NT - 16.10.1985, Síða 13
fíT Miðvikudagur 16. október 1985 17
LlL Fretlir
Lestunar-
áætlun
Þjóðhagsáætlun kynnt í gær:
Verðbólgan verður
20% á næsta ári
Alþingi:
Forsetar kjörnir
■ f gær kom Alþingi saman til
fundar og voru kjömir þingfor-
setar og skrifarar. Aö auki voru
fastanefndir Alþingis kosnar.
Litlar breytingar urðu frá þing-
inu 1984-1985.
í sameinuðu þingi var Þor-
valdur G. Kristjánsson kjörinn
forseti, Helgi Seljan fyrsti vara-
forseti og Olafur Þ. Þórðarson
annar varaforseti. í efri deild
var Salome Þorkelsdóttir kjörin
forseti, Stefán Benediktsson
fyrsti varaforseti og Davíð
Aðalsteinsson annar varafor-
seti. í neðri deild var Ingvar
Gíslason kjörinn forseti, Karvel
Pálmason fyrsti varaforseti og
Halldór Blöndal annar varafor-
seti.
Nefndakjör fór fyrst fram í
sameinuðu þingi og síðan í
deildunum. Frestað var kosn-
ingu til fjárveitinganefndar og
nokkur mannaskipti urðu í
utanríkismálanefnd. Þar settist
Haraldur Ólafsson í sæti Tóm-
asar Árnasonar, Birgir fsl.
Gunnarsson í sæti Ólafs G.
Einarssonar, og Guðrún Agn-
arsdóttir í sæti Sigríðar Dúnu
Kristmundsdóttur. Að öðru
leyti eru nefndir Alþingis
skipaðar á svipaðan hátt og
áður.
Tveir aukaþingmenn tóku
sæti á þinginu í gær. Sighvatur
Björgvinsson kom í stað Karv-
els Pálmasonar sem er fjarver-
andi vegna veikinda og Magnús
Magnússon kom í stað Eiðs
Guðnasonar sem er erlendis.
ef allar forsendur standast
■ Bragi Einarsson í Eden.
NT-mynd: Ámi Bjama
■ Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, hélt í gærfund
með blaðamönnum þar sem
hann kynnti þióðhagsáætlun
fyrir árið 1986. I því plaggi er
m.a. gerð grein fyrir markmið-
um og stefnu ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum. Aætlunin er
að þessu sinni nokkuð frábrugð-
in því sem áður hefur verið þar
sem hún nær nú til ársins 1987
og jafnframt eru nefndar horf-
urnar árið 1988 eins og þær
virðast frá sjónarhóli höfunda.
Þetta er mun lengra tímabil en
áður hefur verið miðað við.
„Helstu markmið ríkisstjórn-
arinnar eru að minnka bæði
verðbólguna og erlendar
skuldir. Fyrirsjáanlegur hag-
vöxtur veldur því að þetta er
raunhæfur möguleiki," sagði
forsætisráðherra. Þjóðhagsáætl-
un gerir ráð fyrir að hagvöxtur
verði 2% árið 1986 og 2 Vi% á
árunum 1987-1988. Efallarfor-
sendur standast eru horfur á að
verðbólgan verði um 30% frá
upphafi til loka þessa árs og um
20% árið 1986. Á sama hátt er
reiknað með að hlutfall erlendra
skulda fari lækkandi á árinu
1987 en að umtalsverð lækkun
verði ekki fyrr en árið 1988.
„Það er ljóst að til þess að
ríkisstjórnin geti haldið áfram
með svona prógram þarf að
halda mjög fast á málum," bætti
forsætisráðherra við.
í þjóðhagsáætluninni er gert
ráð fyrir að þjóðarútgjöld á
mann haldist óbreytt en það
felur í sér 1% árlega aukningu
þjóðarútgjalda í heild. Þetta
gæti leitt til l'/6% aukningar
einkaneyslu árið 1986. „Ég spái
ekki átökum á vinnumarkaðn-
um en ég vil ítreka að það er
forsenda þessarar áætlunar að
ekki verði farið út fyrir þau
mörk sem þar eru nefnd,“ sagði
forsætisráðherra. „Við munum
því hafa náið samráð við aðila
vinnumarkaðarins og erum
reiðubúnir til þess að ræða við
þá um ýmsar leiðir til þess að
vega upp kaupmáttinn t.d. frek-
ari lækkun tekjuskatts.“
Steingrímur Hermannsson
nefndi að það væri yfirlýstur
vilji verðandi fjármálaráðherra,
Þorsteins Pálssonar, að endur-
skoða það fjárlagafrumvarp
sem nú liggur fyrir með niður-
skurð útgjalda í huga. Forsætis-
ráðherra sagði af því tilefni að
hann væri í raun sáttur við það
frumvarp sem nú liggurfyrir, en
hins vegar væru stjórnarflokk-
arnir báðir sammála um að
veita ætti aukið svigrúm til að
draga enn úr ríkisútgjöldum.
Hann bætti því við að þó væru
framsóknarmenn andvígir því nauðsynlegri opinberri þjón-
að draga á nokkurn hátt úr ustu.
■ Steingrímur Hcrmannsson forsætisráðherra kynnti þjóðhagsáætlun fyrir árið 1986 i gær. Þar er
m.a. áætlað að verðbólga verði um 20% á árinu 1986. NT-mymi: Ámí b.
