NT


NT - 16.10.1985, Qupperneq 4

NT - 16.10.1985, Qupperneq 4
f w Miðvikudagur 16. október 1985 4 lI; j Fréttir Glæsilegur sigur Kasparovs Hann hefur nú aftur náð forystunni í einvíginu ■ Garrí Kasparov vann sext- ándu skákina í einvíginu unr heimsmeistaratitilinn í gær og hefur þar með náð forystunni í einvíginu á nýjan leik. Skákin var án efa hans besta í einvíg- inu, allir bestu kostir meistarans unga komu þar fram og lokin hreint snilldarleg. Ósigurinn er stórkostlegt áfall fyrir Karpov sem hafði hvítt, en undanfarið hafa menn þóst sjá þau merki að þróun mála væri farin að ganga honum í vil að nýju. Skákin í gær gerir auðvitað út um allar slíkar bollaleggingar og kemur Karpov í sömu stöðu og Kasparov hefur verið í nokkrum undanförnum skákum. Hann þarf nú að vinna skák til þess að eiga von um að halda titlinum og í augnablikinu virðist fátt benda til þess að honum takist að jafna metin alveg á næstunni því hann virð- ist alveg hafa gleymt því hvernig fara á að því að vinna sxák. Þetta er raunar nokkuð algeng- ur háttur hjá honum í eivígjum. Á löngum timabilum gengur ekkert né rekur þó stundum komi’ jafnteflin honum prýð- isvel, en nú horfa málin öðruvísi við, tíminn er að renna út, tveir þriðju hlutar einvígisins eru að baki og aðeins átta skákir eftir. Spennan er í algleymingi og allt getur gerst, en Kasparov er í vígahug þessa dagana og virðist heldur líklegri til að auka for- skot sitt nú en að Karpov jafna metin: 16. einvísisskák: Hvítf: Anatuly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. RI3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 R(6 7. Rlc3 a6 8. Ra3 (Karpov hefur haft viku til að kanna réttmæti peðsfórnarinnar sem Kasparov kom fram með í 12. skákinni og það er eins og hann vilji sýna andstæðingi sín- um fram á að hann sé albúinn í slaginn. Áhorfendur sem fylltu Tschaikovskí-höllina biðu spenntir í nokkrar mínútur eftir ákvörðun Kasparov. Lætur hann slag standa, spurðu menn í eftirvæntingu...) 8. .. d5 (Og ákvörðunin kom furðu fljótt. Hann treystir betur á sínar rannsóknirhelduren Karpovs og hans aðstoðar- manna sem ekkert hafa fundið að viti í meira en 10 skákum.) 9. cxd5 exd5 10. exd5 Rb4 11. Be2 (Endurbótin á 12. skákinni þar sem Karpov lék 11. Bc4 en hörfaði snarlega til baka með biskupinn eftir 11. Bg4. Karpov hefur sjálfsagt átt von á því að Kasparov myndi krækja sér í peðið á d5, því eftir 11. Rbxd5 12. Rxd5 Rxd5 13. 0-0ásamt 14. Bf3 hefur hvítur lítiö en þægi- legt frumkvæði.) 11... Bc5!? (En Kasparov hefur aðrar meiningar. Hann var tiltölulega fljótur að gera upp hug sinn og lætur hjá líða að hirða peðið.) 12. 0-0 0-0 13. B(3 Bf5 15. Dd2 b5 14. Bg5 Hc8 16- Hadl Rd3! (Það er ekki svo gott að segja hvar hvítum hefur orðið á í mess- unni í byrjunartaflmennskunni en leikir hans hafa verið næsta vélrænir og smátt og smátt lend- ir hann í óyfirstíganlegum vand- ræðum. Riddarinn á d3 lamar allt athafnafrelsi hvítu mann- anna og þrengslin eiga eftir að aukast.) 17. Rabl h6 18. Bh4 bl! (Hrekur riddarann út á kant en þaðan á hann ekki afturkvæmt um langt skeið.) 19. Ra4 Bd6 20. Bg3 Hc8 (Enn hafa flóknir útreikning- ar ekki komið til sögu en yfir- burðir svarts í rými bæta peðs- tapið fyllilega upp og gott betiir.) 