NT


NT - 16.10.1985, Qupperneq 3

NT - 16.10.1985, Qupperneq 3
 fTT Miðvikudagur 16. október 1985 3 IlL kviknnndum Schlöndorffs: Hvaða álit hefur þú á þessari fullyrðingu hennar? „Auðvitað hef ég haft einhver áhrif á þessar kvikmyndir,“ segir Margarethe, „því við unnum þær saman. Ég vissi líka nákvæmlega hvað ég vildi og ég átti betra með að lýsa konum en hann því ég þekki þær betur, þar eð ég er kona sjálf. Allar kvikmyndir mínar eru um konur og ég sé ekki hvers vegna ég ætti að breyta til og fjalla um karla því það eru gerðar s\o margar kvikmyndir um karla. Ég er oft spurð að því hvers vegna myndir mínar fjalli um konur og tilfinningar þeirra en enginn hefur nokkru sinni spurt Wim Weners, Fassbinder eða Herzog hvers vegna þeir geri myndir um karla. Ég hef tekið mikiu ástfóstri við konur og allir þekkja best sitt kyn. En þegar ég skrifa handrit þá hef ég ekki ákveðið að nú skrifi ég handrit að kvikmynd með konu í miðpunkti - þetta kemur bara sjálfkrafa. Konur eiga líka undir högg að sækja í þjóðfélag- inu, þær hafa síður miðil til að koma tilfinningum sínum og sjónarmiðum á framfæri og mér finnst ég vera og vil vera einskonar fulltrúi kvenna.“ - Nú hafa allar kvikmyndir þínar notið mikilla vinsælda og þér virð- ist aldrei mistakast. Afhverju? „Ja, aldrei að segja aldrei," segir hún og hlær,“ ég veit auðvitað ekkert um það hvernig nýjustu kvik- mynd minni, Rósa Luxemburg, verður tekið. Ég hef nýlokið við að klippa hana en á hljóðvinnsluna eftir og hún verður frumsýnd í marsmánuði í Þýskalandi. Ég hef að vísu fengið fjölmörg verðlaun fyrir kvikmyndir mínar - allar nema Algert óráð (Heller Wahn). Sú mynd fékk engin verðlaun. Gagn- rýnendur í Þýskalandi tóku henni mjög illa og ég held að ef þeir hefðu mátt drepa mig hefðu þeir gert það. Þeim fannst myndin vera svo femín- istísk því hún fjallar um vináttu tveggja kvenna og vinátta þeirra er svo sterk að körlunum í nánasta umhverfi þeirra finnst sér ógnað. Vinkonurnar eru að reyna að finna sjálfar sig og styrkja trúna á sjálfar sig, og þá verða karlarnir óöruggir og þegar þeir verða óöruggir verða þeir árásargjarnir. Þessi kvikmynd ■ Það hefur cnginn spurt Wim Wenders, Herzog eða Fassbinder af hverju þeir hafí gert svo margar kvikmvndir um karla og þeirra tilfinningar. NT-mynd: Árni Rjama fjallar um 68-kynslóðina, sem barð- ist fyrir róttækum þjóðfélagsbreyt- ingum en nú eru þessir karlar og konur farin að róast og hafa komið sér þægilega fyrir í þjóðfélaginu. Gagnrýnendurnir eru sjálfir af þess- ari kynslóð og þeim fannst nærri sér höggvið í myndinni. En nú er verið að sýna myndina í New York og Volker (Schlöndorff eiginmaður Margarethe) er staddur þar og hann sagði mér í símtali að kvikmyndin væri Myndin, - og hún hefði fallið sérdeilis vel í kramið hjá bandarísk- um kvenréttindakonum.“ - Ertu með nýja kvikmynd í smíðum? „Já, ég hef þegar skrifað handrit að nýrri kvikmynd. Ég skrifaði það meðan verið var að taka Rósu Luxemburg, því mér óx skyndilega þessi kvikmynd um Rósu svo í augum. Ég lagði þess vegna Rósu til hliðar og skrifaði handrit að mjög persónulegri kvikmynd. Að því búnu var ég ekki lengur hrædd og ég gat haldið áfram að vinna við gerð kvikmyndarinnar.“ Margarethe brosir og frá henni streymir sérdeilis mikil hlýja. Sam- talið fer út í aðra sálma, við ræðum um kvennahreyfinguna á íslandi, íslenskt landslag, o.fl. o.fl. þar til tími okkar er hlaupinn frá okkur því Margarethe hafði ætlað að nota eftirmiðdaginn í að horfa á Atóm- stöðina eftir Þorstein Jónsson. Og brann af löngun til að sjá fleiri íslenskar kvikmyndir... Fyrirtækjaeigendur! Vaktið fyrirtæki ykkar sjálfir Með notkun nýjustu tækni gerir Radíóstofan h/f ykkur kleift að hafa fyrirtæki ykkar undir stöðugri vakt allan sólarhring- inn. Forðist óþarfa milliliðakostnað Leitið upplýsinga hjá einu elsta og virtasta fyrirtæki á sviði öryggiskerfa á íslandi. Símar 11314-14131

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.