NT - 16.10.1985, Qupperneq 9
ari samkeppni um vinsældir
við breska og ameríska sjón-
varpsþætti, enda ekki við að
búast, þegar sú trú er útbreidd
meðal ráðandi rnanna og látin
síast inn í huga almennings að
framlög til menningarmála séu
að setja ríkissjóð og landið allt
á hausinn. Enda löngu kunn-
ugt að mönnum verður allt að
trú.
Sending frá París
En hvað sem líður þeirri
hremmingu, sem ómenguð
enskunotkun er í þjóðlífi ís-
lendinga, þá tekur þó út yfir
þegar að því kemur að þýddir
eru erlendir auglýsingatextar á
íslensku. Um útkomuna á því
eru mörg ljót dæmi, og þá fara
menn að efst um að til bóta sé
víst ekki öðrum í hendur en
þeim tiltölulega fáu sem rákust
inn á þessa vörukvnningu.
Hins vegar eru blöð af svipuðu
tagi iátin vera í uniferð meðal
fólks og stundum send í pósti
inn á hundruð ef ekki þúsundir
heimila í landinu. Alltaf er
verið að falbjóða vörur, enda
að verða aðalatvinna lands-
manna. Þó mun kynningar-
plagg L’Oréals í París vart eiga
sinn líka að fáránlegu málfari
og frágangi ritaðs íslensks
máls. Ef álíka plagg hefði bor-
ist de Gaulle í hendur og
honum sagt að það væri samið
á frönsku, þá er eins víst að
karlinn hefði krafist dauðarefs-
ingar yfir höfundum þess og
ábyrgðarmönnum, öllum með
tölu. En slík er smekkvísi um-
boðsmanna þessa heimsfræga
franska tískufyrirtækis að þeir
telja ekkért athugavert við það
að ávarpa íslenska viðskipta- (
vini á einhvers konar bræð-
ing úr golfrönsku, skollaþýsku
og prentsmiðjudönsku.
Málfar og þrifnaðar-
menning
Ekki er að efa að forráða-
menn tískuhússins L'Oréals í
París eru ekki einasta miklir
smekkmenn um hársnyrtingu
og klæðaburð, heldur og vel
mæltir og skrifandi á móður-
mál sitt. í Frakklandi er það
ekki talið nægja til þess að vera
hæfur í húsum siðaðra manna
að kunna að klæða sig á heims-
mannsvísu eða vita hvernig á
Ef álíka plagg hefði borist de Gaulle í
hendur og honum sagt að það væri samið
á frönsku, þá er eins víst að karlinn hefði
kraf ist dauðarefsingar yfir höfundum þess
og ábyrgðarmönnum öllum með tölu.
að bregða út af um notkun
erlendra mála og gerast þjóð-
legir.
Ritari þessa pistils hefur í
höndum fjölritað plagg á sex
síðum, sem umboðsmen (eða
sendimenn) tískufyrirtækisins
L’Oréal í París dreifðu á vöru-
kynningu í Reykjavík á liðnu
sumri. Nú má til sanns vegar
færa að þetta plagg hafi ekki
farið margra á milli og kor®
að snyrta hár sitt og neglur eða
smyrja sig nærandi makstri eða I
úða á sig ilmandi vökvum við '
hæfi persónunnar, staðarins og
stundarinnar. Allt slíkt er talið
hégóminn einber, ef menn
hafa ekki smekk fyrir sínu
eigin móðurmáli. Enda eru
Frakkar frægari fyrir fallegt
tungutak en þrifnaðarmenn-
ingu. Þar standa Bandaríkja-
menn þrepi ofar eins og þjóð
Miðvikudagur 16. október 1985 9
Vettvangur
veit. Það er því lítil hollusta
við smekkvísa og menntaða
umbjóðendur í París, þégar
talsmenn þeirra á íslandi
ávarpa viðskiptavini sína á
máli óvita, ef leyfilegt er þá að
leggja óvitanafn við slíkan hé-
góma.
