NT


NT - 16.10.1985, Qupperneq 17

NT - 16.10.1985, Qupperneq 17
f- < 'h Miðvikudagur 16. október 1985 21 Jerry Hall skrifar endurminningar sínar - og Bryan Ferry er sár og reiður! ■ Jerry Hall hefur hingað til liaft lag á því að vekja á sér athygli, fyrst og fremst nteð því að velja sér rétta fylgi- sveina. Og nú hefur hún komið af stað fjaðrafoki með því að tilkynna útkomu sjálfsævisögu sinnar, „Tall Tales“ í október- mánuði nk. Er ókyrrð farin að fara um suma við þá tilhugsun. Jerry er orðin 28 ára göniul og á sér 10 ára feril að baki sem ein þekktasta og mest eftir- sótta fyrirsæta heims. Hún er þó úr leik í þeim bransa í bili á meðan hún stendur í barn- eignum. Mick Jagger, sambýlismað- ur hennar um 8 ára skeið (með smáútúrdúrum) hefur ekki fengist til að rölta upp að altarinu með henni af ótta við að verða fyrir einu fjárhags- legu áfallinu enn. Hann hefur slæma reynslu af skiptum sínum við konur á því sviði, og ber þar hæst skilnað hans og Bi- anca, sem var óvægin í fjár- kröfum sínum, og Mick er ennþá að sleikja sárin eftir þann skilnað. En nú hefur Jerry fætt honum son, sem ■■Mick hafði lengi þráð, svo kannski rjúka þau nú til og gifta sig. Þó að Jerry virðist ekki hafa fjárhagslegan ávinning af sant- búðinni við Mick og altarið virðistenníórafjarlægð, seg- ist hún vera þess fullviss, að að því muni koma einhvern tíma að hann bíði hcnnar þar. Og sjálfsævisögu hennar hafi hann hvatt hana til að skrifa og draga ekkert undan. En það er annar gamall kærasti Jerry Hall sem er ekki jafn hrifinn. Bryan Eerry átti sína fyrstu metsöluplötu með Roxy Music fyrir 13 árum en liefur nú sagt skilið við þá hljómsveit og nýlega sent frá sér nýja plötu, „Boys and Girls,“ sem siglir hraðbyri upp vinsældalista. Hann varsambýlismaður Jerry í tvö ár áður en hún sneri sér að Mick Jagger. Hann er sjálf- ur dulur maður og orðfár og kann ekki að meta lausmælgi Jerry um samband þeirra, t.d. þegar hún segir frá fóstureyð- ingunni sem hún gekkst undir á meðan þau bjuggu saman. Hvernig myndi þér líka það ef einhver fyrrverandi elskhugi þinn setti á prent alls konar lygasögur urn þig,“ spurði hann nýlega forvitinn blaða- mann. „Mérfinnst það í raun- inni dapurlegt að grípa til þess ráðs ef harðnar á dalnurn, eða ef þarf á auglýsingu að halda, eða ef útlitið er farið að gefa sig. Og af hverju borgar kær- astinn hennar ekki fyrir hana? Af hverju þarf hún að vinna sér eina milljón dollara á þenn- an hátt? Það er asnalegt og smekklaust," segir hann og bætir því við að hann sé nú búinn að fá nóg af því að halda sér saman eins og „sannur breskur heiðursmaður!" Bryan Ferry hefur sjálfur kontið sér upp fjölskyldu. Hann giftist Lucy Helmore fyrir þrern árunt. Hún var þá 23 ára en sjálfur er Bryan farinn að sjá fertugsafmælis- daginn nálgast. Þau eiga tvo syni saman, og þó að Bryan sé ófáanlegur til að viðurkenna að hann sé fyrirmyndarfaðir og heimilisfaðir- „ég hef aldrei skipt um bleiu" - getur hann ekki stillt sig um að minnast síns eigin föður með virðingu og þakklæti, en hann dó í fyrra. Hann segist vel geta hugað sér að verða sonum sínunt jafn mikilvægur og pabbi hans var honum. Það er þess vegna ekki ann- að að sjá en að Bryan Ferry sé orðinn sáttur við líf sitt og tilveru, - a.nt.k. ef fortíðin meðJerry Hallerundanskilin! ■ Bryan rerrj er mi hinnn að eignast I jnlskx Idu sem liann er liarðamegðiir nieð og mII lielsl gleynia trylllu döguniiin með Jerry. Ilér er liann með eldri syni síiinin, Olis, sem er tveggja ára ganiall. % W ■ Jerry Hall helur liingum þott glæsdeg og alt ser marga aðdáendur. Það er þess vegna ekki úeðlilegt að hiin liafí l'rá! mörgu að segja í ævisögunni. ■

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.