NT - 11.10.1985, Page 24

NT - 11.10.1985, Page 24
HRINGDU ÞÁ í SÍIX/IA 68-65-62 . 1 Við tökum við abendingum um fréttir allan solarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja abendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar manadarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, simi: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Þingflokkar: Formenn kjörnir ■ Að lokinni hefðbund- inni þingsetningarathöfn í gær funduðu þingmenn og kusu stjórnir þingflokka. Framsóknarflokksmenn völdu Pál Pétursson sem þingflokksformann, Ingvar Gíslason sem varaformann og Davíð Aðalsteinsson sem ritara. Sjálfstæðisflokksmenn kusu Ólaf G. Einarsson í formannssætið, Alþýðu- flokksmenn Eið Guðnason, Alþýðubandalagsmenn Ragnar Arnalds, Kvenna- listakonur Sigrfði Dúnu Kristmundsdóttur og Bandalag jafnaðarmanna Guðmund Einarsson. Á þriðjudag verður þing- mönnum úthlutað sætum, þingforsetar og ritarar kjörnir og kosið í hinar ýmsu nefndir Alþingis. ■ Þingsetning kallar á athygli fjölmiðla. Hér er það sjónvarpið sem á í vandræðum - bfllinn rafmagnslaus og þá kemur yfirvaldið til hjálpar. NT myndir Sverrir Alþingi: 108. löggjafarþing ís- lendinga sett í gær ■ Alþingi var sett í gær og er þar með 108. löggjafar- þing íslendinga hafið. Að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni þar sem séra Heimir Steinsson prédikaði gengu viðstaddir til þinghúss og hlýddu á er Vigdís Finn- bogadóttir forseti lýðveldis- ins las forsetabréf um þing- setningu. Að venju stýrði aldursforseti Alþingis þess- um fyrsta fundi þessa þings en það var að þessu sinni Stefán Valgeirsson. I ræðu sinni benti séra Heimir á þá staðreynd að upphaf þinghalds hefur frá byrjun á Þingvöllum markast af einhvers konar helgun og nú á tímum er það guðsþjón- usta við þingsetningu. Hann sagði að þannig sameinuðust „arfleifð íslendinga og skír- skotun til hinstu raka mann- Iegrar veru“. Hann benti á að þó svo ætti að heita að verkaskipting þings og kirkju væri næstum alger þá hefðu báðar stofnanir „manninn“ og hans velferð sem viðfangsefni og ættu því meira sameiginlegt en ætla mætti í fyrstu. Að guðsþjónustunni lok- inni gengu forseti, biskup, þingmenn, sendimenn er- íendra ríkja og gestir til þing- húss þar sem Vigdís Finn- bogadóttir las upp bréf hand- hafa forsetavalds frá 23. september um setningu Al- þingis. Er þingmenn höfðu hyllt forseta og fósturjörð bauð forsetinn aldursforseta þingsins að taka að sér fund- arstjórn. Stefán Valgeirsson hóf mál sitt á að bjóða þingmenn og starfsmenn Alþingis vel- komna til starfa en minntist þvínæst Axels Jónssonar fyrrverandi þingmanns sem lést í sumar 63 ára að aldri. Að því loknu var fundi frest- að til þriðjudags. ■ Kökur og mjólk.Tilvonandi iðnaðarráðherra, Albert Guð- mundsson og Guðmundur J. Guðmundsson. ■ Gengið til þings. Forseti íslands í fararbroddi. ■ Þingmenn taka sér sæti.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.