Hull:
Dísarfell ......... 21/10
Jan ............... 27/10
Dísarfell ...........4/11
Jan ............... 10/11
Dísarfell ......... 18/11
Jan ................24/11
Dísarfell ...........2/12
Jan .................8/12
Rotterdam:
Dísarfell ..........22/10
Dísarfell ...........5/11
Dísarfell ..........19/11
Dísarfell ...........3/12
Antwerpen:
Dísarfell ..........23/10
Dísarfel! ...........6/11
Dísarfell ..........20/11
Dísarfell ...........4/12
Hamborg:
Dísarfell ..........25/10
Dísarfell ...........8/11
Dísarfell ..........22/11
Dísarfell ...........6/12
Helsinki:
Hvassafell..........17/10
Hvassafell..........15/11
Liibeck:
Hvassafell..........21/10
Larvik:
Jan ................28/10
Jan ................11/11
Jan ................25/11
Gautaborg
Jan ................29/10
Jan ................12/11
Jan ................26/11
Kaupmannahöfn:
Jan ................30/10
Jan ................13/11
Jan ................27/11
Svendborg:
Jan ................17/10
Jan ................31/10
Jan ................14/11
Jan ................28/11
Aarhus:
Jan ................17/10
Jan ................31/10
Jan ................14/11
Jan ................28/11
Gloucester, Mass.:
Jökulfell...........30/10
Jökulfell............2/12
New York:
Jökulfell...........31/10
Jökulfell............3/12
Portsmouth:
Jökulfell............1/11
Jökulfell............4/12
SKIMDEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Mozart,
Berg og
Schubert
- á öðrum fimmtu-
dagstónleikum Sin-
fóníunnar annað kvöld
■ Aðrir fimmtudagstón-
leikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands á þessu starfsári
verða í Háskólabíói á
morgun fimmtudaginn 17.
október og hefjast kl.
20.30.
Á efnisskrá tónleikanna
eru þrjú verk: Cosi fan
tutte, forleikur eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart,
Sieben frúhe Lieder eftir
Alban Berg og Sinfónía
nr. 9 í C-dúr „Hin stóra“
eftir Franz Schubert.
Stjórnandi í tónleikun-
um er aðalhljómsveitar-
stjóri Sinfóníunnar Jean-
Pierre Jacquillat en ein-
söngvari Olöf Kolbrún
Harðardóttir.
Alban Berg samdi söng
lögin sjö á æskuárum
sínum, en færði þau síðar
í þann hljómsveitarbúning
sem þau skarta nú. Hann
fæddist árið 1885 og á því
aldarafmæli á þssu ári og
lést árið 1935.
Ruslatunna
brann
■ Slökkvilið var kallað að
Hofsvallagötu, þarsem skrif-
stofur Vífilfells eru til húsa,
seint á sunnudagskvöld. Eld-
ur var laus í ruslatunnu.
Þegar slökkviliðið var komið
á staðinn, var tunnan
brunnin, og ekkert eftir
nema öxullinn og hjólin.
„Þetta var plasttunna, en
okkur er mjög illa við þær.
Þær gefa frá sér mikinn svart-
an reyk og mikinn hita,“
sagði Arnþór Sigurðsson
varðstjóri hjá Slökkviliði
Reykjavíkur í samtali við
NT í gær. Arnþór benti á að
víða í fjölbýlishúsum væru
þessar tunnur notaðar, og
sagði hann að þeir þyrftu oft
að slökkva eld í þeim.
Hveragerði:
Eden stækkar
■ Þessa dagana standa yfir
breytingar og stækkun á Eden í
Hveragerði og er áætlað að
framkvæmdum sé lokið í byrjun
mars.
„Það er búið að vera lengi í
sigtinu hjá mér að stækka
staðinn, og eftir síðasta sumar,
sem sló öll aðsóknarmet, ákvað
ég að láta hendur standa fram
úr ermurn," sagði Bragi Einars-
son, eigandi Eden, í samtali við
NT.
„Stækkunin nemur um 400
fm, en Eden var um 700 fm
áður. Stór hluti af þessari viðbót
verður lagður undir nýja og
betri eldhúsaöstöðu fyrir starfs-
fólk en eldhúsið sem hefur verið
hingað til, er vægast sagt allt of
lítið, raunar er alveg kraftaverk
hvernig okkur tókst að vinna
við þessar aðstæður í örtröðinni
í sumar.
Samhliða því að eldhúsið
stækkar og starfsliði fjölgar í
sumar ætla ég að opna matsölu-
stað, en hingað til hef ég bara
getað boðið upp á kaffiteríu.
Eftir breytingarnar get ég boðið
upp á sæti fyrir 450 manns í stað
300 áður.“
Bragi er einn af aðstandend-
um Tívolísins sem var opnað
síðasta sumar, og var hann
spurður hvort áætlaðar breyt-
ingar væru á starfsemi þess.
„Það er alveg ljóst að það
sem átti stærstan þátt í allri
umferðinni hér síðasta sumar,
ásamt góða veðrinu, varTívolí-
ið. Það eru áætlanir um að
kaupa fleiri og stærri leiktæki
fyrir næsta sumar og jafnvel
byggja yfir það að hluta, en ætli
það megi ekki segja að þegar
umferðin um það var hvað mest
síðasta sumar hafi um 15-20.000
manns komið yfir eina helgi.
Það er því alveg nauðsynlegt að
við komum til móts við allan
þennan fcrðamannafjölda,
- metað-
sokn
síðasta
sumar
enda cr allur bærinn í uppbygg-
ingu og undirbúningur fyrir
næsta sumar kominn í fullan
gang.“