21. b3 g5 22. Bxd6 Dxd6 23. g3 Rd7! (Þangað til í lengstu lög forð- ast Kasparov að hirða d5-peðið enda ekkert upp úr því að hafa, 23. Rxd5 svarar hvítur með 24. Be2! og hefur þá náð að losa um stöðu sína, ekki 24. Bxd5 Rxd5 25. Rb6 Df3! o.s.frv.) 24. Bg2? (Hingað til hefur verið erfitt að benda á beinan afleik af Karpovs hálfu, en eftir þennan leik lendir hann í enn meiri þrenginum en fyrr og var ekki á bætandi. Nauðsynlegt var 24. Rb2 og eftir 24.-R7e5 25. Bg2. Svartur getur náð a2-peðinu með 25. Rxb2 26 Dxb2 Hc2 27. Dd4 Hxa2 en hvítur hefur náð að rétta úr kútnum eftir 28. Rd2. f stað 24.-R7e5 mátti reyna 24. R3e5 en hvítur heldur alltaf velli með 25. Bg2 t.d. 25. Hc2 26. Dd4. Hvítur er langt í frá laus úr allri hættu eftir 24. Rb2 en það er honum lífsnauð- syn að fá uppskipti til að létta á stöðu sinni. Hann er þegar öllu er á botninn hvolft peði yfir og gæti undir heppileg- um kringumstæðum látið það af hendi.) 24. ..Df6! (Hindrar 25. Rb2 og undir- strikar yfirburði svarts. Hvítur getur sig hvergi hrært.) 25. a3 a5 26. axb4 axb4 27. Da2 (Þessi leikur segir meira en mörg orð um erfiðleika hvíts. Jafnvel drottningin á í mestu erfiðleikum að finna reit þar sem hún getur fengið að vera í friði.) 27. .. Bg6 28. d6! (Loksins koma tilburðir hjá Karpov til að klóra í bakkann. Eftir 28. Dxd6 29. Rd2 hefur hvítur náð að losa um sig. En það hefur áður komið fram í þessari skák að Kasparov vill ekkert með d-peðið hafa.) 28... g4! (Unirbýr peðasókn kóngs- megin og þrengir enn hvíts hagi.) 29. Dd2 Kg7 30. f3 (Það er ekki auðvelt að benda á betri leik. Svartur hafði margs- kyns sóknaráætlanir á prjónun- um og hvítur varð að losa um sig-) ’ 30. .. Dxd6 (Loksins féll d-peðið.) 31. fxg4? (Illskárra var 31. Khl, en Karpov átti innan við mínútu eftir. Svartur leikur sennilega best. 31.Dd4. Kasparov notfær- ir sér opna kóngsstöðu hvíts til hins ítrasta. Lokin teflir hann af snilld.) 31. .. Dd4t 32. Khl Rf6! (Hótar bæði 33^Rxg4 og 33- Re4. Hvítur á naumast nema eitt svar.) 33. Hf4 Re4 34. Dxd3 (Eina von hvíts felst í að gefa drottninguna fyrir þrjá létta. En veik kóngsstaðan gerir útslag- ið.) 34... Rf2t 35. Hxf2 Bxd3 36. Hfd2 De3! 37. Hxd3 Hcl! (Það er ffreint ótrúlega ósvíf- ið að skilja drottninguna eftir í dauðanum en dæmið gengur alltaf upp fyrir svartan: 38. Hxe3 Hxdlt 39. Bfl Hxe3! og vinnur mann til viðbótar.) 38. Rb2 Df2! Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák (Hreinræktaður skepnuskap- ur. Mát á f lvakir fyrir Garrí að þessu sinni: 39. Hxcl Helt og mátar.) 39. Rd2 Hxdlt 40. Rxdl. Helt - og Karpov gefst upp. Allt ættlaði um koll að keyra í höll- inni. Stórglæsilega teflt hjá Kasparov og Karpov var lengst af sem óvirkur áhorfandi að öllu saman. Hann má nú aldeilis fara að taka sig í hnakkadramb- ið vilji hann ekki falla í flokk með Botvinnik, Spasskí, Tal og Smyslov. Staðan í einvíginu: Kasparov 8 Vi Karpov 7 h KRÓKVOGIR Maston H Bíldshöfða 10 S 8 26 55 Húsnæðisstofnun: Afgreiðir nú þúsund lán sem sótt var um janúar ■ Alls 944 íbúðabyggjendur og kaupendur mega nú vænta glaðnings frá Húsnæðisstofnun ríkisins í þessum mánuði og þeim næsta - þ.e. lána að upp- hæð samtals 253 millj. króna. Langstærsti hópurinn eru 520 kaupendur gamalla íbúða sem sóttu um lán til Húsnæðisstofn- unarátímabilinu frál.janúar til loka marsmánaðar s.l. Eftir 1. nóvember eiga þessir um- sækjendur G-lána að fá greidd út lán samtals að upphæð 113 millj. króna, eða um 217 þús. að meðaltali hver. Þrír lánaflokkar koma til greiðslu nú frá 15. október. Fyrst er að nefna þá 70 byggjendur sinnar fyrstu íbúðar sem fokhelt gerðu í ágúst s.l. og fá nú fyrrihluta nýbyggingarlána samtals 31. millj. króna, eða tæplega 443 þús. að meðaltali. I öðru lagi eru frá sama tíma greidd lokalán til þeirra sem fengu fyrsta hlutann eftir 20. sept. 1984 og 2. hluta eftir 22. maí í ár. Þar eru um að ræða 65 lán, samtals 13 millj. króna eða um 200 þús. kr. að meðaltali. 