og var beðið niðrá skrif- stofu HSI í gær eftir að þeir hefðu samband. Hinir eru nær pottþéttir. Sigurður Sveinsson er meiddur. Menn eins og Júlíus Jónasson og Ellert Vigfússon úr Val og Egill Jóhannesson Fram eru svo inní myndinni ef eitthvað skyldi bregða útaf. Hópurinn kemst svo líklega alveg á hreint eftir helgina og verður þá „opinber" tilkynning væntanlega birt. Á meðan getur fólk tuðað yfir valinu en óneit- anlega er hópurinn sterkur á pappírunum. Knattspyrna: Ölæti í Leicester ■ Mikil ólæti brutust út í Leic- ester eftir leik Leicester og Derby í deildarbikarnum í fyrra- kvöld. Éins og menn kannast við þá sigraði Derby í leiknum en þeir spila í 3. deild. Nokkur hundruð ungmenni veittust að lögreglunni og köstuðu að henni öllu lauslegu auk þess að velta bílum og brjóta rúður í verslun- um og kveikja í. Fréttaskýrendur telja að þessi ólæti tengist á vissan hátt þeim óeirðum sem átt hafa sér stað í borgum í Bretlandi að undan- förnu og stafa mikið til af at- vinnuleysi og svartri framtíð ungs fólks í Bretlandi. Knatt- spyrnuleikurinn og tapið fyrir Derby hafi bara verið neistinn sem vantaði. Kennsla í tennis Byrjendanámskeið að hefjast - Gott tækifæri fyrir áhugafólk marksfjöldi á námskeið er 8. Þetta er gott tækifæri fyrir þá er áhuga hafa á tennisíþróttinni. ■ Tennisnefnd IK stendur fyr- ir byrjendanámskeiðum í tennis í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi og munu þetta vera sex vikna námskeið fyrir börn 10-14 ára og einnig eru sérstök kvennanámskeið á boðstólum. Leiðbeinandi er ein besta tenn- iskona hérlendis, Margrét Svav- arsdóttir, en hún er lærður tenn- isþjálfari og hefur kennt íþrótt- ina í mörg ár erlendis. Námskeiðið fyrir börn verður á sunnudögum kl. 15:15-16:00 og hefst 13. október. Kvenna- námskeiðið verður einnig á sunnudögum kl. 16:00-16:45 og hefst sama dag og barnanám- skeiðið. Þátttökutilkynningar skulu berast Guðnýju Eiríksdóttur í síma 45991 sem fyrst. Há- ■ Atli Hilmarsson og Þorbjörn Jensson verða í eldlínunni með landsliðinu. Tínumynd: - Ámi Sxberg. ... Tennisstjarnan John McEnroe varð að bíta í það mjög svo súra epli að tapa fyrir Ivan Lendl í sýningarleik í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lendl vann leikinn 7-5 og 6-4. Eins og svo oft áður þá tók McEnroe úrslitunum illa. Hann var sífellt að rífast í dómaranum og kastaði líka óvinalegum kveðjum að áhorfendum. í lokin varð hann síðan saltvondur við sjálfan sig og sagði við fréttamenn eftir leikinn að hann hefði niðurlægt sjálfan sig með slíkri frammistöðu... ... Belgíski knattspyrnumaðurinn Ludo Coeck, sem nú síðast spilaði með Inter Mílanó á Ítalíu lést í vikunni eftir að hafa lent í bíislysi. Coeck var 30 ára og hafði leikið 46 landsleiki fyrir Belga. Hann stóð sig mjög vel á HM á Spáni ’82 og var eftir það keyptur til Inter frá Anderlecht. Hann spilaði þó lítið með Inter vegna meiðsla... ... Alþjóðahnefaleikasambandið mun í næstu viku koma saman til að ræða tillögu þess efnis að hnefaleikaköpp- um sem staðið hafa sig vel í keppni verði greidd eins konar eftirlaun eftir að þeir draga sig í hlé. Formaður sambandsins, Sulaiman, sagði að það væri hörmulegt að horfa uppá þessa glæstu íþróttamenn verða að engu eftir aö ferlinum er lokið og væri það yfirleitt lélegri eða svikinni stjórnsýslu að kenna. „Við viljum vera vissir um að þessir menn geti lifað með reisn það sem eftir er ævinnar.“... ... Fyrsta skólamótið í golfi verður haldið á Grafarholtsvellinum sunnu- inn 13. október n.k. Ræst veröur út frá 10-12. Keppnin er með og án forgjafar og að þessu sinni einstaklingskeppni. Keppnisgjald er ekkert og gefur Bóka- verslun Eymundsson öll verðlaunin... Stórleikur næsta vor ...Frakkland og Argentína munu heyja landsleik þann 26. mars n.k. að því er franska knattspymusambandið tilkynnti í vik- unni. Leikurinn er hugsaður sem liður í undirbúningi beggja undir lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Að vísu hefur Frakkland ekki enn tryggt sér rétt- inn til að leika þar sem Argentína, með Diego Maradona í broddi fylkingar er þegar komin í úrslitin og eru knattspyrnuskýrendur flestir sammála um að þar verði þeir verulega sterkir...

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.