NT - 16.10.1985, Qupperneq 11
] Miðvikudagur 16. október 1985 11
Fiskfóður
einn mikilvægasti þáttur fiskeldis
Ýmsa eðliseiginleika fóðurs,
svo sem heppilega kornastærð
og lögun, hægari uppleysanleika
til að minnka fóðurúrgang, og
heppilegan sökkhraða til að ná
fram betri nýtingu fóðurs. c.
Ýmsar vinnsluaðferðir til að
framleiða sem best fóður. d.
Framleiðslu á blaut- og
hálf-blautu fóðri með mismun-
andi hlutföllum af þurru mjöli.
e. Fóðurframleiðslu fyrir nýjar
eldistegundir, svo sem lúðu,
þorsk, kola og fleiri fisktegund-
ir.
Jan Flildingstam sagði að
lokum, að fiskeldi myndi halda
áfram að vaxa og fiskfóðurfram-
leiðendur myndu keppa að því
að skaffa hentugt fóður og í
þeim fjölbreytileika, sem fyrr
var nefnt.
■ Á hinni velheppnuðu ráð-
stefnu um fiskeldi. sem Veiði-
málastofnunin stóð fyrir í
Norræna húsinu fyrir skömmu,
var töluvert rætt um fiskfóður
og framleiðslu þess, enda er það
einn mikilvægasti þáttur í
fiskeldinu.
Þrír fyrirlesarar fjölluðu sér-
staklega um þetta efni, en þeir
.voru: Jan Hildingstam, fram-
bæði fyrirtæki í fiskfóðri og
opinberar stofnanir hefðu lagt
mikið af mörkum til að þróa
gott fiskfóður, sem jafnframt
væri á hagstæðu verði, fyrir
regnbogasilung, atlantshafslax,
urriða, sjóbleikju, ál og fleiri
fisktegundir. Fannighefði tekist
að framleiða næringarríkt fóður
og beindust því rannsóknir að
öðrum þáttum í framleiðslu þess
■ Pétur Bjarnasoi
hf„ Akureyri flytur ri
eldisþinginu.
Ör vöxtur fiskeldis í
Noregi
Trygve Berg Lea hjá Skrett-
ing hf. sagði í upphafi erindis
kvæmdastjóri hjá EWOS í
Svíþjóð, Trygve Berg Lea frá
SKRETTING í Noregi og Pétur
Bjarnason, fullttrúi hjá ÍSTESS
hf., Akureyri.
Mjkilvægi fiskfóðurs
{ erindi Jan Hildingstam kom
fram, að ör þróurt'hefði orðið í
framleiðslu fiskfóðurs á
Norðurlöndunum, sérstaklega
hefði vöxtur þess orðið mikill
seinustu 10 ár. Hann sagði, að
Ewos-fvrirtækið ætti að baki 25
ára reynslu í framleiðslu fisk-
fóðurs. Fyrirtækinu hefði tekist
að búa til gott fiskfóður og
einnig áhöld og tæki til fiskeldis.
Fóðrið væri líklega veigamesti
þátturinn í fiskeldi. Án þessarar
góðu frarrrieiðslu hefði vöxtur
fiskeldis ekki orðið svo mikill,
sem raun ber vitni um.
Jan Hildingstam gat þess, að
■ Norðmaðurinn Trygve Berg Lea, hjá Skretting hf. í ræðustóli
á fiskeldisráðstefnunni í Norræna húsinu.
og notkun, jafnt og að fjöl-
breyttri framleiðslu.
Fyrirlesari kvað áherslu nú
lagða á eftirfarandi atriði: a.
Fjölbreytileika á innihaldi
fóðurs, til að framleiða sem
ódýrast en samt gott fóður. b.
síns, að sjókvíaeídi í Noregi
hefði byrjað seint á sjötta ára-
tugnum. Frá þeim tíma og tij
þessa, hefði það vaxið upp í 22
þúsund tonna framleiðslu á ár-
inu 1984. Gert væri ráð fyrir að
þessi þróun haldi áfram um
Frásagnir
fornleifafræðinga
Great Adventures in Archeo-
logy. Edited with an introduct-
ion by Robert Silverberg.
