NT - 16.10.1985, Qupperneq 10
Miðvikudagur 16. október 1985 10
Ferjan siglir sinn sjó /fipis
S'[? *ve'rn ieil!Sýniiisum^r l'efiur nú
* 'elenskra höfunHfS1! ^v°rttvegqia
*nn'9angi/síaartaM"*- ?u Ífrrta/Æ
^^nú«uHlviv^1'erk,ð mun aðems
Alþýðuleikhúsið
Ferjuþulur.
Rím við bláa strönd
Höfundur: Valgaröur Egilsson.
Leikgerö: Svanhiidur Jóhann-
csdóttir og er hún jafnframt
lcikstjóri.
Leikmynd/búningar: Ragnheið-
ur Hrafnkelsdóttir.
■ Höfundur Ferjuþula leggur
á það áherslu að hér sé um að
ræða tilraun, verið að „gá að því
hvort ekki er ónotað pláss á
sviði málsins: pláss fyrir músík
málsins, þá sem rím og hrynj-
andi er - slík músík er abstrakt-
fyrirbæri, sosum eins og söngur
er."
Um leið og þannig er undir-
strikað hið Ijóðræna í verkinu
er í því frásagnarlegt inntak,
eins og gömlu þulunum. Ferju-
þulur er að minni hyggju
skemmtileg tilraun til að endur-
vekja brag sem lítt hefur veriö
stundaður síðan vorar ágætu
skáldkonur, Hulda og Theó-
dóra, vöktu hann til nýs lífs í
upphafi aldarinnar.
Umgerð verksins er ferð með
Akraborginni upp á Skaga.
Textinn er með ljóðrænu ívafi,
alsettur orðalcikjum, en víða
með skírskotanir til umhverfis
sem mætir auguin Reykvíkinga
dag livern, hrein staðfræði.
Við skulum taka upphafiö:
Akraborgin siglir sinn sjó
um sjóinn víðan.
Langt er nú síðan
ferjan sig til ferðar bjó
fyrst - og hjartað örar sló.
Margur bcr kvíðann.
Margur ber í brjósti ferða-
kvíðann.
Landfestar hún leysti þó
og lagði á sjóinn fríðan.
- Það var meiri blessuð blíðan
Síðasta línan cr, vei á minnst,
dæmi um það að tcxtinn dettur
stundum niöur í hversdagslegan
prósa, en það virðist mcð ráðum
gert. Hversdagstal og Ijóð-
rænn texti í þuluformi fellur
ekki svo illa saman í rauninni.
Orðaleikir textans njóta sín bet-
ur við lestur, endurtekningar og
klifanir. Ferjuþulur eru raunar
ekki leiksviðsverk. Þær munu
væntanlegar í kveri í haust og
gefst þá betra ráörúm til að
skoða tcxtann. En mérsegirsvo
hugur að hann þoli vel skoðun.
Textinn er að vísu ekki beinlínis
hnyttinn, en hann er vandaður
og ber vott um yfirlegu og góða
kunnáttu í máli. Því get ég ekki
séð annaö en hann eigi fullt
erindi upp á svið á tíu ára
afmæli Alþýðuleikhússins.
Betur færi þó á að flytja
þulurnar í skólum. Vel má vera
að innrcið órímaðra ljóða í
skólana hafi verið svo geyst að
tilfinningin fyrir bundnu máli,
brageyrað, sé nú miklu sljórra
en fyrr. En Valgarður Egilsson
og Alþýðulcikhúsið hafa þó gert
sitt til aö hressa upp á þá tilfinn-
ingu.
Flutningurinn var dálítið
misjafn. EyþórÁrnason, Guðný
Helgadóttir, Kristín Á. Ólafs-
dóttir og Ragnheiður Tryggva-
dóttir fóru öll skilmerkilega
með textann, en Kristín bar af.
Hún sýndi langnæmasta tilfinn-
ingu, skilaði anda þulunnar
best. Hljóðlist Lárusar Halldórs
Grímssonar átti góðan þátt í
þokka sýningarinnar: Þegar
þetta er ritað hafa sýningarnar
verið færðar upp í Gerðuberg.
Þjóðleikhúsið
Valkyrjurnar
eftir Huldu Ólafsdóttur.
Leiklestur á Listahátíð kvenna.
Leikstjóri: Höfundur.
Leiklestur er ágætt form til að
kynna ný verk án mikils til-
kostnaðar. Litla sviðið er kjör-
inn vettvangur fyrir slíkt. Þar
var lesinn þáttur eftir ungan
íslenskan höfund, Huldu Ólafs-
dóttur, 9. og 13. október.
