NT


NT - 16.10.1985, Qupperneq 19

NT - 16.10.1985, Qupperneq 19
Miðvikudagur 16. október 1985 23 u Norðurlandamót í karate hér á landi: „Ætlum okkur sigra - í einhverjum flokkum, segir Ólafur Wallevik landsliðsþjálfari sem er bjartsýnn á árangur íslendinga ■ „Það er ljóst að við ætlum okkur sigur í einhverjum flokkum, helst öllum,“ sagði Ólafur Wallevik, landsliðsþjálf- ari íslands á blaðamannafundi sem Karatesamband íslands hélt í gær. „Þetta verður gífur- lega sterkt mót en möguleikar okkar eru fyrir hendi“ bætti Ólafur við. Ólafur var þarna að tala um fyrsta Norðurlandamót í karate sém haldið er hér á landi um næstu helgi. Mót þetta verður mjög sterkt. Norðurlandabúar eru góðir í karate og sem dæmi þá munu koma hingað Evrópumeistarar og keppendur sent eru meðal þriggja eða fjögurra bestu í heiminum í þessari íþrótta- grein. Keppnin á NM í karate hefst í Laugardalshöll á lagardaginn kl. 10.00 en úrslit hefjast um kl. 14.00. Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta í Höllina og fylgjast með íslensku keppend- unum i viðreignum við aðra Norðurlandabúa. Enskaknattspyrnan: ■ Sheffleld Wednesday tryggði sér rétt til að spila í 3. umferð ensku deildar- bikarkeppninnar er liðið sigraði Brentford 2-0 í gær. Sheffield leikur gegn Swindon í 3. umferð. Einn leikur var í 2. deild. Charl- ton og Bradford gerðu 1-1 jafntefli. Handknattleikur 3. deild: ■ ívar Ásgrímsson Haukari stekkur hér hæst en Björn Steffensen er til varnar. ívar átti mjög góðan leik og féll nafni hans Webster algjörlega í skugga hans. Björn átti hinsvegar dapran leik og skoraði ekki stig. ÍR-ingar verða að fara að nota hann betur. NT-mynd Árni Bjarna Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Sex í bann ■ Sex frjálsíþrótta- menn, þar á meðal Lud- milla Andonova frá Búlg- aríu sem á heimsinetið í hástökki kvenna, hafa verið dæmdir í lífstíðar- bann frá íþróttakeppnum vegna lyfjanotkunar. Var þetta tilkynnt á sunnudag af Alþjóðfrjálsíþrótta- sambandinu. Ludmilla ku vera sú frægasta af þessu fólki en aðrir eru t.d. heimsmet- haflnn í kringlukasti kvenna Zdenka Silhava frá Tékkóslóvakíu, og bandarísku kastararnir Gary Williky og August Wolf. Þótt bannið sé fyrir lífstíð er vaninn sá að íþróttamaðurinn cr náð- aður eftir 18 mánuði. Nágrannaslagur Tvö rauð spjöld í Hveragerði Frá Sveini Helgasyni á Selfossi: ■ Það var allt á suðupunkti í íþróttahúsinu í Hveragerði þeg- ar nágrannarnir Hveragerði og Selfoss áttust þar við í 3. deild- inni í handknattleik um helgina. Leiknum lyktaði með jafntefli 30-30 og skoruðu Hvergerðing- ar jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunum. Leikmönnum beggja liða var greinilega heitt í hamsi og fengu tveir þeirra rauða spjaldið, þeir Stefán Halldórsson þjálfari Hvergerðinga og Halldór Morth- ens Selfyssingur. Sjálfur leikurinn var frcmur slakur en Selfyssingar höfðu yfírhöndina frainan af og voru yfir 18-11 í hálfleik. í seinni hálfleiksöxuðu Hvergerðingar síðan smátt og smátt á forskotið og jöfnuðu, eins og áður sagöi, á lokasek- úndunum. Þá sigarði H.S.K. lið Árvak- urs með 53 stigum gegn 48 í 2. deildinni í körfu á laugardaginn. Leikið var á Selfossi og voru Skarphéðinsmenn sterkari mestan hluta leiksins. Öruggur sigur Hauka - á ÍR í gærkvöldi 81-72 - Endasprettur ÍR dugði ekki Haukarnir kræktu sér í tvö stig, sín fyrstu, í Úrvalsdeildinni í gærkvöldi er liðið vann sigur á ÍR 81-72. Sigurinn var sanngjarn. Haukarnir léku mun betur framan af leiknum en á lokamínútunum gerðu ÍR-ingar harða hríð að þeim með pressu um allan völl en það dugði þó ekki. Það var sérstaklega í upp- hafi leiksins sem vel gekk hjá Haukunum um leið og IR-ingar fundu ekki körfuna. Jón Orn Guðmundsson sem skorað hef- ur nálægt helming stiga ÍR það sem af er móti fann sig ekki í leiknum og má segja að hann hafi verið skjótandi í tima og ótíma í upphafi. Hæð Haukana, og ekki síst ívars Websters, kom í veg fyrir drippl inní vörn og skot. Jón Örn hefur stundað þetta í undanförnum leikjum en nú var hann stoppaður. Á með- an ÍR-ingar voru að átta sig á því hver ætti að skora ef Jón gerði það ekki þá skoruðu þeir nánast ekkert. Eftir tæpar tíu mínútur þá var staðan orðin 24-8 fyrir Hauka og illt í efni fyrir Breiðhyltinga. ívar Ásgrímsson og Henning Henningsson