Penguin Books 1985.
336 bls.
■ Margir þeir, sem fengist
hafa við fornleifagröft munu
sammála um að fá störf séu
skemmtilegri eða meira spenn-
andi, þótt oft séu þau lýjandi og
kunni að virðast árangurslítil á
stundum.
Ritstjóri þessa rits, Robert
Silverberg, er áhugamaður um
fornleifafræði, en mun aldrei
hafa tekið þátt í alvöru forn-
leifagreftri sjálfur. Þess í stað
hefur hann árum saman lesið
allt sem hann hefur komist yfir
um uppgröft fornleifa. Hann
segir í inngangi með þessari
bók, að lestrarefni áhugamanna
um fornleifafræði sé einkum
tvenns konar: annars vegar ná-
kvæmar skýrslur vísindamanna
um það, sem þeir hafi grafið
upp (teikningar, mælingar,
skrár) og hins vegar frásagnir af
uppgröftum, sem oft séu færðar
í stílinn og öðru fremur ætlaðar
til þess að vekja áhuga almenn-
ings. Hafa margar þessara frá-
sagna orðið sem næst klassískar,
enda ýmsar þeirra ágætlega
skrifaðar og skemmtilegar
aflestrar.
Greinarnar í þessari bók eru
allar úr síðarnefnda flokknum.
Bókinni er skipt í fjóra hluta og
eru í fyrsta hlutanum þrjár frá-
sagnir, eftir Belzoni, Flinders
Petrie og Carter, um fornleifa-
rannsóknir í Nílardal. í öðrum
hluta eru frásagnir fjögurra
manna: Layards, Hilprechts,
Koldeweys og Woolleys í Land-
inu á milli fljótanna, Efrats og
Tígris. í þriðja hluta er frásöng
Heinrichs Schliemanns um upp-
gröft Trójuborgar og í fjórða og
síðasta hluta eru frásagnir Step-
hens og Thompsons af fornleifa-
rannsóknum í Ameríku.
Eins og áður sagði eru allar
þessar frásögur skemmtilegar
aflestrar og minna um margt á
bók, sem eitt sinn var vinsæl
hérlendis, og nefndist „Fornar
3REAT ADVENTURES
- —.— 1N------
ARCHAEOLOGY
rROM BHLZONI TOWOOLLE'
■ Bókarkápa
grafir og fræðimenn". Frásagn-
irnar eru frá ýmsum tímum,
hinar elstu frá ofanverðri 18.
öld, hinar yngstu frá okkar öld.
Þær bera þess allar merki að
höfundarnir voru börn síns tíma
og eykur það gildi þeirra þar eð
þær leiða í ljós hve mjög hugs-
unarháttur þeirra, sem fást við
fornleifagröft hefur breyst, hve
ólíkum augum þeir líta við-
fangsefni sitt.
Bókin er prýdd nokkrum ljós-
myndum og teikningum og í
bókarlok er skrá um manna-
nöfn.
Jón Þ. Þór.
■ Svíinn Jan Hildingstam, forstjóri hjá Ewos, Svíþjóð.
ókomna framtíð. Náttúrulegar
aðstæður, með gott skjól við
strönd og firði Noregs ásamt
góðri fóðuröflun fyrir fiskinn,
gerir þessa hagstæðu þróun í
fiskeldi mögulega. Hún mun
halda áfram, ef engin vandamál
koma upp á hinum góða sölu-
markaði fyrir fiskinn.
Um 500 aðilar í Noregi hafa
nú leyfi til fiskeldis. Leyfð há-
marksstærð fiskeldisstöðvar er
8 þúsund rúmmetrar í vatni
(sjó). Undir venjulegum kring-
umstæðum má ætla að slík stærð
af stöð geti framleitt um 200
lestir af laxi.