Vel má vera að Hulda Ólafs-
dóttir cigi eftir að semja bita-
stæð lcikverk, og háskólaprófi í
leikhúsfræðum hefur hún lokið í
Svíþjóð að sögn. En skelfing
eru Valkyrjurnar ófrumlegt
verk. Þar er að finna alla þá
frasa sem uppi hafa verið hafðir
um kvennamálin síðustu tíu ár,
og aldrei ákafar en nú „í lok
kvennaáratugar". Þarna er sett-
ur á svið saumaklúbbur með
öllu því sem tilheyrir slíku. Inga
og Jói eru hjónin í húsinu, og
vinkonurnar gera upp tíu ára
vináttu sína: Það eru sem sé tíu
ár frá því að þær ætluðu sér að
frelsa heiminn. Misjafnlega hef-
ur þeim farnast eins og gengur,
en æðimikið dofnað yfir þeim
öllum, nema Díönu sem reyndar
situr á þingi fyrir kvennalistann.
Það gerist svo þegar hæst
stendur saumaklúbburinn að
móðir húsfreyju kemur með vin
sinn: er þá skilin við karl sinn og
orðin ástfangin upp fyrir haus.
Og bregst dóttir hennar illa
við, „en allt fer vel að lokuni",
eins og þar stendur.
Texti Huldu Ólafsdóttur var
raunar lipurlegur: hún hefur
greinilega lært nokkuð til verka
í slíku. En á frumlegri hugmynd
eða pcrsónulegum stíl örlaði
sem sagt ekki. Skemmtilegra
hefði verið að framlag Þjóðleik-
hússins til Listahátíðar kvenna
hefði verið rismeira. Og er þá
auðvitað skylt að geta þess að
hinir þrautreyndu leikarar húss-
ins fóru vel með textann. Af bar
Herdís Þorvaldsdóttir í hlut-
verki hinnar rosknu ástföngnu
frúar. Aðra leikendur læt ég að
mestu ónefnda: stærst er hlut-
verk Ingu sem Edda Þórarins-
dóttir fór með.
Að lokum: Listahátíð kvenna
er ágætt fyrirtæki, og þar hafa
verið rifjuð upp góð verk skáld-
kvenna, Ástu Sigurðardótturog
Jakobínu Sigurðardóttur, raun-
ar ekki lcikverk. Skyldu skáld-
konur vorar ekki geta boðið
fram fullburða leikrit um „stöðu
kvenna" sem lýfti sér yfir al-
gengustu klisjur? Við bíðum
þess.
Gunnar Stefánsson.
Flaututónleikar
■ I tilefni af Listahátíð
kvenna, sem nú er í alglcym-
ingi hér í bænum, hófust Há-
skólatónleikar vetrarins með
kvennakonsert. Þar fluttu
Gurún Sigríöur Birgisdóttir
flautuleikari og Anna Guðný
Guömundsdóttir píanóleikari
verk eftir tvær konur og einn
■ Guðrún Birgisdóttir flautu-
leikari.
karlmann, Francis Poulenc.
Fyrst fluttu þær stöllur Conc-
ertino cftir Cécile Chaminade,
sem skráin segir að hafi fæðst
í París 1958, dáið 1944, og
samið Consertinn 1902. Þessi
meinlausa prentvilla minnti á
sögu eftir Scott Fizgerald um
mann nokkurn sem lifði aftur
á bak, fæddist gamall og yngd-
ist með árunum uns hann dó í
reyfum. Þess vegna hcfði verið
skemmtilegt ef verk Chamin-
ade hefði minnt á eitthvert
óborið tónskáld, en svo var
ekki - það minnti rnest á De-
bussy, og var mjög skemmti-
lcgt og léttilega flutt. Næst
flutti Guörún Episoce scconde
(1977) fyrir einleiksflautu eftir
Betsy Jolas, aðra Parísarmey
sem fæddist 1926 og er núna
dósent í analýsu og tónsmíðum
við tónlistarháskólann í París.
Betsy Jolas hefur samið mörg
verk fyrir flautuleikarann Pi-
erre-Yves Artaud, segir
skráin, en hann var einmitt
einn af kennurum Guðrúnar í
París.