Metnaður íslenskra
kaupsýslumanna
Vörukynningarplaggið frá
L’Oréal á auðvitað að vera
þýðing úr einhverju erlendu
máli, hvort sem það hefur
verið franska, þýska eða
danska, kannske enska. Vera
má að „þýðandinn" hafi kunn-
að það mál sem úr var þýtt, en
víst er að hann kann ekki
íslensku nema orð og orð á
stangli og betra hefði verið að
hann kynni ekki stakt orð. Það
bætir heldur ekki úr skák að
ekki hefur verið fyrir því haft
að nota íslenska stafrófið við
fiölritun kynningarbréfs þessa.
Óvirðingin gagnvart íslensku
máli er svo megn að urnboðs-
menn L’Oréals á íslandi telja
sér ckki einu sinni nauðsynlegt
að nota þau leturtákn, sem
hæfa íslensku máli.
íslensk kaupsýslustétt ætti
að liafa meiri metnað um
kunnáttusamlegan frágang
auglýsinga sinna og kynningar-
bæklinga en birtist í þessu
dæmalausa bréfi, sem dreift er
á íslandi í nafni franskra tísku-
fursta, sem líklega myndu
ganga af göflunum, ef þeir
vissu hvað þeireru niðurlægðir
og gerðir aumkunarverðir í
fjarlægu landi, þegar þeir sjá
ekki til.
Eitt af meiri háttar
tungumálum heimsins
íslenska er afar erfitt mál,
margslungið og viðkvæmt.
Beygingakerfi málsins er
rammflókið og framburðurinn
þrælerfiður. Þó er íslenskan
eitt af meiri háttar tungumál-
um heimsins, fornfrægt bók-
menntamál og einhver hin
elsta þjóðtunga, sem töluð er í
Evrópu. Engu tungumáli hæfir
hrærigrautur verr en íslensku.
Og erfitt er útlendingum að
læra íslensku. Hér hafa dvalist
þekktir tungumálagarpar, t.d.
erlendir stjórnarerindrekar,
sem lært hafa framandi tungur,
bæði indónesísku, kínversku,
ef ckki kóreönsku, að ekki sé
minnst á rússnesku, en gerðu
þó ekki betur, þrátt fyrir yfir-
legur ár eftir ár, en að verða
læsir á íslensku, en hvorki
skrifandi né þolanlega mæltir.
Svona erfið er íslenskan. Og
svo halda bráðlátir vörubjóðar
og aðrir ákafamenn um fésýslu
og „framfarir" að þeir geti
notað hvaða strák sem er til að
framreiða auglýsingar fyrir ís-
lendinga og semja kynningarrit
á varningi sínum á íslensku
máli. Og þeir sem að slíku
standa látast vera boðberar
smekkvísi og kunnáttusani-
legra vinnubragða, sem þeir
þykjast hafa lært í París, þó að
þeir hafi aldrei lært það sem
Frakkar leggja mest uppúr,
sem er að tala og skrifa eins og
manneskja.
lngvar Gíslason.
LORÉAL
PAHIS
HSrvandamál
Er pa3 verulegn p b r f a aíl lrysa vaiui.nnnl vidvikjandi
hársnyrtingu?
Undirstocin pekkiinc um hár
F i ö 1 d i
Vanalega fjoldi hofudhár eru á railli loo.ooo og láo.ooo
einstók liárstrá. Alt efftri hvad pan eru long nynda pau
2
tilsamans á milli 4 til 8 m .
Illutir
Hárstráin oru tveir adalhlutir: keratin* og pigmenter'<'.
Hárrotins 1 i f f ær a f ræci i
-llárid setur á ská i húdins prju lóg yfirhúd, lædurhúd og
undirhúd i ofrás sem kallast hárbelgur.
-Sá partur af hárinu, madur getur sed kallast hárskaftid.
-Sá partur af hárinu sem er i húdinni kallast hárratin.
-Nedsti partur af harrotinni kallast hárlaukur.
-Harid myndast i hárpapillen.
-Stefna hársins fær áhrif frá hárvödvnnum, sem getur dre-
gid sig saman og lift harinu (gmsahud, hárid reis á hbfdi
hans).pegar vódvinn dregur sig samnn prýstir hann fetu
út ur fetukirt1inum. Kringum hárbelginn eru fleiri
fetukirtlan sem útskifja húdfetu.
Fetukirtilens fetueinángrun cr naudsýnlegt til ad fyrir-
byggja efni úti frá i ad krengjast inn i húdina.