Hin öra þróun í framleiðsl-
unni hefur haft í för með sér
vaxandi heilbrigðisvandamál,
tengd sjúkdómum. Þar hafa
komið við sögu þekktir sjúk-
dómar, auk næringarvandamála
og mengunar.
Blautfóður, blandað fóður og
þurrfóður eru mikilvægustu fóð-
urtegundir í fiskeldinu. Á seinni
árum er mest aukningin í notk-
un þurrfóðurs, vegna þess
hversu gæði þess eru orðin trygg
og það er þægilegt í meðförum.
Trygvi Berg Lea sagði að
árangur af fiskfóðrinu, til að
framleiða hvert kíló af fiski væri
breytilegur. Þanniggæfi 1.1-1.6
kg. þurrfóður 1 kíló af fiski.
Meðaltal væri um 1.5 kíló fyrir
hvert kíló í fiski. Meðalverð á
fóðurkostnaði per kíló í kjarn-
góðu fóðri væri um 10 norskar
krónur hvert kíló í fiski. Væri
notað blandað fóður, væri fóð-
urnotkun 2.0 til 2.5 kíló og
útkoma svipuð í heild og þegar
notað væri eingöngu þurrfóður.
Að lokum sagði fyrirlesari,
að líklega myndi þróun fiskfóð-
urs í Noregi snúast um að fram-
leiða kjarngott fóður með sér-
stakri áherslu á prótein og fitu-
gæði. Jafnframt yrði lögð
áhersla á að fá fóður sem ylli
lágmarksmengun og kæmi þar
til bæði samsetning næringar-
efna og eðlilseiginleikar fóðurs-
ins.
Samvinna við erlenda
aðiia um fiskfóður-
framleiðslu.
í erindi Péturs Bjarnasonar
hjá ístess hf., er nefndist „Hag-
kvæmni fiskfóðursframleiðslu á
íslandi" drö hann m.a. upp
nokkra punkta um gildi slíkrar
framleiðslu hér á landi. Hún
væri að hans dómi atvinnuskap-
andi, yki verðmætamyndun,
bætti nýtingu á hráefni, sem hér
væri fyrir hendi, yki gjaldeyris-
tekjur og stuðlaði að byggðaþró-
un í þágu landsbyggðar.
í framhaldi af þessum hug-
leiðingum, vék Pétur Bjarna-
son að þeim kröfum og viðhorf-
um, sem giltu í sambandi við
framleiðslu á fiskfóðri. Þar
minnti hann á gæði hráefnis í
fiskfóður, styrkleika gæða fisk-
fóðursins, framfarir í fram-
leiðslunni og rannsóknarstarf
sem unnið væri erlendis á þessu
sviði og tæknilegri og sérfræði-
þekkingu í fóðurframleiðslunni.
Þá benti Pétur Bjarnason á
að aðstæður hér á landi væru að
ílestu leyti ólíkar því, sem væri
erlendis á þessu sviði. Þar kæmi
til lægra hráefnisverð hér, eng-
inn mælikvarði væri til um gæða-
kröfur gagnvart hráefni í fisk-
fóður. Þá myndi stærð markað-
arins og fámenni þjóðarinnar
verða þrándur í götu að fá
sérhæft starfsfólk í þessa grein
framleiðslu.
Að lokum dró fyrirlesari
saman fyrrgreind atriði, sem
nefnd hafa verið, og komst að
þeirri niðurstöðu, að vænlegast
væri að leita samstarfs við ís-
lenska fiskimjölsframleiðendur
og erlenda fiskfóðursfram-
leiðendur um uppbyggingu
slíkrar framleiðslu hér á landi.
eh
BLAÐBERA VANTAR
Seltjarnarnes, Kleppsholt, Laugarásveg og Sunnuveg.
Einnig vantar börn á biðlista í öll hverfi.