Þriðja verkið, Sonata eftir
Poulence (1956) er að vísu
ekki eftir konu, en hins vegar
tileinkað konu, frú Sprague
Coolidge, og mun svo um fleiri
tónverk. Ég er farinn að líta á
það nánast sem lögmál að
kammertónleikar, þar sem
Anna Guðný spilar á píanóið,
séu ævinlega skemmtilegir, og
þessir tónleikar renndu enn
frekari stoðum undir þá til-
gátu. Guðrún Birgisdóttir
lærði flautuleik í París, eins og
efnisskráin bar með sér, en
hafði áður numið hjá þeim
Jóni H. Sigurbjörnssyni og
Manúelu Wiesler. Guðrún er
mjög góður flautuleikari með
íallegan tón og leikandi tækni,
enda voru verkin þrjú hvert
öðru skemmtilegra í flutningi
þeira Guðrúnar og Önnu
Guðnýjar.
Nú mun verða nokkurt hlé á
Háskólatónleikum, uns þeir
hefjast með fullum þunga í
næsta mánuði, en eins og
undanfarin ár verða þeir í
Norræna húsinu í hádeginu á
miðvikudögum. Forráðamenn
háskólatónleika verða samt að
gera ráðstafanir til að kveða
niður ýl eða hvin sem spillti
nokkuð tónleikunum á ntið-
vikudaginn, hvað sern honum
hefur valdið, en vafalítið var
sá gnýr af einhvers konar
mannavöldum.
■ Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari.
r
söngvurum. Þessi kór ætti því
að geta æft upp verk á skömm-
um tíma, og flutt það vel og
hnökralaust. Og á þessum tón-
leikum söng kórinn afburðavel.
Tónleikaskráin segir raunar, að
Verdi sjálfur hafi stjórnað frum-
flutningi Sálumessu 1874 í
Mílanó, ognotaði þá 120manna
kór, en í Háskólabíói fylltu
liinar 62 raddir salinn þegar á
þurfti að halda, en sungu „fár-
veikt" þegar við átti. Mjög eftir-
minnileg frammistaða.
í forföllum Sieglinde Kah-
heyrðist vera hörkusöngvari en
ekki framúrskarandi. En Jón
Sigurbjörnsson söng bassann,
með karlmannlegri þrumuraust.
Tæplega er Jón í mikilli þjálfun
sem söngvari, en þeim mun
athyglisverðara er það að hann
skuli halda sínum hlut að mestu
á slt'ku heimsljósaþingi sem
þarna var saman komið. f sum-
um köflum eða atriðum- var
hann mjög góður, og að sjálf-
sögðu var framsögn hans af-
burðaskýr því Jón er fyrst og
fremst leikari.
Sálumessa
■ Fjórir einsöngvarar, kór ís-
lensku óperunnar og Sinfóníu-
hljómsveit íslands fluttu Sálu-
messu Verdis laugardaginn 12.
október í Háskólabíói. Flutn-
ingnum hafði verið frestað frá
10. október vegna forfalla eins
einsöngvarans, en 10. október
er fæðingardagur Verdis - hann
fæddist þann dag árið 1813.
Þetta var mjög áhrifamikill
og að flestu leyti góður flutning-
i ur. Kór íslensku óperunnar,
sem þarna taldi 21 sópran, 17
alt. 14 tenóra og 13 bassa, bæði
er og ætti að vera besti kór
landsins, vegna þess að kórinn
skipa söngvarar, nemendur og
kennarar Söngskólans í Reykja-
vík, ásamt með nokkrum öðrum
mann var „töfruð upp" bresk
sópransöngkona sem gæti heitið
Margot Kirby, og söng hún
nánast óæft - en hefur að sjálf-
sögðu sungið þetta mörgum
sinnum áður - og stóð sig mjög
vel, einkum þó í síðasta þættin-
um, Libera me, sem hún syngur
ein með kór og hljómsveit.
Agnus dei, sem hún söng með
messósópraninum Juttu Bokor
frá Búdapest, var hins vegar
ntjög sérkennilegt að heyra,
enda raddir og söngstíll þessara
tveggja söngkvenna mjög ólík-
ur. Úngfrú Bokor söng hins
vegar mjög glæsilega marga
aðra kafla. Tenórinn var Dino
di Domenico, ítalskur söngvari
sem starfar víðs vegar, og mér
Stjórnandi var Robin Stap-
leton, sem áður hefur stjórnað
hjá íslensku óperunni, og er
greinilega mjög fær maður. Því
miður var ekki fullt hús, og
leiddu sumir að því getum að
óheppileg kynning í sjónvarp-
inu hefði fælt tónlistarunnendur
í burtu. Slæleg aðsókn að tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar í vetur væri í hæsta máta
ómakleg, því vetraráætlun
hljómsveitarinnar er mjög
áhugaverð, og hljómsveitin sjálf
í góðu „fornti".
Þessi flutningur á Sálumessu
Verdis var meðal eftirminnilegri
tónleika hér í langan tíma.
Sigurður Steinþórsson