1 þriöja lagi koma nú einnig til útborgunar lán vegna við- bygginga og endurbóta á eldra húsnæði til þeirra sem sendu stofnuninni fullgildar umsóknir fyrir 1. júlí s.l. Um er að ræða 75 lán samtals 27 millj. króna, eða 360 þús. kr. að meðaltali. Frá 1. nóvember koma til útborgunar lokalán til þeirra ■ Skákfélag Hafnarfjarðar og Sparisjóður Hafnarfjarðar halda skákhátíð helgina 25.-27. október. Hefst hátíðin kl. 20 á föstu- dagskvöldið með fjöltefli en í því teflir Helgi Ólafsson, stór- meistari, sem lesendum NT er vel kunnur af skákskýringum, sem hann skrifar fyrir blaðið. Unglingar sem eru 16 ára og yngri geta tekið þátt í fjölteflinu og fá þeir sem sigra Helga veglegt trétafl að launum og sem fengu 1. lánshluta eftir 1. nóv. 1984 og 2. hluta í apríl 1985. Þar er um 40 lán að ræða, samtals 9 millj. króna, eða um 225 þús. kr. að meðaltali. Frá 10. nóvember verða greidd út frumlán til þeirra sem átt hafa íbúðir áður, en gerðu nýbyggingar sínar fokheldar í apríl, maí og júní 1985. Alls eru þeir sem ná jafntefli bókagjaf- ir. Á laugardaginn hefst skák- mót og verður teflt eftir Monr- ad-kerfi. 20 efstu menn í mótinu öðlast réttindi til að keppa í A flokki daginn eftir, en þeir sem verða neðan við 20. sæti tefla í B flokki. Um miðjan daginn verður’gert hlé á taflmennsk- unni og mun Helgi Ólafsson halda fyrirlestur. Á sunnudaginn verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad kerfi það 105 lán samtals 30 millj. króna, eða tæplega 286 þús. kr. að meðaltali. Frá 15. nóvember verður svo borgaður út fyrri helmingur láns til þeirra frumbyggjenda sem gerðu fokhelt í september s.l. Það eru 70 lán að upphæð 30 millj. kr. eða 428.600 kr. að meðaltali. og eru allir keppendur með yfir 2100 stig, auk þeirra tuttugu, sem öðluðust rétt til að keppa í A flokki daginn áður. Eftirtaldir skákmenn hafa tilkynnt þátt- töku: Guðmundur Sigurjóns- son, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason. Fyrstu verðlaun í A flokki eru .25 þúsund krónur, önnur verðlaun 15 þúsund og þriðju verðlaun 10 þúsund krónur. Lítið af gæs í Borgar- firði Frá M.M. Borgarfírði: ■ Óvenjulítið hefur ver- ið um gæsir hér í uppsveit- um Borgarfjarðar í haust. Virðist sem gæsin haldi sig meira á hálendinu en hún er vön. Ástæður fyrir því eru e.t.v. margar en þó hefur spretta verið góð bæði á grasi og krækiberjum enda rennur saft niður af gæsun- um.efþærnást. Þávirðast þær einnig vera feitari en undanfarin ár. Gæsirnar halda sig minna á túnum en verið hefur en þess í stað meira við vötn og ár, þar sem verra er að komast að þeim. Leiðrétting ■ í frétt í NT í gær um kaup SVFÍ á varðskipinu Þór var ranglega sagt að Hannes Haf- stein framkvæmdastjóri félags- ins hefði skrifað undir kaup- samning. Það gerði Haraldur Henrýsson forseti Slysavarnarfé- lagsins. Skákhátíð í Hafnarfirði

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.