Golfranska
■ Hér birtist Ijosmynd af nokkrum línum úr fjölrituðu kynningarbréfí tískufyrirtækisins
L’Oréals í París, sem fjallað er um í grein Ingvars Gíslasonar. Þetta bréf er einhvers
konar „bræðingur úr golfrönsku, skollaþýsku og prentsmiðjudönsku", svo notað sé
orðalag greinarhöfundar.
■ í Kjötbæ við Laugaveg er dýrlegt um að litast fyrir þá sem hafa smekk fyrir munað í mat. Þar
er m.a. eitt mesta kæfuúrval landsins, sem gengur undir ýmsum nöfnum. Þar fær maður kæfu,
llifrarkæfu, „paté" og „mousse", en allt er þetta kæfa. Sá girnilegi réttur sem stúlkan sýnir okkur
er kallaður „sveitapaté"???
Misskilningur
í fyrrnefndri auglýsingu frá
íslensk-franska eldhúsinu, seg-
ir að það sé útbreiddur mis-
skilningur meðal margra
þcirra, sem ekki þekkja vel til
franskrar matargerðarlistar,
að ,.paté“ sé bara kæfa.
Misskilningur þess aðila,
sem setti þennan texta saman
liggur í því að hann heldur að
kæfa sé bara kæfa. Ef hann
þekkti jafnvel til íslenskrar
matargerðar og hann lætur í
veðri vaka að hann sé kunnug-
ur hinni frönsku, mundi hann
ekki láta svona vitleysu frá sér
fara, aðeins til þess að klína
erlendu nafni á ágætan rétt.
Franska kæfan er bökuð, en
ekki mauksoðin, eins og títt er
um þá kindakæfu sem nú er
étin. En gæta verður að lifrar-
kæfan er einnig bökuð og hefur
engum íslendingi dottið í hug
fyrr en á síðustu tímum að fara
að kalla hana eitthvað annað
en kæfu og notað samsetta
orðið lifrarkæfa.
Við gerum ekki mikinn
greinarmun á soðkæfu og tólg-
arkæfu þótt sitthvor aðferðin
sé notuð við matseldina.
(frönskum kæfum mun lítið
vera af tólg, en svínafeiti gjarn-
an notuð í staðinn. í höfuð-
dráttum er sama aðferð notuð
við matseld frönsku kæfunnar
og Iifrarkæfu. Uppistaðan er
oftast nær lifur. Hvort sem hún
er úr þessri skepnunni eða
annarri, spendýrum eða fugl-
um skiptir ekki öllu máli. Hér
er náttúrlega átt við málnotk-
un en ekki bragð.
í frönskum kæfum er oft
hakkað kjöt eða smátt skorið
og innmatur sömuleiðis. Allt
fcr þetta eftir smckk og hug-
myndaauðgi matargerðar-
meistaranna. Þetta á einnig
við um íslenska kæfu þótt hún
sé miklu fábreyttari en hjá
förnsku snillingunum. En það
breytir engu um það að „paté“
og „rnousse" er kæfa bæði eftir
gamalli og nýrri málkennd,
jafnvel þótt kæfan sé innbök-
uð.
Þær franskættuðu kæfur sem
hér eru á boðstólum fá öll
meðmæli þess sem hér situr við
og hripa á blað, ekki síst þær
sem framleiddar eru í íslensk-
franska eldhúsinu. Þær auka
fjölbreytni í matarvali og eru
öðrum matvælaframleiðend-
um hvatning til að gera betur
og bæta gæði og gera meiri
kröfur til sjálfra sín.
En þarna kemur því miður
fram sú andskotans árátta að
taka upp erlend heiti á vöru í
þeirri von að hún scljist betur.
Það lýsir kannski betur kaup-
enduni en seljendum. Við
skulum reyna að læra það af
Frökkum sem þeir best gera en
sleppa því að flytja inn mál
þeirra. Nóg er samt. Auglýs-
endur eru einhverjir verstu
málspillingarmcnn sem nú eru
uppi og er mál að linni og þeir
fari að taka í hnakkadrambið
■á sjálfúm sér og auglýsi vöru
sína á íslensku, því hér á landi
er hún ennþá betur skiljanleg
en enska eða franska.
Oddur Ólafsson