fóru á kostum á þessum kafla en Pálmar steig eitthvað illa niður í byrjun leiks og var ekki með í fyrri hálfleik. ÍR-ingar réttu úr kútnum eftir þessa hroðalegu byrjun og Ragnar Torfason fór að skora úr stökkskotum sínum. Þeir héldu vel í við Haukana eftir þetta og í hléi var 14 stiga munur 42-28 fyrir Hafnfirðinga. Síðari hálfleikur var jafn til að byrja með og sami munur hélst að mestu. Haukarnir kom- ust að vísu í 23 stiga forystu á tímabili en eftir það náðu ÍR- ingar með pressu sinni að minnka muninn og lokatölur urðu eins og fyrr segir 81-72 fyrir Hauka eða einungis níu stig. Það leit frekar út fyrir að lokatölur yrðu nálægt 90-60 fyrir Hauka í byrjun leiksins. Hjá Haukunum kom ívar Ás- grímsson einna mest á óvart. Hann skoraði grimmt og var að auki mjög góður í vörn. Webster er öllum liðum nokkur hindrun en gaman var að sjá Ragnar Torfason taka skot beint fyrir framan nef Websters og hitta. Ragnar var óhræddur við að skjóta og er það góðs viti - hann getur hitt vel þegar sá gállinn er á honum. Eins og fyrr segir þá var Jón Örn ekki á réttum skóm og gerði aðeins 8 stig. Stigin: IR: Ragnar 23, Hjört- ur og Jóhann 10, Jón Örn 8, Bragi 6, Benedikt 5, Jón Jör.og Karl 4, Björn Leósson 2. Hauk- ar: ívar Ásgrímsson 23, Henn- ing 17, Pálmar 12, Ólafur 11, Kristinn 10, ívar Webster 8. Dómarar voru Jón Otti og Bergur og voru ekki öfunds- verðir af starfi sínu. Þeir gerðu sín mistök ef svo má að orði komast. Þb ■ Framhaldsskólamótið í frjálsum íþróttum fór fram um helgina og kepptu fjórir skólar til úrslita. Svo fór að Fjölbraut Breiðholts sigraði, hlaut 167 stig en Fjölbraut Árniúla varð í öðru sæti með 146,5 stig. Menntaskólinn í Kópavogi varð þriðji með 121 stig og Fjölbraut Suðurnesja hlaut 85 stig í fjórða sæti. Á mynd Sverris sést Gunnar Gylfason, sem einnig er kunnur knattspyrnumaður, þeyta spjóti á mótinu. íslandsmet Sigurbjargar ■ Sigurbjörg Kjartansdóttir setti þrjú íslandsmet í kvenna- flokki (67,5 kg) á móti í kraftlyft- ingum sem fram fór í Æfinga- stöðinni Engihjalla um helgina. Hún setti met í hnébeygju 115 kg, í réttstöðulyftu 130 og samanlagt 320 kg. Þá setti Svan- ur Smith unglingamet í hné- beygju í 60 kg flokki. Hann lyfti 145 kg. Staðan í Úrvalsdeildinni UMFN .................................... 2 2 0 145-132 4 ÍBK...................................... 3 2 1 210-217 4 Haukar................................... 2 1 1 139-131 2 Valur.................................... 3 1 2 213-210 2 ÍR....................................... 3 1 2 222-222 2 KR ...................................... 3 1 2 197-204 2 Tékkar sigruðu enn ■ Tékkóslóvakía sigraði Bandaríkin 2-1 í heimsbikarkeppni kvennaliða í tennis en þetta var úrslitaleikurinn í þeirri keppni sem fram fór í Japan. Tékknesku stúlkurnar vörðu þar með titil sinn sem þær hafa unnið í fjögur skipti alls. Þetta var aftur á móti í fjórða skipti sem Bandaríkin tapa í úrslitaleiknum í þessari svo- kölluðu „Federation Cup“ keppni en Bandarík- in hafa unnið ellefu sinnum í allt. Hana Mandlikova sem nýlega vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu var að venju í góðu formi. Hún sigraði bandarísku stúlkuna Kathy Jordan 7-5 og 6-1 og hefur því ekki tapað leik í þessari keppni síðustu þrjú árin. Pólverji þjálfar ÍBV ■ Pólverjinn Griegorz Bielatowicz mun þjálfa 1. deildarlið Eyjamanna á næsta keppnistíma- bili. Bielatowicz var ráðinn um síðustu helgi en er ekki alveg ókunnur Eyjamönnum því hann þjálfaði yngri flokka Týs nú í sumar. getrguna VINNINGfiR! 8. leikvika - leikir -12. október 1985 Vinningsröð: 21X - X1X - X11 - 12X 1. vinningur: 12 réttir - kr. 768.570.- 104826 (6/11) + 2. vinningur: 11 9941+ 43950+ 85856 38664+ 50400 87353 42486 55278 89389 42941+ 56584+ 91172 réttir - kr. 8.902.- 94393 104824+ 104836+ 86272(^11) 100999 104829+ 105190 88839(íói)+ 104320+ 104831+ 105655 101156(%i) 104823+ 104833+ 104777(^11)+ Kærufrestur er til 4. nóvember 1985 kl. 12:00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmónnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæöir gefa lækkaö, ef kærur veröa teknar fil greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða aö framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufresfs.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.